Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 143. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
143. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins

Lítið samkomulag á
fundi EBE-leiðtoga
FonUinebleau, Frak.l.ndi, 25. júni AP.
LEIÐTOGAR Efnahagsbandalagsins reyndu í dag á fundi
sínum í Fontainebleau í Frakklandi að finna einhverja lausn
á vandamálum bandalagsins, sem eru mörg en fjármálin þó
erfiðust viðureignar. Gekk hvorki né rak á fundinum.
Helsti ásteytingarsteinninn
er sú krafa Breta, að framlag
þeirra til EBE verði minnkað
frá því sem nú er, en þeir hafa
talið sig bera meiri byrðar en
rétt er. Eftir fund, sem stóð í
hálfan annan tíma, gáfust leið-
togarnir tíu upp á leysa þetta
mál og afhentu það utanríkis-
ráðherrum ríkjanna. Hvorki
Thatcher,     forsætisráðherra
Breta, né nokkur annar hinna
leiðtoganna höfðu nokkuð nýtt
fram að færa í þessu máli. Utan-
ríkisráðherrarnir ætluðu að
setjast á rökstólana í kvöld en
ekki er búist við, að þeir komist
að niðurstöðu fyrir morgundag-
inn, þriðjudag, sem er lokadagur
fundarins.
í ræðu sem Francois Mitterr-
and  Frakklandsforseti  flutti
fyrir Evrópuþinginu í fyrra
mánuði, gaf hann í skyn að hann
væri tilbúinn til að standa að
endurskipulagningu Efnahags-
bandalagsins án Breta ef ekki
tækist að leysa fjármálavanda
þess fljótlega. Bretar hafa reynt
að gera lítið úr þessari hótun og
leggja áherslu á, að þeir vilji
taka þátt í hverri þeirri breyt-
ingu, sem gerð verður á banda-
laginu. Thatcher segir hins veg-
ar, að ekki verði fundnir neinir
nýir sjóðir fyrir EBE fyrr en
breyting hafi orðið á framlagi
Breta.
Bandaríkin:
Eining vex um
Walter Mondale
Wishington, 25. júní AP.
GARY Hart, öldungadeildarþing-
maður, ákvað í dag að hætta við að
vefengja kjörbréf sumra stuðn-
ingsmanna Walter Mondales eins
og hann hefur áður gert. Edward
Kennedy lýsti í dag yfír stuðningi
sínum við Mondale.
í bréfi til landsstjórnar Demó-
krataflokksins, sem birt var í
dag, segir Hart, að hann ætii „að
Vestur-Þýskaland:
Sér fyrir
endann
á vinnu-
deilunum?
Ludwiggbgrg, 25. jiiní AP.
SÁTTASEMJARI í Vestur-Þýska-
landi tilkynnti í dag, að hann ætl-
aði að leggja fram milamiðlunar-
tillögu í deilu málmiðnaðarmanna
og vinnuveitenda, sem staðið hefur
í sjö vikur og snýst aðallega um
styttingu vinnuvikunnar.
Georg Leber, sáttasemjari,
kvaðst mundu leggja málamiðl-
unartillöguna fyrir deiluaðila í
dag en vildi ekki segja frá efnis-
atriðum hennar. Hann sagði þó,
að tillagan væri „líklega aðgengi-
leg fyrir hvoratveggju" og kvaðst
binda vonir við, að hún gæti
bundið enda á mestu vinnudeilur
í Vestur-Þýskalandi eftir stríð.
Verkföllin og verkbönnin í
Vestur-Þýskalandi hafa náð til
400.000 manna og valdið veru-
legum truflunum i bílaiðnaðinum
i landinu. Samtök vinnuveitenda
segja, að vestur-þýskur málm-
iðnaður hafi tapað sem svarar til
99 milljarða ísl. kr. vegna vinnu-
deilnanna.
forðast allt, sem valdið geti óein-
ingu og sundurlyndi á landsþing-
inu. Með hagsmuni flokksins í
huga og kosningarnar i haust
mun ég því ekki vefengja kjör-
bréf nokkurs fulltrúa." Hart hef-
ur hingað til dregið i efa, að sum-
ir þeirra fulltrúa, sem Mondale
reiðir sig á til að sigra á lands-
þinginu, séu rétt kjörnir og er
þessi ákvörðun hans þvi talin
fyrsta skrefið í þá átt að hann
hætti að berjast við Mondale um
að verða útnefndur forsetaefni
Demókrataflokksins.
„Það er kominn timi til að við
hættum að vega hver annan,"
Mondale
sagði Edward Kennedy, öldunga-
deildarþingmaður í dag og lýsti
yfir eindregnum stuðningi við
Walter Mondale. Stuðningur
Kennedys þykir mjög mikilvæg-
ur fyrir Mondale en Kennedy
hefur gætt hlutleysis í frambjóð-
endaslagnum innan Demókrata-
flokksins hingað til.
Myndin var tekin begar Carrington lávarður kom í aðalstöðvar Atlants-
hafsbandalagsins í Briissel f gær. Það var blaðakonan, sem snýr baki i
Ijósmyndarann, sem kom öllum til að hueja með skemmtilegri athuga-
semd. Að baki Carrington er Kjell Wibe, sendiherra Norðmanna hjá
Atlantshafsbandalaginu, sem bauð Carrington velkominn fyrir hönd
starfsbræðra sinna.                                \p.
Atlantshafsbandalagið:
Carrington tekinn
við af Joseph Luns
Brunel, 25.jnni.AP.
CARRINGTON lávarður, fyrrum utanríkisráðherra Breta, tók í dag við af
Joseph Luns sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Luns, sem
er Hollendingur, hefur gegnt starfinu í 13 ár samfleytt.
Framkvæmdastjóraskiptin fóru
fram við hátíðlega athöfn í aðal-
stoðvum NATO í Brussel og kom
Carrington til hennar á sama
græna Rolls Royce-bílnum og
Luns hefur jafnan notað. í viðtali
við breska útvarpið fyrr um dag-
inn sagði Carrington, að eitt mik-
ilvægasta verkefni hans væri að
sannfæra Bandaríkjamenn um að
Evrópubúar legðu sitt af mörkun-
um til sameiginlegara varna vest-
rænna ríkja. „Ef Bandarikjamenn
tækju ekki fullan þátt í vörnum
Vestur-Evrópu er ég hræddur um,
að lítið yrði þar um varnir," sagði
Carrington.
Carrington tekur við á tímum
erfiðra samskipta austurs og vest-
urs og nokkurrar óeiningar í Atl-
antshafsbandaiaginu en búist er
við, að hann verði fremur sáttfús í
orðum gagnvart kommúnistarfkj-
unum. Hann hefur lengi verið
þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt
sé að vera fastur fyrir gagnvart
Sovétmönnum en spara hins veg-
ar stóru oroin.
Carrington var utanrikisráð-
herra í stjórn Margaret Thatcher
i Bretlandi en sagði af sér eftir
innrás Argentfnumanna í Falk-
landseyjar. Kenndi hann sér um
að hafa ekki séð hana fyrir.
Sji leiðara á bls. 22.
Ungir og aldnir á vígvöllinn
íranir hafa að undanförnu sent þúsundir manna til viglinunnar i striðinu við íraka og virðast þeir enn
vera að búa sig undir margboðaða sókn. Þessi mynd var tekin i Teheran sl. sunnudag af hermönnum á leið
á vígvöllinn og eins og sjá má eru þeir á ýmsum aldri.
Bandarikin:
Stórbankar
hækka vexti
New York, 25. júní. AP.
HELSTU bankar í Chicago og
New York hækkuðu í dag vexti á
skammtíma viðskiptalánum utn
Vi% og eru þeir nú 13% þeir
hæstu frá því í október 1982.
Vaxtahækkunin er sú fjórða á
jafn mörgum mánuðum og það
var First National Bank of Chic-
ago, sem reið á vaðið, en í kjöl-
farið komu svo Citibank í New
York, annar stærsti banki í
Bandaríkjunum, og Chemical
Bank. Hækkunin tekur til vaxta
af skammtíma viðskiptalánum
til lítilla fyrirtækja, sem jafnan
greiða heldur hærri vexti en
stórfyrirtækin. Hún nær ekki til
vaxta af venjulegum neyslulán-
um og af veðskuldabréfum
vegna húsakaupa en þessi
vaxtatala þykir góð sem viðmið-
un fyrir vaxtabreytingar al-
mennt í Bandaríkjunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48