Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						P.4
' ^ORtítthrBUAÖlÐ/FrMMTUDAGUR'5. JÚLll984
Kirkjiiinnbrotið og fleiri þjófnaðir upplýstir:
Gæsluvarðhalds kraf-
ist yfir fímm ungmennum
Mynd frá Vfkur-fréttum.
Gufuholan i Eldvtirpum á Reykjanesi.
Jákvæðar prófanir með gufuholu í Eldvörpum:
Gefur meiri orku
en Kröfluvirkjun
„VIÐ höfum kallað hana næsLstærstu gufuholu heims," sagði Geir Þór-
oddsson, stöðvarstjóri varmaorkuvers Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, er
blm. Mbl. ra-ddi við hann í gaer um borholuna í Eldvórpum, um 6 km vestur
af Svartsengi. Tilraunum við holuna er nú lokið að sinni og hefur henni verið
lokað þar til nánar verður ákveðið með framhaldið. Að sögn Gísla Júlíusson-
ar, verkfræðings hjá Landsvirkjun, gefur holan um 25 MW orku. Gísli sagði
ennfremur, að þótt holan væri kraftmikil þyrfti enn miklar framkvæmdir,
m.a. raflínur, til þess að hægt væri að hefjast handa við virkjun hennar.
Aðeins ein hola á landinu er öfl-
ugri en umrædd hola í Eldvörpum
og er hún nokkru vestar á Reykja-
nesinu. Hún gefur orku upp á 30
MW. Sú orka, sem nú er virkjuð í
Flugfélag NorÖurlands:
Ný vél
keypt
FLUGFÉLAG Norðurlands hefur
keypt nýja vél í stað þeirrar sem
hlekktist á á Bíldudalsflugvelli fyrir
tveimur vikum.
Að sögn Sigurðar Aðalsteins-
sonar, framkvæmdastjóra Flugfé-
lags Norðurlands, varð vél af
sömu gerð fyrir valinu, eða
tveggja hreyfla vél af gerðinni
Piper Chieftain. Vélin var keypt
fyrir tæpri viku og var kaupverð
hennar 2,6 milljónir króna. Hún
mun hefja áætlunarflug síðar í
þessari viku.
Svartsengi, er heldur minni en
orkan úr holunni í Eldvörpum. Til
pess að gefa hugmynd um hversu
kaftmikil holan í Eldvörpum er
má nefna, að orkan úr henni er
meiri en úr öllum tengdum holum
við Kröflu.
Holan í Eldvörpum var boruð
sameiginlega á vegum Landsvirkj-
unar og Hitaveitu Suðurnesja í
fyrrasumar en var í prófunum
fram undir vor. „Miðað við þá
tækni, sem nú er fyrir hendi við
framleiðslu raforku, er þetta 25
Megawatta hola," sagði Gísli.
Sagði hann guluna um 260 gráða
heita í Eldvörpum. Hún væri 240
gráður í Svartsengi, en 290 í ystu
holunni á nesinu.
Gísli bætti því við, að komin
væri til sðgunnar ný tækni í gufu-
hverflum. Með henni væru gufu-
skiljur óþarfar og orkan nýttist
því betur um leið en verið hefði.
Hvort tekið yrði til við virkjun
þessarar holu byggðist nokkuð á
framvindu raforkumála i landinu.
„Þótt komin sé nokkuð góð mynd
af afköstum þessarar holu þarf
e.t.v. að framkvæma frekari mæl-
ingar áður en ráðist verður í virkj-
un," sagði Gísli Júlíusson.
Rannsóknarlögregla ríkisins hef-
ur krafizt gæzluvarðhaldsúrskurðar
yfir fimm ungmennum, þremur
stúlkum og tveimur piltum, vegna
innbrota að undanförnu. Annar pilt-
anna hefur játað að hafa verið að
verki er brotizt var inn í kirkju
Óháða safnaðarins í Reykjavík um
síðustu helgi og í fyrirtæki við
Snorrabraut. Hinir munu tengjast
þessum innbrotum og fleiram, sem
RLR hefur unnið við að upplýsa að
undanförnu. Ekki mun allt þýfið enn
vera komið til skila og er áfram unn-
ið að rannsókn málsins.
Auk innbrotsins í kirkju óháða
safnaðarins, þar sem stolið var
130 silfurbikurum, tengjast þessi
fimm ungmenni fleiri innbrotum
og má þar nefna innbrot í íbúð
sænska sendiherrr.ns, innbrot i
ibúð í Vatnsholti, þur sem m.a. var
stolið skartgripum, innbrot (
húsakynni Osta- og smjörsölunn-
ar, auk ýmissa fleiri innbrota, sem
unnið hefur verið að rannsókn á.
Hluti af kirkjuþýfinu fannst
eftir ábendingu í nágrenni kirkj-
unnar og að sögn fulltrúa hjá RLR
eru mál pessi nú að mestu upplýst
og nokkuð af öðru þýfi einnig
komið í leitirnar, en RLR vinnur
nú að því að upplýsa mál þessi að
fullu. Ungmennin fimm tengjast
málum þessum misjafnlega mikið,
en öll munu þau áður hafa komið
við sögu á spjöldum lögreglunnar,
meðal   annars   vegna   fíkniefna-
mála.
RLR hefur farið fram á gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir fjórum
ungmennanna til 1. agúst nk. og
yfir einu til 11. júlí. Dómari tók
sér frest til dagsins i dag til að
kveða upp úrskurð um gæzluvarð-
hald í málinu.
Hluti af kirkjugripunum, sem fundust eftir ábendingu í nágrenni kirkjunnar.
(Morgunblaðið/Jtí líus.)
Húsnæðisstofnun ríkisins:
115 milljóna króna
lán samþykkt í gær
A stjórnarfundi Húsnæðisstofnunar rikisins í gær var samþykkt að hefja
greiðslu i sex lánaflokkum, sem nema samtals 115 milljónum króna og koma
til útborgunar á næstu vikum allt fram til miðs igústmánaðar.
Að sögn Sigurðar E. Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Hús-
næðisstofnunar, var í fyrsta lagi
samþykkt að greiða út frá og með
10. júlí nk. frumlán þeim til handa
sem gerðu fokhelt í apríl og eru að
eignast sína fyrstu íbúð, samtals að
upphæð 11 milljónir króna.
I annan stað var samþykkt lán-
veiting, samtals upp á 14 milljónir
króna, sem kemur til greiðslu fyrir
20. júlí nk. og eru það frumlán til
þeirra er gerðu fokhelt í maímán-
uði og eru að eignast sína fyrstu
íbúð.
Einstakar vörutegundir
lækkað um allt að 75 %
— „Vafalítið hægt að gera enn bet-
ur," segir Jónas Ragnarsson í heilcl-
versluninni Impex í Keflavík
HEILDVERSLUNINNI Impex f
Keflavík, sem sett var á laggirnar
með það fyrir augum að þjóna fyrst
og fremst „kaupmanninum á horn-
inu", hefur tekist að lækka verð i
einstökum vörutegundum um allt
að 75%. Fyrsta sending fyrirtækis-
ins kom í maíbyrjun en von var i
þeirri fimmtu í gærkvöld. Alls eru
vörutegundirnar um 50 talsins,
sem Impex flytur inn. Heildsalan
kaupir allar vörur sínar frá þýska
fyrirtækinu Edeka. Það var á sín-
um tíma stofnað með sama
markmiði og Impex.
Að sögn Jónasar Ragnarsson-
ar, sem rekur heildverslunina í
samvinnu við tvo aðra aðila, lofa
fyrstu undirtektir kaupmanna
góðu. „Það tekur auðvitað alltaf
sinn tíma að kynna nýjar vörur
jafnvel þótt þær standi þeim,
sem fyrir eru á markaðnum,
ekkert að baki. Slíkt er aðeins
eðlilegt. Við höfum ekkert aug-
lýst þessar vörur enn en munum
Morgunblaðio/KEE.
Nokkrar þeirra vörutegunda, sem
komið hafa hvað hagstæðast út.
gera það í náinni framtíð.
Seinna meir gerum við okkur
vonir um að ná samkomulagi við
kaupmenn um frekari kynningu
á Impex-vörunum," sagði Jónas.
Á meðal þeirra vörutegunda,
sem komið hafa hvað best út hjá
heildsölunni má t.d. nefna
hrísgrjón og kókómalt. Hvoru
tveggja er um 75% ódýrara út úr
búð    miðað    við    sambærilegt
magn annarra vörutegunda. Þá
má einnig nefna, að kornflögur,
sem Impex flytur inn, eru 68%
ódýrari en þekkt tegund korn-
flaga á markaðnum, blandaður
ávaxtasafi í lítrafernum 43%
ódýrari, sinnep 50% ódýrara og
„instant"-kaffi 10—60% ódýr-
ara.
Ekki hafa þó allar vörurnar,
sem Impex flytur inn, náð því að
vera undir markaðsverði. T.d.
má nefna þekkta tegund tómat-
sósu, sem er á sama verði og ver-
ið hefur. Svo mun einnig um
nokkrar aðrar vörutegundur,
sem heildverslunin flytur inn.
Þær eru þó aðeins brot af úrval-
inu.
„Vafalítið væri hægt að gera
enn betur, t.d. með því að kaupa
vörurnar inn í stærri einingum,"
sagði Jónas. „Það hefur vakið
nokkra undrun í Þýskalandi hjá
Edeka hvað við kaupum margar
vörutegundir í litlum einingum.
Slíkt er að sjálfsögðu óhagstæð-
ara. Eiginlega þyrftum við að
kenna viðskiptavininum að
byggja upp sinn eiginn vörulager
innan heimilisins. Það myndi
margborga sig."
í þriðja lagi var samþykkt lánv-
eiting að upphæð 22 milljónir
króna, sem á að koma til greiðslu
eftir 15. ágúst. Hér er um að ræða
frumlán til þeirra sem gerðu fok-
helt á tímabilinu janúar til mars
1984 og eiga íbúð fyrir.
í fjórða lagi var ákveðið 33 millj-
óna króna miðhlutalán, sem koma
til greiðslu eftir 15. júlí nk. og eru
þeim til handa sem fengu frumlán-
in útborguð eftir 5. desember á síð-
asta ári.
{ fimmta lagi er um að ræða
lokalán eða þriðja hluta venjulegra
byggingarlána er koma eiga til
greiðslu eftir 1. ágúst þeim til
handa sem fengu fyrsta hlutann
eða frumlánin borguð 5. júlí 1983.
Lánveitingin er samtals að upphæð
22,1 milljón króna.
1 sjötta og síðasta lagi var sam-
þykkt að hefja lánveitingar að fjár-
hæð 12 rniljjónir króna og koma til
útborgunar eftir 15. ágúst næst-
komandi. Þær eru þeim til handa
sem hafa verið með viðbyggingar
sem fokheldar hafa orðið á tímabil-
inu janúar til mars síðastliðinn.
Ennfremur eiga þeir, sem sótt hafa
um lán til meiriháttar viðgerða og
endurbóta fyrir 1. apríl 1984, rétt á
umræddu láni.
Að sögn Sigurðar E. Guðmunds-
sonar hefur útborgun lána til
þeirra sem eru að eignast sína
fyrstu íbúð seinkað. Þannig hafa
liðið um sjö til átta mánuðir á milli
útborgana lokalána og miðhluta-
lána, en ættu með réttu að greiðast
á hálfs árs fresti.
Skemmtilegt,
en þrælerfitt
sagði Björn Magnússon, sem fékk 15 punda
flugulax í Elliðaám í gærdag
„ÞETTA var ósköp skemmtilegt, en
þrælerfítt i svona einhendisstöng,"
sagði Björn Magnússon, sem í gær
veiddi stærsta lax i flugu, sem kom-
ið hefur úr Elliðaim það sem af er
sumri. Hann vó 15 pund og var 93
sm að lengd, eða einum sm lengri en
15 punda laxinn sem iður var kom-
inn.
Björn veiddi laxinn á flugu, sem
kölluð er „svarti skröggur" og tók
hann á klukkan 15.35 og orrust-
unni lauk klukkan 16.24, en Björn
hélt nákvæma skrá yfir tilfær-
ingarnar við veiðarnar. „Ég vona
að þetta verði sá stærsti í sumar,
það er alltaf gaman að eiga heið-
urinn af slíku," sagði Björn enn-
fremur. Björn sagði að vel hefði
veiðst í Elliðaám þennan dag, alls
37 laxar, en allir hinir voru veiddir
á maðk. „Sá stóri var nóg fyrir
mig," sagði Björn, sem kvaðst allt-
af fara í Elliðaárnar 4. júlí ár
hvert í hálfan dag.
Björn Magnússon, glaðhlakkalegur
i svip, með þann stóra sem hann
veiddi í Elliðainum í gærdag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48