Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1984 Athugasemd frá rann- sóknarlögreglustjóra vegna fíkniefnamála MorgunblaAinu barst í gær athugasemd frá Rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins, Hallvarói Ein- varðssyni, vegna fíkniefnamála. Athugasemdin er svohljóóandi: „Vegna þess sem fram hefir komið á vettvangi fjölmiðla að undanförnu um rannsókn og meðferð ávana- og fíkniefna- mála vil ég taka eftirfarandi fram: Við stofnun Rannsóknarlög- reglu ríkisins (RLR) var talið sjálfsagt og eðlilegt, að hún hefði með höndum rannsóknir í ávana- og fíkniefnamálum, og var lögð sérstök áherzla á það í greinargerð réttarfarsnefndar fyrir frv. að lögum um RLR. 1 reynd hefir hins vegar ekki enn orðið af þessari skipan mála, sem væri eðlileg að mínum dómi. Hef ég þó ítrekað lýst því viðhorfi mínu við dómsmálayf- irvöld. Það er alveg ljóst, að ávana- og fíkniefnabrot tengjast í æ ríkari mæli ýmsum alvarleg- um hegningarlagabrotum, sem sæta rannsókn af hálfu RLR. Það fyrirkomulag, sem að þessu leyti var fyrirhugað, hefði því tvímælalaust verið til þess fallið að efla og styrkja rannsóknir í afbrotamálum, en við núverandi aðstæður eru rannsóknarstörf viðkomandi aðila svo sundruð að þessu leyti að til skaða er fyrir rannsókn afbrotamála." Hjalti Dan Kristmannsson Lést í bflveltu í Eyvindardal HJALTI Dan Kristmannsson, sautján ára, til heimilis á Fáskrúðs- firði, lét lífið er bifreið, sem hann ók, valt í Eyvindardal skammt frá Egilsstöðum aðfaranótt sunnudags. Bifreiðin valt á móts við Hnútu i Eyvindardal, við háan vegarkant, og var pilturinn látinn er komið var á slysstað. Einn farþegi var i bíln- um, og var hann fluttur meðvitund- arlaus á gjörgæslu. Var líðan hans óbreytt er Morgunblaðið leitaði 14 bflar í happdrætti ólympíunefndar ÓLYMPÍUNEFND íslands hefur efnt til bflahappdrættis til þess að styrkja íslensku keppendurna á Ólympíuleikunura í Los Angeles. Keppendurnir eru 30 að þessu sinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Að sögn framkvæmdastjóra ólympiunefndar Islands munar mest um handknattleiksmennina 15. Þessari ferð fylgir mikill kostnaður og vona nefndarmenn að ágóðinn af sölu happdrættisins komi íslensku keppend- unum til góða. Vinningarnir í happdrættinu eru 14 bilar, 11 Ford Eseort og 3 Ford Sierra og er verðmæti þeirra samtals 4,7 milljónir. Dregið verður 14. ágúst, tveimur dögum eftir heimkomu keppendanna. Bflarnir 14 sem dregið verður um í happdrætti ólympíunefndar Islands. Haröur árekst- ur í Skagafirði MikUbe, SkagarirAi, 4. júlf. MJÖG harður árekstur varð í Skaga- flrði um kvöldmatarleytið hinn 3. júli er þar rákust á tvær fólksbifreiðir neðan við bæinn Þorleifsstaði í Akra- hreppi. Lada-bifreið úr Hafnarflrði, sem var á leið til Akureyrar, og BMW-bifreið úr Skagaflrði, sem var á leið til Varmahlíðar, rákust saman á ómerktri varhugaverðri hæð, rétt sunnan við malbikaða kaflann milli Varmahlíðar og Miðhúsa f Akra- hreppi. Okumaður BMW-bílsins var einn á ferð og slasaðist hann illa á fótum og baki. Fernt var i Lada-bilnum, hjón með tvær dætur sfnar. öku- maður Lada-bflsins slasaðist mikið og var fluttur til Reykjavíkur til að unnt yrði að gera að meiðslum hans. Kona ökumanns sat frammi og slasaðist hún einnig, svo og önn- ur dóttir þeirra, sem sat aftur i bílnum. Báðir bílarnir eru gjör- ónýtir eftir þennan harða árekstur. Brýnt er að bæta úr akstursskilyrð- um á þessum stað. Síðastliðið sumar var þar hörkuárekstur og oft munar þar minnstu að illa fari. Þórsteinn Bfll frá Skógræktarfélagi Reykjavikur við malartekju í Rauðhólunum f gær. Efnisnám f Rauðhól- um stranglega bannaö Skógræktarfélag Reykjavíkur með undanþágu „ÞAÐ ER fyllilega ástæða til að benda á, að öll efnisvinnsla í Rauðhólum er stranglega bönnuð. Undantekning frá þessu er, að með samningi við Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur mega þeir taka þarna efni, sem raunar á Iftið skylt við Rauðhólana, og í þessu tilfelli er um að ræða menn frá þeim,“ sagði Sverrir Seheving Thorsteinsson, jarðfræðingur og varaformaður Umhverf- ismálaráðs, vegna ábendinga sem Morgunblaðinu hafði borist um grjótnám í Rauðhóhim, en Rauðhólar eru sem kunnugt er friðlýst svæði. „Skógræktin hefur leyfi til að taka þarna moldarblendna möl og gjall, sem er gamalt fráýtt efni úr hólnum og má fara og þeir fá þetta, samkvæmt samningum, sem jafnframt felur í sér, að þeir hafa með umhirðu og hreinsun á Rauðhólum að gera. I þeim efnum vinna þeir þar mikið og gott verk, þvi það má segja að það sé aldrei friður með Rauðhólana og á hverju ári eru svo og svo mörg bílhræ þarna, sem verður að fjar- lægja," sagði Sverrir Scheving ennfremur. „Það er því fyllilega ástæða til að benda fólki á, að þetta er friðlýst útivistarsvæði og ekki leyfilegt að taka þarna efni. En eins og ég sagði hefur verið gerð undantekning með samningi við Skógræktina og við gerum okkur vissulega grein fyrir, að æskilegt er að taka alveg fyrir efnisvinnslu þarna og reyndar er stefnt að því að útiloka alla vinnu þarna, m.a. tii að koma í veg fyrir að fólk laumist í hólana þegar það sér aðra við efnistöku þar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Gauta Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Náttúruverndar- ráðs, hefur á fundum ráðsins verið fjallað um Rauðhóla og nýlega var samþykkt að senda Umhverfis- málaráði bréf, þar sem leitað er álits á þeirri skoðun Náttúru- verndarráðs, að banna með öllu efnisnám i Rauðhólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.