Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						mi IJTJl .ð flUOAOUTMMI'i .aiaAJHMUOflOM
SI
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1984
13
Hver hefur árangurinn orðið af
skyldunotkun bílbelta í Bretlandi
— eftirÓlaH.
Þórðarson
í lok janúar sl. var liðið eitt ár
frá því að ökumenn og farþegar i
framsætum bifreiða í Bretlandi
voru skyldaðir til að nota bílbelti.
Þykir lagasetning þessi hafa
reynst einstaklega vel til aukins
öryggis í umferðinni. U.þ.b. 90—95
af hverjum 100 ökumönnum þar í
landi nota nú bilbelti samkvæmt
upplýsingum frá breska sam-
gönguráðuneytinu. Á þessu ári
fækkaði banaslysum á farþegum í
framsætum fólksbíla og sendibíla
um 700, úr rúmlega 2.200 niður í
um 1.500, eða um þriðjung. Þetta
er svipað og gerst hefur í öðrum
löndum, þar sem tekist hefur að
auka notkun bílbelta.
Álag á spítala minnkaði
Á ársfundi Sambands breskra
slysalækna í Edinborg í apríl sl.
var lögð fram áfangaskýrsla um
athugun á 15 sjúkrahúsum á
meiðslum þeirra sem lent höfðu í
bifreiðaslysum á áðurnefndu
tímabili. Skýrsla þessi er talin
staðfesta það sem áður hefur kom-
ið fram við svipaðar athuganir
víða um heim að veruleg fækkun
hefur orðið á meiriháttar slysum,
einkum slysum á höfði og brjósti,
eftir að skyldunotkun bílbelta hef-
ur verið lögleidd.
Auk þeirra mannslífa, sem bíl-
beltin eru talin hafa bjargað, er
álitið að þau hafi komið i veg fyrir
alvarleg meiðsli fimm til sjö þús-
und manna. í sumum sjúkrahús-
um hefur þeim fækkað um allt að
70 prósent, sem meiðast i andliti
við að kastast á framrúður bíla.
Höfuðmeiðslum hefur fækkað
verulega, og augnmeiðsli vegna
bílslysa hafa nær horfið af mörg-
um sjúkrahúsum.
Þeir sem mæla fyrir frekari lag-
asetningu um bílbeltanotkun gera
það ekki aðeins af mannkærleika,
til þess að bjarga mannslífum eða
vernda fólk gegn alvarlegum
meiðslum. Fækkun á slysum
minnkar álagið á sjúkrahúsunum
ÓIi H. Þórðarson
„Talið er að í Bretlandi
hafi á þessu fyrsta ári
skyldunotkunar bílbelta
sparast um 5 milljarðar
ísl. króna vegna færri
slysa á fólkí í umferð-
inni. Miðað við mann-
fjölda má ætla að sam-
svarandi sparnaður hér
á landi hefði numið
20—25 milljónum
króna..."
og þá er unnt að sinna fyrr en ella
hinum löngu biðlistum fólks sem
þarfnast ýmiss konar aðgerða, svo
sem vegna kviðslits eða til að fá
nýjan mjaðmarlið. Nú er mikið af
slösuðu fólki á skurðdeildum og
bæklunarlækningadeildum           í
Bretlandi. Og slasað fólk þarfnast
oft langrar sjúkrahússvistar og
endurhæfingar.
Aðalfundur Neytendafélags Borgarfjarðar:
Hvetur til aukins sam-
starfs á milli bændasam-
taka og neytendasamtaka
Á AÐALFUNDI Neytendafélags Borgarfjarðar, sem haldinn var 25. júní sl.
var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Neytendafélags
Borgarfjarðar haldinn 25. júní 1984 minnir á mikilvægi landbúnaðarins fyrir
atvinnulíf þjóðarinnar og byggðaþróunina í landinu.
Fundurinn telur að á mörgum
sviðum fari hagsmunir bænda og
neytenda samam í verðlagsmálum
landbúnaðarafurða og hvetur því
til aukins samstarfs á milli
bændasamtaka og neytendasam-
taka."
A aðalfundinum voru eftirtaldir
kjörnir í stjórn félagsins: Bjarni
Skarphéðinsson, formaður, og
meðstjórnendur Jón Finnsson,
Ragnheiður Jóhannsdóttir, Guð-
rún Helga Andrésdóttir og Ágúst
Guðmundsson.
Stórt rán í Noregi
Osló, 29. júní. Frí frriuriur* Mbl., J«n Krik
FJÓRIR menn vopnaðir hagla-
bysNum og hnífum réðust inn í
banka í Osló og komust undan
með 600.000 n.kr. Er þetta næst
stærsta rán sem framið hefur
verið í Noregi.
Um 30 manns voru í bankan-
um er mennirnir réðust inn og
skipuðu þeir öllum að leggjast
á gólfið og ógnuðu þeim með
Lauré.
vopnum sinum. Ræningjarnir
komust undan í bíl og hefur
lögreglunni ekki enn tekist að
hafa upp á þeim.
Ránið var tekið upp á
myndband og var það sýnt í
norska sjónvarpinu á föstu-
dagskvöld. Ræningjarnir voru
allir dulbúnir með svartar
hettur á höfðinu og reyndist
ógerlegt að þekkja þá.
Þingmenn hressast
Þessi góði árangur hefur orðið
til þess að sex breskir þingmenn
hafa flutt tillögu til þingsályktun-
ar þar sem lagt er til að framvegis
verði allir nýir bílar búnir bílbelt-
um, einnig fyrir aftursætisfar-
þega. Þegar hafa aðrir þingmenn
lagt fram breytingartillögu þess
efnis að skyldunotkun bílbelta í
aftursætum verði einnig logleidd
strax. En formaður umferðar-
öryggisnefndar þingsins vill ekki
fara of geyst í sakirnar i þessum
efnum. Bæði þingmenn og al-
menningur vilji fá tíma til þess að
móta endanlega stefnu i málinu,
sem er að sjálfsögðu að öryggi
ökumanna og farþega verði sem
allra best tryggt.
Bflbelti í aftursæti
í Lundúnablaðinu The Times er
haft eftir Murray Mackay, for-
manni         slysarannsóknadeildar
Birmingham-háskóla, að notuðu
aftursætisfarþegar almennt bíl-
belti myndi dauðsföllum meðal
þeirra fækka um 70 prósent.
Lagasetning um skyldunotkun
bílbelta í aftursæti bifreiða er
skynsamleg af þremur ástæðum: í
fyrsta lagi yrði hún til að bjarga
lifi 135 manna á ári i Bretlandi. í
öðru lagi kæmi almenn beltanotk-
un í aftursæti í veg fyrir að aft-
ursætisfarþegar verði að stór-
hættulegum „flugskeytum" sem
geta valdið framsætisfarþegum
meiriháttar meiðslum eða dauða.
Líklega væri unnt að bjarga lífi
sex af hverjum hundrað framsæt-
isfarþegum sem farast á ári
hverju með þessu móti. I þriðja
lagi yrðu bílbelti í aftursætum,
þegar þau eru notuð ásamt bílpúð-
um, auðveldasta og ódýrasta að-
ferðin til þess að vernda born í
bílum. Margir foreldrar hirða ekki
um að afla sérstaks öryggisbúnað-
ar fyrir börn sín vegna þess að því
fylgir nokkur kostnaður og fyrir-
höfn að koma honum fyrir. Sann-
leikurinn er sá að öryggisbúnaður
fyrir börn á öllum aldri hefur
lengi verið til og verður sífellt
betri og öruggari. Börn eiga rétt á
því að öryggi þeirra sé tryggt í
bílum eftir þvi sem tök eru á.
Nú er fáaniegur hér á landi öryggisbúnaður i bfla fyrir fólk i öllum aldri
Notkun bílbelta
sparar fé
Talið er að í Bretlandi hafi á
þessu fyrsta ári skyldunotkunar
bílbelta sparast um 5 milljarðar
islenskra króna vegna færri slysa
á fólki í umferðinni. Miðað við
mannfjðlda má ætla að samsvar-
andi sparnaður hér á landi hefði
numið um 20—25 milljónum króna
eða sexföldu framlagi rikissjóðs
til Umferðarráðs í ár.
Við verðum hins vegar alltaf að
hafa það i huga að enda þótt við
fáum alla þá sem ferðast í bílum
til að spenna bílbeltin, þá hindra
bilbeltin aðeins slys á mönnum
eftir að umferðaróhappið hefur
orðið. Auðvitað þarf að leggja enn
meiri áherslu á að bæta hegðun
ökumanna í umferðinni, einkum
að sannfæra þá um að ölvun við
akstur er hreinasta glapræði.
Margir áhrifamiklir aðilar í Bret-
landi lögðust gegn lagasetningu
um notkun bílbelta á sínum tima,
þeirra á meðal Félag breskra bíl-
eigenda, sem mælti með notkun
beltanna án lögþvingunar. Nú hef-
ur félagið snúið við blaðinu og
styður bílbeltalögin í ljósi þeirrar
reynslu sem fengist hefur af þeim.
Bresku læknasamtökin studdu
hins vegar lagasetninguna um
skyldunotkun bilbelta í framsæt-
um. Þau hafa ekki enn tekið af-
stöðu til frekari lagasetningar í
þessu sambandi.
í Bretlandi liggur um 2.500
króna sekt við því að nota ekki
bílbelti, og eru sektarákvæðin
byggð á þeirri reynslu Evrópu-
þjóða að an þeirra náist ekki til-
ætlaður árangur. Sem kunnugt er,
hafa íslendingar enn ekki talið
ástæðu til þess að taka mark á
reynslu annarra þjóða í þessum
efnum. Litil notkun bilbelta hér á
landi skipar okkur þvi i sérflokk
meðal þjóða í þessum heimshluta.
íslendingar vilja gjarnan vera i
sérflokki. En má ég biðja um að
það verði á þeim sviðum er auðga
þjóðarhag og heill landsmanna.
Þetta sérsvið er ekki til þess fallið
né þjóð vorri til sóma.
(Meginheimild: British Medical
Journal, nr. 288, 3. mars 1984.)
Óli H. Þórtorson er framkvmmda-
stjóri Umferdarráds.
Bikarslagur
á Hlíóarenda
Valur
KA
á Valsvelli í kvöld kl. 20.
í hálfleik fer fram Bráöabani: England — Valur

Fyrir Val leika
landsliös-
mennirnir:
Hermann
Gunnarsson
og Ingi Björn
Albertsson.
Fyrir England
leika lands-
liösmennirnir:
Phil Thomp-
son Liverpool
og Brian
Talbot
Arsenal.
Markvöröur veröur Siguröur Dagsson.
Mætið á knattspyrnuhátíö
KA — Valur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48