Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
ei
MORGimBLAöIÐ.TIMMTOBAOUR fr. JÚLÍ>1984~ ignw
Minning:
Hjálmar Ólafsson
Fæddur 25. ágúst 1924
Diinn 27. júní 1984
í dag er kvaddur frá Kópavogs-
kirkju Hjálmar ólafsson, mennta-
skólakennari og formaður Nor-
ræna félagsins á íslandi, Skjól-
braut 8, Kópavogi, en hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu 27. f.
mánaðar, aðeins 59 ára að aldri.
Hjálmar fæddist í Reykjavík,
25. ágúst 1924. Foreldrar hans
voru Olafur Einarsson, sjómaður
og síðar vörubifreiðastjóri og
Dórothea Árnadóttir. Að barna-
skólanámi loknu fór hann í Ingi-
marsskólann og vann fyrir sér á
sumrum eins og flestir urðu aö
gera á þeim árum. Síðan lá leið
hans í Menntaskólann í Reykjavík
og lauk hann þar stúdentsprófi
vorið 1943, með góðum vitnisburði.
Hann hóf nám við Háskóla ís-
lands og lauk heimspekiprófi og
prófi í efnafræði 1944. Hann lagði
stund á nám í ensku, dönsku og
uppeldisfræðum og lauk prófum i
þeim greinum 1950. Sótti kennara-
námskeið í dönskum bókmenntum
við Lýðháskólann í Askov 1951, og
stundaði nám við Kennaraháskóla
Danmerkur, Emdrup, 1960—1961,
lagði stund á danskar bókmenntir,
málfræði, tungumálakennnslu
barna og starfsfræðslu. Hann var
kennari við Gangfræðiaskóla
Austurbæjar 1944 til 1960. Hann
var lektor við borgarháskólann i
Amsterdam 1962 og kenndi þar
Norðurlandamál. Þá varð hann
bæjarstjóri í Kópavogi 1962 og
gegndi því embætti samfleytt i
átta ár. Hann gerðist kennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð
1970 og konrektor við þann skóla
1972 til 1979. Stundakennari við
Kennaraskóla íslands 1962 til 1966
og prófdómari í dönsku við sam-
ræmd gagnfræðapróf 1962 til
1974. Hann var formaður í
vináttufélagi fslands og Rúmeníu
1951—1959, og varð lögg. skjala-
þýðandi og dómtúlkur í dönsku
1973. Hjálmar sat í stúdentaráði
1947—1948. Hann var formaður
Samtaka sveitarfélaga í Reykja-
nesumdæmi frá stofnun þessara
samtaka 1964 til 1970. Hann beitti
sér fyrir stofnun Lista- og menn-
ingarsjóðs Kópavogs og var for-
maður sjóðsins frá stofnun 1965
til 1970. Jafnframt gegndi hann
ýmsum nefndarstörfum á vegum
Kópavogskaupstaðar. Hann var
formaður Lionsklúbbs Kópavogs
árið 1966 og formaður Norræna
félagsins í Kópavogi frá stofnun
1962 til 1968 og síðan frá 1972 til
dauðadags. Hann sat í fram-
kvæmdaráði sambands Norrænu
félaganna frá 1970 og hefur verið
formaður Norræna félagsins á ís-
landi allar götur frá 1975.
Af framanskráðu er Ijóst að
Hjálmar ólafsson kom víða við í
námi og starfi. Hann var mikill
bókmenntamaður og listunnandi,
þýddi fjölda greina um bókmennt-
ir, smásogur og leikrit. Skrifaði
fjölda greina um skólabókmenntir
og sveitarstjórnarmál. Meðal þýð-
inga hans vil ég nefna: „Dýrmæta
líf", bréfasafn færeyska rithöf-
undarins Jörgen Frantz Jakobsens
í útgáfu Williams Heinesens, og
„Grænlensk dagbókarblöð" eftir
Tómas Frederiksen.
Hjálmar var mikill vinnuhestur
og ófáar nætur vann hann að
skyldustörfum sínum og/eða
hugðarefnum eftir erilsaman
vinnudag. Hann var hugsjóna-
maður af lífi og sál, mikil félags-
vera. Fátt gat komið í veg fyrir að
hann næði því marki sem hann
setti sér þegar hann var að vinna
að máli sem honum var hugstætt.
Það hefur verið sagt að Napoleon
hafi látið þau orð falla að orðið
ómogulegt fyndist ekki í franskri
tungu. Líkt var farið um Hjálmar,
eldmóður hans og sigurvissa var
honum svo eðlislæg að hann gekk
ótrauður til þeirra verkefna sem
öðrum fannst e.t.v. ómögulegt að
leysa. Reyndar má segja að honum
hafi fallið betur að stiórna en vera
stjórnað. Hjálmar Olafsson átti
fleiri hliðar en að vera maður
starfs og strits. Hann var mikill
ljóðaunnandi og söngmaður góður
og nánast sjálfkjörinn til að leiða
hópa í söng og leik. Hann hafði
einstaka hæfileika til þess að lyfta
hverskonar samkomum og manna-
mótum yfir á svið sðngs og tóna.
Hafsjór var hann af fróðleik um
menn og málefni, og einstaklega
natinn við heimsóknir til sjúkra
og bágstaddra og jafnframt minn-
ugur á hverskonar tímamót vina
sinna og vandamanna. Hann ylj-
aði mörgum um hjartarætur með
heimsóknum og huggunarorðum
og er það vissa mín að margur
tregar hann sárt þegar hann nú er
allur.
Hjálmar kvæntist Kristínu Eyj-
ólfsdóttur Eyfells 27. okt. 1955.
Þau slitu samvistir, en áttu eina
dóttur, Dóru, sem hefur nýlokið
námi í verkfræði. Ingibjörg lést
fyrir fáum vikum.
Eftirlifandi kona Hjálmars er
hann kvæntist 18. ágúst 1962 er
Nanna Björnsdóttir, meinatæknir,
dóttir Björns Gislasonar fyrrum
bónda að Sveinatungu í Norður-
árdal, Mýrarsýlsu og Andrínu
Guðrúnar Kristleifsdóttur. Þau
Nanna eignuðust fióra syni, tví-
burana Björn og Olaf, sem hófu
háskólanám sl. haust, Eirík, sem
lauk stúdentsprófi á þessu vori og
Helgu sem stundar nám við
menntaskóla. Nanna á eina dótt-
ur, Vigdísi, sem Hjálmar gekk i
föðurstað. Þau Nanna og Hjálmar
bjuggu á Skjólbraut 8, Kópavogi,
og þar ólust börnin upp á miklu
menningarheimili. Það var mér og
fjölskyldu minni mikil gæfa að
kynnast þeim hjónum fyrir meira
en tveimur 'áratugum, en sam-
gangur milli fjölskyldna okkar
hefur verið mikill allt frá fyrstu
kynnum. Fjölskyldur okkar áttu á
árum áður ógleymanlegar sam-
verustundir og skipti þá ekki máli
hvert farið var, gengið á reka,
hvilst í birkilautu eða siglt um
Breiðafj arðareyj ar.
Það var mikið áfall fyrir fjöl-
skylduna þegar Nanna veiktist
fyrir tæpum átta árum, svo alvar-
lega að hún hefur ekki borið sitt
barr siðan. Það féll þvf í hlut
Hjálmars að annast börnin, eftir
að Nönnu naut ekki lengur við í
því tilliti. Þeim sem gerst vita hef-
ur lengi verið ljóst að það álag,
sem þessi veikindi sköpuðu, var
næstum ofurmannlegt. Hjálmar
sýndi með þrautseigju og vilja-
styrk hæfileika sem fáum er gefið,
að annast heimilishald við þessar
aðstæður, samfara mikilli vinnu
utan heimilis og síðar með aðstoð
barna sinna, sem öll eru vel gefin
og hafa hlotið í arf dugnað og
festu.
Með fráfalli Hjálmars Ólafsson-
ar sakna margir vinar í stað. Hver
verður nú forsöngvarinn á góðri
stundu með kvæðakver Laxness í
annarri hendi og kvæðasafn
Steins Steinars í hinni? Hver man
ekki þátt hans í hljóðvarpinu á sl.
vetri „Það vex eitt blóm fyrir vest-
an" og svo mætti lengi telja.
Við sem þekktum hann náið
sitjum hnípin eftir og bíðum eftir
„vegum fjallanýjum". Við biðjum
allar góðar vættir að styrkja eig-
inkonu hans, börn og alla þá sem
eiga nú um sárt að binda.
Genginn er góður drengur um
aldur fram.
Gunnar R. Magnússon
Eitt megineinkenni nútíma-
mannsins er, að hann er hagsýnn.
Hann er hagsýnn í þeim skilningi,
að hann leggur áherzlu á að efla
hag sinn, og honum hefur lærzt,
hvernig það sé hægt. Hann hefur
aflað sér ómældrar þekkingar.
Með aðstoð vísinda hefur hann
náð miklum tökum á öflum nátt-
úrunnar. Hann hagnýtir tækni sér
til hagsbóta. Að vísu hefur hann á
þessari öld stigið örlagarikustu
vixlspor sogu sinnar. Hann hefur
háð mannskæðustu styrjaldir
allra tíma og valdið meiri eyði-
leggingu en áður voru dæmi til.
Einnig illskan og miskunnarleysið
bar vott um kunnáttu mannsins,
vald hans yfir náttúrunni.
En í baráttu sinni fyrir að ná
tökum á náttúruöflunum, í við-
leitninni til þess að búa sér betri
kjðr virðist mér nútímamaðurinn
í of rikum mæli hafa glatað hæfi-
leikanum til þess að láta sig
dreyma, — dreyma um framtíð-
ina, dreyma um nýjan og betri
heim, dreyma um fegurð og frið-
sæld, — ekki betri hag og hærri
tekjur, hedur frjórra og betra líf.
Hamingja manns er ekki fólgin i
dýrum krásum, glæ9tu húsnæði og
skrautlegri bifreið. Hún er fólgin í
hjarta hans.
Þvi hvarfla þessar hugleiðingar
að mér, að kynni min af Hjálmari
Ólafssyni færðu mér heim sann-
inn um, að hann var einmitt einn
þeirra manna,  sem  skildu gildi
draumsins, ímyndunaraflsins,
hugsjónanna um betri og fegurri
framtíð. Hinn sanni Hjálmar
Ólafsson var ekki maður verald-
arvafsturs, hann var ekki einn af
hinum hagsýnu mönnum tækni-
aldar. Hann naut sín bezt — og
naut lífsins í ríkustum mæli —
þegar hann ræddi góðar bók-
menntir, þegar hann söng, þegar
hann lét sig dreyma um allt það,
sem hægt væri að hafast að til
þess að bæta heiminn og fegra
mannlífið. Þá kom það skýrast í
ljós, hvern mann hann hafði að
geyma.
Þegar Hjálmar ólafsson var
bæjarstjóri í Kópavogi og ég
gegndi starfi menntamálaráö-
herra, áttum við nokkur samskipti
um skólamál og menningarmál í
Kópavogi. Minnisstæðast er mér,
er við ásamt Birni Guðjónssyni
komum á fót skólahljómsveit
Kópavogs, en sú stofnun var ný-
mæli á þeim tíma. Þá kynntist ég
fyrst þeim eiginleikum Hjálmars,
sem ég hef hér reynt að vekja at-
hygli á. Á undanförnum árum höf-
um við átt náið samstarf að mál-
efnum Norræna félagsins og nor-
rænni samvinnu. Einnig á þvi
sviði fann ég, með hvaða huga
Hjálmar Ólafsson gekk að þeim
stðrfum. t hans augum var gildi
norrænnar samvinnu og starfs
norrænu félaganna ekki fólgið í
hagnýtum árangri á sviði efna-
hagsmála eða viðskipta. Hann
áleit markmiðið eiga að vera að
efla vináttu norrænna manna og
bæta hana með auknum kynnum
og sívaxandi samstarfi. Þetta
sjónarmið lýsir góðum manni, sem
lengi verður minnzt.
Gylfi Þ. Glslason
Þegar ég fluttist í Kópavog fyrir
sextán árum var mér sem ððrum
landsmfinnum nafn bæjarstjór-
ans, Hjálmars ólafssonar, vel
kunnugt, en meira en áratugur
leið þangað til við kynntumst að
marki, þó að við værum orðnir
málkunnugir áður. Við sáumst
siðast á stjórnarfundi Norræna
félagsins i Kópavogi, 20. júni.
Hjálmar var þá fyrir skemmstu
kominn heim frá Norrköping sem
er vinabær Kópavogs í Svíþjóð, en
þar hafði hann verið fulltrúi fé-
lagsins á 600 ára afmælishátið
bæjarins. Hann sagði okkur frá
förinni og reifaði verkefni
sumarsins. Mér finnst reyndar nú
að þá hafí mátt skynja hjá honum
þreytu sem verið hafi fyrirboði
þess sem fram er komið, en ákafi
og eldmóður var honum svo miklu
eiginlegri að ekkert okkar sem
með honum sátum f stjórninni gat
grunað að viku síðar yrði hann
kvaddur f sfna hinstu fðr. En „lff
mannlegt endar skjótt" og
fimmtudagsmorguninn 28. júní
barst mér sú fregn að hann hefði
orðið bráðkvaddur á heimili sinu
daginn áður.
Hjálmar ólafsson var þjoð-
kunnur maður fyrir kennslu, bæj-
arstjórn og félagsstðrf, þó að of
langt yrði að tfunda í smáatriðum,
hve viða hann kom við. Hann var
af alþýðufólki kominn, fæddur f
Reykjavík 25. ágúst 1924 og hefði
því orðið sextugur að áliðnu
sumri. Eflaust hefur honum
snemma lærst að fyrir lífinu
þyrfti að hafa, en sá gæfumaður
var hann að meðfæddur dugnaður
hans og atgervi entust honum til
mikilla verka sem vfða sér stað.
Hjálmari var menntaþrá f blóð
borin. Eftir stúdentspróf i Reykja-
vík 1943 las hann læknisfræði um
þriggja ára skeið, en hvarf sfðan
að námi f ensku, dðnsku og upp-
eldisfræði og lauk BA-prófi i þeim
greinum frá Háskóla íslands 1950.
Seinna sætti hann lagi að auka við
þekkingu sina og stundaði fram-
haldsnám heima og erlendis þegar
kostur var, m.a. í Askov
Kennaraháskóla Danmerkur.
háskólaárum sinum og lengi eftir
það kenndi hann í gagnfræðaskól-
um í Reykjavfk, var lektor f Norð-
urlandamálum við borgarháskól-
ann i Amsterdam 1962, kennari i
Menntaskólanum við Hamrahlið
frá 1970 til dauðadags og konrekt-
or hans 1972—79. Stundakennari
var hann einnig i Kennaraskóla
íslands 1962—66 og bæjarstjóri f
Kópavogi 1962—1970. Á þeim ár-
um sat. hann í ýmsum ráðum og
nefndum á vegum bæjarins og var
formaður Samtaka sveitarfélaga i
Reykjaneskjördæmi frá stofnun
þeirra 1964 til 1970 og í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
á sama tima. Hann beitti sér fyrir
stofnun Norræna félagsins í
Kópavogi 1962 og var formaður
þess fyrstu fimm árin og aftur frá
1971 og síðan. Frá 1970 átti hann
sæti í framkvæmdaráði sambands
Norrænu félaganna og var for-
maður Norræna félagsins á ís-
landi frá 1975. Enn eru þó ótalin
ýmis félags- og trúnaðarstörf
Hjálmars fyrr og sfðar, þýðingar
hans og ritstörf sem hann hefði
áreiðanlega viljað sinna meira en
tími og annir leyfðu. Nokkrum
sinnum gerði hann líka útvarps-
þætti og hófust kynni okkar i sam-
bandi við þá.
Hjálmar Ólafsson var tvíkvænt-
ur. Fyrri kona hans var Kristín
Ingibjörg, kennari, dóttir Eyjólfs
Eyfells listmálara. Þau skildu, en
eignuðust eina dóttur, Dóru, sem
gift er og búsett erlendis. Kristín
lést fyrir fáeinum vikum, en síðari
kona Hjálmars, Nanna Björns-
dóttir, meinatæknir, frá Sveina-
tungu í Norðurárdal, lifir mann
sinn ásamt fjórum sonum. Elstir
eru ólafur og Björn, hinn fyrr-
nefndi við verkfræðinám, en hinn
síðarnefndi við nám í læknisfræði,
næstur er Eiríkur, sem lauk stúd-
entsprófi í vor, en Helgi, yngstur
og stundar menntaskólanám.
Einnig ólst upp á heimili þeirra og
Hjálmars, stjúpdóttir hans, Vig-
dís Esradóttir, kennari. Til þeirra
og annarra ástvina Hjálmars
hvarfla nú hugir margra sem
varla geta þó skynjað til hlitar
það áfall, sem þau hafa orðið fyrir.
en vona að þeim kippi i kynið og
fordæmi heimilisföðurins lýsi
þeim á dimmum stig.
Fyrir hálfum fjór&a áratug var
haldið hér á Islandi norrænt stúd-
entamót. Hjálmar Ólafsson var þá
hálfþrftugur          háskólastúdent.
Hann var f forystusveit þeirra
sem undirbjuggu mótið og stjórn-
uðu því af slikum glæsibrag og
fjöri að nokkrir sumardagar urðu
skinandi perlur sem enn ljóma á
festi minninganna f hugum þeirra
sem þá voru með. Æskan átti leik
og ég hef fyrir satt að stúdentarn-
ir muni til æviloka tengja nafn
1 Ijálmars ólafssonar gleði, sumri
og song. Norræn samvinna og nor-
ræn vinátta var honum hjártans
mál, enda taldi hann aldrei eftir
sér að fórna þeirri hugsjón tima
og kröftum. Þess urðum við vör
sem lögðumst á sömu sveif. Mér er
meira að segja nær að halda að
fyrir hana hafi hann látið Iífið, því
að hann lifði heitt og lifði sterkt f
öllu sem hann gerði.
Það var sjaldan verið að bíða
með hlutina. Sama árið og Hjálm-
ar varð bæjarstjóri i Kópavogi
beitti hann sér manna mest fyrir
stofnun Norræna félagsins þar
ásamt Magnúsi heitnum Gíslasyni
og var síðan óþreytandi að treysta
tengslin við vinabæi og vinaþjóðir.
Þess vegna er hans nú minnst með
hlýjum hug frá Tampere í austri
til Angmagsalik í vestri.
Vinabæjasamstarfinu kom hann
á, meðan hann var bæjarstjóri og
formaður i senn, enda hefur sam-
starf bæjarins og Norræna félags-
ins lðngum verið nánara i Kópa-
vogi en víðast annars staðar. Ekki
spillti það heldur neinu mörgjsíð-
ustu árin að jafnframt þvf að vera
formaður Kópavogsfélagsins var
Hjálmar formaður Norræna fé-
lagsins á íslandi sem er samband
félaganna allra.
Eflaust eru til menn sem geta
rækt slfk trúnaðarstörf án þess að
leggja mikið á sig, jafnvel án þess
að nokkur verði var við, en Hjálm-
ar Olafsson gat það ekki. Hjá hon-
um var einungis tvennt til: ann-
aðhvort eða ekki. Það átti að
minsta kosti við um störf hans i
þágu Norræna félagsins eins og ég
kynntist þeim siðustu fimm eða
sex árin. Þau kynni hófust með þvf
að ég var beðinn að taka sæti i
þeirri nefnd landsfélagsins sem
undirbjó hlut íslendinga að nor-
rænu málaári 1980, en tók til
starfa rösku ári fyrr. Mig minnir
að Hjálmar ætti ekki beinlinis
sæti i nefndinni, en hann sat
flesta fundi hennar og lét ekki sitt
eftir liggja. Um það geta nefnd-
armenn áreiðanlega borið og eru
að líkindum sammála um að
minna hefði orðið úr framkvæmd-
um en raun varð á, ef Hjálmar
hefði ekki smitað þá með starfs-
orku sinni og brennandi áhuga.
Þegar málaárið var liðið varð ég
við ósk hans um að taka vara-
formannssæti í stjórn Norræna
félagsins í Kópavogi. Sama ár var
ég með honum á vinabæjamóti
sem þar var haldið og sambands-
þingi í Munaðarnesi og árið eftir
fyrir tilviljun á þingi Norður-
landaráðs í Helsinki. Dugnaður
hans og áhugi leyndi sér ekki,
hvar sem hann fór, en það gat líka
hvesst í kringum hann. Hann var
skapmikill og ráðríkur og gat ver-
ið einþykkur, ef því var að skipta.
Slíkir menn eru ekki allra og kom-
ast sjaldnast hjá árekstrum, allra
síst ef þeir eru þar að auki vík-
ingar til verka og hæfileikamenn
sem vita, hvað þeir vilja. En mér
reyndist hann drengur góður,
vinhlýr og traustur, og undir það
veit ég að meðstjórnarfólk mitt í
Kópavogsfélaginu getur tekið af
heilum hug. Flestir úr þeim hópi
hafa starfað lengi með Hjálmari
af mikilli ósérhlífni. Festan sem
því fylgir hefur verið gæfa félags-
ins, en okkur er það öllum ljóst,
hve stórt skarð er fyrir skildi við
fráfall hans, og lengi munum við
sakna hans. Slík var reynsla hans,
dugnaður og áhugi á málefninu.
Fyrir allt sem hann var félaginu
og þeirri hugsjón sem sameinar
okkur og það var stofnað til að
Sjá ennfremur bls. 34.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48