Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 Fundur ráðherranefndar Norðurlanda: Tillaga að norrænni samvinnu á sviði land- búnaðar og skógræktar FUNDUR ráðherranefndar Norðurlanda var haldinn í Helsingfors í Finn- landi, 25. júní sl. Á fundinum, sem var fyrsti fundur landbúnaðarráðherr- anna í ráðherranefnd Norðurlanda, var rætt um norræna samvinnu á sviði landbúnaðar og skógræktar. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, stýrði fundinum sem forseti ráðherranefndarinnar og fjölluðu ráðherrarnir um tillögu að samstarfsáætlun á sviði land- búnaðar og skógræktar, sem emb- ættismannanefnd á þessu sviði hafði undirbúið. f tillögu þessari er fjallað um skipan og fram- kvæmd samvinnu á sviði landbún- aðar- og skógræktar og fjármögn- un samvinnuverkefna. Einnig er þar fjallað um framkvæmd ein- stakra viðfangsefna s.s. kynbætur nytjajurta, eftirlit með heilbrigði jurta og búfjár og prófun búvéla og bygginga. Landbúnaðarráðherrarnir sam- þykktu að leggja tillöguna fyrir 33. þing Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Reykjatfik næsta vetur, þar sem tillagan verður tek- in til endanlegrar afgreiðslu. Norrænt samstarf á sviði land- búnaðar og skógræktar á sér langa sögu, en það er fyrst nú, að ríkisstjórnir Norðurlandanna undirbúa sérstaka áætlun um þetta samstarf. Með samstarfs- áætluninni verður formlegri skip- an komið á samvinnu landanna, að því er segir í fréttatilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. ÞáttUkendur í alþjóðlegu hjólakeppninni er fór fram í Búdapest f Ungverja- landi síðustu daga maímánaðar. Talið frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson og Bendt Pedersen sem önnuðust fararstjórn og þjálfun, Sævar Unnar Olafsson og Sigmundur Kæmundsson sem kepptu á vélhjólum, báðir frá Reykjavík, Sveinbjörn Jóhannesson og Haukur Hauksson reiðhjólakeppend- ur frá Akureyri. Alþjóðlegt mót f hjólreiðum: íslenskir piltar stóðu sig vel FJÓRIR íslenskir pilUr tóku nýlega þátt í alþjóðlegri hjólreiðakeppni í Búdapest í Ungverjalandi og stóðu þeir sig mjög vel. í keppninni tóku þátt 62 keppendur frá 18 þjóðum, en keppt var í flokki vélhjóla og reiðhjóla. Haukur Hauksson og Sveinbjörn Jóhannesson, sem báðir eru frá Akur- eyri, voru fulltrúar íslands í reiðhjólakeppninni og urðu þeir í 7. sæti. VélhjólapilUrnir Sigmundur Sæmundsson og Sævar Ólafsson úr Reykjavík höfnuðu í áttunda sæti í vélhjólaflokki. í keppni einstaklinga varð Haukur í fimmU sæti hjólreiðakeppninnar, fremstur norðurlandabúa. Keppnin var í þrennu lagi, góðakstur á sérstöku gatnakerfi innanhúss, hjólaþrautir uUnhúss og skrifleg verkefni um umferð og umferðarreglur. Undirbúning og þjálfun íslensku keppendanna önnuðust fararstjórarnir Bendt Petersen lögregluþjónn og Guðmundur Þorsteinsson, námsstjóri í umferðarfræðslu, en einnig veitti Vörður Traustason, lögregluþjónn á Akur- eyri, aðstoð við þjálfun AkureyrarpilUnna. Alþjóðasamtök umferðarráða, PRI, stóðu að keppninni. 1>HAH Aí COOT sr* roc ak* « f tcy Togarínn CXXJT, fýrsti togarí {eigu íslendinga og jafnframt fyrsU gufuskipið með alíslenskri áhöfn. Togarinn var keyptur í Skotlandi 1905 og var i eigu Fiskveiðihhitafélags íslands. Hann var ætlaður til veiða á innsævi og var aðallega við veiðar á Faxaflóa. Saga skipannæ Gullfoss, gullskip og saltskip SÝNINGUNNI „Saga skipanna“ í Háholti í Hafnarfirði fer nú senn að Ijúka. Á sýningunni eru 80 skipslíkön og fjöldi mynda, sem sýna þróun skipa og sögu þeirra. Þar er að fínna allt frá víkingaskipum til varðskipa og árabátum til togara. Meðfylgjandi mvndir voru teknar á sýningunni. Ljósm. Mbl./ Emilia. Meðal sýningargrípa á sýningunni er þetU líkan af tein- æríngi. Teinæringurinn er með svokölhiðu Engeyjarlagi, en slfkt bátslag var mjög algengt Líkanið smfðaði Jens Gestason. Gullfoss Eimskipafélags íslands, annað skipið sem það nafn bar. Gullfoss eldri kom til landsins 1914, en var kyrrsettur f Kaupmannahöfn f heimsstyrjöldinni sfðari. Sfðari Gullfossinn var smfðaður þar f borg árið 1950 og var sektur úr landi 1973. I Marga óvenjulega sýningargripi má fínna á sýningunni f Háholti, þA m. Ifkan af „Gullskipinu“ fræga, Hetwapen Van Amsterdam, sem strandaði í SkafUfellsfjörum 1667. Eigandi Ifkansins er Björgun hf., en þeir Björgunarmcnn hafa nú lengi leitað að skipinu, í þeirri von að grafa mætti það upp. Til hægri á myndinni er saltskip, sem gert er á þann hátt, að seglgarn er strengt á grind, sem komið er fyrir f saltlónum á Spáni. Saltið krisUllast uUn á garnið og þannig verður til lögulegasU skip. Berglind stóð sig með prýði á opnunarhátfð Miss Universe — Ungfrú Shri Lanka heltekin heimþrá og hætti við keppni Mumi. Fión'da, 3. júlf. Opnunarhátíð Miss Universe- keppninnar fór fram í Miami, Flórída sl. laugardagskvöld. Þar létu til sín heyra ýmis stórmenni, m.a. framkvæmdastjóri keppninn- ar og borgarstjórinn í Miami, auk þess sem fegurðardísirnar, 81 Uls- ins, komu fram. Voru þær skrýdd- ar þjóðbúningum landa sinna og kom hver og ein fram á sviðið, sagði nokkur orð og færði Miami- borg gjöf frá heimalandi sínu. Berglind Johansen, fulltrúi Is- lands, stóð sig með prýði. Henni mæltist vel og var skautbúning- ur hennar glæsilegur i alla staði, ljósblár með forkunnarfögru stokkabelti. Verðlaun fyrir fal- legasta þjóðbúninginn hlaut ungfrú Indland, en hún klæddist gullofnum sari. Fréttaritari náði tali af Berg- lind á sunnudag. Sagði hún aðra viku keppninnar hafa verið mik- inn annatíma, sífelldar æfingar og auðvitað myndatökur. Nokkr- ar af stúlkunum lögðust rúm- fastar og var kennt um þreytu, breyttu mataræði og umhverfi. Ungfrú Shri Lanka var heltekin heimþrá og mátti faðir hennar fljúga til Miami og sækja hana. Þá hafa blöðin hér birt frétt úr þýsku dagblaði frá Köln, þess efnis að ungfrú Þýskaland hafi gengist undir aðgerð og látið auka við brjóst sín fyrir keppn- ina, en ungfrúin ber þessi um- mæli til baka. Margt hefur drifið á daga keppenda og m.a. gisti Walter Mondale, forsetaefni demókrata, á Pavillion-hótelinu í fyrradag. Það eina sem amar að hjá Berglind er mýbit, sem hún varð fyrir í sl. viku, en þá var farið með fegurðardisirnar í bátsferð. Léku mýflugurnar fulltrúa Is- lands nokkuð grátt, en eftir svefnlausa „kalda" nótt og góðan aðbúnað er hún á góðri leið með að ná sér. Keppninni verður framhaldið á þriðjudagskvöld og koma þá stúlkurnar fram á sundfötum og samkvæmiskjólum. Berglind verður þá væntanlega búin að ná sér, hún var að vanda hress og kát og bað fyrir bestu kveðjur heim. Þ.S.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.