Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 26
26 ro MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 Það var vel mætt í Árbæjarsafn í gær, er bandarísku sendiherrahjónin héldu upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna undir berum himni. (LJósm. Mbl. Kristján Einarsson.) Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna í Árbæjarsafni ÞRÁTT fyrir að gleymst hefði að ganga frá samningum við veð- urguðina, varð ekki annað séð en að jafnt gestir sem gestgjafar væru glaðbeittir og yndu sér vel í hófi því, sem sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, Marshall Brement, og kona hans, Famela, héldu undir bemm himni í Ár- bæjarsafni í gær, á þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna. Margt manna safnaðist þarna saman til þess að halda upp á daginn, ásamt sendi- herrahjónunum og löndum þeirra, og gat að lita fulltrúa hinna vmsu sviða þjóðlífsins meðal Islendinganna. Undir tjaldhimni lék hljóm- sveit bandaríska sveitatónlist og gestir, sem flestir voru vel í stakk búnir til þess að mæta rigningarúða og léttum strekk- Thor Vilhjálmsson, rithöfundur Þeir Ragnar Halldórsson, Gunnar G. Schram og Sigmar B. Hauksson ræddu þjóðmál á túninu. ingi, gæddu sér á maísstöngl- um og pylsum, sem skolað var niður með bjór og öðrum til- heyrandi veigum. Einhver hafði á orði, að það væri nokk- uð djarft að efna til úti- skemmtunar á erlendum þjóð- hátíðardegi, þegar kunnugt væri hvernig veðrið léki ís- lendinga oft og tíðum á þeirra eigin tyllidögum. En bætti síð- an við, að af þessu mætti draga þann lærdóm, að það væri um að gera að storka veð- urguðunum með góðu skapi og skjólklæðnaði og mætti gjarn- an gera meira af svo góðu. — hhs. Við bjóðumbér \ikuferð " London ámárni- daghm kemur! frá kr. 15.573.- pr. mann. Innifalið ílug, gisting og morgunmatur. Ferðaskrifstofan Farandi verður með sérstakar vikufeiðir (pakkaferðir) til Lundúnaborgar á hverjum mánu- degi í alit sumar. Verðið er afskaplega gott, — frá kr. 15.834.-pr. mann. Innifalið í verðinu er flug, gisting og morgunmatur. Auk þess útvegum við aðgöngumiða á hljómleika, í leikhús, á íþróttaleiki næturklúbba o.m.fl. Hægt er að velja á milli eftirfarandi hótela: Cavendish, Regent Crest, Leinster Towers, Park Lane. Komið og rabbið við okkur sem fyrst Pað er alltaf gaman að fá gott fólk í heimsókn. ífavandi Vcsturgötu 4, si'mi 17445 Langanesganga ’84: Friðarganga gegn fyrir- huguðum hernaðarfram- kvæmdum á Norðausturlandi FRIÐARSAMTÖK kvenna á Þórshöfn og nágrenni gangast fyrir friðargöngu gegn fyrirhuguðum hernaðarframkvæmdum á Norðausturlandi nk. laugar- dag, 7. júlf, og hefst hún kl. 14. Safnast verður saman við flug- völlinn á Langanesi og mun Dagný Marinósdóttir húsfreyja á Sauða- nesi flytja ávarp. Þaðan verður gengið að Gunnlaugsá, þar sem haldinn verður stuttur fundur. Göngunni lýkur við félagsheimilið Þórsver á Þórshöfn, þar sem aðal- samkoma dagsins fer fram. Meðal þeirra sem koma fram eru Berg- þóra Árnadóttir frá Reykjavík, Stefania Þorgrímsdóttir frá Garði í Mývatnssveit, Kristján Þórarins- son frá Tjörn í Svarfaðardal og Brynjólfur Gíslason kennari á Þórshöfn. Einnig koma fulltrúar Austfirðinga og Vestfirðinga og flytja ávörp JC-félog: Árleg sumarferð á morgun ÁRLEG sumarferð JC-félaganna á Reykjavíkursvæðinu verður farin á morgun. Lagt verður af stað frá Nesti á Ártúnshöfða kl. 19 og haldið f Húsafell. Þeim sem heldur kjósa sjóleiðina er bent á að Akraborgin fer frá Reykajvík á sama tíma. Ferð JC-félaganna stendur fram á sunnudag og ætlar JC-fólk m.a. að planta um 100 trjáplöntum og halda grillveislu við varðeld. Leiðrétt nöfn jökulfaranna 1 baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær þar sem sagt var frá björgun nokkurra Borgfirðinga á flaki bresku flugvélarinnar af Eiríksjökli misrituðust nöfn tveggja mannanna, Snorra Kristleifssonar á Sturlu- Reykjum og Snorra H. Jóhannesson- ar á Augastöðum, en nöfn þeirra voru hinsvegar rétt tilgreind f frétt um björgunina á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.