Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 161. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýjar sáttatilraunir í bresku vinnudeilunum Doverhöfn lokast Flutningabflar á bryggju í Dover, eftir að hafnarverka- menn höfðu lokað höfninni fyrir öllum vöruflutningum Londoii, 16. júlí. AP. DÖMARI í yfirrétti í Bretlandi, úr- skurðaði í dag að Margrét Thatcher, Páfinn á leynifundi Róm, 16. júlf. AP JÓHANNES Páll páfl II og for- seti Ítalíu, Sandro Pertini, áttu leynifund í dag á Norður-Ítalíu. Páfinn, sem er 64 ára, bauð forsetanum, sem er 87 ára, í skíðaferð. Páfinn sýndi mikil tilþrif, en forsetinn, sem kann hvorki plóg né svig, hvatti páfa óspart. Þeir settust síðan til borðs og áttu tveggja stunda leyni- fund. Ekki er vitað hvað var rætt. forsætisráðherra, hefði ekki farið eftir lögum þegar hún bannaði starfsmönnum leyniþjónustu Breta að vera í verkalýðsfélagi. Er talið að Thatcher hljóti mik- inn álitshnekki vegna úrskurðar- ins, þar sem hún hefur af mikilli hörku reynt að sannfæra almenn- ing um nauðsyn bannsins fyrir ör- yggi þjóðarinnar. Dómarinn, Sir Iain Glidewell, sagði að Thatcher hefði brotið lög með því að hafa ekki samráð við starfsmenn þjónustunnar áður en bannið skall á. Glidewell hélt þó fram rétti stjórnarinnar til að banna verkalýðsfélög innan leyni- þjónustunnar, svo fremi sem hún ráðfæri sig við starfsmennina. Verkfall hafnarverkamanna hélt áfram í dag og samþykktu hafnarverkamenn í Dover, einni mikilvægustu höfn Bretlands, að loka henni fyrir öllum vöruflutn- ingum. Farþegaflutningum var haldið áfram, en mikið af vörum liggur undir skemmdum í flutn- ingabílum og gámum á bryggjum um allt Bretland. Verkamennirnir samþykktu að hefja nýjar samningaviðræður við stjórnina og Thatcher féll frá hót- un um að nota hermenn til starfa við hafnirnar. Flutningamála- ráðherra Breta, Nicholas Ridley, tilkynnti í Neðri málstofunni í dag að stjórnin myndi grípa til nauð- synlegra ráðstafana til að halda efnahagslífi þjóðarinnar gang- andi. Vinnumálaráðherra, Tom King, vísaði á bug þeim fréttum að stjórnin íhugaði að lýsa yfir neyð- arástandi. Þetta er einhver mesta stjórn- málakreppa sem Thatcher hefur þurft að glíma við síðan hún tók við stjórn fyrir um fimm árum og jafnframt ein hatrammasta deila á Bretlandi á þessari öld. Hreyfing er uppi innan íhaldsflokksins um að víkja henni frá völdum. Demókratafundur í skugga misklíðar Símamynd AP # Muldoon sakaður um skemmdarverk San Francwco, 16. júlí. AP. FULLTRÚAR frá öllum hlutum Bandaríkjanna streymdu til San Francisco um helgina til að sækja landsfund demókrata sem hófst í dag. Búist er við að Walter Mondale verði útnefndur forsetaframbjóð- andi flokksins, þrátt fyrir mikið uppistand sem varð þegar hann ákvað að segja Charles Manatt, formanni flokksins, upp störfum og skipa Bert Lance, umdeildan embættismann frá stjórnartíð Carters, i hans stað. Mondale féll frá þeirri ákvörðun á sunnudag, en skipaði Lance þó formann kosninganefndar sinnar í staðinn. Þessi tilraun Mondales til að breyta skipulagi flokksins mæltist yfirleitt illa fyrir meðal demó- krata og var talið vafasamt skref rétt fyrir landsfundinn. Gary Hart og Jesse Jackson sækjast enn eftir útnefningu flokksins, þótt talið sé nánast ör- uggt að Mondale hljóti sigur. Jackson kallaði aðgerðir Mondales „fáránlega röð af mistökum" og kvartaði undan því að hafa ekki verið spurður álits um breytingar innan flokksins. Hart var orðvarari og sagði að mistök ættu sér stað í hverri kosn- ingabaráttu. Hart tilkynnti að hann hefði valið Geraldine Ferr- aro varaforsetaefni sitt, ef hann yrði útnefndur á landsfundinum, sem þó er mjög ólíklegt. Landsfundurinn stendur I fjóra daga og fyrst flytja kunnir flokksleiðtogar ávörp og skýrslur, s.s. formaðurinn, Charles Manatt, Jimmy Carter, fyrrv. forseti, Di- anne Feinstein, borgarstjóri San Francisco, og forseti landsfundar- ins, Martha Lane Collins. Á mið- vikudag flytja frambjóðendumir þrír ræður og kosningar fara fram strax á eftir. Á síðasta degi ráð- stefnunnar verður kosið um vara- forsetaefni. Manama, Bahrain, 16. júll. AP FULLTRÚAR Saudi-Arabíu og ann- arra Persaflóaríkja komu saman á mánudag og ræddu tillögu frana um ráöstefnu ríkjanna við Persaflóa til að binda enda á strið frana og íraka. Tillagan var sett fram af vara- utanríkisráðherra frans, Mo- hamed Hussein Lavassani, sem heimsótti Saudi-Arabíu og Qatar í síðustu viku. Lavassani bað utan- ríkisráðherra Qatar að senda Wellington, Nýjn SjáUndi. 16. júli. AP. DAVID Lange, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sem vann yfírburðasigur í kosningunum á laugardag, sagði í dag að Robert Muldoon, forsætisráðherra væri að fremja „efnahagsleg skemmdar- verk“, þar sem hann neitaði að fara frá völdum. Muldoon, sem einnig er fjármálaráðherra, gaf yfirlýsingu nefnd frá Persaflóaríkjunum til Teheran til að ræða tillögu írana. Ef tillagan verður samþykkt verður ráðstefnan haldin án þátt- töku fraka í Damaskus eða í Álslr. Stjórn Saudi-Arabíu hefur boðið forseta íranska þingsins til lands- ins á þeim tíma sem pílagrímar sækja landið sem mest. Er það tal- ið merki þess að samband frana við Persaflóaríkin sé að batna, en það hefur verið stirt síðan í mars. í sjónvarpi í dag, þess efnis, að gengi ný-sjálenska dollarans yrði ekki fellt meðan hann sæti á ráð- herrastóli. Stjórnmálafræðingar landsins voru yfir sig hissa á framferði Muldoons og sögðu að hann léti eins og hann hefði sigrað f kosningunum. Lögum samkvæmt er Muldoon heimilt að vera við völd næstu 10 daga og jafnvel í allt að þrjár vik- ur, þar sem telja verður atkvæði úr öllum kjördæmum nokkrum sinnum. Hefðin hefur verið sú að fráfarandi stjórn sjái einungis um dagleg stjómsýslustörf, en geri engar meiriháttar breytingar. Vinstrimenn, sem taka við stjórninni á Nýja Sjálandi, hafa hótað að taka fyrir allar heim- sóknir bandarískra herskipa, sem annað hvort eru kjarnorkuknúin eða flytja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn eru sagðir mjög áhyggjufullir vegna þessara hótana og sagði George Schultz, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, á ráðstefnu í Wellington á mánudag, að Anzus-varnarsamn- ingi Bandaríkjanna, Ástralíu og Nýja Sjálands yrði sagt upp, ef stjórnin gerði alvöru úr hótunum sfnum. Mondale ásarat Lance, nýskipuðum kosningastjóra sínum. Simamynd ap Ný friðartilraun við Persaflóa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.