Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 17 Sjávarútvegur í Færeyjum nýtur 670 milljóna króna í styrki Þurfum að losa okkur við styrkina með aukn- ingu útflutningsverðmæta — segir Birgir Danielsen, forstjóri Föroya Fiskasölu „ÞAÐ má segja að styrkir til sjáv- arútvegs í Færeyjum séu leið okkar til að halda uppi hráefnis- verði og styðja afkomu fiskvinnsl- unnar í stað gengislækkananna hjá íslendingum. Fsreyska krón- an fylgir þeirri dönsku svo við get- um ekkert fiktað við gengið. Þess vegna höfum við tekið til styrkj- anna, en verkefni okkar, sem störfum við sjávarútveginn og sölu afurðanna, er að vinna okkur út úr styrkjakerfinu," sagði Birgir Dani- elsen, forstjóri Föroya Fiskasölu, í samtali við Morgunblaðið. Birgir Danielsen er fæddur Færeyingur, en leiðir hans hafa legið víða síðan hann lauk verk- fræðiprófi frá Tækniháskóla Kaupmannahafnar. Að loknu prófi kenndi hann um tíma við skólann, en síðan starfaði hann hjá konunglegu Grænlandsverzl- uninni við stjórn fiskvinnslu á Grænlandi. Þaðan lá leið hans til fyrirtækisins Findus í Sviss, sem er í eigu stórfyrirtækisins Nestlé. Findus framleiðir fryst matvæli, kjötvörur, fisk og grænmeti. Á vegum þess fyrir- tækis vann hann við stofnsetn- ingu og endurbætur á fyrirtækj- um víða um heim og var meðal annars framkvæmdastjóri frystihúss í Hammerfest í Nor- egi um tíma. Hann hóf störf hjá Föroya Fiskasölu árið 1969 og hefur því verið við stjórnvölinn þar í 15 ár. Föroya Fiskasöla var stofnuð árið 1948 í þeim tilgangi að sam- eina útflutning á saltfiski, en á þeim tíma var fiskur í Færeyjum nær eingöngu verkaður í salt. Útflutningur á frystum fiski hófst 1954, en ekki kom veru- legur kippur í útflutninginn fyrr en um 1970. Útflutningsverð- mæti Fiskasölunnar nam á síð- asta ári um 3,6 milljörðum króna og var þá 80% af ðllum útflutn- ingi Færeyinga. Verðmæti frystra flaka nam þá um tveim- ur milljörðum króna, frystrar rækju um 435 milljónum, salt- fisks um 725 milljónum og ann- arra tegunda talsvert minna. Stærstu markaðslöndin eru Bandaríkin, Bretland og Vest- ur-Þýzkaland og skiptast þau á um forystuna. Á síðasta ári var mestur útflutningurinn til Bandaríkjanna eða alls fyrir 1,3 milljarða króna. Birgir Danielsen sagði, að helzta markmið fiskframleið- enda og seljenda í Færeyjum nú væri að auka útflutningsverð- mæti fiskjarins. Ljóst væri að afli ykist ekki á næstu árum og því yrði að auka verðmæti út- flutningsins. Sú þróun hefði orð- ið á síðustu áratugum, að hlut- fall afla af Færeyjamiðum hefði vaxið úr 5 til 10% í 62% á síð- asta ári. Áður fyrr hefðu Færey- ingar veitt nær allan fisk í lög- sögu annarra ríkja og þá hefði hann yfirleitt verið saltaður um borð. Eftir að veiðin hefði færzt inn á Færeyjamið hefði frysting- in orðið að taka við aflanum og þá komið til kasta hennar að auka útflutningsverðmæti eins og unnt væri. Það væri hægt á tvennan hátt. Annars vegar með því að gera einhvers konar verk- smiðjurétti og hins vegar með því að vanda meðferð hráefnis og auka gæðin í vinnslu flaka. Flökin hefðu til þessa skilað meiri árangri. Hins vegar yrði að gæta þess, að kostnaður vegna aukningar útflutnings- verðmæta kæmi ekki niður á hráefnisverðinu, þannig að það yrði að lækka. Eins og nú væri mætti hráefnisverð alls ekki lækka, heldur yrði það að hækka. Nú væru 22 frystihús í Færeyjum og þau stærstu tækju á móti 12.000 til 14.000 lestum á Birgir Danielsen ári. Væru frystihúsin svipuð að gæðum og þau íslenzku, en þó heldur meira vélvædd. Verð á þorski upp úr sjó í Fær- eyjum er um 18 krónur íslenzkar og á ýsu litlu hærra. Laun í fisk- vinnslu eru um 180 krónur á tím- ann og markaðsverð Föroya Fiskasölu í Bandaríkjunum nákvæmlega það sama og á framleiðslu íslendinga enda sel- ur Coldwater fiskinn í Banda- ríkjunum fyrir Færeyinga. Að- spurður um það, hvernig þetta dæmi gengi upp hjá Færeying- um, sagði Birgir Danielsen, að þegar lslendingar hefðu notað gengisskráningu til að bæta fisk- vinnslunni upp nauðsynlegar hráefnisverðshækkanir, hefði það ekki verið mögulegt fyrir Færeyinga. Gengi þeirra fylgdi dönsku krónunni og því hefði orðið að grípa til styrkveitinga til að greiða niður hráefnisverð og vinnulaun. Á síðasta ári hefði sjávarútvegurinn fengið um 670 milljónir króna í stuðning, sem tekið hefði verið af rúmlega fjögurra milljarða útffutnings- tekjum Færeyinga. Hins vegar væri samræmi milli hráefnis- verðs á þorski og ýsu og engar verðbætur á þær fisktegundir; á öðrum tegundum, sem væru minna nýtar væri hins vegar töl- verðar verðbætur. Með hliðsjón af þessum styrkveitingum væri framleiðslukostnaður þvl mjög svipaður á íslandi og Færeyjum. Því mætti segja að styrkirnir væru gengisfellingar Færeyinga og markmiðið væri að auka svo útflutningsverðmæti að útflutn- ingurinn gæti bæði staðið undir hráefnisverði og vinnulaunum. Samvinna okkar við Coldwat- er hófst 1970 og árið eftir hófst útflutningur gegn um Coldwater til Bandaríkjanna. Sú samvinna hefur gengið mjög vel í alla staði og menn eru sammála um það, að I henni felist mikill styrkur fyrir báða aðilja í stað þess, að þeir væru að keppa á sama markaði. Samstarfið við fyrrver- andi forstjóra Coldwater, Þor- stein Gíslason, var í alla staði mjög gott og ég efast ekki um að samstarfið við Magnús Gúst- afsson verði á sama hátt mjög gott,“ sagði Birgir Danielsen. NÝ SANIXRS TÓMATSÓSA Eftir margra ára vöruþróun, með bestu faanleg hmefiií og ótaí bragðprófanír hefur okkur tekíst að fiamleíða fyrsta flokks tómatsósu, sem nú feest á kynníngaivetðí. Veljum íslenskt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.