Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1984 Halli á fjárlögum E6E ógnar framtíð Briissei. 24. júlí. AP. Evrópubandalagið stendur nú frammi fyrir miklum vanda, eftir að ekki náðist samkomulag í dag milli utanríkisráðherra aðildarrfkja þess um, hvernig afla skuli fjár til þess að brúa þann halla, sem er á fjárlögum bandalagsins. Ef samkomulag hefur ekki náðst í október næstkomandi, þá verður bandalagið orðið fjárvana og getur ekki framar greitt upp- bætur á landbúnaðarafurðir, en þessar uppbætur hafa farið ört vaxandi að undanförnu. Það myndi svo hafa í för með sér, að stjórnir einstakra aðildarríkja bandalagsins yrðu að útvega fé til þess að greiða skuldir þess og myndi það vafalítið verða endir þeirrar sameiginlegu stefnu í landbúnaðarmálum, sem verið hefur grundvöllur Evrópubanda- lagsins allt frá stofnun þess fyrir 27 árum. Framkvæmdanefnd bandalags- ins hefur skorað á stjórnir aðild- arríkja þess að leggja fram 1,6 milljarða dollara aukalega til þess að mæta væntanlegum halla bandalagsins á þessu ári. Þetta fé þess myndi bætast við þau 20 milljarða dollara framlög, sem gert er ráð fyrir á fjárlögum bandalagsins. Bretar hafa hins vegar stöðugt neitað að leggja fram meira fé til bandalagsins. Telja þeir, að vax- andi halla eigi að mæta með aukn- um sparnaði. Þannig hélt Geoffr- ey Howe, utanríkisráðherra Bret- lands, því fram á mánudag, að halla bandalagsins á þessu ári mætti strax minnka niður í 800 millj. dollara með því að draga úr framlögum bandalagsins. Gasvinnsla á Svalbarda Veður víða um heim Akureyri 12 alskýjaó Ameterdam 24 skýjaö Aþena 34 heiöskírt Berlin 20 skýjað Brilasel 28 heiöskirt Chicago 32 heiðskírt Dublin 22 heiöskirt Feneyjar 27 [jokumóöa Frankfurt 24 heiöskfrt Genf 35 heiðskírt Helsinki 17 rigning Hong Kong 32 heiðskirt Jerúsalem 28 heiöskírt Kaupmannahöfn 19 skýjaö Las Palmas 27 skýjaö Lissabon 28 heiðakfrt London 23 skýjað Los Angeles 29 skýjaö Luxemborg 23 léttskýjaö Míami 30 skýjaö Montreal 24 skýjaö Moskva 24 heiöskfrt New York 30 skýjaö Osló 22 heiðskfrt París 29 heióskirt Peking 33 skýjaö Reykjavik 10 súld Rio de Janeiro 13 skýjaö Róm 32 haíðakirt Stokkhólmur 17 skýjaö Sydney 17 heiöskfrt Tókýó 31 skýjaö Vínarborg 25 heióskírt Þórshöfn 14 skýjaó Harðir bardagarí Afganistan IsUmabad, 24. júlf. AP. SOVÉZKA hernámsliðið í Afganist- an hefur byrjað nýja sókn fyrir sunn- an böfuðborgina Kabúl og drepið marga óbreytta borgara með mikilli fallbyssuskothríð. Skýrði vestrænn sendistarfsmaður frá þessu í dag. Sovétmenn beittu einnig þyrlum I þessum sóknaraðgerðum og gerðu þær loftárásir á mörg þorp, þar sem mikill fjöldi óbreyttra borgara missti lífíð. Á Shomali-svæðinu fyrir norð- an höfuðborgina héldu Sovétmenn uppi þungri stórskotahríð fyrir einni viku. Jafnframt gerðu flug- vélar þeirra miklar loftárásir á þetta svæði. Sendistarfsmaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði ennfremur, að fréttir hefðu borizt af hörðum bardögum í sjálfri höf- uðborginni, Kabúl og hefðu tveir Sovétmenn verið drepnir þar. Norska olíuvinnslufyrirtækið Norsk Polar Navigasjon og sænska sam- steypan Svensk Polarenergi hyggja á gasvinnslu á Svalbarða, en þau áætla að þar sé að fínna gaslindir að verð- mæti um 100 milljarða norskra króna. Mörg vandamál eru gasvinnslu á Svalbarða fylgjandi, en fyrirtækin ræða nú sín á milli hvernig hægt er að yfirstíga hugsanlega örðugleika og hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Hugmyndin er m.a. að flytja gasið niðurkælt í tankskip- um frá Svalbarða. Svensk polarenergi hefur þegar ákveðið að verja 15 milljónum London, 24. júlí. AP. DÍANA prinsessa heimsótti rannsókn- ardeild fæðingardeildar King’s Coll- ege-sjúkrahússins í London, og er það síðasta opinbera skylduverk hennar áður en hún fer i bamsburðarfri. í heimsókninni sló prinsessan á létta strengi og sagði m.a. starfs- fólki, að ef það væri hlutskipti karlmanna að ala börn, myndu þeir aðeins gera slfkt einu sinni á ævinni. króna til tilraunaborana, en pær boranir, sem þegar hafa átt sér stað, lofa góðu. Reiknað er með að nýjar boranir færi heim sannin um að það sé þess virði að ráðast í gasvinnslu á Svalbarða. Rannsóknir á vinnslu auðæfa úr jörðu hófust á Svalbarða á sjötta áratugnum. Norsk polarnavigasj- on, sem hefur haft einkarétt til námavinnslu á Svalbarða vill ekki gefa upp hversu miklum fjármun- um hefur verið varið til tilrauna- borana eða annarra rannsókna þar. { upphafi beindist athyglin að olíu- leit, en komið hefur í ljós að gas- vinnsla sé öllu arðvænlegri. Prinsessan sagði einnig að Vil- hjálmur prins væri enginn venju- legur piltur. „Hann væri búinn að velta þessu keri við,“ sagði hún er hún virti fyrir sér skjaldbðkur í keri á sjúkrahúsinu. „Hann væri búinn að slíta þessi blóm og rífa, hann hefur enga virðingu fyrir blómum," sagði Díana er hún sýndi ungri stúlku blómvönd sinn. AP/sfmamynd. Lafði Dfana við komuna til King’s College-sjúkrahússins, þar sem hún opnaði nýja rannsóknardeild fæðingardeildar sjúkrahússins. Var þetta síðasta skyldu- verk lafðinnar áður en hún elur annað barn, sem von er á í september. Síðasta skylduverk lafði Díönu um sinn Með hjálp vasatölvu geta læknar metið hvort hjartaáfall sé yfírvofandi. Tölva fækkar ónauð- synlegum afnotum hjartagæslutækja NÚ GETUR vasatölva hjálpað læknum, sem sinna neyðarhjálp, að reikna út hættu á hjartaáfalli hjá sjúklingum. Þannig er hægt að draga úr ónauðsynlegri notkun á hjartagæslutækjum um þriðjung. Niðurstaða þessi fékkst í rannsókn sem vísindamenn á Borgarspítalanum i Boston gerðu grein fyrir nýlega í ritinu New England Journal of Medic- ine. Það tekur tölvu, sem kostar rúmar tvö þúsund kfonur, 20 sekúndur að finna svör við sjö lykilspurningum, sem varða at- riði eins og verk fyrir brjósti, sjúkraskýrslu og hjartalínurit. í rannsókn, sem tók til 2.320 sjúklinga á New England- sjúkrahúsinu og stóð í rúma 11 mánuði, tókst að minnka ónauðsynleg not hjartagæslu- tækja um allt að þriðjung með þvi að nota tölvuna. Aðstandendur rannsóknarinn- ar benda á, að af um 1 % milljón sjúklinga sem árlega hafi verið settir í hjartagæslutæki í Bandaríkjunum, hafi afnot tækj- anna reynt óþörf að því er varð- ar upp undir helming tilfellanna. Almenn notkun tölvunnar gæti því fækkað ónauðsynlegum af- notum hjartagæslutækjanna um 250.000 skipti, að sögn rannsóknamannanna. Rússar samþykkja fjölgun í gæzluiiði Beirút, 24. júlf. AP. SOVÉZKA STJÓRNIN hefur lagt blessun sína yfír þá beiðni stjórnar Líbanons að fjölgað verði í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon og sömuleiðis verði gæslusveitun- um veitt víðtækara umboð til athafna. Þetta kemur fram í frétt AP- fréttastofunnar i morgun og var tekið fram að Sovétmenn hefðu komið þessum boðum áleiðis til Nabih Berri, ráðherra Suður- Líbanons og dómsmálaráðherra, þegar hann var nýlega í heimsókn í Sovétríkjunum. Berri tyllti niður tá í Damaskus á heimleiðinni. Nú eru fulltrúar tíu þjóða í sex þúsund manna liði Sameinuðu þjóðanna. Líbanir hafa hvað eftir annað krafist þess að fjölgað yrði í liðinu ef fsraelar drægju sig fyrirvaralítið úr þessum lands- hluta. í sömu frétt segir að Rashid Karami forsætisráðherra fari til Sýrlands síðar í þessari viku, en hann hefur verið dyggilega studd- ur af Sýrlendingum, síðan hann tók við starfi. Karami mun síðan fara til Saudi-Arabíu og leita eftir fjárhagsaðstoð við uppbygg- ingarstarfið í Líbanon. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa stríðandi fylkingar í Líbanon úr röðum kristinna og múhameðstrúarmanna látið vopnabúnað sinn af hendi undan- farna daga og tiltölulega kyrrt hefur verið á flestum stöðum í landinu upp á síðkastið. ERLENT,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.