Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 168. tölublaš og Olymtķuleikarnir ķ LA 1984 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						58
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLl 1984
BAAflfl
^Ef þú vilt fcura., Magga, ípd
siend e$ efckj' \\JC€)\ fynr þér."
ást er ...
eitthvað
sem gerist af
sjálfu sér.
TM Rea U S Pat Ofl -   rights reserved
•1984 Los Angeles Times Syndicate
Wj
«i.a.í«^.p.^«t»jiJcv.r^»,v,t,-
Fyrir 12 inim byrjarti hann á neð-                   ***&
anjarðargöngum og síðan hef ég   Réttur dagsins í dag er nýskotin
ekki séð hann.                  ýsa.
HÖGNI HREKKVISI
<* <?  /
,lBON6Ó.'"
Ofbauð ósvífnin
H.M. skrifar:
Kæri Velvakandi.
Sunnudaginn 15. júli sl. skrifaöi
Páll Þór Pálsson grein í dálka
þína þar sem hann skýrði frá und-
arlegri framkomu „rudda í Vest-
urbæjarlauginni". Þann 19. júlí
birtist svo grein eftir mann sem
kallar sig „laugargest" og virðist
hann ekki á sama máli og Páll, og
spyr jafnvel hvort hann fari ekki
með fleipur.
Ég var stödd f heita pottinum á
þessum umrædda degi og sá hvað
fram fór. 1 stuttu máli sagt óð
„laugargesturinn" ofan í pottinn,
gekk rakleitt að Páli og snaraði
honum f burtu frá nuddtækinu.
Síðan stjakaði hann við vinum
Páls, sem f hræðslu sinni færðu
sig frá og settist sjálfur við nudd-
stútinn.
í grein sinni segir „laugargest-
urinn": „12 ára barn situr f róleg-
heitum við nuddstútinn og lætur
nuddið dynja á baki sér. Potturinn
er yfirfullur af fólki og a.m.k. einn
maður bfður eftir að komast að
nuddinu. En barnið á bara sætið
við nuddstútinn.
Það á enginn sætið við nudd-
stútinn. Mönnum ber að nudda
sem fljótast þá vöðva, sem þurfa
nudd, en vfkja sfðan frá til að aðr-
ir komist að. Það ætti enginn að
sitja i rólegheitum og láta „nudd-
ið„ dynja á baki sér."
Ég get frætt laugargest um það
að enginn virtist vera að bíða eftir
að komast að nuddtækinu, heldur
sat fólkið i rólegheitum, þar á
meðal Páll. Það skal tekið fram að
hann hafði aðeins setið örskamma
stund við nuddtækið og hver veit
nema drengurinn sé bakveikur.
Það vekur undrun „laugargests"
að Páll skuli kalla sætið sitt, og i
því sambandi vil ég benda á að
fólk talar oft um hluti sem sfna
eign, þó að eiginleg merking liggi
vitanlega ekki að baki s.s. skólinn
minn, landið mitt o.s.frv.
Laugargestur segir einnig að
það myndi enginn komast upp
með slíkt í ásýnd annarra. í fyrstu
misstu sundlaugargestirnir f pott-
inum andlitið og varð öllum star-
sýnt á „sundlaugargestinn". Loks
gat kona ein, sem ég held að hafi
skrifað greinina „Börn eru líka
menn", sem birtist í dálkum Vel-
vakanda þann 22. júlí sl., ekki orða
bundist og minnti manninn á að
drengirnir hefðu borgað sig inn i
laugina rétt eins og hann og hefðu
því fullan rétt á því að notfæra sér
nuddstútinn. Laugargesturinn
virti konuna ekki viðlits en lét
nuddið áfram dynja á líkama sfn-
um. Mér ofbauð svo ósvifnin í
manninum að ég yfirgaf pottinn.
AMrei er of varlega farið f umferðinni og vill bréfritari að bflstjórar strætisvagna hugsi slfkt hið sama.
Þessir hringdu .
Bflstjórar
strætisvagna
aki gætilegar
EJ. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
Ég var að hlusta á það i út-
varpi að verið var að áminna'
fólk um að fara varlega, þegar
farið er út úr strætisvögnunum
og er víst aldrei of varlega farið.
En það þyrfti líka að áminna
strætisvagnabílstjórana um að
keyra gætilegar en þeir gera
sumir hverjir.
Þeir ættu að hugsa um það að
þeir eru með fólk í vðgnunum en
ekki einhverjar vörur. Það hafa
allt of mörg slys hlotist af völd-
um strætisvagna og sum hver
mjög slæm, sem rekja má til
ógætilegrar keyrslu. Þessu þarf
að breyta strax.
Hver er réttur
barna?
Þröstur Magnússon hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
1 sambandi við skrif laugar-
gests um Pál Þór Pálsson, sem
birtust hér í Velvakanda 19. júli
sl., langar mig til að koma hér
með dálitla athugasemd.
Laugargestur segir i grein
sinni að 12 ára barn hafi setið í
rólegheitum við nuddstútinn i
Vesturbæjarlauginni. Það er
ekki rétt, þvi barnið (Páll Þór)
var nýsest við stútinn þegar
þessi ruddi kom og þeytti því frá.
Einnig talar hann i greininni um
föðurlega umhyggju og f þvf
sambandi verð ég að segja að ég
vorkenni börnum hans, ef hann
á einhver.
Laugargesturinn segir einnig
að börn hafi ekkert að gera við
stútinn, þvi hann sé til að lækna
vöðvabólgur og harðsperrur. Mig
langar til að benda þessum
manni á að Páll Þór, 12 ára, þjá-
ist af vöðvabólgu og hefur því
sama rétt og aðrir á því að not-
færa sér nuddstútinn í Vestur-
bæiarlaug.
Eg tek því heilshugar undir
með öðrum laugargesti sem
skrifaði i Velvakanda 22. júlí sl.,
að börn eru líka menn.
Frábær
þjónusta
5326-4212 hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja:
Ég fór um daginn hringferð i
kringum landið og eins og oft vill
verða bilaði billinn hjá okkur á
Egilsstöðum. Þetta var á sunnu-
degi og ég sá þvf f hendi mér að
ekkert      viðgerðarverkstæði
myndi verða opið.
En viti menn, varahlutaversl-
un ein að Selási 1 var opin og
afgreiðslumaðurinn þar bauðst
til að aðstoða okkur. Var hann
ótrúiega almennilegur og hjálp-
samur og gerði viö bílinn á
svipstundu. Langar mig enn og
aftur að koma þakklæti mfnu á
framfæri við þennan alúðlega
mann.
Ennfremur langar til mig að
koma hér einni hugmynd á
framfæri við Mjólkursamsöluna.
Á Egilsstoðum er alveg einstakt
mjólkurbú, sem framleiðir það
besta skyr og rjóma sem ég hef
bragðið. Legg ég til að Mjólkur-
samsalan sendi mann austur til
að læra af þeim skyr-, rjóma- og
smjörgerð því eins og allir vita
fáum við borgarbúar ævinlega
gamalt og vont smjör og dósa-
skyrið er ekki borðandi. Hef ég
hér með komið hugmynd minni á
framfæri og vona að samsölu-
menn bregðist vel við henni.
Fór húsavillt
Ásdís hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
Mig langar til að koma hér að
leiðréttingu í sambandi við grein
sem birtist i Velvakanda 20. júlí
sl. eftir Elisabetu, starfsstúlku
Kvennaathvarfsins, undir fyrir-
sögninni „Undarlegar upplýs-
ingar".
Elisabet gerir þar athugasemd
við greinarkorn eftir mig sem
birtist í Velvakanda 7. júli sl.
undir fyrirsögninni „Að afmenn-
inga þjoðina".
Eg vil biðja Elísabetu afsök-
unar, en misskilningur minn var
fólginn í þvi að ég fór húsavillt
með vandlæti mitt á gáleysisleg-
um uppátækjum atorkusamra
kvenna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64