Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 64
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTl, SlMI 11633 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. 36,5% kaupkrafa á s amningstí m abilinu Pólitísk barátta til að koma ríkisstjórninni frá, segir fjármálaráðherra BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja gerir kröfur um að föst mánaðarlaun miöað við 1. september næstkomandi hækki um 30%, og um 5% 1. janúar 1985, en það jafngildir 36,5% hækkun á samn- ingstímabilinu. Þá er gerð krafa um að vaktaálag verði reiknað af efsta þrepi í 16. launaflokki og loks að lögum um kjarasamninga BSRB verði breytt þannig að Bandalagsfélögin fái fullan samnings- og verkfallsrétt um öll atriði samninga. Kröfugerðin var samþykkt einróma af öllum sem mættir voru. Steindórsmálið: Leyfi fyrir lengstan akstur? „ÞAÐ ER auðvitað hugsanlegt að gefin verði út ný leyfi fyrir þá sem hafa lengstan aksturstíma að baki,“ sagöi Matthías Bjarnason, samgönguráð- herra, er blaðamaður Mbl. innti hann eftir stöðunni í Steindórsmálinu í gær. Hálfur mánuður er nú liðinn frá því dómur Hæstaréttar féll í málinu og sagði samgönguráðherra að honum yrði ekki breytt, þótt málið væri enn í athugun í samgönguráðuneytinu. „Það er dómsyfirvalda að full- nægja dóminum og það er ekki á okkar valdisagði Matthías Bjarna- son. „Við höfum ekki lögreglu til að loka ef til kemur, en mér finnst ekki óeðlilegt að gefinn verði einhver um- þóttunartími áður en af slíku verður. Manni sem dæmdur er í tugthúsið er ekki stungið inn um leið og dómur fellur. Hann fær ákveðinn umþótt- unartíma." Grímsey: Grænlenskt sauðnaut „ÞAÐ kann vel að vera að þetta hafi verið kýr, en þetta var sauðnaut og hefur örugglega rekið frá Grænlandi með ísnum. Það hefur sjálfsagt verið búið að flækjast nokkuð lengi í sjó. Það var nú bara hausinn sem var hirtur og ullín er farin af á snopp- unni og upp undir augu,“ sagði Al- freð Jónsson, fréttaritari Morgun- blaðsins í Grímsey, þegar blaðamað- ur sló á þráðinn til hans til að for- vitnast nánar um frétt útvarpsins í hádeginu í gær, þess efnis að kýr hefði fundist á floti við Grímsey og engrar kýr væri saknað. „Sauðnautið marraði i hálfu kafi og sá sem fann það hélt fyrst að hann væri að sjá andskotann þarna í hafinu eða eitthvað svo- leiðis. Það eru myndarleg horn á þessu og þegar hann sá nú klauf líka fór hann svona að verða hálf- uggandi. Hann er nú sagður hafa horn og að minnsta kosti eina klauf og svo hóf hinumegin," sagði Alfreð. Alfreð sagði að Sæmundur Ólafsson hefði fundið gripinn á floti seinnipartinn í gær. „Eg var rétt í þessu að heyra um þessa kröfugerð. Það er ekkert hægt um hana að segja, en þeir bera væntanlega hag þjóðarinnar og láglaunafólksins fyrir brjósti, eins og alltaf," sagði Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, í samtali við blm. Mbl. í gærkveldi. „Ég lít á þessa kjarabaráttu hjá þeim, eins og öðrum verkalýðsfé- lögum, sem pólitiska baráttu til að koma ríkisstjórninni frá og svo hefur verið allt frá því núverandi ríkisstjórn tók við. Það er ekkert vit í þessu. Það er útilokað að rík- issjóður geti staðið undir þessu og fólkið í landinu þekkir vandamál ríkissjóðs. Það veit einnig að ég vil ekki hækka skatta né leggja á nýja. Hvar á þá að taka pen- ingana? Hvar heldur starfsfólk ríkisins, sem er á launum hjá hinu fólkinu í landinu, að hægt sé að taka meiri peninga til að borga því hærra kaup? Hvar á ríkið falda sjóði til að standa undir síauknum kröfum?" sagði Albert ennfremur. „Ég er búinn að margsegja það að það á að láta kjósa milli stefnu ríkisstjórnarinnar og baráttuað- ferða vinstrisinna í verkalýðs- hreyfingunni og víðar og vita hvort fólkið í landinu vill hafa stöðugleika hér á landi eða hvort það vill hafa óðaverðbólgu eins og alltaf hefur verið þegar vinstri- menn hafa haft stjómina með höndum. Fólkið í landinu verður að segja til um það hvort það vill hafa ríkisstjórn sem berst fyrir stöðugleika eða hvort það vill fá óðaverðbólgu aftur. Um þetta snýst málið og ég fyrir mína parta er reiðubúinn að leggja það fyrir þjóðina," sagði Albert Guð- mundsson að lokum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja: i Ólympíufarar læra að ganga MorRunbladid/Júlíus. Það hefur ekki alltaf verið landans sterkasta hlið að ganga í takt, því að enga æfinguna hefur hann af herþjónustu. Því var það í gærkveldi að ólympíufararnir þurftu að fara í sérstaka kennslustund í marseringu, en þeir eiga að ganga inn á óiympíuleikvanginn í Los Angeles við setningarathöfn leikanna næstkomandi laugardag. Ljósm. ómar RaRnarsson. ís á fjörðum norðanlands ís er nú kominn inn á firði norðanlands, mest inn á Skagafjörð og er þetta óvenjulegt á þessum árstíma. Myndin er tekin í gær í Skagafirði. Sjá ískort á bls. 4. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins um Rockall: Leikur enginn vafi á yfirráðum okkar „VISSULEGA teljum við Rockall okkar eign og held að enginn vafi leiki i þeirri afstöðu okkar. Eg veit heldur ekki til þess að nokkur þjóð dragi yfir- ráðarétt okkar yfir svæðinu f efa,“ sagði Richard Clarke, talsmaöur breska utanríkisráðuneytisins er blm. Mbl. náði tali af honum í gærdag og innti hann eftir því hver afstaða Breta væri til Kockall-málsins og hvort hún hefði á einhvern hátt breyst í kjölfar viðræðna, sem bresk og írsk yfirvöld hafa átt. „Hvað varðar efnahagslögsögu á þessu svæði er það nokkuð, sem við höfum rætt við írsk stjórnvöld, og ég held ég fari rétt með að báðir aðilar hafi fallist á að skjóta þeirri deilu til alþjóðlegra dómstóla. Við höfum reyndar rætt þessi mál við Dani lfka, þar sem þeir hafa óskað eftir því að opinberum vettvangi. Skoðanaskipti hafa einnig átt sér stað við fslensk yfirvöld, en ég get ekki farið nánar I út í þá sálma á þessum vettvangi." Hvað varðaði breytingu á afstöðu Breta með tilliti til hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sagði | Clarke hafréttarmálin enn ekki út- kljáð og því væri afstaöa þeirra hin sama. Fundað hefði verið um þessi mál í Kingston á Jamaica og þau yrðu rædd áfram síðar á þessu ári. Verðlagning á olíu og bensíni endurskoðuð VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Matthías Á. Mathiesen, hefur falið þeim Sveini Björnssyni formanni Verðlagsriðs og Georg Ólafssyni, verðlagsstjóra að koma með tillögur varðandi breytt fyrirkomulag á verðlagningu á olíum og bensíni. Frá þessu skýrði viðskiptaráð- herra á fundi í ríkistjóminni f gær- morgunn. Það sem þeim Georg og Sveini mun einkum ætlað að gera tillögur um, er að allur innlendur kostnaður olíufélagana verði ákvarður af olíu- félögunum sjálfum. Þá mun þeim einnig ætlað að gera tillögur um að öll opinber gjöld, þar með talin skattlagningar af olfuvör- um, verði í framtíðinni í formi fastr- ar krónutölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.