Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
169. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reagan leyfir Rússum
að veiða í landhelginni
Washiagton, 25. júlf. AP.
REAGAN Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að aflétta banni við flskveiðum
Sovétmanna innan bandarískrar flskveiðilögsögu að sögn embættismanna í
bandaríska utanríkisráðuneytinu.
Hefur Bandarikjastjórn i
hyggju að leyfa Sovétmönnum að
veiða 50 þúsund tonn árlega, en
bann við fiskveiðum þeirra var
sett eftir innrás þeirra inn i Afg-
anistan.
Chris Koch ráðgjafi repúblik-
ana i fiskveiðimálum sagði að Sov-
étmönnum yrði heimilt að veiða á
Norður-Kyrrahafi og Berings-
sundi á þessu ári. Hann sagði
ennfremur að Sovétmenn hefðu
fallist á að kaupa meira magn af
fiski frá Bandaríkjunum en áður í
staðinn fyrir veiðiheimildirnar.
Mætti gera ráð fyrir að verðmæti
fisksölu til Sovétmanna yxi um
átta milljónir dollara i kjölfar af-
léttingar fiskveiðibannsins.
Samkvæmt bandariskum lögum
er Sovétmönnum einungis heimilt
að veiða innan hinnar 200 mílna
fiskveiðilögsögu, þar sem- banda-
rískum veiðiskipum er ekki til að
dreifa. Sovésk skip mega stunda
veiðar upp að þriggja milna mörk-
um Bandaríkjanna, en fá ekki að
veiða á svæðum þar sem banda-
rískir kjarnorkukafbátar af Tri-
dent-gerð eru að æfingum.
Bretland:
Kinnock vinnur sigur
á vinstri öfgamönnum
Undnn. 25. nilí. AP.                                      *-^
London, 25. júlf. AP.
NEIL Kinnock, formaður breska
verkamannaflokksins, sigraði hinn
rótUeka vinstri arm flokksins i at-
kvæðagreiðslu um tillögu, sem hann
kvað mundu tryggja aukið Ivðræði
við val £ frambjóðendum flokksins í
þingkosningum.
Stjórn flokksins samþykkti með
15 atkvæðum gegn 12 tillögu
Kinnocks, sem felur í sér, að félag-
ar flokksdeilda f hverju kjördæmi
greiði atkvæði um hvort þeir vilja
styðja endurkjör þingmanns þess.
Fram að þessu hefur sá háttur
verið hafður á að framkvæmda-
nefndir í sérhverju kjördæmi, en
róttækir vinstri menn í flokknum
eru þar víðast hvar í meirihluta,
taka ákvörðun um hvaða þing-
menn skuli valdir til endurkjörs.
Einn þingmaður Verkamanna-
flokksins, Jack Stram, sagði að til-
laga Kinnocks, sem var samþykkt,
hefði ekki mikil áhrif, en væri
táknræn. Málið hefði snúist um
hvort Verkamannaflokkurinn ætl-
aði af alvöru að reyna að sigra í
kosningum, og því kæmi sigur
Kinnocks honum vel.
ítrekuð var á fundinum sú
stefna flokksins að berjast fyrir
því að loka bandarískum herstöðv-
um og leggja niður kjarnorkuher-
afla  Breta.  Stefna  flokksins  í
Neil  Kinnock,  formaður  Verka-
mannaflokksins.
varnarmálum
eins ótvíræð.
hefur aldrei verið
Rabbunn Meir Kahane, leiðtogi flokks ofgasinnaðra hægrimanna í Israel, er
borinn af s'stum stuðningsmönnum sínum um gbtur Jerúsalem eftir að úrslit
þingkosninganna voru birt. Flokkurinn fékk einn þingmann kjörinn.
ísrael:
Verkamannaflokkur til
viðræðu um þjóðstjórn
Tel Ariv. 25. júlí. AP.
TALSMENN Verkamannaflokks-
ins í ísrael sögðu í dag, að flokk-
urinn tæki ef til vill þátt i
samsteypustjórn með Likud-
bandalaginu, en hingað til hefur
leiðtogi hans, Shimon Perez, ver-
ið því mótfallinn.
Verkamannaflokkurinn gerir
þó að skilyrði, að Perez fái
forsætisráðherraembættið, en
ekki  formaður  Likud-banda-
lagsins,  Yitzhak  Shamir  for-
sætisráðherra.
Talsmennirnir sögðu að litlar
líkur væru á því að Shamir af-
sali sér forsætisráðherraem-
bættinu og gáfu í skyn að af-
stöðunni til samstarfs við
Likud-bandalagið hefði ein-
vörðungu verið breytt til að
sýna almenningi að Verka-
mannaflokknum væri umhugað
Qfurmannlegt afrek Austur-Þjóðverja í dynjandi skothríð:
Kleif 3 víggirðingar og
sjálfan Berlínarmúrinn
Berlín, 25. júlf. AP.
22 ÁRA Austur-Þjóðverji flýði frá Austur-Berlín til Vestur-Berlinar í nótt
með svo ævintýralegum hætti að aðrar flóttatilraunir falla nsstum í
skuggann. Komst maðurinn yfir, í gegnum og fram hjá hverri víggirðing-
unni af annarri á stað sem er hvað best gætt af austur-þýska hernura,
nærri Bernauer-stræti. Mikil skothríð austur-þýskra landamæravarða
fylgdi manninum alla leiðina f frelsið, en heppni hans reið ekki við
einteyming, ein kúla straukst við annan olnboga hans, að öðru leyti
sakaAi hann ekki.
Fyrst varð maðurinn að príla
yfir lágan vegg og þá þegar
komu landamæraverðir auga á
hann, skipuðu honum að gefast
upp, en maðurinn lét það sem
vind um eyru þjóta og hljóp
áfram. Hófu verðirnir þá skot-
hríð, en  maðurinn  hljóp sem
fætur toguðu að næstu fyrir-
stöðu sem var há og illkleif
gaddavírsgirðing. Yfir hana
nánast flaug pilturinn, en þá tók
við löng spilda, skjóllaus, upp-
ljómuð af ljóskösturum Austur-
Þjóðverja. Ekki gómuðu þeir pilt
þar þrátt fyrir að þeir beindu að
honum ótal byssum og hleyptu
af í gríð og erg. Hljóp pilturinn
yfir flötina í dynjandi skothrið
og kom að einni gaddavírsgirð-
ingunni til viðbótar og i þessari
voru sjálfvirkar byssur og ýmis-
legt af bestu tækjum sem
Austur-Þjóðverjar ráða yfir til
að sporna við flóttafólki. En ekk-
ert hreif, pilturinn kleif upp háa
girðinguna eins og hann væri
með sogskálar húsflugu á fótum,
hélt síðan áfram hlaupinu. Síð-
asta hindrunin var ekki af auð-
veldara taginu, sjálfur Berlín-
armúrinn,  brattur  og  kaldur
steinveggur. En yfir hann kleif
pilturinn og alltaf i sömu kúlna-
hríðinni.
Pilturinn gaf sig fram við
vestur-þýska logreglumenn sem
afhentu hann frönskum herlög-
reglumönnum sem ráða ríkjum á
því svæði Vestur-Berlinar sem
flóttinn fór fram. Var hann í
haldi fyrst um sinn og yfirheyrð-
ur rækilega, enda þótti flótta-
saga hans hin ævintýralegasta.
Nafn hans hefur ekki verið gefið
upp til þess að vernda ættingja
hans í Austur-Þýskalandi.
um þjóðareiningu eftir hinar
óljósu niðurstöður kosn-
inganna, þar sem hvorugur
stóru flokkanna fór með sigur
af hólmi.
Önafngreindur aðstoðarmað-
ur Shamirs sagði í dag, að ekki
kæmi til greina að Likud-
bandalagið tæki þátt i sam-
steypustjórn með Verka-
mannflokknum undir forsæti
Perezar.
Þrátt fyrir orðróm um
hugsanlegt stjórnarsamstarf
hinna tveggja stóru flokka
héldu formælendur þeirra
beggja áfram að ræða við full-
trúa smáflokkanna um stjórn-
armyndun.
Enn er talningu atkvæða
ólokið, en Verkamannaflokkur-
inn virðist hafa fengið 45 þing-
sæti og Likud-bandalagið 42.
Búist er við að lokaniðurstöð-
urnar verði kunngerðar í lok
þessarar viku.
Fyrsta konan
í geimgöngu
Moskvu, 25.jálf. AP.
Sovézki geimfarinn Svetl-
ana Savitskaya fór úr geim-
stöðinni Salyut 7 í dag og í
svokallaða geimgöngu. Kona
hefur aldrei áður farið í göngu
í geimnum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64