Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984
19
Öll þessi mál tengjast sveitun-
um og dreifðum byggðum landsins
og voru málefni þeirra Ingólfi
hugleikin. Hann lét þó ekki þar við
sitja endá má segja að hann hafi
látið sig öll mál varða sem honum
þóttu horfa til heilla fyrir fólkið í
landinu.
Minnisstæð er framganga Ing-
ólfs á fjölmennum fundi þar sem
hart var deilt um framkvæmd
landhelgisstefnu, voru andmæl-
endur þó engir meðalmenn í mála-
fylgju. Merkan þátt átti Ingólfur í
að ráðist var í stórvirkjanir og
stóriðju í þeim tilgangi að gera
atvinnulífið fjölbreyttara.
Um áratugaskeið var Ingólfur
mikilsvirtur forystumaður í flokki
sínum á Alþingi og í héraði enda
voru forystuhæfileikar hans mikl-
ir.
Ingólfur Jónsson var af góðu
bergi brotinn. Hann átti merka
foreldra sem lögðu ríka áherslu á
að setja sig í og skilja þarfir og
ástæður annarra. Þessu veganesti
gleymdi hann ekki. Ingólfur var
með eindæmum bóngóður og
greiðvikinn maður. Ekkert erindi
var svo smátt, engin bón svo lít-
ilmótleg að hann gæfi sér ekki
tíma til að sinna henni. Hann virt-
ist alltaf hafa nógan tíma þrátt
fyrir hin annasömu störf.
Ásamt miklum forystuhæfileik-
um var Ingólfur í senn bjartsýnn
hugsjónamaður og raunsær fram-
kvæmdamaður. Oftast sá hann
ráð þegar vanda bar að höndum
þótt öðrum sýndist fátt um út-
gönguleiðir. Hann var mikill
málafylgjumaður og ræðumaður
sem hreif áheyrendur með eigin
sannfæringarkrafti. Hvar sem
Ingólfur hefði valið sér starfs-
vettvang hefði hann hvarvetna
verið í fremstu roð.
Merku ævistarfi er nú lokið.
Eftir stendur mikill árangur
góðra verka.
Fyrir nær hálfri öld hóf Ingólf-
ur starfsferil sinn hér á Hellu.
Hann hefur byggt upp og mótað
þetta byggðarlag öllum öðrum
fremur. Nú gengur hann ekki
lengur hér um götur. Við fráfall
hans er því svipminna hér en áður.
Aðrir verða nú að halda uppi því
merki sem hann reisti. Það þarf að
gera með reisn. Annað væri ekki f
anda Ingólfs.
Um mikið ævistarf Ingólfs verð-
ur ekki rætt án þess að geta þess
að hann stóð ekki einn. Arið 1935
kvæntist hann Evu Jónsdóttur.
Hún hefur verið honum styrk stoð
í umfangsmiklum störfum og
staðið fyrir heimili þeirra bæði á
Hellu og í Reykjavík, sem ekki var
aðins skjól og griðastaður hús-
bóndans, heldur einnig mótttöku-
staður þess mikla fjölda gesta,
sem jafnan sótti þau hjón heim og
öllum veitt af mikilli rausn. Þar
var alltaf jafn gott að koma og er
nú Ijúft að þakka. Frú Eva á mikl-
ar þakkir skildar fyrir hvernig
hún hefur alla tíð leyst þessi störf.
Til hennar og barna þeirra
hjóna leitar hugurinn nú við þessi
leiðarlok. Fjölskyldu Ingólfs eru
sendar innilegar samúðarkveðjur
frá mér og mínu fólki.
Jón Þorgilsson
Löngu áður en ég kynntist Ing-
ólfi Jónssyni á Hellu var mér
kunnugt um áhrif hans á þróun
íslenzkra stjórnmála.
Ég hafði fylgzt með störfum
hans sem ráðherra, landbúnaðar-,
samgöngu-, viðskipta-, iðnaðar- og
orkumála í einn og hálfan tug ára.
Það fór ekki framhjá neinum af-
köst hans og dugnaður. Hann var
m.a. þeim kostum búinn að fresta
ekki til morguns, sem hægt var að
gera í dag. Hann lét verk sín tala,
því munu spor þessa merka og
vinsæla forustumanns Sjálfstæð-
isflokksins seint fyrnast. Þau
heyra sögu okkar til. Hinsvegar
kynntist ég Ingólfi ekki persónu-
lega fyrr en í desember 1973, er
dóttir mín, Ástríður, giftist syni
hans, Jóni Erni, og fjölskyldur
okkar tengdust.
Það var bæði f róðlegt og gaman
að kynnast reynslu og þekkingu
þessa mæta stjórnmálamanns og
þeim margvíslegu verkefnum sem
hann leysti af hendi á langri
starfsævi.
En annar þáttur í ævi Ingólfs
sem mér fannst ekki minni var
fjölskyldumaðurinn.
Það vakti strax athygli mína
hve annt Ingólfi var um allt er
varðaði börn hans og barnabörn.
Þegar sonarsynirnir, Ingólfur og
Magnús, komust á legg var hann
af alnafna sínum kallaður Hellu-
afi, sem ég veit að hann þótti vænt
um.
Vinsældir Helluafa voru miklar
og náðu til allra barnabarna
minna. Aðeins var til einn Hellu-
afi og gaman var að sjá hann um-
kringdan börnum hvort heldur í
leik eða lesa fyrir þau sögur, þá
liómaði gleðin úr andliti Helluafa.
Á slíkum stundum kemur bezt í
ljós maðurinn sjálfur.
Ekki leið sá dagur að hann hefði
ekki samband við börn og barna-
börn sín, fylgdist með heilsu
þeirra, leikjum og námi; á þann
hátt birtist umhyggja hans fyrir
fjölskyldunni.
í dag kveðjum við Helluafa og
þökkum honum fyrir allt sem
hann var okkur og geymum fagrar
minningar um góðan dreng.
Hann verður jarðsettur að Odda
á Rangárvöllum, i sveitinni, sem
valdi hann til forustu, í sveitinni
sem hann gerði svo mikið fyrir og
á honum svo mikið að þakka.
Við Dóra sendum Evu og fjöl-
skyldu innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Jón Magnússon
Ingólfur Jónsson, samgönguráðherra, rið kotnu fyrstu flugvélar Lofíleiða af
gerðiani DCS B.
Á þjóðhitíð i Nngvöllum 1974.
Kynni okkar Ingólfs Jónssonar
hófust fyrst eftir að ég kom á þing
1949. Einörð framkoma hans í
þingsölum og á flokksfundum
vakti strax athygli nýliðans. Yfir
honum ríkti eðlislæg reisn. Hann
talaði jafnan tæpitungulaust og
fylgdi skoðunum sínum fast eftir.
Mörg viðfangsefni voru honum
hugleikin, en fyrst og fremst bar
hann hag og framtíð atvinnuveg-
anna fyrir brjósti. Hann var mað-
ur framkvæmdanna. Það var gam-
an og fróðlegt, hollur skóli, að
hlýða á mál Ingólfs um stöðu
landbúnaðarins og þýðingu þeirr-
ar atvinnugreinar fyrir þjóðfélag-
ið fyrr og síðar. í skýrum dráttum
dró hann upp mynd af fortíðinni,
vandanum, sem við væri að glima
og vék síðan að úrræðum og fram-
tíðinni. Hann skildi manna bezt að
styrkja yrði sem flestar stoðir at-
vinnulífsins ef ná ætti varanleg-
um árangri. Annars kæmist þjóð-
in skammt á leiðinni til aukinnar
menntunar og þroska. Blómlegt
athafnalíf við sjávarsíðuna
tryggði fyrst og fremst hagsæld
bóndans. Efla yrði iðnaðinn,
stuðla að nýjungum og fjölbreytni
á sem flestum sviðum — og fyrst
og fremst að bæta samgöngurnar.
Orkumálin voru Ingólfi Jónssyni
jafnan ofarlega í huga. Þegar
fjallað verður um framkvæmdir á
sviði vatns- og hitaorku mun Ing-
ólfur Jónsson oft koma við sögu.
Ásamt öllum stórhuga mönnum
bar hann gæfu til þess að marka
stefnuna.
Að eðlisfari var Ingólfur Jóns-
son gætinn, en stórhugurinn og
löngunin til þess að vinna landi og
lýð gagn hvöttu hann til forystu
og dáða. Hann var þvi jafnan mik-
ils metinn á löngum og farsælum
stjórnmálaferli.
Ingólfur Jónsson komst þegar
1942 í tölu áhrifamestu þing-
manna Sjálfstæðisflokksins og
snemma ljóst, að í hans hlut
myndu falla hin þýðingarmestu
trúnaðarstörf. Hann verður 1953
viðskipta- og samgöngumálaráð-
herra í ríkisstjórn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokksins og gegnir
því starfi fram á mitt ár 1956. Við
myndun Viðreisnarstjórnarinnar í
nóv. 1959 tekur hann að sér land-
búnaðar- og samgöngumál og fer
óslitið með þá málaflokka til 1971,
er stjórnarflokkarnir glötuðu
meirihluta sínum á Alþingi. Á
þessum árum var ég lengst af í
fjárveitinganefnd.   Eg  hafði  því
mikil samskipti við ráðherrann
Ingólf Jónsson, sem fylgdi málum
sínum fast eftir við nefndina. Frá
hans hendi voru erindi vel undir-
búin og rökstuðningur vandaður.
Þá kynntist ég náið starfsorku
hans, festu og brennandi áhuga
fyrir framgangi allra nytsamlegra
mála.
Ráðherrastarf er vandasamt og
krefst mikils, ekki sízt þegar
gegnt er í mörg ár. Ingólfur Jóns-
son komst heill úr hildarleiknum.
Hann naut virðingar og viður-
kenningar samtíðarmanna, og nú
fylgja honum einlægar þakkir yfir
landamærin.
Við Ingólfur áttum oft samleið
innan Iands og utan. Einnig var ég
tíður gestur á heimili hans og
hans ágætu konu. Með okkur tókst
vinátta unz yfir lauk. Hann var
vinur, sem aldrei brást og ekki
gleymist. Hans verður því sárlega
saknað.
Þeim fækkar óðum, er forystu-
hlutverkinu gegndu um og eftir
síðari heimsstyrjöld, á einu mesta
umbrotatímabilinu i sögu þjóðar
okkar. Einn þessara manna var
Ingólfur Jónsson. Minningin um
hann sjálfan og störfin sem hann
vann verður  öllum  vinum  hans
dýrmæt.
Eiginkonu hans, frú Evu, börn-
um og vandamönnum sendum við
Aðalheiður okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jónas G. Rafnar
Ingólfur Jónsson hlýtur að
verða minnisstæður maður öllum,
sem honum kynntust. Þótt það
væri ekki fyrr en á útmánuðum
1982, sem ég kynntist honum að
marki, finnst mér sem ég hafi
fáum kynnzt um dagana, sem mér
verði eftirminnilegri.
Samstarf okkar við að koma á
blað frásögn af umhverfi hans og
ævistarfi opnaði mér að ýmsu
leyti nýjan heim. Þótt skoðanir
okkar á mönnum og málefnum
féllu iðulega í sama farveg, var
það oft út frá mismunandi for-
sendum, enda bakhjarl okkar
næsta ólikur. Það var ekki fyrr en
þessi samskipti hófust, að ég gerði
mér ljóst, hversu ævistarf hans
hafði verið mikilvægt í þróun ís-
lenzkra stjórnmála síðustu ára-
tugina.
Saga Ingólfs er raunar sígild
dæmisaga. Hún hefur minnt mig
um margt á sögurnar, sem maður
las í barnæsku um litla, fátæka
drenginn, sem varð mikill maður
með iðni, ráðdeild og sparsemi.
Þessar sögur gerðust flestar í Am-
eriku, landi hinna miklu tækifæra.
Saga Ingólfs sýnir, að ísland hefur
líka verið land tækifæranna og er
það vonandi ennþá.
Ekki ætla ég að fara að rekja
hér viðburðarika ævi Ingólfs
Jónssonar. Það hefur verið gert
annars staðar, en mér þykir við
hæfi að minnast nú að leiðarlok-
um með fáum orðum þessa mikla
stóreflismanns á vettvangi ís-
lenzkra þjóðmála.
Fáum mönnum hef ég kynnzt,
sem mér hefur í senn þótt gæddir
jafn skarpri greind og skynsam-
legu raunsæi, jafnhliða einstakri
samvizkusemi, elju og úthaldi.
Án slíkra eðliskosta hefði fá-
tækur, lítt skólagenginn maður.
varla hafi'zt, þegar á unga aldri, til
slíkra valda og áhrifa sem Ingólf-
ur gerði, fyrst í heimabyggð sinni,
Rangárvallasýslu, en síðan á sviði
landsmála.
Kauptúnið á Hellu og verzlun-
arstórveldið, Kaupfélagið Þór, eru
vissulega risin fyrir starf og strit
margra dugnaðarmanna, en þó
eru þau og verða fyrst og fremst
tengd nafni Ingólfs Jónssonar.
í augum ýmissa var Ingólfur
dæmigerður pólitískur einstefnu-
maður, nánast „fæddur og uppal-
inn" sjálfstæðismaður eins og einn
kunningi minn sagði eitt sinn um
sjálfan sig. Þetta er mikill mis-
skilningur. Hann sagðist sjálfur
hafa framan af ævi verið „leitandi
sál" eins og stundum er kallað, og
það var ekki fyrr en að vel athug-
uðu máli, sem hann skipaði sér
undir merki Sjálfstæðisflokksins.
Það skref hans varð örlagaríkt,
ekki aðeins fyrir sjálfan hann,
heldur og fyrir flokkinn og raunar
þjóðina alla.
Ingólfur tók sæti á þingi á hinu
mikla umbrotaári 1942. Um þær
mundir var hér allt mjög á hverf-
anda hveli. óvissan og rótleysið í
stjórnmálum var slíkt, að ekki
tókst að mynda stjórn með tíðk-
anlegum hætti, heldur var leitað
út fyrir Alþingi, og áður en langur
tími leið, var nýsköpunarstjórnin
mynduð. Þótti þá sumum, sem nú
sneri upp það, sem áður sneri
niður, og annað færi eftir því. Hin
hefðbundnu viðhorf höfðu alger-
lega raskazt.
Rúmgóður flokkur sem Sjálf-
stæðisflokkurinn var þá vissulega
í nokkurri hættu að riðlast, kjör-
dæmabreytingin og myndun ný-
sköpunarstjórnarinnar gátu leitt
til þess, að fylgi flokksins í sveit-
um landsins biði verulegan
hnekki. Það var sá merki stjórn-
málamaður Magnús Guðmunds-
son, sem hafði á sínum tíma orðið
til þess framar flestum öðrum að
leiða álitlegan hluta bænda og
annars sveitafólks inn í íhalds-
flokkinn, síðar Sálfstæðisflokkinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64