Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984
„Vöxtur seiða hraðari í þver-
ám á heiðum en neðar í Blöndu"
Rætt við Þórólf Antonsson líffræðing um
rannsóknir hans á lax- og silungsgengd,
stofnstærð og uppeldisskilyrðum í Blóndu,
vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda
VIÐ BLÖNDU eru nú í gangi rann-
sóknír er varoa lax- og silungsgengd,
stofnstærð og uppeldisskilyrði í
anni. Er þetta þriðja sumarið sem
slíkt er gert Rannsóknirnar annast
Þórólfur Antonsson líffræðingur
fyrir hönd Veiðimálastofnunar, en
þ»r eru gerðar i vegum Landsvirkj-
unar og að kröfu Veiðifélags Blöndu
og Nvartár, í því skyni að kanna
hverjar breytingar verði i vatna-
sva-oi Blöndu vegna hugsanlegra
virkjunarframkvæmda. Morgun-.
blaðið ræddi við Þórólf um rann-
sóknirnar og var hann inntur eftir
hugsanlegum breytingum í inni
vegna fyrirhugaðrar virkjunar.
„Það verða vissulega breytingar
á vatnasvæðinu fari svo að Klanda
verði virkjuð," sagði Þórólfur.
„Fyrst og fremst vegna þess að þá
kemst göngufiskur ekki upp fyrir
stífluna. Það eru breytingar sem
menn deila ekki um, enda augljós-
ar.
Spurningin er hins vegar um
það svæði sem myndi ná frá stíflu
og að stöðvarhúsinu. Þar er um að
ræða nokkra kílómetra sem ekkert
vatn rynni frá Blöndu, þar til ánni
yrði beint í sinn gamla farveg,
neðan stöðvarhússins. Á þessu
svæði eru Blöndugljúfur. Eins og
málin standa í dag er óvíst hversu
mikið gildi þessi hluti Blöndu hef-
ur fyrir laxagengd eða sem upp-
eldissvæði. En kæmi til virkjunar
og einhverju yfirfallsvatni yrði
veitt úr henni á þetta svæði kunna
að myndast þarna hentug uppeld-
isskilyrði, þó að ólíklegt sé að þau
séu fyrir hendi í dag.
Þess ber þó að gæta að verði
engu yfirfallsvatni veitt á Blöndu-
gljúfur þýðir það ekki að svæðið
verði með öllu þurrt. Skammt
fyrir neðan stífluna rennur Refsá
í Blöndu, þannig að hún kæmi að
einhverju leyti í stað yfirfalls-
vatns eða rennslis Blöndu áður.
Því er spurningin hvort vatns-
magn Refsár dugi fyrir laxinn eða
hvort veita þyrfti yfirfallsvatni úr
virkjuninni á svæðið. En stærsta
spurningin í þessu máli er um
neðri hluta Blöndu, þar sem aðal-
uppeldisstöðvarnar eru, og þar
með það svæði sem eingöngu er
veitt á."
Hver er framkvæmd rannsókn-
anna?
„Framkvæmdin er nokkuð víð-
tæk, ef litið er á svæðið sem rann-
sóknirnar ná yfir, auk þess sem
með þeim fást mikilvægar upplýs-
ingar um aðra þætti sem hafa al-
mennt fræðilegt gildi, en varða
ekki eingöngu þetta vatnasvæði.
Tilgangurinn er að meta stofn-
stærð lax og silungs í Blöndu og
það er þannig gert að allur fiskur
sem gengur upp ána er valinn og
merktur neðarlega í henni. Þannig
má sjá hvort hann gengur upp í
Svartá, sem er þverá Blöndu neð-
an fyrirhugaðs virkjunarstaðar, í
aðrar þverár, eða hvort fiskurinn
haldi áfram upp Blöndu og fari þá
um Blöndugljúfur."
Er það lengsta sem laxinn geng-
ur?
„Nei, það hefur verið veiddur
lax og merkt bleikja í Seyðisá, sem
er inn undir Hveravöllum. Merkta
bleikju höfurn við síðan fengið á
öllu svæðinu frá Hornströndum að
Skagatá, en það er fiskur sem hef-
ur gengið til sjávar eftir að hann
var merktur.
Fiskurinn er merktur í laxa-
gildru sem er efst í laxastiganum
við Ennisflúðir, neðarlega í ánni.
Síðan sér Halldór Maríusson frá
Finnstungu um aðra laxagildru í
Svartá. Þetta veitir margs konar
upplýsingar, hversu mikið af fiski
gengur upp Blöndu og í Svartá og
það hversu mikið af honum er
merkt. Af því má síðan ákvarða
Laxinn merktur.
Morgunblaoio/Vilborg.
Þórólfur Antonsson líffræðingur í laxagildrunni í Ennisfhíðum í Blöndu.
hversu mikið af laxi fer upp laxa-
stigann og hversu mikið fer upp
Ennisflúðir.
Einnig segir gildra þessi okkur
til um veiðiálag í Svartá og um
göngutíma laxins, það er hversu
hratt hann gengur og á hvaða
tíma sumars. Síðan hefur neta-
lögnum verið komið fyrir víðsveg-
ar um Blöndudal, til að athuga
hversu mikið af fiskinum gengur
áfram upp Blöndu.
Þarna komum við að öðrum
þætti rannsóknanna sem ég tel að
sé ekki síður athyglisverður, það
eru uppeldisskilyrði á vatnasvæð-
um Blöndu. í Blöndudal eru engin
hrygningarsvæði og því hlýtur sá
fiskur sem þar fer um að vera á
leiðinni upp á heiðar til að hrygna.
Til að ganga úr skugga um það
hafa menn farið á vatnasvæðin og
kannað ástand og vöxt seiða þar.
Það sem kom okkur mjög á óvart
er að vöxtur laxaseiða er mun
hraðari í þverám á heiðum uppi en
neðar í Blöndu, auk þess sem öll
Lj6«m./Vilhelm H. Lúovfksson.
uppeidisskilyrði  fyrir  lax  og
bleikju eru þarna mjög hentug."
Hvað gerist þá á þessu svæði
verði virkjað?
„Þetta vatnasvæði er ofan við
fyrirhugaða stiflu og eins og ég
sagði fyrr þá er ekki mögulegt að
göngufiskur komist upp fyrir
stíflu. Því verður engin hrygning
þar nema staðbundinn silungur.
Sá möguleiki er aftur á móti fyrir
hendi, að nota þessa hluta vatna-
svæðisins til uppeldis smáseiða
sem sleppt yrði á svæðin. Til að
finna út hvernig megi nýta svæðið
sem best höfum við reynt að
kanna hvort að þarna hafi farið
fram klak. Sumaröldum seiðum
hefur einnig verið sleppt á svæðið
og ástand þeirra kannað að ári.
Þvert ofan í það sem við höfðum
ætlað hafa J)au vaxið hraðar en
búist var við. Þau hafa orðið
gönguseiði á 3—4 árum, en slíkt
tekur seiði neðar í Blöndu um 5—6
ár.
Þarna er sem sé kominn sá
möguleiki að sleppa sumaröldum
seiðum á vatnasvæðin, þar sem
virðast hentug uppeldisskilyrði og
láta þau síðan fara niður ána.
Hins vegar verða töluverð afföll af
gónguseiðum við það að ganga í
gegnum hverfla virkjunarinnar á
niðurleið."
Við hvaða aðstæður gengur lax
upp Blöndu?
„Blanda er jökulsá, eins og
kunnugt er og því eru aðstæður
ólíkar því sem er í lindám eða
dragám. Eins held ég að Blanda sé
mun mórauðari yfir hásumarið en
margar jökulár sem fiskur gengur
í hérlendis.
Til þess að sjá við hvaða að-
stæður lax og silungur gengur upp
ána og þar af leiðandi laxastigann,
sem gildran er í, eru gerðar mæl-
ingar á vatnshæð, vatnshita,
lofthita og rýni (sjádýpi) vatnsins
í hvert skipti sem gildran er losuð.
Það er fjórum sinnum á dag. Þá
hefur komið í ljós að þegar
vatnsmagn er í meira lagi verður
áin gruggugri og þá hættir fiskur-
inn að ganga upp ána. Það fylgir
oftast hitum eða rigningum þegar
meira bráðnar af jöklinum. Ef áin
verður tærari gengur fiskurinn
rakleiðis upp og hefur jafnvel
veiðst með lús í Svartá, en það
þýðir að hann er nýkominn úr
sjó."
Hversu lengi standa rannsókn-
irnar yfir?
„Eftir því sem mér skilst var
samkomulag um það á milli Veiði-
félags Blöndu og Svartár annars
vegar og Landsvirkjunar hins veg-
ar, að þessar rannsóknir stæðu yf-
ir i fimm ár. Þar sem það sýnir sig
að stofnstærð laxins sveiflast
mjög og þessi tími sem rannsókn-
irnar hafa þegar verið staðið hef-
ur laxagengd verið með minna
móti. Því er ástæða til þess að láta
þær ná líka yfir tímabil þegar
laxagengd er í hámarki, til þess að
gæta fyllstu sanngirni," sagði Þór-
ólfur Antonsson líffræðingur að
lokum.
VE
Mannlíf
Ekkert venjulegt tímarit!
Fyrsta prentun Mannlífs er uppseld.
Ný prentun komin í verslanir.
Tímaritið     Æ
MANNLIF
Höföabakka 9, 110 Reykjavík.
Símar 91-687474 og 687479.
.  -. .
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64