Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984
Lestunar-
áætlun
Skip     Sambandsms
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Disarfell .................. 26/7
Dísarfell ..................  6/8
Disarfell .................. 20/8
Dísarfell ..................  3/9
ROTTERDAM:
Dísarfell ..................  9/8
Dísarfell .................. 21/8
Dísarfell ..................  5/9
ANTWERPEN:
Dísarfell .................. 10/8
Dísarfell .................. 22/8
Dísarfell ..................  6/9
HAMBORG:
Dísarfell .................. 27/7
Dísarfell ..................  8/8
Disarfell .................. 24/8
Dísarfell ..................  7/9
HELSINKI/TURKU:
Hvassafell  .............. 27/7
Hvassafell.............. 20/8
LARVIK:
Jan ......................... 30/7
Jan ......................... 13/8
Jan ......................... 27/8
Jan ......................... 10/9
GAUTABORG:
Jan ......................... 31/7
Jan  ......................... 14/8
Jan ......................... 28/8
Jan ......................... 11/9
KAUPMANNAHÖFN:
Jan .........................  1/8
Jan ......................... 15/8
Jan ......................... 29/8
Jan ......................... 12/9
SVENDBORG:
Jan .........................  2/8
Jan ......................... 16/8
Jan......................... 30/8
Jan ......................... 13/9
ÁRHUS:
Jan .........................  3/8
Jan ......................... 17/8
Jan ......................... 31/8
Jan ......................... 14/9
LENINGRAD:
Hvassafell  .............. 28/7
FALKENBERG:
Amarfell ................. 10/8
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell................  1/8
Skaftafell  ............... 22/8
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell  .................  2/8
Skattafell  ............... 23/8
SKlÍttDEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
^terkurog
KJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Frá Þjóðnitíð í Vestmannaeyjum
Hve oft hefur Þjóðhátíð
Vestmannaeyja verið haldin?
— eftirGuðjón
Ármann Eyjólfsson
Um sogulegar villur segir Árni
Magnússon handritasafnari áriö
1725: ,,Sv<> gengur það til í heimin-
um, að sumir hjálpa erroribus (þ.e.
vitleysum) á gang og adrir leitast síö-
an vió að útryðja aftur þeim sömu
erroribus. Hafa svo hvorir tveggja
nokkuð að iðja."
Mér virðist, að ein slík söguleg
vitleysa sé nú komin á gang um
hve oft þjóðhátíð Vestmannaeyja
hefur verið haldin. Ég sá þetta
fyrst í frétt um næstu þjoðhátíð í
Morgunblaðinu 6. júlí sl., þar sem
segir í fyrirsögn: „110. þjóðhátíð
Vestmannaeyinga verður haldin
um næstu verslunarmannahelgi."
Þetta er síðan endurtekið í DV
hinn 11. júlí, þar sem þrítekið er í
smágrein: „eyjamenn halda nú
þjóðhátíð í 110. skipti." Þetta var
svo endurtekið í ágætum
skemmtiþætti og kynningu um þá
góðu þjóðhátíð í rás 2 í útvarpinu
sl. sunnudag. Villan flýgur sem sé
hratt um landið.
Ég hélt satt að segja, að allir
Vestmannaeyingar vissu betur, en
svo bregðast krosstré sem önnur
tré, segir þar. En hafa skal það
sem sannara reynist segir hið
fornkveðna og þess vegna þessar
linur.
Mér telst svo til, að þjóðhátíð
Vestmannaeyja árið 1984 verði 84.
í röð þjóðhátíða frá því hún fyrst
var haldin árið 1874 í Herjólfsdal.
Skal þetta nú rökstutt nokkru
nánar, en aðalheimildir fyrir
þessu eru: 1. Saga Vestmannaeyja I.
bindi eftir Sigfús M. Johnsen, útg.
ísafoldarprentsmiðja 1946, þar sem
segir: „Þjóðhátíð sína héldu Vest-
mannaeyingar í Herjólfsdal þjóð-
hátíðarárið 1874, en í Dalnum
höfðu aðalútiskemmtanir verið
haldnar lengi. Var mikið um dýrð-
ir í Dalnum 1874. Var meðal ann-
ars haft þar sameiginlegt borð-
hald, og hlaðið upp borð, er enn
sér móta fyrir, af torfi og grjóti.
Það er nú orðið föst venja frá því
um aldamótin síðustu að halda £
hverju iri þjóðhátíð Vestmanna-
eyja í Herjólfsdal, þar sem talið
er, að bær fyrsta landnámsmanns-
ins í eyjunum hafi staðið. Þjóðhá-
tíðin var lengi haldin eftir miðjan
ágúst og í fyrstu laugardaginn í
16. viku sumars eða viku fyrir
Skerdag, er fýlaferðir byrjuðu, og
milli heyanna og fýlaferða. Þessu
hefur verið breytt nú." (Letur-
breyting er min G.Á.E.)
2. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæj-
arfógeti ritaði margt og mikið um
þjóðhátíðina í greinaflokki, sem
birtist í Þjóðhátíðarblaði Vest-
mannaeyja árin 1956—1961, og
nefndist „Þjóðhátíðin frá fornu
fari". Þar rekur Jóhann Gunnar,
að í tíð Péturs Bryde, eiganda
Tangaverslunar, upp úr miðri 19.
öld fari fyrst sögur af því, að
Eyjaskeggjar færu í Herjólfsdal
til að skemmta sér, en hann bauð
árlega samstarfsmönnum sínum í
dalinn og „sparaði ekki til veit-
inganna". í verslunarbókum Tang-
ans frá 1859 má lesa, að Daltúrinn
fyrir Bryde og kompaní kostaði 46
ríkisdali. Var það veruleg upphæð,
þegar árslaun verslunarstjórans
voru 250 ríkisdalir.
Um þjóðhátíð Vestmannaeyja
skrifar Jóhann Gunnar: „Hina
fyrstu stórhátíð, þjóðhátíðina árið
1874, héldu Vestmannaeyingar há-
tíðlega í Herjólfsdal." I almanaki
Þjóðvinafélagsins er sagt frá þjóð-
hátíð Vestmannaeyja með þessum
orðum: „2. ágúst 1874. Þjóðhátíð í
Herjólfsdal."
Allítarleg frétt er um þessa
fyrstu þjóðhátið i Þjóðólfi 31. ág-
úst 1874 og segir þar: „Hátíðin fór
fram með góðri glaðværð og með
bestu reglu og urðu fáir ölvaðir."
Jóhann Gunnar segir í sömu
grein: „í samtíma blöðum eða alm-
anaki Þjóðvinafélagsins er síðan
ekki getið um þjóðhátíðarhald í
Herjólfsdal fyrr en árið 1901." (Let-
urbreyting G.Á.E.) I blaðinu ísa-
fold, 9. október 1901, er frétt um
þjóðhátíðina, sem haldin var 17.
ágúst í ágætu veðri.
3. Eyjélfur Gíslason frá Bessa-
stöðum ritaði minningar frá þjóð-
hátiðinni 1901 og fleiri þjóðhátíð-
um í Þjóðhátíðarblaðið 1980.
Hann segir þar m.a.: „Þegar ég var
aö alast upp í Eyjum, heyrði ég
fullorðið fólk oft minnast á og
segja frá þjóðhátíðinni 1874. Foð-
ur mínum, Gisla Eyjólfssyni frá
Kirkjubæ, sem þá var 7 ára gam-
all, var hún mjög minnisstæð, en
aldrei neyrði ég þá talað um aðrar
þjóðhitíðir, sem haldnar hefðu verið
fyrir aldamót í Herjólfsdal. (Let-
urbreyting G.Á.E.)
Sérstaklega var föður mínum
minnisstætt borðhaldið í Herj-
ólfsdal..."
Þannig eru margar og öruggar
heimildir fyrir þvi, að eina þjóðhá-
tíðin, sem haldin er fyrír 1901, er
fyrsta þjóðhátíðin, sem haldin var 2.
ágúst 1874, þegar minnst var eitt
þúsund ára byggðar i landinu. Frá
1901 og til ársins 1914 var þjóð-
hátíð Vestmannaeyja haldin á
hverju ári og eru heimildir um það
í landsmálablöðum og dagbókum
Austurbúðar, auk þess sem elstu
menn muna enn þær þjóðhátiðir.
Árið 1913 stóð kvenfélagið Líkn
„Mér telst svo til, að
þjóðhátíð Vestmanna-
eyja árið 1984 verði 84. í
röð þjóðhátíða frá því
hún fyrst var haldin árið
1874íHerjólfsdal."
og Fótboltafélagið, sem síðar var
nefnt Knattspyrnufélag Vest-
mannaeyja (KV), fyrir þjóðhátíð-
inni, en knattspyrna var fyrst
leikin í Vestmannaeyjum árið
1903. Kvenfélagið Líkn var stofn-
að 1909 og starfar enn í dag af
jafnmiklum krafti og þá — 75 ára
afmælis minnst á þessu ári í Vest-
mannaeyjum.
Sumarið 1914, en fyrri heims-
styrjöldin hófst þá um sumarið í
júlí, féll þjóðhitíð Vestmannaeyja
niður. Síðan hefur þjóðhitíðin verið
haldin i hverju irí og mun vafa-
laust og vonandi verða svo áfram.
Eins og segir í einu Þjóðhátíð-
arkvæði eftir Loft Guðmundsson:
„þá verður aftur þjóðhátíð
þrátt fyrir böl og alheimsstrið,
jú, þú ert mættur Jón í Hlíð,
jafnan hýr og sætur."
Ollum heimildum ber saman
um, að þjóðhitíðin féll niður iríð
1914.
4. Árni Árnason frá Grund skrifar
í Þjóðhátíðarblaðið 1962: „Þj6ð-
hátíð höldum við enn og árlega
síðan 1901, að árinu 1914 undan-
skildu. Þá féll hún niður."
íþróttafélagið Þór sem var
stofnað 1913 sá í fyrsta sinn um
þjóðhátíðina 1915 eða '16. Árni frá
Grund segir í fyrrnefndri grein, að
Þ6r hafi séð um þjóðhátiðina 1915.
„Eftir því sem ég bezt veit, tók
íþróttafélagið „Þ6r" að sér, þá í
fyrsta skipti, að halda þjóðhátið-
ina." Og minnir, að hreinn ágóði
af þjóðhátíðinni hafi orðið kr. 232
— „sem þótti offjár og ekki mátti
hafa hátt um". Árni var Þórari og
virkur íþróttamaður á yngri árum.
Jóhann Gunnar heldur þvi fram,
að Líkn hafi séð um þjóðhátiðina
1915 og Þór fyrst árið 1916. Ekki
skiptir það máli. J.G.Ó. segir, að
fátt sé kunnugt frá þjóðhátíð árin
1915—1921, en á þessum árum var
þjóðhátíðin haldin eftir miðjan
ágúst. íþróttafélagið Týr var
stofnað árið 1921 og sáu iþrótta-
félögin um þjóðhátiðina 1922, en
keppendur í frjálsum íþróttum
voru frá fjórum félogum: Knatt-
spyrnufélagi Vestmannaeyja, Þ6r,
Tý og Framsókn. Nokkru síðar var
tekin upp sú venja, sem siðan hef-
ur haldist, að iþróttafélögin tvö i
Eyjum, Þór og Týr, hafa séð um
þjóðhátíðarhaldið sitt hvort árið.
Eru tekjur af þjóðhátíð ein aðal-
tekjuvon félaganna og standa und-
ir rekstri þeirra og öilum kostnaði
fram til næstu þjóðhátíðar.
í þessum hugleiðingum um þá
merkilegu hátíð, sem þjóðhátíð
Vestmannaeyja er, finnst mér rétt
að víkja nokkuð að þeirri þjóð-
sögu, sem gengið hefur um upphaf
og tilefni þjóðhátiðarhaldsins i
Herjólfsdal árið 1874, en þar sem
oft áður hefur hver haft upp eftir
öðrum. Sagan er á þá leið, að Vest-
mannaeyingar hafi efnt til þjóð-
hátíðar í Herjólfsdal, til að minn-
ast þúsund ára íslandsbyggðar,
vegna þess að þeir hafi ekki kom-
ist til lands og þaðan til Þingvalla
út af brimi við Landeyjasand.
Haraldur Guðnason skjalavörður
ritaði skemmtilega og fróðlega
grein í Þjóðhátíðarblaðið 1979, þar
sem hann hrekur þessa staðhæf-
ingu og bendir réttilega á að hún
stenst ekki. Haraldur greinir þar
frá, að kjörnir fulltrúar Vest-
mannaeyinga, þeir Arni Einars-
son á Vilborgarstoðum og Þor-
steinn Jónsson i Nýjabæ, hafi
haldið á þjóðhátíðina á Þingvöll-
um eins og ráðgert hafi verið, en
hátíðin i Þingvöllum hófst 5. igúst
eða þrem dögum síðar en Vest-
mannaeyingar héldu sína þjóohátío í
Herjólfsdal, 2. igúst Þessi fyrsta
þjóðhátíð í Herjólfsdal var því
langt frá því að vera haldin út úr
einhverjum vandræðum eða af til-
viljun vegna brims við sandana,
þetta var vandlega undirbúin há-
tíð. Fluttar voru ræður, tjöld reist
og Dalurinn skreyttur og tókst
sérstaklega vel eins og áður er að
vikið. Hátíðina sóttu nær allir
Eyjabuar, eða um 400 manns, en á
íbúaskrá í Vestmannaeyjum voru
þá544.
Þessi athugasemd og hugleiðing
um þjóðhátið Vestmannaeyja er
orðin lengri en ætlað var, en ekki
er noinn vafi á þvi, að þjóðhátíð
Vestmannaeyja verður nú haldin í
84. skipti en ekki í 110. sinn eins og
greint hefur verið frá í fjölmiðl-
um. Tala þjoðhátíða fylgir því öld-
inni og er það reyndar skemmtileg
tilviljun, þó að rekja megi upphaf-
ið til fyrri aldar, ársins 1874, þeg-
ar „þjóðminningarhátíðir" voru
haldnar um allt ísland. Þegar
haldið verður upp á aldamótaárið
2000 verður þvi um leið hægt að
halda upp á 100. þjóðhátiðina í
Herjólfsdal.
í sjálfu sér skiptir þetta ekki
höfuðmáli. — Þjoðhátið Vest-
mannaeyja mun vera ein elsta
héraðshátíð landsmanna, en er þ6
alltaf jafn fersk, þannig að likast
er því, sem verið sé að halda hana
í fyrsta skipti í hvert sinn sem
komið er í Herjólfsdal á þjóðhátíð.
Allir bornir og barnfæddir
Vestmannaeyingar, sem hafa átt
sín æskuár í Vestmannaeyjum,
minnast þjóðhátíðarinnar sem
einnar af stórhátíðum ársins. Ef
gott er veður er Herjólfsdalur ein-
stakt hátíðarsvæði og hefur það
sem vonlegt er verið lofað bæði í
ræðu og riti. Þar haldast i hendur
fornar og nýjar hefðir og áreiðan-
lega er ekki ofmælt, að þar er
haldin ein sérstæðasta útihátíð ís-
lendinga, þegar vel tekst til með
veður.
„Undurfagra ævintýr
ágústnóttin hljóð"
orti Árni úr Eyjum (Árni Guð-
mundsson frá Háeyri) um þj6ð-
hátiðina og á hverju ári er ævin-
týrið endurtekið. Með þessum lín-
um sendi ég gömlum vinum í Eyj-
um kveðjur og 6ska öllum Vest-
mannaeyingum og ððrum hátíð-
argestum gleðilegrar þjóðhátíðar.
Gudjón Ármann Eyjólfsson er
skólastjóri Stýrimannaskólans í
Reykjarík.
Viðskiptavinir athugið
Breytt símanúmer okkar er 611991 og 611933
Wrigley's umboðið
ÓLAFUR GUÐNASON HF. HEILDVERSLUN, AUSTURSTRÖND 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64