Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984
Jón Karl Helgason skrífar frá Róm
Knattspyrnu-
Árbærinn
f gegnum tíðina hefur ítölsk
knattspyrna einkennst af leiði-
gjörnum varnarleik, þar sem
markskot hafa næstum verið jafn
sjaldgæf og rauðhærðir línuverð-
ir. Það þótti því ganga kraftaverki
næst er ítalski landsliðsframherj-
inn Paolo Rossi tók upp á því að
skora mörk um miðbik síðustu
heimsmeistarakeppni og færa
þannig þjóð sinni heimsmeistara-
titilinn í knattspyrnu. Því stór-
fenglegra var afrek þessa smá-
vaxna undrabarns að það hafði
verið í banni frá íþróttinni mörg
misseri fyrir keppnina og átti þar
af leiðandi að skorta getu til að
standa sig sem skyldi. Síðan þetta
gerðist hefur knattspyrnan hér á
stígvéli Evrópu breyst mikið; ít-
ölsk lið komast í úrslit Evrópu-
keppna og deildarkeppnin hér nýt-
ur vaxandi alþjóðlegrar athygli.
Nú væri eðlilegast að ætla að bylt-
ing þessi stafaði af því að hin
snjalla uppfinning Rossi hefði
hrifið landa hans á knattspyrnu-
vellinum svo, að þeir fylgdu for-
dæmi hans í hópum. Því er þó ekki
að heilsa. Hann hefur sjálfur að
mestu látið af þessum ávana sín-
um eftir því sem leikreynsla hans
og æfing hafa aukist og ítalska
landsliðið  hefur  naumast  unnið
CANNON-VÖRURNAR
STUÐLA AÐ VELFERÐ
BARNSINS
ioÞ
Skoðið CANNON-bamavörurnar
í næstu lyfjaverslun.
Mkhel I'latini
leik síðan það lagði hið þýska að
velli í úrslitunum á Spáni, sællar
minningar. Það er aukið fjármagn
sem breytt hefur „ítölsku knatt-
spyrnunni".
Innkaup á knatt-
spyrnumönnum
Á vorum dogum gengur æ erfið-
legar að aðgreina íþróttir og
viðskipti. íþróttamenn eru í senn
hetjur og fyrirmyndir, áhrif
þeirra á almenning eru hátt metin
verslunarvara. Itölsku knatt-
spyrnuliðin hafa nýtt sé meðbyr
heimsmeistaratitilsins til fulln-
ustu, fjáfesta grimmt í erlendum
leikmönnum þannig að segja má
að ítalía sé nú farin að sverja sig í
ætt við Árbæjarsafnið okkar ást-
sæla, en í stað glæstra gamalla
húsa er á síðustu tveimur árum
búið að safna hér saman mörgum
fremstu knattspyrnumönnum ver-
aldar. Meðal Itala á líka engin
íþrótt öðru eins fylgi að fagna og
knattspyrnan nema ef vera skyldi
hveitilengjuát.
Frá því að síðasta keppnistíma-
bili lauk hefur mikið verið um fé-
lagsskipti; ítalska knattspyrnu-
sambandið gaf frá sér reglugerð
sem bannar kaup á nýjum leik-
mönnum á næstu tveim árum, svo
liðin áttu ekki annars úrkosti en
að gera sannkölluð helgarinnkaup.
Nú er öllu braski lokið í bili og
þess eins beðið að vertíðin liefjist
um miðjan september. Fyrstu
deilarliðin sextán reka verðmætar
hjarðir sínar á æfingavelli, þar
sem stirðleiki sumarleyfa er
kreistur úr kroppunum og vöðv-
arnir stæltir fyrir komandi átök.
Á knæpum dunda menn sér við
að spá um gengi liðanna, þráttað
er og karpað og sýnist sitt hverj-
um.
Sterkt lið á pappírnum
Eftir stórtækar breytingar still-
ir Napolí nú upp geysilega sterku
liði, á pappírnum séð. Hæst bera
kaupin a gullkálfinum marg-
umrædda, Diego Maradona frá
Barcelona en Napolíbúar trúa því
staðfastlega að þessi stutti Arg-
entínumaður komi til með að færa
þeim meistaratitilinn næsta vor.
Hann mun þó njóta dyggrar að-
stoðar í þeirri baráttu. Frá Fior-
entina var landi hans, Daniel
Bertoni, keyptur og er honum ætl-
að að styðja vel við bak Maradona,
líklega jafnt andlega sem líkam-
lega. Auk þeirra tveggja fjárfesti
Napolí í 4 ítölskum miðju- og
sóknarleikmönnum, þ.á m. fyrrum
Juventus-leikmanninum, Domen-
ico Penzo og Salvatore Bagni frá
Inter. Það eru aðeins varnarleik-
mennirnir og markmaðurinn sem
ekki eru nýir í liðinu svo helst er
það skortur á samæfingu sem
koma kann í veg fyrir gott gengi
þess.
Nokkur breyting hefur orðið hjá
Fiorentina, liðið krækti sér í hinn
brasilíska fótafima lækni Socrat-
es, en bjó áður að argentínska
landsliðsmanninum Daniel Pass-
Karl-IIeinz Rummenigge
arella. Vörn sína styrkti það með
kaupum á bakverðinum Gentile,
svo liðið er til alls líklegt í kom-
andi baráttu.
Er gullöld Juventus
liðin?
Inter-liðið lét báða erlendu
leikmenn sína eftir sfðasta keppn-
istimabil, Hansa Míiller til Como,
þar sem hann leikur við hlið Dans
Cornelliussonar fyrrum félaga
Ásgeirs Sigurvinssonar hjá
Stuttgart, og Ludo Coeck sem
spila mun með Ascoli á næsta
keppnistímabili. í stað þeirra
keypti liðið Karl Heinz Rummen-
igge frá Bayern eins og frægt mun
orðið auk írans Liam Bradys, sem
áður lék með Sampdoria. Mynda
þeir ásamt ítalska heimsmeistar-
anum Altobelli, framlinu liðsins.
Inter-liðið kemur og til með að
státa af elsta leikmanni fyrstu
deildarinnar, gamla brýninu,
Franco Causio, sem keyptur var
frá Udinese nú í vor.
Eftir gott keppnistímabil sá
stjórn Juventus litla ástæðu til
mikilla breytinga. Liðið byggir
upp á sama kjarna og síðastliðin
tvö ár, ítölunum Rossi, Tardelli,
Scirea, Brio, Bonini, Cabrini, Pólv-
erjanum Boniek að ótöldum töfra-
manninum franska, Michel Plat-
ini. Liðinu er þó ekki spáð mikilli
velgengni, talið að hin liðin hafi
styrkst það mikið að gullöld
„Juve" sé liðin. Slíkir spádómar
eru þó varhugaverðir, leikmenn
liðsins þekkja hver annan eins og
fingurna á sér og búa yfir ómet-
anlegri leikreynslu.
Dani yngstur
Með Milan leika nú í fyrsta
skipti tveir breskir leikmenn, Ray
Wilkins, sem keyptur var frá
Manchester United, og framherj-
inn ungi, Mark Hateley, frá
Portsmouth. Almennt er þó talið
að snjöllust kaup hafi liðið gert er
það nældi sé i miðjuleikmanninn
Agostino di Bartolomei frá Roma,
en honum er ætlað hlutverk lið-
stjórnanda hjá Milan. Sapdoria
stillir upp skemmtilegri blöndu
yngri og eldri leikmanna, þar sem
um helmingurinn er samansafn
leikreyndra jálka um þritugt. í
stað Liam Bradys hefur Trevor
Francis nú fengið Liverpool-
leikmanninn Graeme Souness sér
við hlið og er engum vafa undir-
orpið að í kringum þá félaga komi
til með að myndast skemmtilegt
miðjuspil.
Sem fyrr státar Udinese af bras-
iliska snillingnum Zico, en þar
með er það líka upptalið. Hjá Atl-
anta leika nú tveir norðurlanda-
búar, Lars Larsson, sem keyptur
var frá Malmö og Peter Stranberg,
sem lék í fyrra með portúgalska
liðinu Benfica. Þriðji norðurlanda-
búinn, hinn nítján ára Dani,
Michael Laudrup nýtur þess heið-
urs að vera yngsti leikmaður
deildarinnar, en hann kemur til
með að hefja sitt annað keppnis-
tímabil með Lazio. Torina státar
þetta árið af brasilískum lands-
liðsmanni, en það er jú mikill
gæðastimpill; liðið keypti miðju-
leikmanninn Junior af Suður-
Ameríska knattspyrnustórveldinu
Flamingo. Roma er líklega það lið
sem minstum breytingum hefur
tekið; í stað Bartolomeis var
keyptur 25 ára framherji frá Ver-
ona, Maurizio Iorio. Þá á einungis
eftir að minnast á tvö lið, Cremon-
ese sem flaggar ekki neinum
stjörnum og spáð er falli og lið
Vcrona sem í vor keypti Þjóðverj-
ann Briegel af Kaiserslautern og
Lokeren-leikmanninn fyrrverandi,
Preben L. Elkjær.
Mikið stjörnuflóð
Síðastliðin tvö ár hefur Platini
verið markakóngur fyrstu deildar-
innar hér, þó Zico hafi í ár skorað
hlutfallslega fleiri mörk í leik, en
spilað færri leiki. Nú er hugleitt
hver hreppa muni tignina að vori
og koma margir til álita. Rumm-
enigge mætir til leiks með hæðsta
meðalskorið, en hann skoraði að
meðaltali 0,89 mörk í leik á siðasta
keppnistímabili, næstur er Zico
með 0,79 mörk og síðan Platini
með 0,71.
Auk þeirra eru tilnefndir Mara-
dona, Bretinn Hateley, Preben L.
Elkjær og Corneliusson. Af itölsku
leikmönnunum er helst veðjað á
þá Rossi, Altobelli, Iorio og Bruno
Giordana sem leikur með Lazio.
Eins og sjá má hér að framan er
það mikið stjörnuflóð sem eltast
mun við knöttinn á Italíu í vetur.
Hér etja kappi álíkir leikmenn af
ólíku þjóðerni og vafalaust bjóða
þeir hinum blóðheitu áhorfendum
uppá knattspyrnu á heimsmæli-
kvarða. í raun finnst manni aðeins
eitt skorta; svo sem einn íslending.
3000 í biöröð
eftir einum ísskáp
í KÍNA er að finna um 740 þúsund
ísskápa, eða einn á hvern 1351 íbúa,
samkvæmt tilkynningu stjórnvalda.
Eftirspurn eftir ísskápura er slfk að
þeir hverfa jafnharðan úr verzlunum
«(í þeir berast frá verksraiðju.
Engan veginn hefst undan að
framleiða ísskápa, jafnvel þótt
framleiðslan hafi verið aukin um
130% frá í fyrra. Að sögn
Xinhua-fréttastofunnar myndað-
ist 3.000 manna biðröð við verzlun
eina í Peking að nóttu til þar sem
einn ísskápur var til sölu.
Fátt er eftirsóttara í Kína um
þessar mundir en ísskápar að sögn
fréttastofunnar, sem segir aukna
velmegun borgarbúa og bænda
valda þar mestu um.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64