Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
Kjarvalsstaðir:
Ungir listamenn
FIMM ungir listamenn opna á gunnur Gunnarsdóttir, Lára
morgun sýningu í austursal Gunnarsdóttir, Sigurbjörn
Kjarvalsstaöa. Þaö eru þau Aö- Jónsson og Svala Jónsdóttir. Á
alheiöur Valgeirsdóttir, Hildi- sýningunni eru um 40 verk,
bæöi grafíkmyndir og teikn-
ingar. Sýningin er opin daglega
frá kl. 14 til 22, en henni lýkur
26. ágúst.
LEIKLIST
Tjarnarbíó:
„Light Nights“
Feröaleikhúsiö, sem einnig
starfar undir heitinu „The Summer
Theatre“ starfar nú 15. sumariö í
röö. í sumar mun leikhúsiö aö
vanda vera meö sýningar fyrir er-
lenda feröamenn, sem nefnast
„Light Nights“. Sýningarnar eru i
kvöldvökuformi og eru atriöi alls
30 í þremur þáttum. Kristín G.
Magnús, leikkona, er sögumaöur
og flytur allt talaö efni á ensku.
Sýningar eru alla fimmtudaga,
föstudaga, laugardaga og sunnu-
daga kl. 21 í Tjarnarbíói.
TÓNLIST
íslenska óperan:
Sumardagskrá
íslenska óperan veröur meö
„sumarprógram" í kvöld kl. 21.
Meöal atriöa eru íslensk kór- og
einsöngslög, auk atriöa úr þekkt-
um óperum og óperettum. í hléi
verður gestum kenndur vikivaki í
forstofunni. Kór óperunnar kemur
fram, auk einsöngvara. Stjórnandi
er Garöar Cortez og undirleikari
Þóra Fríöa Sæmundsdóttir.
Skálholt:
Sumartónleikar
Á morgun og á sunnudag leika
trompetleikarinn Ásgeir H.
Steingrímsson og orgelleikarinn
Orthulf Prunner á síöustu tónleik-
um sumarsins í Skálholtskirkju. Á
efnisskránni er barokktónlist eftir
Torelli, Vivaldi, Bach, Hándel og
Purcell auk þess sem flutt veröur
stef úr Þorlákstíöum frá 13. öld.
Ásgeir H. Steingrímsson lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík 1979 og prófi frá
Mannes College of Music í New
York áriö 1983. Orthulf Prunner er
Austurríkismaöur, en hefur verið
búsettur hér á landi í nokkur ár.
Hann stundaöi orgelnám hjá Ant-
on Heller í Vín. Tónleikar Ásgeirs
og Orthulfs hefjast kl. 16 báöa
dagana.
SAMKOMUR
Árbæjarsafn:
Fiskafólk
Árbæjarsafn er nú opiö alla
daga nema mánudaga kl.
13.30—18.
Þar stendur nú yfir sýning frá
Færeyjum, sem nefnist „Fiskafólk“
og fjallar hún um líf og störf fólks í
Færeyjum á árunum 1920—1940.
Kaffiveitingar veröa í Diilonshúsi.
„Healer“-skólinn:
Námskeið
Kynningarnámskeiö um Nor-
ræna „Healer“-skólann veröur
haldiö í kvöld og á morgun í Skáta-
heimilinu, íþróttahúsinu viö Nes-
veg í Reykjavík. Rætt verður um
vatnsberaöldina, hugleiösluaö-
feröir, endurfæðingu, sýndar
skuggamyndir o.fl. Námskeiöiö
veröur kl. 20—22.30 í kvöld og kl.
10—16.30 á morgun.
Laugardalur:
KR—Liverpool
KR-ingar keppa viö Englands-,
Mjólkurbikar-, og Evrópumeistara
Liverpool á Laugardalsvelli á
sunnudag kl. 14.
MYNDLIST
Ásgrímssafn:
Sumarsýning
Árleg sumarsýning Ásgríms-
safns viö Bergstaðastræti stendur
nú yfir. Á sýningunni eru olíu- og
vatnslitamyndir, m.a. nokkur stór
málverk frá Húsafelli og olíumál-
verk frá Vestmannaeyjum frá árinu
1903, en þaö er eitt af elstu verk-
um safnsins.
Sýningin er opin alla daga,
nema laugardaga, frá kl.
13.30—16, fram í lok ágústmán-
aöar.
Ásmundarsalur:
Magnús Heimir
Magnús Heimir Gíslason, bygg-
ingarfræöingur, heldur um þessar
mundir sýningu á 40 vatnslita-
myndum í Ásmundarsal viö Freyju-
götu. Sýningin er fyrsta einkasýn-
ing Magnúsar Heimis og er hún
opin frá kl. 16—22 vírka daga og
kl. 14—22 um helgar. Henni lýkur
á sunnudag.
Listasafn Einars
Jónssonar:
Sýning í Safna-
húsi og högg-
myndagaröi
Listasafn Einars Jonssonar hef-
ur nú veriö opnaö eftir endurbæt-
ur. Safnahúsiö er opiö daglega,
nema á mánudögum, frá kl.
13.30—16 og höggmyndagaröur-
inn, sem í eru 24 eirafsteypur af
verkum listamannsins, er opinn frá
kl. 10—18.
Dagur í Djúpinu
Dagur heldur nú málverkasýn-
ingu í Djúpinu aö Hafnarstræti 15 í
Reykjavík. Á sýningunni eru 17
myndir, málaöar meö akrýllitum og
eru þær flestar málaöar á síöasta
ári. Sýning Dags stendur út ág-
ústmánuö.
Hveradalir:
Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson, listmálari, held-
ur nú sýningu í Skíöaskálanum í
Hveradölum. Á sýningunni eru
teikningar, vatnslitamyndir og olíu-
málverk af gömlum húsum í Vest-
mannaeyjum og byggöinni þar
eins og hún var foröum daga. Auk
Eyjamynda eru nokkrar aðrar
myndir. Sýning Bjarna er opin alla
daga um óákveöinn tíma.
Akureyri:
Verk Örlygs
Kristfinnssonar
Örlygur Kristfinnsson kynnir nú
verk sín í Alþýöubankanum á Ak-
ureyri. Örlygur hefur haldiö fjórar
einkasýningar áöur, en aö sýning-
unni í Alþýöubankanum standa,
auk bankans, Menningarsamtök
Norölendinga.
Norræna húsið:
Hexagon
í Norræna húsinu stendur nú yfir
sýning á verkum 6 norrænna text-
íllistamanna, og nefnir hópurinn
sig Hexagon. Hópinn mynda þær
Inger-Johanne Brautaset og
Wenche Kvalstad-Eckhoff frá Nor-
egi, Maj-Britt Engström og Eva
Stephenson-Möller frá Svíþjóö og
íslendingarnir Þorbjörg Þóröar-
dóttir og Guörún Gunnarsdóttir. Á
sýningunni eru 55 verk og stendur
hún til sunnudags.
Mokka:
Guðmundur
Hinriksson
Guömundur Hinriksson, mynd-
listarmaöur, sýnir nú vatns-vaxlita-
myndir á Mokka viö Skólavöröu-
stíg, en hann hefur áöur haldiö
sýningar hér og erlendis. Myndirn-
ar eru um 20 talsins og eru unnar
þannig, aö vaxiö er brætt yfir
vatnslitinn og síöan skafiö af þegar
myndinni er lokiö. Sýningu Guö-
mundar lýkur um miöjan ágúst-
mánuö.
Þrastalundur:
Valtýr Pétursson
Valtýr Pétursson, listmálari,
sýnir nú 20 litlar myndir málaöar
meö olíulitum í Þrastalundi viö
Sog. Þetta er 11. áriö í röö sem
Valtýr sýnir í Þrastalundi um versl-
unarmannahelgina. Hann hefur
haldiö margar sýningar, bæöi hér
og erlendis, en sýning hans í
Þrastalundi stendur fram í miöjan
ágúst.
Ábending
ÞEIM aöilum sem hafa hug
á aö senda fréttatilkynn-
ingar { þáttinn „Hvaö er aö
gerast um helgina?" er bent
á að skila þeim eigi síðar en
kl. 18.30 á miövikudögum.
Efni í þáttinn er ekki tekiö í
gegnum síma, nema utan af
landi.
Vík í Mýrdal:
Ragna Björg
RAGNA Björg, myndlistarmaö- vík í Mýrdal. Á sýningunni eru er opin alla daga frá kl. 14 til 22,
ur, opnar á morgun sýningu á olíu- og vatnslitamyndir, flestar en henni lýkur sunnudaginn 19.
verkum sínum aö Leikskálum, úr Skaftafellssýsium. Sýningin ágúst.