Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 61 HRAFNINN FLÝGUR „A Cinematic Monument41 Scandinavian Film News „Extraordinary Filmmaking“ Variety „These pictures vill live forever“ Úr umsögn dómnefndar Morgunblaöiö Hrafn Gunnlaugsson hefur skapaö hér nýja islendinga- sögu og tekíst þaö vel. Hrafn- inn flýgur er tvimælalaust jafnbesta verk þessa ódeiga listamanns, sem ótrauöur framkvæmir þaö sem hann ætlar sér. Grunar mig aö þeir sem helst vildu sjá hann falla flatan á andlitiö þurfi lengi aö biða . . . Hin sterka framvinda mynd- arinnar, trúveröugt, uppskáld- aö sögualdarumhverfi og mannlífiö, ásamt afburöaleik og kvikmyndatöku aö ógleymdri bestu tæknivinnu (einkanl. hljóöupptöku) i ís- lenskri kvikmynd til þessa, gera Hrafninn flýgur aö einni athyglisveröustu kvikmynd, sem gerð hefur veriö um þessa tíma . .. Leikurinn er stórkostlegur, þar er hvergi veikan blett aö finna. Er hér, auk atvinnu- manna, marga að finna úr leikhópi Hrafns. Helgi er ógnvekjandi. Þessi mikilúölegi leikari hálf- drottnar yfir myndinni, túlkun hans á þessum kuldalega og einræna haröjaxli er minnis- stæö. Framsögnin karlmann- leg og meö eindæmum skýr og heillandi, aö venju ... Hrafn Gunnlaugsson og fé- lagar hafa gert tímamótamynd i islenskri kvikmyndasögu og hef ég þá trú aö Hrafninn flýg- ur eigi eftir aö fljúga hærra og viöar en myndir okkar hafa áöur gert . . . Sæbjörn Valdimaraaon Til allrar hamingju held ég að viö Islendingar höfum nú loks áttaö okkur á aö þaö er ekki bara þorskurinn sem blívur, þannig markar mynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafn- inn flýgur tímamót i atvinnu- sögu okkar, því þar er gullald- arbókmenntum okkar breytl í girnilega söluvöru sem sómir sér á kvikmyndaveisluboröi heimsins . . . Það verður aö neyta allra bragöa viö aö koma þessari ágætu kvikmynd á heims- markaö því hér viö liggur ekki aöeins heiöur arfleiföar vorr- ar heldur lífsvon þess nýiön- aöar sem gelur breytt okkar hálfsiöaöa veiöimannaþjóöfé- lagi í siömenntaö nútímasam- félag. Ólafur M. Jóhannesson „í einu orði frábær“ Davíð Oddsson, borgarstjóri Tíminn ★★★★ Nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, sem frumsýnd var á kvikmyndahátiö Listahátíöar kemur manni þægilega á óvart og í huga undirritaös er hún einfaldlega besta islenska myndin sem gerö hefur veriö hérlendis og hjálpast þar flest aö, handrit, kvikmyndataka, sviösmynd og búningar, tón- list og leikur .. . Þaö sem öðru fremur ber af i myndinni er tónlistin og kvikmyndatakan, tonlistin er aö grunni til rammíslensk, maöur kannast viö lög eins og .Ríöum, ríöum . . . en þau eru færö i dulúölegan búning af Hans Erik Philip og fellur tón- listin eins vel og kostur er aö efniviö myndarinnar. Yfir kvikmyndatökunni er léttur .Bergmanstíir, Hrafn notar mikiö af .nærmyndarskotum" og byggir myndina mikiö upp þannig, eins og til dæmis i upphafsatriði myndarinnar og gefur þessi tækni myndinni mjög sérstakt yfirbragö og hefur á heildina litiö heppnast vonum framar . . . Hvaö leikinn varöar þá er Flosi hreint óborganlegur í hlutverki bragðarefsins Eiríks sem á sér þann draurn æöst- an aö hverfa frá .grjóthólman- um" og aftur til Noregs. Hann er nokkurskonar víkingaút- gáfan af sukksömum róm- verskum keisara í útliti, bragöarefur hiö innra sem bregst slægöin þegar hann þarf hennar mest. Helgi Skulason og Edda Björg- vinsdóttir gera hlutverkum sinum einnig mjög góö skil .. . Búningar og sviösmynd eru sérkapituli út af fyrir sig, hvorttveggja frábærlega vel leyst af hendi en myndin er aö mestu tekin i nágrenni Víkur í Mýrdal og spilar landslagiö og nátturufeguröin þar stórt hlut- verk i henni. Friörik Indriöason DV Sjaldan eöa aldrei hef ég gengiö jafnsáttur út úr kvikmyndahúsi eftir aö hafa séö nýja íslenska kvikmynd eins og ég var eftir aö hafa séö kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur. Þaö er í rauninni allt sem hjálpar til að gera myndina aö einhverri eftirminnilegustu kvikmynd sem gerö hefur veriö hér á landi. Efniö er spennandi saga um blóö- þorsta, hefndir og tortryggni , .. í heild er Hrafninn flýgur einstaklega vel heppnuö kvikmynd um efni sem svo auöveldlega er hægt aö klúöra og má segja aö Hrafninn flýgur sé listflug i íslenskri kvikmyndagerö. Hilmar Karlsson HP . . . Þetta er akaflega sannfærandi og heilsteypt verk, sem hefur upp á allt aö bjóöa sem maöur vill finna í góöri aksjónsmynd. . . . Hrafn heldur manni hugföngnum viö efniö meö spennu, átökum og hraöri framvindu ... Hrafninn flýgur var mikil manndómsraun fyrir Hrafn Gunnlaugsson í fleiri en einum skilningi. Slik manndómsraun aö hann lét jafnvel aö því llggja aö þetta yrói sin síðasta mynd. En þegar maöur hefur staöist manndómsraun meö slíkum ágætum sem Hrafn gerir í þessari mynd, þá á þjóö hans þaö tilkall til hans aö hann láti hér ekki staöar numið. Núna fyrst á hann aö vera aö byrja. Björn Vignir Sigurpálamon Bíóhöllin — á öllum sýningum — Bíóhöllin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.