Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 3 LoftpúAabíllinn Kiddi Kraft dregur melingavagninn eftir sandbleytum Skeiðarársands, en melingavagninn er úr áli og á honum hangir sendir segulmslitækisins og móttakari. Er „gullskipið“ fundið með segulmælingum? Koníaksskipið Auróra og Het Wapen van Amsterdam í „sigti gullskipsmanna“ „ÞAÐ GRU þrjú útslög í segulmelingum á Skeiðarársandi sem komu í Ijós og mark er tekið á, þrjú skip í sigtinu, en eitt útslagið er langstærst og girnilegast, enda verður það kannað fyrst, en í þeim viðamiklu mæl- ingum sem framkvæmdar hafa verið að undanfórnu undir stjórn Karls Gunnarssonar hjá Orkustofnun hefur enn þrengst hringurinn um hið margþráða skip Het Wapen van Amsterdam," sagði Kristinn Guð- brandsson í Björgun, cinn af forystumönnum „gullskipsmanna**, í sam- tali við blm. Mbl. í gær. Gullskipsmenn hafa í liðlega tvær vikur unnið við segulmæl- ingar á sandinum með fullkomn- ustu tækjum sem völ er á og nýsmíðuðum loftpúðabíl sem smíðaður var í Björgun af Kristni Kristinssyni og Jóhanni Wolfran. Hefur loftpúðabíllinn, sem kallaður er Kiddi Kraft, reynzt mjög vel og fer hann óhindrað yfir vatnasvæði Skeið- arársands á allt að 80 km hraða. Segulmælingin sem gefur vonir um að þar liggi Het Wapen van Amsterdam er fram við sjó á Skaftafellsfjöru, um 6 km vestan við stað þann sem síðast var grafið á og talið er að togarinn Friedrich Albert liggi I sandin- um. Með þessum mælingum að undanförnu er búið að rekja verulega staðsetningar á skipsströndum á þessu svæði, en vitað er um öll strönd á svæðinu frá árinu 1000, eða alls um 40 strönd. í gögnum sem fræði- menn hafa unnið er strandstað- ur Het Wapen merktur á sömu slóðum og segulmælingin nú sýnir mest útslagið eða um 40 metra langt, en Het Wapen var 49 metra langt skip með járn- ballest. Mælingar voru gerðar í haust á 8 km löngu svæði og 200—500 m breiðu vestan við síðasta athafnasvæði leitar- manna. Talið er að togarinn Wurtemberg sem strandaði 18. febrúar 1906 liggi um 1,5 km austan við staðinn þar sem Friedrich Albert fannst í fyrra, en nýju útslögin þrjú eru öll vestan við þann stað á Skafta- fellsfjörum. Um 1,5 km vestan við Friedrich Albert mældist veikt útslag og er talið að þar liggi birgöaskip franska flotans, Aurora, sem strandaði 20. feb. 1912 og hvarf í sandinn óbrotið á örfáum dögum, en talið er að miklar birgðir af koníaki hafi verið í skipinu. Tveimur km vestar mældist útslag, einnig veikt, en þar er talið að skipið Marie Ollin de Granville liggi í sandinum en það strandaði 21. apríl 1865 og um 3 km vestar er stærsta útslagið. Nýjasta gerð af sjálfritandi segulmæli og lóranstaðsetn- ingartæki var notað við mæi- ingarnar, en segulmælirinn á að geta sagt til um hvort járn ligg- ur í sandinum eða ekki. Mælir- inn vinnur fyrir tölvuvinnslu og er nú verið að vinna úr tölum og kúrfum sem komu fram, en þess er vænst að niðurstöður gefi vísbendingu um dýpt málmsins í sandinum. Kristinn Guðbrandsson sagði í samtali við blm. Mbl. að stefnt væri að því að bora I stærsta útslagið í vor og taka þar sýnis- horn, en ef annað kemur í ljós en vonir standa til verður leit hald- ið áfram á Kidda Kraft. Olíufélögin: Sækja um 7 til 20% hækkun á- lagningar NOKKRAR hskkunarbeiðnir liggja nú fyrir hjá verðlagsráði, en engir fundir hafa verið haldnir hjá því síðan verkfall BSRB hófst. Meðal annars liggur þar fyrir beiðni um hækkun álagningar um 7 til 20% frá olíufélög- unum. Georg ólafsson, verðlagsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að verðlagsstofnun væri nú hálflömuð vegna verkfalls BSRB og líklega yrðu engir fundir haldnir í verð- lagsráði fyrr en að því loknu. Fyrir ráðinu lægju nú nokkrar beiðnir um hækkanir, meðal annars frá olíufé- lögunum og leigubílstjórum. Færu olíufélögin fram á hækkun álagn- ingar um 7 til 20% eftir því hvort um væri að ræða bensín, gasoliu eða svartolíu. Þá væri farið fram á 7% hækkun á taxta leigubíla. Hugsanlegt væri að einhverjar breytingar yrðu á þessum hækkun- arbeiðnum í ljósi þróunar doll rs og verðlagsþróunar innanlands um þessar mundir. Sfldarsöltun í Eyjum og á Suðurnesjum: Stöðvuð um tíma vegna mikillar átu Sfldarsaltendur í Grindavík hafa nú ákveðið að stöðva sfldarsöltun yfir helgina vegna mikillar átu í sfld þeirri, sem veiðist um þessar mundir við Vestmannaeyjar. Saltendur í Eyj- um og Þorlákshöfn hafa einnig tekið ákvörðun um stöðvun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið mikið um átu í síld þeirri, sem að undanförnu hef- ur veiðzt við Vestmannáeyjar. Hef- ur Síldarútvegsnefnd varað salt- endur við því að verka slíka síld, þar sem það samræmist ekki kröf- um um gæði og gerða fyrirfram- samninga um sölu saltsíldar af yf- irstandandi vertíð. A sex mánaða fresti er óhreyfð innstæða borin saman við ávöxtun verðtryggðra reikninga með 6.5% vöxtum og hagstæðari kjörin látin gilda. Slík trygging er sérstak/ega mikilvæg í ótryggu ástandi þjóðmála. Sparisjóðurinn í Keflavík, — Sparisjóður Kópavogs, — Sparisjóður Mýrasýslu, — Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, — Sparisjóður vélstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.