Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Click here for more information on 207. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984
Loftpúðabfllinn Kiddi Kraft dregur mælingavagninn eftir sandbleytum Skeiðarársands, en mælingavagninn er úr áli og á honum hangir sendir
segulmælitækisins og móttakari.
Er „gullskipið" fundið
með segulmælingum?
Koníaksskipið Auróra og Het Wapen van
Amsterdarr í „sigti gullskipsmanna"
„ÞAÐ ERU þrjú útslög í segulmælingum á Skeiðarársandi sem komu í
Ijós og mark er tekið á, þrjú skip í sigtinu, en eitt útslagið er langstærst
og girnilegast, enda verður það kannað fyrst, en í þeim viðamiklu mæl-
ingum sem framkvæmdar hafa verið að undanförmi undir stjórn Karls
Gunnarssonar hjá Orkustofnun hefur enn þrengst hringurinn um hið
margþráða skip Het Wapen van Amsterdam," sagði Kristinn Guð-
brandsson í Björgun, cinn af forystumönnum „gullskipsmanna", í sam-
tali við blm. Mbl. í gær.
Gullskipsmenn hafa í liðlega
tvær vikur unnið við segulmæl-
ingar á sandinum með fullkomn-
ustu tækjum sem völ er á og
nýsmíðuðum loftpúðabíl sem
smíðaður var í Björgun af
Kristni Kristinssyni og Jóhanni
Wolfran. Hefur loftpúðabíllinn,
sem kallaður er Kiddi Kraft,
reynzt mjög vel og fer hann
óhindrað yfir vatnasvæði Skeið-
arársands á allt að 80 km hraða.
Segulmælingin sem gefur vonir
um að þar liggi Het Wapen van
Amsterdam er fram við sjó á
Skaftafellsfjöru, um 6 km vestan
við stað þann sem síðast var
grafið á og talið er að togarinn
Friedrich Albert liggi í sandin-
um. Meö þessum mælingum að
undanförnu er búið að rekja
verulega staðsetningar á
skipsströndum á þessu svæði, en
vitað er um öll strönd á svæðinu
frá árinu 1000, eða alls um 40
strönd.   I   gögnum   sem   fræði-
menn hafa unnið er strandstað-
ur Het Wapen merktur á sömu
slóðum og segulmælingin nú
sýnir mest útslagið eða um 40
metra langt, en Het Wapen var
49 metra langt skip með járn-
ballest. Mælingar voru gerðar í
haust á 8 km löngu svæði og
200—500 m breiðu vestan við
síðasta athafnasvæði leitar-
manna. Talið er að togarinn
Wurtemberg sem strandaði 18.
febrúar 1906 liggi um 1,5 km
austan við staðinn þar sem
Friedrich Albert fannst í fyrra,
en nýju útslögin þrjú eru óll
vestan við þann stað á Skafta-
fellsfjörum. Um 1,5 km vestan
við Friedrich Albert mældist
veikt útslag og er talið að þar
liggi birgðaskip franska flotans,
Aurora, sem strandaði 20. feb.
1912 og hvarf í sandinn óbrotið á
örfáum dögum, en talið er að
miklar birgðir af koníaki hafi
verið   í   skipinu.   Tveimur   km
vestar mældist útslag, einnig
veikt, en þar er talið að skipið
Marie Ollin de Granville liggi í
sandinum en það strandaði 21.
apríl 1865 og um 3 km vestar er
stærsta útslagið.
Nýjasta gerð af sjálfritandi
segulmæli og lóranstaðsetn-
ingartæki var notað við mæl-
ingarnar, en segulmælirinn á að
geta sagt til um hvort járn ligg-
ur í sandinum eða ekki. Mælir-
inn vinnur fyrir tölvuvinnslu og
er nú verið að vinna úr tölum og
kúrfum sem komu fram, en þess
er vænst að niðurstöður gefi
vísbendingu um dýpt málmsins í
sandinum.
Kristinn Guðbrandsson sagði í
samtali við blm. Mbl. að stefnt
væri að því að bora í stærsta
útslagið í vor og taka þar sýnis-
horn, en ef annað kemur í ljós en
vonir standa til verður leit hald-
ið áfram á Kidda Kraft.
Olíufélógin:
Sækja um 7
til 20 %
hækkun á-
lagningar
NOKKRAR hækkunarbeiðnir liggja
nú fyrir hjá verðlagsráði, en engir
fundir hafa verið haldnir hjá því síöan
verkfall BSRB hófst. Meðal annars
liggur þar fyrir beiðni um hækkun
álagningar um 7 til 20% frá olíufélög-
unum.
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri,
sagði i samtali við Morgunblaðið, að
verðlagsstofnun væri nú hálflömuð
vegna verkfalls BSRB og líklega
yrðu engir fundir haldnir í verð-
lagsráði fyrr en að því loknu. Fyrir
ráðinu lægju nú nokkrar beiönir um
hækkanir, meðal annars frá olíufé-
lögunum og leigubílstjórum. Færu
olíufélögin fram á hækkun álagn-
ingar um 7 til 20% eftir því hvort
um væri að ræða bensín, gasolíu
eða svartolíu. Þá væri farið fram á
7% hækkun á taxta leigubíla.
Hugsanlegt væri að einhverjar
breytingar yrðu á þessum hækkun-
arbeiðnum í ljósi þróunar doll rs og
verðlagsþróunar innanlands um
þessar mundir.
Síldarsöltun í Eyjum
og á Suðurnesjum:
Stöðvuð um
tíma vegna
mikillar átu
Sfldarsaltendur í Grindavík hafa nú
ákveðið að stöðva sfldarsöltun yfír
helgina vegna mikillar átu í sfld
þeirri, sem veiðist um þessar mundir
við Vestmannaeyjar. Saltendur í Eyj-
um og Þorlákshöfn hafa einnig tekið
ákvörðun um stöðvun.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur verið mikið um atu í
síld þeirri, sem að undanförnu hef-
ur veiðzt við Vestmannsíeyjar. Hef-
ur Síldarútvegsnefnd varað salt-
endur við því að verka slíka sild,
þar sem það samræmist ekki kröf-
um um gæði og gerða fyrirfram-
samninga um sölu saltsíldar af yf-
irstandandi vertíð.
TRYGGSNG GEGN
VERÐBÓLGU
Á sex mánaða fresti er óhreyfð innstæða borin saman við
ávöxtun verðtryggðra reikninga með 6.5% vöxtum og
hagstæöari kjörin látin gilda. Slík trygging er sérstaklega
miki/væg í ótryggu ástandi þjóðmála.
Sparisjóðurinn í Keflavík, — Sparisjóður Kópavogs, — Sparisjóður Mýrasýslu, — Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, — Sparisjóður vélstjóra.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40
Page 41
Page 41
Page 42
Page 42
Page 43
Page 43
Page 44
Page 44
Page 45
Page 45
Page 46
Page 46
Page 47
Page 47
Page 48
Page 48