Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 217. tbl. 71. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins „Urslitin eru afdráttarlaus stuðningur við stefnu vora“ Los Angeles, 7. nóvember. AP. RONALD Reagan sagði bandaríska kjósendur hafa lýst „afdráttar- lausum stuðningi“ við stefnu stjórnar sinnar og ef stjórnin fengi ekki vilja sínum framgengt í fulltrúadeild þingsins, þar sem repúblikanar eru í minnihluta, „munum við bera málið upp við þjóðina". „Hér í Bandaríkjunum er það þjóðin sem ræður,“ sagði Reagan eftir kosningasigurinn, sem var sögulegur, þar sem enginn frambjóðandi hefur fengið jafnmarga kjörmenn og hann. Sigraði Reagan í 49 ríkjum og hlaut 525 kjörmenn af 538. Mondale sigraði í heimaríkinu, Minnesota, og í höfuðborginni. Kosningaþáttaka var 56% og meiri en nokkru sinni fyrr. Rúmar 89 milljónir kusu, 52,8 milljónir studdu Reagan, eða 59%, og 36,6 Mondale, eða 41 %. Repúblikum tókst þó ekki að færa sér vinsældir forsetans í nyt til að ná meirihluta í full- trúadeild þingsins. Hafði flokk- urinn hlotið 178 sæti í kvöld mið- að við 250 sæti demókrata. Átti eftir að úrskurða um sjö sæti og koma fjögur þeirra líklega í hlut repúblikana. Síðast hlutu demó- kratar 267 sæti en repúblikanar 168. f kosningum um 33 öldunga- deildarsæti hlutu demókratar 16 og unnu tvö sæti af repúblikun- um. Meirihluti repúblikana í deildinni hefur því minnkað í 53-47. Reagan sagðist eftir sigurinn hafa áhuga á að stuðla að betri sambúð stórveldanna, m.a. með leiðtogafundi þeirra Chernenko forseta Sovétríkjanna. Hann sagði að með því að efla styrk þjóðarinnar að nýju mundi sá dagur nálgast er allar þjóðir byrjuðu að fækka kjarnorku- vopnum og ef til vill útiloka þau algerlega frá jörðinni. Reagan sagði þjóðina hafa lýst ótvíræð- um stuðningi við stefnu sína, en Mondale sagði persónu Reagans hafa sigrað en ekki málefnið. Spáði Mondale því að Reagan myndi fyrr en seinna neyðast til að hækka skatta svo og leggja til niðurskurð til félagsmála. Sigri Reagans var vel tekið í lýðræðisríkjum og Sovétmenn kváðust vænta þess að breyting til hins betra í samskiptum þjóð- anna yrði á komandi árum. „Það yrði báðum þjóðunum til fram- dráttar svo og heimsfriði," sagði í skeytinu. Bandaríkjadollar snarlækkaði í verði í Evrópu þegar sigur Reagans var vís, og einnig vegna spádóma um að slakað yrði á eft- irliti með bankavöxtum í Banda- ríkjunum. Annar stærsti banki landsins, Citibank, lækkaði for- vexti í 11,75% og er búist við að fleiri bankar fylgi í kjölfarið. Verðbréf féllu í New York. Sjá nánar fréttir af kosning- unum á bls. 28, 29, 32 og 33. AP/Símamynd Á sigurstundu. Nancy og Ronald Reagan fagna niðurstöðum bandarísku forsetakosninganna eftir að Ijóst varð að forsetinn héldi velli með sögulegum sigri. Jaruzelski yfir leynilögregluna Varsjá, 7. nóvember. AP. STJORNLAGANEFND pólska kommúnistaflokksins hefur ákveðið að Jaruzelski hershöfðingi taki við stjórn innanríkisráðuneytisins í framhaldi af morðinu á prestinum Jerzy Popieluszko, og segja vest- rænir sendifulltrúar þetta til marks um að meiriháttar hreinsanir séu í uppsiglingu í flokknum og leyniþjónustunni. Færeyingar að kjörborði l*órHh«fn, Færeyjum. Frá Jogvan Arge, frétUriUra Mbi. F/KREYSKIK kjósendur ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýtt lögþing. Síðustu fjögur árin hafa borg- araflokkarnir haldið um stjórnvölinn en samstarfið einkennst af innbyrðis togstreitu. Skoðanakannanir síðustu daga benda til, að þrátt fyrir óeininguna í stjórninni muni tveir flokkanna, Fólkaflokkurinn og Sjálfstýriflokk- urinn, bæta við sig fylgi í kosning- unum, en sá þriðji, Sambandsflokk- urinn, muni tapa. Hvað stjórnar- andstöðuna varðar þá mun Þjóð- veldisflokkurinn vinna á en jafnað- armenn standa í stað og Kristilegi þjóöarflokkurinn tapa. Jaruzelski. Auk morðingja Popieluszko hafa tveir háttsettir menn í ráðu- neytinu verið leystir frá störfum og ofursti í Varsjárlögreglunni á yfir höfði sér refsingu. Staða harðlínumanns í stjórnlaganefnd- inni, Miroslaws Milewski, er vafa- söm í kjölfar prestmorðsins. Dipl- ómatar segja Jaruzelski nú í að- stöðu til að losa sig við helztu and- stæðinga sina í flokknum og herða tökin á öryggislögreglunni. Formælandi herstjórnarinnar staðfesti í dag að ræningjar Popi- eluszko hefðu pyntað hann áður en þeir myrtu hann. Áverkar hefðu verið á höfði og hálsi til marks um að beitt hefði verið hörðum hlut. Mondale snýr sér að lögfræðinni St Paul, 7. nóvember. AP. WALTER Mondale tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að leggja stjórnmál á hilluna og snúa sér að lögfræðistörfum að nýju. Hér væri þó ekki um að ræða uppgjöf við stefnu þá sem hann hefði barist fyrir. Við þetta tækifæri rétt- lætti Mondale þá ákvörðun sína að velja Geraldine Fer- raro sem varaforsetaefni, en kannanir meðal kjósenda benda til þess að sú ráðstöf- un hafi dregið úr sigurmögu- leikum Mondale. Sagði Mondale sigur Reag- ans byggjast á persónulegum vinsældum forsetans en ekki málefnum. Dró hann á ný í efa ágæti stefnu stjórnar Reagans í efnahagsmálum og afvopnunar- og utanríkis- málum, en kvaðst vona að hann reyndist ekki sannspár. Mondale
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.