Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 3 Ný göngubrú byggð yfir Skógá í sumar Holti, 27. oklóber. Flugbjörgunarsveit Austur-Eyfell- inga byggði í lok ágúst ( sumar göngubrú yfir Skógá á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls og er brúin rétt fyrir neðan vaðið á Skógá og blasir við þaðan. Er brúin varanleg og hin traustasta. Auk þess hefur fiugbjörg- unarsveitin nær lokið við að koma niður sjálfiýsandi stikum á allri gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Þessi gönguleið hefur oft reynst mjög erfið og hættuleg ferðamönn- um og er skemmst að minnast slyssins í sumar er skozkur ferða- maður lézt 12. ágúst við að reyna að komast yfir vaðið á Skógá. Þessa manns var þá leitað af þrem björgunarsveitum undir stjórn Flugbjörgunarsveitar Austur- Eyfellinga i 3 daga og fengnir kaf- arar til að leita við stærstu foss- hylina, en eins og kunnugt er eru 18 stórir og mikilfenglegir fossar í Skógá. Mannsins var síðan áfram leitað af flugbjörgunarsveitinni unz hann fannst 6. október sl. Formaður Flugbjörgunarsveitar Austur-Eyfellinga er Baldvin Sig- urðsson, Eyvindarhólum. Göngubrúin yfir Skógá. Myndin er tekin f haust er Baldvin Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar, bauð kvenfélagskonum sveitarinnar og eiginmönnum þeirra í ferð á Fimmvörðuháls. Nyri fjölskyldunni Sameinar það besta úr Saab 99 og Saab 900 SAAB 90 er nýr bíll í SAAB fjöl- skyldunni. Hann kemur í staö SAAB 99. SAAB 90 er ekki stórkostleg bylting, hann sameinar í útliti og eiginleikum það besta úr 99 og 900 gerðunum. Hjá SAAB verksmiðjunum eru menn lítið fyrir byltingarkenndar breytingar — þar er unnið að stöðugum endur- bótum — með alþekktum árangri. SAAB vetrarbíllinn á íslandi. Framhjóladrifinn - traustbyggður - neyslugrannur - kemur þér á leiðar- enda í nánast hvaða færð sem er. Verðið er frá kr. 433.000.- og hann er sko vel þess virði. TÖCCURHR UMBOÐtÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI81530
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.