Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 217. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984
Pétur Antonsson, verksmiðjustjóri í Krossanesi:
„Allir aðilar njóta
góðs af endurbótum
verksmiðjunnar"
Aknrryri, 29. október.
Krossanesverksmiðjan
greiðir 10% hærra verð
en aðrar verksmiðjur
fyrir loðnuna
FRAM hefur komið í fréttum und-
anfarin, að Síldarverk.smiojan í
Krossanesi greidir 10% hærra hrá-
efnisverð en aðrar sildarbræðslur
á landinu. Pétur Antonsson, verk-
smiðjustjóri, var spurður hvað
gerði það að verkum að verksmiðj-
an gæti greitt ha-rra verð en aðrir.
„A undanförnum árum hafa
farið fram gagngerar endurbæt-
ur á verksmiðjunni. Þessar
endurbætur hafa valdið því að
við þurfum mun minni olíu til
framleiðslu á hverju hráefnis-
tonni. Þetta byggist að verulegu
leyti á þvi að veksmiðjan endur-
vinnur í verulegum mæli orku,
sem annars staðar rennur
óhindruð út í andrúmsloftið.
Eftir þessar breytingar taldi
stjórn fyrirtækisins eðlilegt að
aukin hagkvæmni í rekstri leiddi
til þess að verksmiðjan greiddi
hærra verð til hráefnisseljenda,
sérstakiega þegar háefni væri af
skornum skammti. Þetta höfum
við gert og má segja að allir aðil-
ar, verksmiðjan, sjómenn og út-
gerðarmenn, njóti góðs af. Ég vil
þó láta þess getið að aðrar verk-
smiðjur í landinu hafa flestar
orðið mikið af góðum tækjum að
öðru leyti en því að eldþurrkun
er enn í þeim flestum. Verði því
breytt í svipað horf og er hjá
okkur, þá myndi ekki einungs
fást betri afurðir, heldur fylgir
því einnig verulegur orkusparn-
aður, auk þess sem afurðirnar
verða tvímælalaust betri og
verðmeiri.*1
— En hvaða verð greiðir verk-
smiðjan nú?
„Hráefnisverð loðnunnar er
nú ansi flókið dæmi, sem í meg-
indráttum byggist á því, að
skiptaverð pr. tonn var ákveðið
kr. 900 miðað við fituinnihald
16% og þurrefnisinnihald 15%.
1% frávik í fituinnihaldi veldur
hækkun eða lækkun sem nemur
57 krónum, og 1 % frávik í þurr-
efnisinnihaldi veldur hækkun
eða lækkun sem nemur 63 krón-
um, hvort tveggja miðað við eitt
Pétur Antonsson framkvKmdastjóri
tonn. Þá greiða verksmiðjurnar
einnig 39% ofan á skiptaverð
(900 krónur), sem rennur óskipt
til útgerðarinnar. Þannig er
þetta nokkuð flókið dæmi, hvert
raunverulegt verð er, sem verk-
smiðjurnar greiða, en það sem af
er þessari vertíð hefur okkar
verksmiðja greitt um þaö bil
1650 krónur fyrir hvert tonn að
meðaltali, enda hefur fituinni-
hald loðnunnar veriö óvenju
mikið og veldur að sjálfsögðu
hærra hráefnisverði. Auk þessa
er engin launung á því, að hafi
skip þurft að sigla langa leið
með farminn til þess að landa
hjá okkur, þá höfum við tekið
þátt í oliukostnaði."
— Og hvernig er svo afkoma
verksmiðj unnar ?
„Ég held að við þurfum ekki að
kvarta. Arið 1983 bárust okkur
um það bil 13 þúsund tonn alls
og það ár varð hagnaður af
rekstri 2,3 millj. kr. Það sem af
er þessu ári hefur verksmiðjan
tekið á móti ca. 23 þúsund tonn-
um og tveir mánuðir eftir af ár-
inu. Þannig er þegar ljóst að
framleiðsla okkar verður meira
en helmingi meiri á þessu ári en
í fyrra. Við höfum þegar selt
nokkuð af framleiðslu haustsins
og fengið þokkalegt verð fyrir.
En auðvitað er allsendis ómögu-
legt að segja til um afkomu verk-
smiðjunnar fyrr en búið er að
selja afurðirnar. En við skulum
segja að útlitið sé alls ekki vont
eins og er, hvað sem verður þeg-
ar upp verður staðið," sagði Pét-
ur Antonsson, verksmiðjustjóri í
Krossanesi, að lokum.   GBerg.
Frá fundinum sem haldinn var með blaðamönnum að ráðstefnunni lokinni,
talið frá vinstri: Ralf Hultberg, framkvæmdastjóri Riksbyggen, Guðni Jó-
hannesson, varaformaður Búseta í Reykjavík og nágrenni, Jón Rúnar Geirs-
son, formaður Búseta, og Olle Lindström, aðstoðarframkvæmdastjóri Riks-
byggen.
Sænskir búseta-
félagar funda hér
RIKSBYGGEN nefnist annað stærsU
samband búseturéttarfélaga í Svíþjóð
og var það stofnað árið 1940. Um 70
yfirmenn frá Riksbyggen héldu ráð-
stefnu nér á landi dagana 3. til 5.
september sl. Á ráðstefnunni voru
stefnumál Riksbyggen í nánustu
framtíð reifuð, fjallað var um framtíð-
arþróun á sviði tæknivæðingar og rætt
var um menntun yfirmanna. Þá voru
islen.sk húsnæðismál kynnt og full-
trúar ASÍ og Búseta í Reykjavík áttu
viðræður við sænsku yfirmennina. Á
blaðatnannafundi sem haldinn var að
ráðstefunni lokinni skýrði Ralf Hult-
berg, framkvæmdastjóri Riksbyggen,
frá starfsemi þess.
„Starfsmenn hjá Riksbyggen eru
um þrjú þúsund og búseta-félagar
ytra viðhald á íbúðum þeirra og
umhirðu garðanna umhverfis.
fslensku húsnæðissamvinnufé-
login eru sniðin eftir fyrirmynd
Riksbyggen og því er starfseminni
eins háttað, þ.e. félagsmaður í
Riksbyggen greiðir svokallað bú-
seturéttargjald, sem er ákveðinn
hluti af kostnaðarverði húsnæðis-
ins, og eignast þar með ótímabund-
inn búseturétt og umráð yfir við-
komandi íbúð. f dag kostar það um
1.500 þúsund krónur isl. að byggja
þriggja herbergja íbúð í Svíþjóð.
Mánaðargreiðslan fyrir nýja íbúð
er um 9.500 krónur ísl. og búsetu-
réttargjaldið er um 60.000 krónur
ísl.
7/   *)> .  \  <
Fri ráostefnunni sem yfirmenn senska húsnæðissamvinnufélagsins, Riks-
byggen, néldu hér í september sl.                        Mbl./Emilla.
eru um 130.000," sagði Hultberg.
„Við byggjum um 3.000 íbúðir á ári
hverju og frá upphafi höfum við
byggt alls 250.000 . Nú búa um
500.000 manns í búseturéttaríbúð-
um á vegum Riksbyggen. Annað
verkefni okkar er að annast rekstur
um 1.200 búseturéttarfélaga í Sví-
þjóð og um 200.000 íbúða á þeirra
vegum. Við önnumst ekki aðeins
bókhald og fjárhagsáætlanir félag-
anna heldur sjáum við einnig um
Jón Helgi Guðmundsson tekur við 100. IBM IT-tölvunni frá Erlingi As-
geirssyni og Gunnari Ólafssyni hjá Gísla J. Johnsen.
Starfsmenn Gísla J. Johnsen og fulltrúar IBM fagna því að 100 tölvur hafa
nú þegar verið afhentar.
Gísli J. Johnsen afhendir 100. IBM-einkatölvuna
GÍSLI J. Johnsen sf. fékk þann 1.
aprfl á þessu ári umboð fyrir IBM-
tölvur á Islandi. Á því tæpa hálfa ári,
sem liðið er, hafa tölvurnar hlotið
mjög góðar viðtökur og nýlega af-
henti fyrirtækið 100 IBM IT-vclina.
Það var BYKÓ, sem keypti
þessa tölvu og tók Jón Helgi Guð-
mundsson, forstjóri BYKÓ, við
henni  frá  Erling  Ásgeirssyni,
framkvæmdarstjóra Gísla J.
Johnsen, og Gunnar ólafssyni,
framkvæmdastjóra Tölvubúnaðar
sf., dótturfyrirtækis Gísla J. Jo-
hnsen, sem nýlega var stofnað.
í fréttatilkynningu frá Gísla J.
Johnsen segir að fjölmargar pant-
anir liggi fyrir frá skólum, stofn-
unum og fyrirtækjum um kaup á
IBM tolvubúnaði, stórum eða smá-
um. Tölvurnar hafa þó fyrst og
fremst farið til fyrirtæka til notk-
unar við bókhald og gagnageymslu
eða til að tengjast stærri vélum
frá IBM. Fyrirtækið afhenti ný-
lega Háskóla íslands tölvur, en
fyrirhugað er, að Háskólinn kaupi
tæpar 50 IBM-tölvur á þessu ári.
Einnig hefur verið gerður samn-
ingur við Innkaupastofnun ríkis-
ins um sölu á tölvum og viðhaldi
og þjónustu við þær.
Tölvubúnaður sf. er nýtt dótt-
urfyrirtæki Gísla J. Johnsen.
Fyrirtækið kynnir og markaðsset-
ur hugbúnað fyrir tölvur og veitir
viðskiptavinum Gísla J. Johnsen,
ráðgjöf við uppsetningu og noktun
tolvu- og hugbúnaðar. Vegna auk-
inna umsvifa fyrirtækisins hefur
þurft að fjölga nokkuð starfs-
mönnum þess.
Riksbyggen tekur vaxandi þátt í
því að spara orku í húsum sínum og
hitunarkostnaður, sem er mjög hár
í Svíþjóð eins og víðar, er innifalinn
í leiguverðinu. fbúðarbyggingar
hafa dregist saman í Svíþjóð und-
anfarin ár hjá öðrum byggingarað-
ilum en húsnæðissamvinnufélögum
og í ár og á næsta ári er gert ráð
fyrir að hlutur þeirra verði um eða
yfir V4 af allri byggingarstarfsem-
inni."
Hultberg var inntur eftir því
hverja hann teldi vera framtið is-
lensku húsnæðissamvinnufélag-
anna. „Það er vissulega ánægjulegt
að nú hafa verið stofnuð húsnæðis-
samvinnufélog á íslandi eins og á
hinum Norðurlöndunum þó að
árangursins sé ekki enn farið að
gæta. Við hjá Riksbyggen munum
þó gera allt sem í okkar valdi stend-
ur til þess að húsnæðissamvinnufé-
lög verði viðurkennd sem slik hér á
landi," sagði Hultberg.
Guðni Jóhannesson varaformað-
ur Búseta í Reykjavík og nágrenni
tjáði blm. að félagsmenn í Búseta í
Reykjavík væru nú um 2.500. „Sótt
hefur verið um lán úr Byggingar-
sjóði verkamanna, í samræmi við
gildandi lög um húsnæðismál, til
byggingar á 56 íbúðum í Reykjavík,
16 á Akureyri og 8 í Árnessýslu",
sagði Guðni. „Borgarstjórinn i
Reykjavík hefur gefið okkur vilyrði
fyrir lóðunum þegar fjármögnun er
tryggð en eins og kunnugt er stend-
ur enn á húsnæðisstjórnarláni. Því
er lítið um málið að segja eins og
staðan er í dag, en nefnd á vegum
félagsmálaráðuneytisins vinnur að
því aö íslensk húsnæðissamvinnufé-
lög geti orðið að veruleika. Við
munum knýja á um að þessi mál
skýrist þegar á næstu mánuðum,"
sagði Guðni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64