Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 217. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984
29
Skoðanir Ronald
Reagans í innan-
og utanríkismálum
New York, 7. november. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, sem var endurkjörinn í kosningunum sl. þriðjudag, er
íhaldssamur í skoðunum, jafnt í utanríkis- sem innanríkismálum. Hér á eftir verður getið
nokkurra mikilvægra málaflokka og viðhorfa hans til þeirra.
„Við erum rétt að byrja"
Reagan, forseti, gefur sigurmerki með fingrinum eftir að hafa fagnað
endurkjörinu með ræðu á Century Plaza-hótelinu í Los Angeles. „Við
erum rétt að byrja," sagði hann í ræðunni og átti við, að næstu fjögur
árin mun hann standa við stjórnvölinn í Hvíta húsinu.          AP.
AFVOPNUNARMAL: Reagan er
andvígur því, að kjarnorku-
vopnaframleiðsla verði stöðvuð
vegna þess, að Sovétmenn vilja
ekki fallast á raunverulegt eft-
irlit með slíkum samningi.
Hann telur, að mikill hernað-
armáttur Bandaríkjamanna
muni einn geta fengið Sovét-
menn til alvarlegra viðræðna og
er þess vegna hlynntur auknum
framlögum til hermála. Reagan
vill fækka og draga úr áhrifa-
mætti langdrægra eldflauga og
takmarka sprengjuflugvélar og
stýriflaugar við minni fjölda en
kveðið er á um í SALT II. Hann
vill einnig alheimsbann við
efnavopnum svo fremi Sovét-
menn fallist á eftirlit með því.
MIÐAUSTURLÖND: TUlaga
Reagans um palestínskt ríki á
vesturbakkanum og Gaza-svæð-
inu á ekki mikinn hljómgrunn
lengur eftir að Israelar tóku að
setjast að á fyrrnefnda staðn-
um. Þrátt fyrir það heldur hann
enn tillögu sinni til streitu.
MIÐ-AMERÍKA: Reagan er
þeirrar skoðunar, að Sovétmenn
og bandamenn þeirra á Kúbu og
í Nicaragua reyni að breiða út
kommúnisma í Mið-Ameríku og
annars  staðar  á  vesturhveli
Demókratar eru ennþá í
meirihluta í fulltrúadeild
Washiagton, 7. nÓTember. AP.
ÞRÁTT fyrir yfírburðasigur Ronald Reagans í forsetakosn-
ingunum urðu margir af frambjóðendum repúblikana að
sætta sig við að sitja eftir með sárt ennið, þar sem demókrat-
ar héldu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni og söxuðu á
meirihluta forsetans í öldungadeildínni.
kynnst  jafnoka  hans  að  þessu
„Það sem við höfum verið að
gera er aðeins undirbúningur fyrir
það sem við ætlum að gera," sagði
Reagan við fagnandi stuðn-
ingsmenn sína í Los Angeles, þeg-
ar þeir hrópuðu „Fjögur ár í við-
bót, fjögur ár í viðbót".
En talsmaður demókrata í full-
trúadeildinni, Thomas P. O'Neill
yngri, svaraði að bragði: „Hann
hefur ekki fengið umboð frá þjóð-
inni til þess að gera eitt eða neitt."
Atti hann þar við misheppnaða
tilraun repúblikana til að vinna á
í fulltrúadeildinni. Og O'Neill
bætti við: „Kjósendur sendu demó-
krata með umboð sitt inn á þing,
sem öryggisnet fyrir bandarísku
þjóðina."
O'Neill kvað sigur Reagans
stafa „af gífurlegum vinsældum
forsetans.   Við   höfum  aldrei
að
leyti.'
Þegar ljóst var orðið um skipt-
ingu 426 af 435 sætum fulltrúa-
deildarinnar, höfðu demókratar
fengið 249 sæti, eða 31 sæti fleira
en þarf til að halda meirihluta í
deildinni. Virtust þeir einnig ætla
að hafa betur i keppninni um fjög-
ur þeirra sæta sem eftir var að
skera úr um. Repúblikanar höfðu
fengið 177 sæti og virtust ætla að
vinna fimm sæti til viðbótar. Mið-
að við þessar tölur virðist flokkur
forsetans ætla að vinna 14 af 26
sætum sem töpuðust fyrir tveimur
árum.
Fyrir kosningarnar sem fram
fóru á þriðjudag höfðu demókrat-
ar 267 sæti í fulltrúadeildinni, en
repúblikanar 168 sæti.
í fulltrúadeildinni tapaði demó-
kratinn Clarence Long frá Mary-
land fyrir frambjóðanda repúblik-
ana, Helen Dietrich Bentley, en
þetta var í þriðja sinn sem hún
bauð sig fram á móti honum.
Long, sem verið hefur formaður
undirnefndar fjárveitinganefndar
fulltrúadeildarinnar, hefur barist
hart á móti stefnu forsetans í mál-
efnum Mið-Ameríku.
Fyrir fjórum árum olli stórsigur
Reagans því, að repúblikanar
fengu meirihluta í öldungadeild-
inni og unnu 33 sæti í fulltrúa-
deildinni. Gerði þetta forsetanum
kleift að ganga til samstarfs við
íhatdssama demókrata í fulltrúa-
deildinni og fá meirihluta fyrir
fjárlagafrumvarpi sínu og skatta-
lækkanafrumvarpi. Þessi sam-
vinna riðlaðist í kosningunum
1982, þegar demókratar unnu 26
sæti í deildinni. Gerðu repúblikan-
ar sér nokkrar vonir um það nú, að
vinsældir forsetans mundu hjálpa
til að vinna aftur tapið frá 1982.
jarðar. Hann styður skæruliða,
sem berjast gegn stjórn sandin-
ista í Nicaragua, og vill auka
aðstoðina við stjórnina í El
Salvador.
RÍKISÚTGJÖLD: Reagan er
hlynntur því, að stjórnar-
skránni verði breytt og alríkis-
stjórninni gert skylt að hafa
fjárlögin hallalaus. Hann vill
draga úr útgjöldunum en ekki
er alveg ljóst hvar hann vill
bera niður þar sem hann hefur
heitið því að hrófla ekki við eft-
irlaunagreiðslum og berst fyrir
auknum framlögum til hersins.
Hann er mikill talsmaður hins
frjálsa markaðar og lægri
vaxta.
VIÐSKIPTAMÁL: Reagan barst
fyrir frjálsri verslun og er and-
vígur tilraunum þingsins til að
skylda erlenda bílaframleiðend-
ur til að nota bandarískt vinnu-
afl og framleiðslu að hluta í
þeim bílum, sem seldir eru í
Bandaríkjunum. Hann var and-
vígur hömlum á innflutningi
stáls en féllst á tolla og nokkrar
takmarkanir á innflutningi syk-
urs, vefnaðarvöru, vélhjóla og
nokkurra stálvörutegunda.
FÓSTUREYÐINGAR: Reagan er
hlynntur því, að stjórnar-
skránni verði breytt og fóstur-
eyðingar verði bannaðar.
TRÚMÁL: Reagan vill breyta
stjórnarskránni og heimila
bænastund í opinberum skólum
ef skólayfirvöld og foreldrar
fara fram á það.
Skattalækkun og leyfi til
að selja falskar tennur
meðal mála sem kosið var um
New Vork, 7. aórember. AP.
Kosningaslagurinn í Bandaríkj-
unum snerist að sjálfsögðu helst
Formaður utanríkis-
nefndarinnar felldur
nik-ago. 7. nóvember. AP.
REPÚBLIKANINN Charles Percy,
sem setið hefur í öldungadeild
Bandaríkjaþings í þrjú kjörtímabil
og verið formaður utanríkismála-
nefndar deildarinnar, náði ekki
endurkjöri í kosningunum í gær.
Hann féll fyrir demókratanum Paul
Simon, sem setið hefur í fulltrúa-
deild þingsins.
Að Percy var sótt úr tveimur
áttum í kjördæmi hans, Illinois.
Annars vegar sökuðu íhaldssamir
flokksbræður hans hann um að
vera of frjálslyndan og hins vegar
gagnrýndu gyðingar hann fyrir að
vera of linan í stuðningi við Israel.
Paul Simon, sem er fyrrum
prófessor og vararíkisstjóri, hefur
verið ötull málsvari fsraela og
lögðu gyðingar í Chicago mikið fé
í kosningasjóð hans.
Þegar talin höfðu verið 90% at-
kvæða i Illinois var hlutur Simons
51% en hlutur Percys 48%.
um mennina tvo, sem buðu sig
fram í forsetaembættið, en þar að
auki var kosið um fjöldamörg önn-
ur mál víða um landið, allt frá
skattalækkunum til banns við
kjarnorkuvopnum.
í fimm ríkjum var tekist á um
skattalækkunartillögu og hefur
það vakið nokkra athygli, að
henni var yfirleitt hafnað.
Þannig var einnig um tillögu um
að leyfa spilavíti í Arkansas og
Colorado og í Maine sögðu 67%
kjósenda nei við endurbótum á
jafnréttislögum.
í háskólabænum Ann Arbor í
Michigan var lagt til, að bærinn
yrði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði og kjarnorkuvopnarann-
sóknir bannaðar þar en íbúarnir
reyndust flestir vera á annarri
skoðun. Kjarnorkuvopnabann
var þó samþykkt í nokkrum
sveitarfélögum í Kaliforníu og
Oregon. Fasteignaskattar voru
víða nokkurt hitamál en yfir-
leitt voru kjósendur ekki á því
að setja þeim þröngar skorður.
I Montana voru greidd at-
kvæði um sérkennilegt mál og
þar var samþykkt, að „tanna-
klastrarar", sem nefndust svo,
mættu selja falskar tennur.
Andstæðingar tillögunnar bentu
þó á, að menntunin, sem talað
væri um, að „tannaklastrararn-
ir" hefðu, væri hvergi fáanleg.
í Kaliforniu voru kjósendur
andvígir því að skera niður
framlög til heilsugæslu- og
tryggingamála en samþykktu
hins vegar, að hér eftir skuli
kjörseðlar aðeins vera á ensku
en ekki spænsku líka eins og
verið hefur um hríð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64