Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 217. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984
Alþingi í gær:
Guðrún Helgadóttir:
Slæleg
vinnubrögð
þingnefnda
Guðrún Helgadóttir (Abl.)
kvaddi sér hljóðs í neðri deild Al-
þingis í gær og gerði að umtalsef ni
slæleg vinnubrogð þingnefnda.
Hún sagði þing hafa staðið tæpan
mánuð en aðeins fjórar af fjöl-
mörgum þingnefndum hefðu þeg-
ar komið saman til annarra starfa
en velja sér formenn. Þetta vinnu-
lag væri vanvirða við þingmál,
sem einstakir þingmenn hefðu
þegar lagt fram, og meginorsök
þess að aíltof mörg mál hrönnuð-
ust upp til afgreiðslu á síðustu
vikum fyrir þinghlé um jól og
þinglausnir að vorí; fengu þá
oftlega of litla og fljótfærnislega
athugun. Skoraði hún á forseta
Alþingis að sjá svo um, að þing-
nefndum væri haldið að verki og
verkefnum betur jafnað á þing-
tíma bæði þingnefndum og þing-
deildum.
Ingvar Gíslason, forseti þing-
deildarinnar, hét því að þetta mál
skyldi tekið fyrir á fundi forseta
þingsins.
Skýrsla
um sjóefna-
vinnsluna á
Reykjanesi
líl þingmenn hafa farið þess á leit
við iðnaðarráðherra að hann gefi Al-
þingi skýrslu um stofnkostnað,
rekstrarafkomu og framtíðaráætlan-
ir sjóefnavinn.slu á Reykjanesi.
| Oskað er eftir að rekstrafkoma
og rekstaráætlanir séu sundurlið-
aðar á helstu rekstrarþætti og
stofnkostnaðaráætlanir sömuleið-
is á meginþætti. Þá er einnig beðið
um að fram komi efnahagsstaða
fyrirtækisins og markaðsstaða
þess Iíka.
Starfsfólk kaupir Landssmiðjuna
Afnám eða þrenging þingrofsréttar og réttar til útgáfu bráðabirgðalaga
Tvö meginmál settu svip sinn á stutta þingdeildarfundi í
gær: 1) Frumvarp iðnaðarráðherra um sölu Landssmiðjunnar
til starfsfólks hennar í efri deild og 2) Endurflutt stjórnar-
skrárfrumvarp Bandalags jafnaðarmanna annarsvegar um
niðurfellingu þingrofsréttar og hinsvegar um að afnuminn
verði réttur ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga.
Ekki nauðsynlegt að
ríkið eigi fyrirtækið
SVERRIR HERMANNSSON,
iðnaðarráðherra, mælti í efri deild
Alþingis í gær fyrir frumvarpi um
heimild til að selja Landssmiðjuna
starfsfólki hennar. Efnisatriði
frumvarpsins hafa áður verið rak-
in hér á þingsíðu.
Ráðherra rakti aödraganda að
sölu verksmiðjunnar, þ.e. forkönn-
un á rekstri og rekstrargrundvelli
hennar, sem fram fór á fyrri hluta
liðins árs. Úttekt þessi fór fram í
samvinnu við stjórnendur og
starfslið fyrirtækisins. Meðal
niðurstaða, sem könnunaraðilar
komust að, var sú, að ekki væri
nauðsynlegt að ríkið ætti eða ræki
fyrirtækið til þess að markmiðum
þess væri náð.
Síðan gerði ráðherra ítarlega
grein fyrir kaupsamningi, kaup-
verði (rúmar 22 m.kr. — ýmiskon-
ar hlutabréfaeign og fasteignir
eru undanskilin í sölu), greiðslu-
kjorum,      endurskipulagningu
rekstrar o.fl. er málið varðar.
SKÚLI ALEXANDERSSON
(Abl.) taldi of hratt farið í þessu
máli og gagnrýndi ýmis efnisat-
riði.
AIÞinGI
KARL STEINAR GUDNASON
(A) taldi þörf á að skoða þetta mál
vel í þingnefnd. Hann taldi að
reynslan hefði sýnt að rétt hefði
verið að selja ríkisfyrirtækið
Siglósíld á sl. ári. Rekstur þess
hefði breytzt til hins betra.
EIDUR GUDNASON (A) taldi
ríkisstjórnina ekki sjálfri sér sam-
kvæma í afstöðu til ríkisfyrir-
tækja. Hún seldi sum en keypti
önnur, samanber eignaraðild
hennar að Steinullarverksmiðju á
Sauðárkróki.
STEFÁN BENEDIKTSSON
(BJ) taldi engin rök fyrir því að
ríkið héldi í Landssmiðjuna. Hann
spurði ráðherra, hvort ríkisstjórn
hygðist halda áfram aðild að því
vitleysisfyrirtæki sem steinullar-
verksmiðjan á Sauðárkróki væri.
SVERRIR HERMANNSSON,
iðnaðarráðherra, sagði lög í land-
inu um aðild ríkisins að steinull-
arverksmiðju. Þau lög hefðu þegar
verið sett er hann kom í iðnaðar-
ráðuneytið. Þeim yrði að sjálf-
sögðu framfylgt. Réttlætanlegt
kynni að vera, í sumum tilfellum,
að ríkið hjálpaði til að koma fyrir-
tækjum á legg, en meginatriði
væri, að ríkið losaði sig við eignar-
aðild að fyrirtækjum sem væru
betur komin í höndum einstakl-
inga.
ALBERT GUÐMUNDSSON,
fjármálaráðherra, taldi rétt
stefnt, að selja ríkisfyrirtæki og
hlutabréfaeign ríkisins í fyrir-
tækjum. Ríkisstjórnin hefði mót-
að stefnu í þessum málum og fag-
ráðherrum hefði verið falin fram-
kvæmdin. Iðnaðarráðherra hefði
gengið vel fram í málinu, sbr. sölu
Siglósíldar, sölu Landssmiðju og
sölu hlutabréfa í Iðnaðarbanka.
Svipmynd frá Alþíngi
Frumvarp til staðfestingar samningi við Alusuisse:
Viðbótartekjur Landsvikjun-
ar 2.300 m.kr. á fimm árum
Árlegur tekjuauki 415 m.kr.
Iðnaðarráðherra hefur lagt fram
á Alþingi frumvarp tíl laga sem fel-
ur í sér lögfestingu samkomulags
sem hefur tekizt millí rfkisstjórn-
arinnar og Alusuis.se um breyt-
ingar á aðalsamningi frá í marz
1966 (með áoronum breytingum
síðar).
Samningurinn felur í sér fullt
samkomulag um lausn á deilu-
málum milli aðila á liðnum tíma.
í annan stað er samiö um breyt-
ingar á ákvæðum samnings um
álbræðslu, sem að hluta til varða
framleiðslugjald fSAL og að
hluta til um eignaraðild að ÍS-
AL. Loks er samið um grundvall-
arbreytingar á ákvæðum raf-
magnssamnings Landsvirkjunar
og ÍSAL, sem felur í sér
samkomulag um verðlag á orku
til álbræðslunnar.
Veigamestu breytingarnar á
rafmagnssamningum fela í sér
„tvö- til þreföldun á því orku-
verði frá ÍSAL sem Landsvirkj-
un bjó við, áður en bráðabirgða-
samningur ríkisstjórnar Islands
og Alusuisse gekk í gildi þann 23.
september 1983", að mati for-
stjóra og aðstoðarforstjóra
Landsvirkjunar, en frumvarpinu
fylgir umsögn þeirra unv þetta
efni. Viðbótartekjur Landsvirkj-
unar frá ÍSAL samkvæmt hinum
nýja samningi verða á næstu
fimm árum (1985—1989) 2.100
m.kr., eða um 415 m.kr. að jafn-
aði á ári. Viðbótartekjur Lands-
virkjunar skv. hinum nýja samn-
ingi og bráðabirgðasamningum
verða u.þ.b. 2.300 m.kr. fram til
ársloka 1989.
Þrenging réttar til
þingrofs og útgáfu
bráðabirgðalaga
GUDMUNDUR EINARSSON
(BJ) mælti fyrir frumvarpi um
niðurfellingu þingrofsréttar og af-
nám réttar ríkisstjórna til útgáfu
bráðabirgðalaga. Hann sagði
frumvarpið hluta af þingmálum
BJ sem stefndu að því að auka
stöðugleika í þingstörfum. Þing-
rofsréttur væri erfðagóss frá
löngu liðnum tíma og samrýmdist
ekki seinni tíma hugmyndum.
Slíkur réttur væri t.d. ekki í
norsku stjórnarskránni. Ef stjórn-
völd teldu ástæðu til að skjóta
málum til kjósenda mætti gera
það í þjóðaratkvæði. — Réttur til
útgáfu bráðabirgðalaga hefði og
verið byggður á forsendum, sem
ekki væru lengur fyrir hendi,
stuttu þinghaldi og lélegum sam-
göngum löngu liðins tíma. Þessi
réttur hefði oftlega verið misnot-
aður, t.d. sumarið 1983, þegar
bráðabirgðalög vóru sett um stóra
hluti og smáa, allt frá afnámi lýð-
réttinda til tollmeðferðar á grá-
fíkjum. Mál væri að linnti.
BIRGIR ÍSLEIFUR GUNN-
ARSSON (S) kvað þörfina fyrir
bráðabirgðalög hafa verið aðra og
meiri þegar þing var háð annað
hvert ár og samgöngur í landinu
leyfðu ekki þinghald með sama
hætti og nú væri. Vaxandi til-
hneiging stjórnvalda til að setja
bráðabirgðalög kalli á endurskoð-
un þessara mála. Hann kvað nauð-
synlegt að þrengja mun meira en
nú væri réttinn til útgáfu bráða-
birgðalaga. Þessi réttur þurfi þó
að vera fyrir hendi, en hann eigi
að takmarka við sérstök tilvik, t.d.
stríðsástand, náttúruhamfarir,
eða ef afstýra þurfi snögglega ein-
hverjum þjóðarvoða.
Birgir kvað rétt að lengja
starfstíma þingsins; það gæti t.d.
starfað í þremur önnum, haust-
þingi, vetrarþingi sem hæfist i
febrúar eftir rúmt hlé um áramót,
og loks sumarþing.
Birgir kvað þingrofsrétt, sem nú
er í höndum forsætisráðherra, of
viðtækan. Hann gæti þó fallizt á
að halda honum, en flytja ætti
þennan rétt frá ríkisstjórn til Al-
þingis.
Stjórnarskráin væri nú í heild-
arendurskoðun sem væri senn á
lokastigi. Rétt væri að huga að
þessum breytingum samhliða
þessari endurskoðun.
Pleiri þingmenn tóku til máls.
GUDRÚN      HELGADÓTTIR
(ABL.) lýsti m.a. stuðningi við 1.
gr. frumvarpsins um þingrof. Hún
lagði og áherzlu á að færa vinnu-
lag Alþingis til betri vegar.
Ný löggjöf um
skólakostnað
Kristófer Már Kristinsson, þing-
maður Bandalags jafnaðarmanna,
hefur lagt fram fyrirspurn til
raenntamálaráðherra um skóla-
kostnað.
í fyrsta lagi er spurt hvað
undirbúningi á vegum mennta-
málaráðuneytisins að nýrri
'öggjöf um skólakostnað líði, og í
annan stað hver séu megin-
stefnumið ráðherra varðandi
slíka löggjöf.
Fvrirspurnir á Alþingi:
Afnám tekjuskatts —
símaleynd í verkfalli
— lyfseölar um síma
Fyrirspurnir þingmanna til ráö-
herra eru vaxandi þáttur í þingstörf-
um og fleiri að tölunni til á þessu
þingi en áður á sama líma. Meðal
fyrirspurna, sem lagðar hafa verið
fram síðustu daga, eru:
• AFNÁM TEKJUSKATTS í
ÁFÖNGUM: Gunnar G. Schram
(S) spyr fjármálaráðherra, „hve-
næi er þess að vænta að
fjármálaráðherra leggi fyrir Al-
þingi tillögur um afnám tekju-
skatts af almennum launatekjum í
áföngum, svo sem fyrir var mælt í
þingsályktun þeirri sam samþykkt
var á Alþingi 22. maí sL"?
• KYNNING Á LÍFTÆKNI:
Guðmundur Einarsson (BJ) spyr
iðnaðarráðherra, „hvað líður
þeirri kynningu á líftækni sem
gerð var þingsályktun um á síð-
asta þingi"?
• LYFSEDLAR UM SÍMA: Sal-
ome Þorkelsdóttir (S) spyr heil-
brigðisráðherra, „hvaða reglur
gilda um útgáfu lyfseðla í gegn um
síma? Er fyrirhugað að breyta
þeim reglum til þess að koma í veg
fyrir misnotkun?"
• FJÁRÖFLUN   I   ÍBÚDAR-
LÁNASJÓD: Kolbrún Jóns.V
(BJ)  spyr  félagsmálaráðiinrr .
hver  sé  staða  Byggingar
ríkisins varðandi fjáröflun, hv,-
sé  staða  Byggingarsjóðs  W .
manna og hvort þessir sjcð':- I .
staðið við fyrirhugaðar lánveit-
ingar  vegna  íbúðabygginga  á
þessu ári.
• SÍMLEYND: Ellert B Schram
(S) spyr samgönguráðherra, hvaða
ráðstafanir yfirvöld Pósts og síma
geri til símleyndar, allajafna og
sérstaklega í verkföllum opin-
berra starfsmanna. Ennfremur
hvort slikt sé gert með sérstöku
eftirliti eða tækjabúnaði.
• ÚTGJALDAAUKI     RÍKIS-
SJÓÐS: Jón B. Hannibalsson (A)
spyr fjármálaráðherra: 1) Hve há
upphæð hafi sparast í launa-
greiðslum ríkissjóðs í verkfalli
BSRB? 2) Hver sé áætlaður út-
gjaldaauki ríkissjóðs vegna nýrra
samninga BSRB a) á mánuði, b) á
einu ári?, 3) Hve stór hluti út-
gjalda ríkissjóðs skili sér aftur í
formi beinnar og óbeinnar skatt-
heimtu?
• HAGSMUNAÁREKSTRAR 1
STJÓRNSÝSLU: Guðmundur Ein-
arsson (BJ) spyr forsætisráðherra
hvort gefnar hafi verið út leið-
beiningar í Stjórnarráði eða ráðu-
neytum til að koma í veg fyrir að
eiginhagsmunir hafi eða geti haft
áhrif á störf ráðherra, forstöðu-
manna ráðuneyta og ríkisstofnana
og annarra ríkisstarfsmanna? Ef
ekki, hvort ekki sé þörf slíkra
leiðbeininga?
• SÉRDEILD VID SAKADÓM:
Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr
dómsmálaráðherra, hvenær komið
verði upp sérdeild við sakadóm
•Mi fáist við skattsvik, bók-
Waldsbrot, gjaldeyrisbrot, verð-
lagsbrot og faktúrufalsanir?
• BYGGING SEDLABANKA:
'íiður Guðnason (A) spyr
»iðjkiptaráðherra hver heildar-
Austnaður og kostnaður hvers
rúmmetra í Seðlabankabyggingu
hafi verið á núgildandi verðlagi 1.
september sl.? Hvaða ráðstafanir
Seðlabankinn hafi gert til aðhalds
í rekstri? Hve margir starfsmenn
bankans séu? Hver sé heild-
arlaunakostnaður? Hver sé bif-
reiðaeign bankans? Hver var
risnukostnaður bankans frá sl.
áramótum fram til 1. september
sl.?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64