Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 217. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
50
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984
Böðvar Eyjólfs-
— Minning
son
Fæddur 4. október 1921.
Dáinn 10. september 1984.
Okkar biðu ei ævintýri:
önn og strit á túni og mýri.
Kanski voru viðfangsefnin
venjuleg og hversdagsgrá.
Þáerí hverju lífi lifuö
leynd, sem aldrei verður skrifuð,
til er heimur huiinn bak við
hinn sem allir mega sjá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
(Guðmundur Bððvarsson)
Böðvar Eyjólfsson var fæddur á
Melum í Melasveit í Borgarfjarð-
arsýslu, sonur hjónanna Sigríðar
Böðvarsdóttur frá Vogatungu f.
1891 og Eyjólfs Sigurðssonar frá
Fiskilæk f. 4. apríl 1891. Viðstaða
þeirra var stutt á Melum, því leið
þeirra lá fljótlega að Fiskilæk á
föðurieifð Eyjólfs, þar sem þau
bjuggu allan sinn búskap.
Eyjólfur varð strax sem ungur
maður heillaður af ungmenna- og
samvinnuhreyfingunni og tileink-
aði sér þá lífsspeki sem hann nam
af sér fróðari mönnum. Hann
kynnti sér ungur að árum sauð-
fjárrækt norður í Þingeyjarsýslu,
sem kom sér vel eftir að hann fór
að búa sjálfur, því fjárbúið á
Fiskilæk var eitt hið stærsta utan
Skarðsheiðar í hans tíð. Eyjólfur
gegndi margvíslegum ábyrgðar-
störfum fyrir sveit sína, svo sem í
hreppsnefnd, sýslunefnd, oddvita-
störfum og var fulltrúi Borgfirð-
inga í Stéttasambandi bænda
ásamt fleiru og fleiru.
Á þessu myndar- og menning-
arheimili ólst Böðvar upp með
systkinum sínum Sigurði og Jóni
sem búa á Fiskilæk með Höllu
systur þeirra og Guðrúnu Unni
sem er búsett á Akranesi, litla
telpu misstu Fiskilækjarhjónin er
Diljá hét.
Alla tíð var mjög kært með
þeim systkinum og í æsku þeirra
var alltaf nóg að starfa og nóg til
að gleðjast yfir þá tómstund gafst.
Var þá ekki ónýtt að fara á bak
góðum reiðskjóta. „Því engi er vin
fár sem á góðan hest."
Samband móður og sonar var
mjög náið og hún unni heitt þess-
um blíðlynda hlédræga dreng sem
í látleysi sinu gat innt af hendi öll
sín skyldustorf af ósérhlífni.
Böðvar lauk tveggja vetra námi
frá héraðsskólanum á Laugar-
vatni með góðum vitnisburði og
þeir gripir sem hann smíðaði og
vann í skólanum bera vott um
hagleik. Þegar tími gafst frá bú-
störfum heima á Fiskilæk vann
hann að ýmsu svo sem hjá Vega-
gerðinni og stjórnaði þá veghefli.
Ekki fannst honum nóg aðgert að
hafa einfalt ökupróf heldur réðst í
það að taka meirapróf sem hann
stóðst með ágætum, og öðlaðist
eftir það réttindi til að taka nem-
endur í bifreiðaakstri.
Á sumardaginn fyrsta 22. apríl
1954 kvæntist Böðvar Önnu Mar-
gréti f. 8. júlí 1934, Sigurðardótt-
ur, Magnússonar frá Stardal og
konu hans Sæunnar Bjarnadóttur
frá Gerðum í Garði.
Brúðkaupið fór fram í Saurbæj-
arkirkju á Kjalarnesi, en þar var
Anna Margrét alin upp hjá Guð-
laugu Jónsdóttur f. 19. nóvember
1899 í Bakkakoti í sömu sveit og
manni hennar Ólafi f. 22. október
1879 Eyjólfssyni, Runólfssonar
kirkjubónda í Saurbæ og ljósa
fjölda barna allt að 600, að talið
er. Eyjólfur faðir Böðvars bar
nafn frænda síns Eyjólfs Run-
ólfssonar í Saurbæ og Sigríður
móðir Böðvars bar nafn Sigríðar
Runólfsdóttur frá Saurbæ, er var
kona Þórðar Sigurðarsonar er fyrr
bjó á Fiskilæk og voru þau for-
eldrar Matthíasar Þórðarsonar
fornmenjavarðar. Ein systir Eyj-
ólfs og Sigríðar í Saurbæ var Guð-
rún síðasta kona séra Matthíasar
Jochumssonar. Talið er að í
Saurbæ hafi sama ættin búið allt
frá árinu sextán hundruð.
Böðvar og Anna Margrét voru
bæði alin upp á traustum og góð-
um menningarheimilum og höfðu
því gott veganesti og var jafnræði
með þeim. Fyrsta árið dvöldu
ungu hjónin í Saurbæ en árið eftir
fengu  þau  til  ábúðar smábýlið
		'-'%M
wJ?		
Wi		* *f í:
	sv	
Artún í sömu sveit og voru þau
síðustu ábúendur þar. íveruhúsið
var sumarbústaður sem reyndist
lítið eða ekkert einangraður, svo
vetrarvistin varð heldur kuldaleg.
Vorið 1956 fá þau ábúð á hluta af
Saurbænum og síðar allan
Saurbæinn og þar hafa þau búið
allan sinn búskap í sambýli við
Guðlaugu Jónsdóttur fósturmóður
önnu, sem dvelur nú háöldruð á
Reykjalundi.
Fljótlega eftir að Böðvar settist
að í Saurbæ var honum falið það
ábyrgðarmikla starf að vera
fjallkóngur og stjórna leitum og
má segja að þar hafi hann verið í
essinu sínu, því vart var hægt að
hugsa sér fjárgleggri mann. Ær
sínar þekkti hann þó i mikilli fjar-
lægð væru og nöfn þeirra og ættir
gat hann rakið eins og faðirvorið.
Bú þeirra hjóna, Boðvars og
Önnu, í Saurbæ var alla tíð smátt
í sniðum en samheldni og nægju-
semi bættu það upp.
Bæðu höfðu þau ánægju af því
að umgangast búsmalann og voru
mjög samhent við hvað eina sem
að því laut, áhugamál þeirra
beggja voru hestar og þá ánægju
veittu þau sér að stíga á bak goð-
um hesti þegar tími vannst til.
Þau eignuðust sex börn og eru
þau þessi í aldursröð: Ólafur f. 27.
september 1954, Eyjólfur f. 10.
maí 1956, Sigríður f. 25. júní 1957,
Guðlaug f. 22. febrúar 1959, Hall-
dóra f. 23. mars 1960 og Ragn-
heiður f. 23. júní 1961.
Nú að leiðarlokum vil ég minn-
ast með þakklæti þeirrar vináttu
sem hefur ríkt milli heimila okkar
og þá gagnkvæmu tryggð sem hef-
ur haldist í gegnum áranna rás án
þess að skugga hafi borið á milli.
Ég vil einnig minnast þess ofur
þunga sem hvert heimili ber er
þarf að annast fatlaða einstakl-
inga.
Um nokkurra ára skeið hefur
Böðvar barist við þungbær veik-
indi, en það er ekki hægt að segja
annað en að hann stóð á meðan
stætt var og þó öllu lengur.
Böðvar andaðist á Reykjalundi
mánudaginn 10. september 1984.
Við hjónin vottum Önnu konu
hans innilega samúð og biðjum
henni, þörnum þeirra og Guðlaugu
fóstru Önnu guðs blessunar.
Hulda Pétursdóttir
Minning:
\ Olafur Sigvalda
son á Sandnesi
;
Ólafur Sigvaldason bóndi á
Sandnesi í Steingrímsfirði er lát-
inn. Hann lést þann 11. október sl.
þá nýfluttur til Hólmavíkur. Hann
þurfti því ekki lengi að vita bæinn,
þar sem hann var í heiminum bor-
inn og hafði lifað ævi sína alla,
standa eftir rúinn allri reisn. En
síðast þegar við áttum tal saman
fórust honum orð eitthvað á þessa
leið:
— Afraksturinn af ævistarfi
okkar liggur allur í þessu býli. Það
hefur brauðfætt okkur og börnin
okkar meðan þau voru ekki sjálf-
fær. Gróðurlendi sem erjað er upp
úr óræktarkarga gagnast framtíð-
inni í einhverjum mæli, jafnvel
þótt hér verði ekki lengur búið. Og
þegar við erum horfin af sviðinu
hvíla engar kvaðir á þeim gróður-
reitum sem teygja græna kolla
móti hækkandi sól í riki vors-
Ólafur Sigvaldason fæddist á
Sandnesi 1. október 1910. Foreldr-
ar hans voru Sigvaldi Guðmunds-
son bóndi þar og Guðbjörg Ein-
arsdóttir kona hans. Þau bjuggu á
Sandnesi við viðurkennda rausn
og myndarskap búskap sinn allan
og má segja að á bæ þeirra hafi
verið gistiheimili og veitingastað-
ur þeirra ferðamanna sem lögðu
leið sína um norðurhluta Stranda-
sýslu og að það félli í hlut Ólafs og
konu hans að halda þeirri reisn
uppi fyrstu búskaparárin meðan
þjóðbrautin lá um þeirra bæjar-
hlað.
Þeim Sigvalda og Guðbjörgu
fæddust átta börn, af þeim komust
fjögur til fullorðinsára, hin létust
úr barnaveiki sömu vikuna. Þau
sem upp komust voru: Einar, sjó-
maður á Drangsnesi, gáfaður
sæmdarmaður, Soffía, fluttist til
Reykjavíkur,  Ólafur,  bóndi  á
Sandnesi, og Ingibjörg, húsfreyja
á Svanshóli í Bjarnarfirði. Hún er
nú ein lifandi af þeim systkinum.
Þetta fólk allt var á vissan hátt
ferðafélagar mínir á uppvaxtar-
og ungs manns dögum. Við sem
byggðum hina afskekktu útskaga
höfðum sterka samkennd og
mynduðum haldgóða félagsþræði
þó hópurinn væri ekki fjölmennur.
Hin frjálsu skoðanaskipti og eigin
ákvarðanataka var aðall samfé-
lagsins. Þess vegna var baðstofan
á Sandnesi þægilegur vettvangur
fyrir fólk sem hittist á förnum
vegi. Þar var engum meinað máls
né gefin forskrift að umræðuefni.
Olafur kvæntist Brynhildi Jóns-
dóttur frá Bjarnarnesi. Hún var
ein úr hópi ellefu systkina og þvi
ekki fákunnandi af fjöllum komin
þegar hún tókst á hendur hús-
freyjuskyldurnar á Sandnesi og
móðurhlutverkið við uppeldi
þeirra tólf barna sem hún ól
manni sínum.
Ólafur á Sandnesi átti giftu-
drjúgan vinnudag. Hann reyndist
farsæll í hverju því starfi sem
hann var kallaður til, hvort sem
var innan vébanda heimilisins ell-
egar í þágu samfélagsins. Hann
var vegabótamaður — ekki á þá
lund eina að ryðja grjóti af þjóð-
götu Strandamanna heldur einnig
lagði hann lið hverju því máli sem
hann áleit horfa til menningar-
legrar mannræktar. Kannske
gerði hann ekki nein risaátök,
starfsvettvangurinn gaf ekki til-
efni til útbrotasamra umsvifa.
Býlið hans var lítið og líklega
fremur erfitt á ýmsa lund. En lífið
gaf honum tólf börn sem öll eru
vel metið sómafólk. Það verður þvi
varla sagt að Sandnesshjónin hafi
til lítils lifað þjóð sinni. Þau lok-
uðu aldrei barnaheimilinu sínu
vegna lítilla launa og kunnu full
skil á þeirri ábyrgð sem því fylgir
að vera frumkvöðull að nýju lífi og
það mun aldrei hafa hvarflað að
þeim að skorast undan þeirri
ábyrgð né leggja hana á annarra
herðar á einn eða annan veg.
Með Ólafi á Sandnesi er horfinn
af sviðinu einn þeirra vökumanna,
sem lætur eftir sig mannlífsmynd
sem vert er að sé í minnum höfð.
Þeim fækkar óðum sem stóðu að
ungmennafélaginu í Kaldrananes-
hreppi fyrir meira en hálfri öld.
Það voru góðir dagar og glatt fólk.
Sú gleði var sprottin úr eigin akri
innri hugrenninga. Þannig hygg
ég að heimilishamingja fjölskyld-
unnar á Sandnesi hafi þróast.
Við sem enn erum á faraldsfæti
frá fyrsta áratug aldarinnar för-
um að hyggja að leiðarlokum. Og
þegar ég virði fyrir mér samfélag-
ið nú, sýnist mér öllu hlýlegra að
líta um öxl en fram á veginn. Mér
virðist að vegabótamenn, líkar
Ólafs á Sandnesi séu þar of fáir á
ferð.
Mér eru fornu minnin kær. Nú
gróa þar götur, sem gengum við
forðum ungir. Fari ólafur heill.
Ég votta Brynhildi og börnun-
um samúð mina.
Þorsteinn frá Kaldrananesi.
Jóhann Pétur Jó-
hannsson — Minning
Fæddur 14. febrúar 1906
Dáinn 19. ágúst 1984
Mig langar að minnast með ör-
fáum orðum tengdaföður míns, en
hann lést í Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað 19. ágúst sl. eft-
ir stutta sjúkdómslegu og var
jarðsettur 27. ágúst, og lagður til
hinstu hvílu að Finnsstoðum, þar
sem hann bjó lengst af ævi sinni.
Jóhann Pétur Jóhannsson fædd-
ist á Tókastöðum í Eiðaþinghá 14.
febrúar 1906 og var sonur hjón-
anna Guðrúnar Sigurbjörnsdóttur
og Jóhanns Þórðarsonar. Þau áttu
auk Jóhanns eina dóttur, Önnu,
sem var tveimur árum eldri en
hann. Faðir Jóhanns lést áður en
hann fæddist og var honum fljót-
¦, lega komið í fóstur að Finnsstöð-
í um. ólst hann þar upp hjá Önnu
* Árnadóttur og foreldrum hennar
„ásamt  fóstursystur  sinni  Unni,
sem búsett er á Eskifirði. Móðir
hans flutti til Ameríku með systur
hans og settust þær að þar, og sá
hann móður sína ekki aftur, hún
lést þar árið 1925.
Jóhann kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Sigurveigu Ingunni,
fæddri Pierson, 25. september
1937. Þau bjuggu lengst af á
Finnsstöðum, eða til ársins 1973,
að þau fluttu í Egilsstaði og hafa
búið í Lagarási 27. Þau hjónin
eignuðust 6 börn sem öll eru á lífi,
þau eru: Hallbjörn kvæntur Ásdisi
Jónsdóttur, þau eiga 2 börn og búa
á Finnsstöðum. Anna Kristín gift
Ástvaldi Kristóferssyni, eiga þau
4 börn og eru búsett á Seyðisfirði.
Sigurveig gift Óla Jóhannssyni,
þau eiga 3 börn og búa á Reyðar-
firði. Guðrún Ingibjörg gift Sigr
urði Leóssyni, þau eiga 2 dætur og
búa í Hólssseli á Fjöllum. Jóhann
kvæntur undirritaðri, eiga þau 4
börn og búa á Stöðvarfirði. Frið-
jón Ingi kvæntur Sigríði Sigurð-
ardóttur, þau eiga 2 börn og búa á
Egilsstöðum. Auk þess eiga þau 2
barnabarnabörn.
Jóhann sá önnu systur sína
tvisvar. Árið 1971 fóru Inga og
hann til Ameríku og voru þar í 6
vikur, og 1974 komu Anna og mað-
ur hennar til íslands og dvöldu í
smátíma. Jóhann átti mikið af
skyldfólki í Ameríku, og hittu þau
hjónin nokkuð af því þegar þau
fóru út, og eins hafa nokkrir af
þeim komið til íslands.
Eg kynntist Jóhanni fyrst árið
1964 þegar ég trúlofaðist syni
hans. Hann var að mínum dómi
geðgóður maður, og man ég ekki
til að ég sæi hann skipta skapi, og
hef ég þá trú að hann hafi oftast
reynt að gera gott úr því sem mið-
ur var. Þau hjónin voru mjöggest-
risin og var oft mikill gestagangur
á heimili þeirra, og hef ég það
fyrir satt að jafnveí hafi krakk-
arnir og stundum gestir líka sofið
í hlöðunni þegar mest var. Jólin
1970 dvöldu þau hjónin ásamt
Friðjóni, yngsta syni sínum, á
heimili  okkar,  og  eru  þetta
ógleymanleg jól fyrir mig, og þá
sérstaklega laufabrauðsgerðin, en
Jóhann skar fallega út laufabrauð
með hnífnum sinum. Hann var
líka  mjög  lagtækur  maður,  og
byggði mörg hús, meðal annars öll
sín hús á Finnsstöðum.
Um og upp úr 1970 fór Jóhann
að kenna þess sjúkdóms sem að
lokum dró hann til dauða. Bar
hann veikindi sín með fádæma
æðruleysi og dugnaði, og klæddist
hann má segja á hverjum degi,
þangað til hann fór í sjúkrahús,
tæpum þremur vikum áður en
hann lést. Hann var auk þess tví-
vegis í nokkra daga sl. vetur í
sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. All-
an tímann þar fyrir utan annaðist
Inga hann í veikindum hans. Má
segja að það hafi verið með ein-
dæmum hvernig henni tókst það,
og vil ég fyrir hönd barnanna
þakka henni það fórnfúsa starf.
Eg sendi þér Inga mín, og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur og bið ykkur Guðs
blessunar. Að leiðarlokum kveð ég
og afabörnin Jóhann okkar og
vonum að hann fái góða heim-
komu á æðra tilverustigi. í hjarta
mínu er ég glöð yfir því, að hafa
verið hjá honuin þegar hann
kvaddi þennan heim.
Guð blessi minningu Jóhanns
Péturs Jóhannssonar.
Guðný Kristjánsdóttir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64