Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984
íslensk fiskverk-
smiðja formlega
opnuð í Grimsby
H. aoreniber, frá Birni Bjarnasyni, blaóamannl Mbl. f Grimsby.
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur nú formlega tekið í notkun nýja
fiskverksmiðju í Grimsby, sem þjóna á breskum og evrópskum markaði með
sama hætti og fiskverksmiðjur SH í Bandaríkjunum þjóna markaði þar.
Kostnaðurinn vio smíði og vélar nýju verksmiðjunnar nemur um 170 milljón-
um króna, eða 4 milljónum punda. Starfsmenn þar eru 170, þar af 3
Islendingar.
Ólafur Guðmundsson, forstjóri
verksmiðjunnar í Grimsby og
fyrirtækisins Icelandic Freezing
Plants Corporation, sýndi gestum
og blaðamönnum verksmiðjuna í
dag. Borgaryfirvöld í Grimsby
hafa sýnt fyrirtækinu mikinn
velvilja og leigt því 31 þúsund fer-
metra land til 125 ára fyrir 150
þúsund pund, eða 6,3 milljóna
króna upphafsgreiðslu og síðan
100 pund á ári. Hafa íslendingar
þar með hafið fiskvinnslu í þess-
um gamla togarabæ, þar sem út-
gerð á nú mjog undir högg að
sækja, ekki síst vegna útfærslu
fiskveiðilögsogunnar í 200 mílur
við ísland. Verksmiðjan er að
nokkru reist fyrir styrk úr bresk-
um byggðasjóði.
Frá því að smíði verksmiðjunn-
ar var ákveðin, á árunum 1979 og
1980, hefur pundið lækkað vem-
lega í verði gagnvart dollar, sem
veldur fjárhagslegum erfiðleikum
í rekstri verksmiðjunnar nú. Síð-
ustu vikur hefur neysla á fram-
leiðsluvörum     verksmiðjunnar
dregist saman og má að verulegu
leyti rekja það til námuverkfalls-
ins hér í Bretlandi.
ólafur Guðmundsson, forstjóri
var bjartsýnn á framtíðina. Fisk-
neysla er hlutfallslega mikil í
Bretlandi. Verksmiðjan er vel í
sveit sett, bæði að því er varðar
markað í Bretlandi og á megin-
landi Evrópu, en langtímamark-
mið Sölumiðstöðvarinnar er að
auka hlutdeild sína i fisksölu í að-
ildarrikjum Evrópubandalagsins.
Stærsti viðskiptavinur verksmiðj-
unnar hér í Bretlandi er McDon-
alds-fyrirtækið, sem notar fram-
leiðsluvöru hennar í fiskborgara.
Um 20% af kostnaði við smíði
verksmiðjunnar koma frá eigend-
um hennar og er að verulegu leyti
söluandvirði fiskverslana, sem
Solumiðstoð hraðfrystihúsanna
átti í London og nágrenni.
Morgunblaoio/RAX.
f gærkvöldi voru haldnir kammertónleikar í Bústaðakirkju. Ung stúlka, Guðríður St. Sigurðardóttir lék þar
einleik á píanó. Myndin er tekin, er henni voru færð blóm að leik loknum.
Vantraustsumræður á Alþingi:
Verðum að eyða ágreiningi um
valdsvið kjaradeilunefndar
— sagði Albert Guðmundsson
ALBERT Guðmundsson, fjármála-
riðherra, sagði í útvarpsumræðum í
gærkvöldi  um  vantraust  á  ríkis-
stjórnina, að óhjákvæmilegt væri að
gera breytingar á lögum um verk-
fallsrétt opinberra starfsmanna til
Klakkur VE:
Tjónið nemur tug-
um milljóna króna
EKKI er búio að meta tjónið sem
varð á skuttogaranum Klakki VE
þegar hann valt £ hliðina í skipa-
smíðastöð í Cuxhaven á þriðju-
dagskvöldið og fylltist af vatni. Þó
er Ijóst að tjónið nemur tugum millj-
óna. Klakkur liggur enn á hliðinni í
sjónum en í gær var unnið við að
dæla sjó úr skipinu.
Þegar Mbl. hafði sfðast spurnir
af í gær var búið að dæla sjónum
úr lest skipsins og unnið að dæl-
ingu úr oðrum hlutum þess. Full-
trúi tryggingarfélags útgerðarinn-
ar, sem er Tryggingamiðstöðin hf.,
fór til Cuxhaven strax eftir óhapp-
ið og á laugardag fara tveir full-
trúar frá útgerðinni, sem er Sam-
tog í Vestmannaeyjum, og aðstoð-
arforstjóri Tryggingamiðstoðvar-
innar til Cuxhaven til að vera
viðstaddir rannsókn málsins og
gæta hagsmuna sinna fyrirtækja.
Er ekki búist við að frekar verði
hreyft við Klakki fyrr en þeir
koma til Cuxhaven.
AP-simamynd.
Klakkur í höfninni í Cuxhaven í gær. Eins og sést i myndinni er búio að
koma krókum á skipið og krbftugir kranar lyfta þvf.
„Hélt ekki að
henni lægi
svona mikið á"
— segir Hafdís Svavarsdóttir, sem 61
meybarn á Miklubrautinni í fyrrinótt
„Það var enginnn tími til að verða hrædd, þetta tók ekki nema fimm
minutiir og barnio tók við sér um leið og það var fætt," sagði hin
nýbakaða móðir Hafdís Svavarsdóttir, er blm. Mbl. hitti hana að máli á
Fæðingarheimili Reykjavfkurborgar í gær.
Hafdís 61 meybarn í sjúkrabíl   manninum mínum var kippt út
Mbl/RAX
Fjttlskyldan saman komin i Fæðingarheimilinu. Hjónin Hafdis Svavars-
dóttir og Guðjón Hilmarsson, prentnemi, með lithi dótturina sem verður
bnigglega ekki skírð eftir neimi kennileiti á Mikhibrautmni, að því er
Hafdís tjaði blm. Mbl.
á Miklubrautinni klukkan 3:25 í
fyrrinótt, með dyggilegri aðstoð
Stefáns Steingrímssonar, bruna-
varðar, sem tók á móti barninu.
„Hrfðirnar byrjuðu upp úr
klukkan 11 um kvöldið, en hinar
dætur mínar flýttu sér nú ekki
svona mikið á sinum tfma, svo ég
átti ekki von á að þessari lægi
svona mikið á," sagði Hafdís. En
hún og eiginmaður hennar, Guð-
jón Hilmarsson, eiga fyrir dæt-
urnar Klöru, 5 ára og Stellu, 3
ára.
„En þegar vatnið fór ákvað ég
að það væri best að koma sér
uppeftir. Áður en ég vissi af var
fæðingin sfðan komin i gang,
úr bílnum og inn kom bruna-
vörðurinn og tók á móti barninu.
Ég held að hann hafi verið mjög
stoltur, svona eftir á," sagði
Hafdfs, „enda er þetta vfst
fyrsta barnið sem hann tekur á
móti."
Móður og barni heilsast vel og
sú litla reyndist vera fjórtán
merkur og hálfri betur þegar
hún loks komst í hendur „réttra
yfirvalda". En nákvæmur fæð-
ingarstaður mun ennþá vera
eitthvað á reiki, þvf að sögn Haf-
dísar brá fylgdarmönnum henn-
ar svo í brún, áð eftir að allt var
um garð gengið „vissu þeir ekki
sjálfir hvar þeir höfðu stoppað
bilinn".
þess að komast hji harkalegum dcíl-
um um valdsvið kjaradeilunefndar.
Fjirmilaraðherra sagði ennfremur,
að nauðsynlegt væri að aðilar efldu
til muna samstarf sín f milli i samn-
ingstímanum og miðli upplýsingum
til hvors annars.
Fjármálaráðherra sagði, að
launafólkið, sem tók þátt f verk-
falli BSRB yrði lengi að vinna upp
tekjutapið, sem verkfallinu fylgdi
og hæpið væri að það mundi vinn-
ast upp á samningstímanum.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, vitnaði til skýrslu,
sem fram var lögð á ríkisstjórn-
arfundi í gær um verðlagsþróun-
ina og sagði, að svo virtist að þar
sem samkeppni væri næg leiddi
það til verðlækkunar.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins, lýsti því yfir í
þessum umræðum, að flokkur
hans væri ekki til viðtals um aðild
að ríkisstjórn fyrr en kosningar
hefðu farið fram. Kjartan Jó-
hannsson, formaður Alþýðu-
flokksins, sagði að eitt höfuð-
vandamál þjóðarinnar um þessar
mundir væri sú misskipting, sem
alls staðar blasti við.
Vantrauststillagan var felld
með 35 atkv. gegn 23. Tveir voru
fjarverandi.
Raufarhöfn:
Lít á þetta
sem uppgjöf
stjórnar Jökuls
— segir HeJgi Ólafsson
„ÉG LÍT i þetta sem uppgjof stjórn-
arinnar og hefði þótt léleg latína hjá
þeirri stjórn sem var í fyrirtckinu
fyrir tveimur irum," sagði Helgi
Ólafsson, hreppsnefndarmaður i
Raufarhöfn, er Morgunblaðið ræddi
við hann í gær um sólu i fyrirtækinu
Jökli hf., en fyrirtækið er eitt frysti-
húsa Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, en samkvæmt frétt f gær eru
uppi hugmyndir um að selja kaupfé-
laginu i Raufarböfn meirihluta í
fyrirtækinu.
„Það er uppgjöf hjá stjórninni
að vilja leggja fyrirtækið niður
svo til um leið og þeir komast þar
til valda. Þeir höfðu lílca tækifæri
til að gefast upp á sfðasta aðal-
fundi fyrirtækisins sem var fyrir
þremur vikum. Ég er heldur ekki
hrifinn af þvf að þetta fyrirtæki sé
afhent einhverjum aðilum fyrir
hálfvirði, því eignirnar eru metn-
ar á 30 til 40 milljónir en til stend-
ur að láta það af hendi fyrir 15
milljónir."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64