Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984
Frá
undirritun samnings verslunarmanna í húsakynnum VSÍ í gærdag.
Morgunblaoio/RAX.
Versliuiarmenn semja:
Fá alla hækkun ofan
á 3 % frá 1. september
NÝR kjarasamningur milli Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur,
Landssambands íslenskra verslun-
armanna og Vinnuveitendasam-
bands íslands var undirritaður í
húsakynnum VSÍ um klukkan
16.00 í gær. Samningurinn gerir
ráð fyrir sömu hækkunum og
samningur ASÍ og VSÍ, sem undir-
ritaour var á þriðjudaginn sl. þ.e.
um 24% hækkun launa til loka
na-sta árs, en auk þess eru sérstök
ákvæði um matar- og kaffitíma,
sem reiknast umfram þær kjara-
bætur sem aðrir hafa samið um.
Þessar kjarabætur koma ofan á
3% kauphækkun, sem verslunar-
fólk hefur notið frá 1. september
sl., þar sem VR og Landssamband
íslenskra verslunarmanna sagði
ekki upp samningum þá, eins og
mörg önnur verkalýðsfélög.
Magnús L. Sveinsson, formað-
ur      Verslunarmannafélags
Reykjavtkur, kvaðst vera eftir
atvikum ánægður með þessa
samninga, er blaðamaður Mbl.
hafði samband við hann skömmu
eftir að samningarnir höfðu ver-
ið undirritaðir. „Þennan samn-
ing má reikna upp á sömu pró-
sentur og aðrir hafa fengið, en
auk þess fá verslunarmenn
ákvæði um matar- og kaffitím-
ann, sem að vísu kemur einkum
til góða fyrir afgreiðslufólk,"
sagði Magnús. „Ég vil einnig
minna á, að félagsmenn í
Verslunarmannafélagi  Reykja-
víkur hafa fengið 3% meira en
aðrir, frá 1. september, sem að-
rir fá nú frá 6. nóvember, vegna
þess að félagið sagði ekki upp
samningum. Og það er mitt mat,
að staða okkar hafi verið síst
verri núna við lok þessarar
samningagerðar, heldur en ann-
arra sem sögðu upp samningun-
um," sagði Magnús ennfremur.
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur var ekki aðili að samning-
um ASÍ og VSÍ frá 6. nóvember
sl., heldur óskaði félagið eftir
sérstökum viðræðum við VSÍ
fyrir hönd Apótekarafélags ís-
lands um sérsamninga fyrir
lyfjatækna, og vildi samninga-
nefnd félagsins því ekki vera
bundin af ASÍ-samningunum,
þar eð apótekarar hefðu gefið í
skyn, að þeir væru reiðubúnir að
semja um eitthvað umfram
ASÍ-samningana.      Fulltrúi
apótekara sat samningafundinn
í gær, en þar kom fram að ekki
kæmi til greina að semja um
neinar beinar launahækkanir
umfram það sem samið var um í
ASÍ-samningunum.
„Aðilar ræddu málin á breið-
um grundvelli og því var lýst yf-
ir af hálfu vinnuveitenda, að
sérmál lyfjatækna yrðu rædd á
samningstímanum eins og mörg
önnur sérmál," sagði Magnús L.
Sveinsson er hann var spurður
nánar um þetta atriði. Magnús
vísaði þar til 3. og 4. greinar
samningsins, þar sem segir m.a.,
að „samningsaðilar skulu á
samningstímabilinu vinna að
endurskoðun gildandi launakerf-
is og leita i sameiningu leiða, er
tryggt geti eðlilegt samræmi í
launum einstakra stétta og
starfshópa," eins og þar segir.
„Lengra varð ekki komist að
þessu sinni með þessi sérmál,"
sagði Magnús, og vildi geta sér-
staklega ákvæða í samningnum
um matar- og kaffitima í eftir-
vinnu, en samkvæmt þeim
ákvæðum verða fyrstu 15 mín-
únturnar í eftirvinnu kaffitími,
og skal hann jafnan unnin og
greiðist þá V* úr klukkustund til
viðbótar vinnutíma. Sagði
Magnús að þetta ákvæði þýddi
rúmlega 4% miðað við dagvinn-
una. Þá væri einnig kveðið á um
að kvöldmatartími skuli vera f rá
klukkan 19.00 til 20.00 í stað þess
að áður var ekki gert ráð fyrir að
hann hæfist fyrr en klukkan
20.00. Ef unnið er lengur en til
klukkan 19.00 skal heill klukku-
tími í eftirvinnu greiðast um-
fram unnin tíma. Sagði Magnús,
að hér væri um að ræða mjög
þýðingarmikið ákvæði vegna af-
greiðslufólks sem oft þyrfti að
vinna frameftir á kvöldin.
Samningurinn var undirritað-
ur með fyrirvara um samþykki
félagsmanna, og verða atkvæði
greidd á félagsfundi, sem fyrir-
hugað er að halda í næstu viku.
Tengsl Ijósalampanotkunar og húðkrabbameins:
„Alltaf til fólk
sem kann
sér ekki hóf'
Rannsókn haf in á vegum landlæknisembættisins
Eins og skýrt var frá í frétt Morgunblaðsins í ger, hafa skurðlæknar á
lýtalækningadeild Landspftalans iýst yfir áhyggjum sínum vegna ört vaxandi
fjölda tilfella húðkrabbameins, sem þeir fá til meðferðar. Er hér um að ræða
vissa tegund húðæxla, sem kallast Ulkynja litaræxli, eða „melanoma" og
flokkast undir krabbamein og athygli vekur að flestir sjúklinganna eru
ungar konur, sem notað hafa sóllampa.
Fjölgun þessara tilfella á
Landspitalanum mun vera allt að
fimmföld, miðað við næstu ár á
undan, og hafa læknar þar sent
landlæknisembættinu bréf, þar
sem þeir lýsa áhyggjum sinum
vegna þessarar þróunar.
Lengi hefur verið talið að
eitthvert orsakasamband væri að
finna milli sólarljóss og þá jafn-
framt ljósalampageisla og vissra
tegunda húðkrabbameins, en þær
tilgátur hafa vart áður fengið jafn
uggvænlegan byr undir báða
vængi og nú.
„Við hljótum að spyrja hvað sé
hér um að vera," sagði Árni
Björnsson, skurðlæknir á lýta-
lækningadeild Landspitalans, „þó
að jafn erfitt sé að sanna að ein-
stök tilfelli húðkrabbameins stafi
af notkun sólarlampa og það að
ákveðinn einstaklingur hafi fengið
krabbamein í lungu af völdum
reykinga. Það er líka vitað mál að
tíðni húðkrabbameins hefur farið
stigvaxandi á öllum Norðurlönd-
unum á undanförnum árum og
það hefur meðal annars verið sett
í samband við auknar sólarlanda-
ferðir Norðurlandabúa," sagði
Árni Björnsson. En hann bætti
því við, að hin geysimikla notkun
Islendinga á sóiarlömpum síðustu
misseri ætti sér vart hliðstæðu i
nokkru öðru landi.
Guðjón Magnússon, aðstoðar-
landlæknir, sagði að landlæknis-
embættinu hefði borist umrætt
bréf fyrir u.þ.b. tveimur dögum og
væri nú þegar hafin rannsókn á
því hvort þessum málum væri líkt
háttað annars staðar á landinu og
á Landspitalanum. Guðjón sagði
að fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári hefði
leiðbeiningum um notkun ljósa-
lampa, þar sem jafnframt væri
varað við ofnotkun og hugsanlegri
hættu henni samfara, þ.á m.
hættu á ofnæmiseinkennum og
húðæxlum,  verið  dreift  á  sól-
Þing Sjómannasambandsins:
Kjaramálin mikilvægust
— segir Óskar Vigfússon
„KJARAMAL sjómanna hafa lengi
verið helztu umræðuefni á Sjómanna-
sambandsþingunum og ég er viss um
að þetta þing verður vettvangur mik-
illa umræðna um þau. Þá munu örygg-
is- og tryggingamál eflaust verða mik-
kk rædd hér á þinginu því engar at-
vinnustéttir landsins búa við jafn-
mikla áhættu við störf sín og sjó-
menn," sagði Öskar Vigfússon, for-
maður Sjómannasambands tslands f
samtali við Morgunblaðið.
Óskar sagði, að það væri mikil-
vægt, að þingið gæti sameinazt um
tillögu, sem leiddi til þess, að fyrir-
byggja mætti hina gífurlegu slysa-
tíðni meðal sjómanna. Að hægt
væri að sporna við því að höfuð-
skepnurnar tækju áfram stóran toll
mannslifa á sjónum, en síðan síð-
asta þing hefði verið haldið, hefðu
33 sjómenn látizt við skyldustörf
sín. Mikið hefði þegar verið gert til
bóta í öryggismálum, en aldrei væri
nóg að gert.
Hvað varða afkomumálin, væri
það mikilvægt að draga úr áhnfum
og afskiptum stjórnvalda af af-
komumálum og hlutaskiptum. Þess
yrði að krefjast að þær kjaraskerð-
ingar, sem sjómenn hefðu orðið
fyrir, yrðu bættar á nýjan leik. Sjó-
menn ættu þvi ekki annars kosts en
að grípa til ráða, sem gætu orðið
þeim til verulegra hagsbóta án þess
að stjórnvöld gætu rasakað kjörum
þeirra með lagaboði eins og hingað
til. Því væru til þær leiðir, að tekju-
trygging hækkaði um helming eða í
35.000 krónur á mánuði og fasta-
kaup sjómanna á stóru togurunum
hækkaði að minnsta kosti i 20.500
krónur á mánuði. Með vaxandi ör-
yggisleysi í afkomumálum sjó-
manna með stöðugt minnkandi afla
yrði að reyna að tryggja afkomu
þeirra svo þeir hrökkluðust ekki frá
vinnu sinni.
baðsstofur og hefði sú fram-
kvæmd verið í höndum heilbrigð-
isfulltrúa. Þá sagði aðstoðarland-
læknir að allur innflutningur
ljósalampa og sólbekkja væri háð-
ur eftirliti geislavarna ríkisins.
„í þessum sólbekkjum eru
tvenns konar geislar, A- og
B-geislar," sagði Birgir örn Birg-
is, verslunarstjóri í versluninni
Heimilistækjum, sem flytur inn
mikið af sólbekkjum. „Því minna
af B-geislum sem eru í perunum,
því lengri tíma tekur það neytand-
ann að ná árangri, þ.e. ná brúna
húðlitnum. En þegar það verður,
þá verður fólk yfirleitt brúnt en
roðnar ekki. Þessu er öfugt farið
með B-geislana, sem eru skyldari
útfjólubláum geislum sólarinnar.
En það eru þeir sem brenna húð-
ina og eru mun skaðlegri en hinir.
Við reynum að versla með tæki,
sem hafa eins lítið af B-geislum og
hægt er að komast af með," sagði
Birgir. „En viðskiptavinirnir eru
oft óþolinmóðir og vilja sjá árang-
ur strax. Þess vegna gerist það
e.t.v. stundum, að þegar perur í
sólbekkjum frá okkur klárast,
kaupa sólbaðsstofurnar perur,
sem í er meira af B-geislum, frá
öðrum aðilum.
Ef fólk veikist af því að liggja í
sólbekkjum þá er það af ofnotk-
un," sagði Erik Hougaard, sölu-
stjóri hjá Benco, sem hefur selt á
annað hundrað sólbekkja það sem
af er árinu.
„Áður fyrr voru svona ljósaper-
ur miklu veikari en þær eru núna,"
sagði Hougaard, „en það er eins og
fólk geri sér ekki grein fyrir því og
sumar sólbaðsstofur loka bara
augunum þó að þær sjái fólk mis-
nota sólarlampana. Það á ekki að
vera hættulegra að fara í ljós en
að fara út í sólina, en auðvitað
býður það hættunni heim þegar
fólk fer allt að tvisvar á dag í ljós
og það höfum við bent sólbaðsstof-
unum á. Sumir taka þetta eflaust
til greina en svo eru aðrir, sem
hugsa bara um að geta fengið sem
flesta viðskiptavini á sem stystum
tíma," sagði Hougaard og bætti
því við, að allar þeirra vörur í
þessum flokki væru samþykktar
af heilbrigðiseftirlitinu.
„Það hefur enginn af mínum
viðskiptavinum veikst með þess-
um hætti og ég býst við að ég vissi
ef svo hefði orðið," sagði Halldóra
Helgadóttir, en hún rekur tvær
sólbaðsstofur í Reykjavík, Sðl
Saloon og Sólbaðsstofuna. „Hins
vegar get ég trúað því að fólk geti
veikst þegar það kann sér ekki hóf
og tekur t.d. 40 tíma í einum rykk,
eins og ég veit dæmi til að hafi
verið gert.
Ef ég verð vör við þvíumlíkt þá
vara ég fólk við og bendi því á að
þetta geti verið hættulegt," sagði
Halldóra. „En því miður er alltaf
til fólk sem kann sér ekki hóf."
Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Þorsteinn Geirsson, riðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, ræða málin i þingi Sjómannasambandsins í gær, en Halldór og Ásmundur fluttu þar
ávörp.                                                                                    Morgunblaðio/ Árni Sœberg.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64