Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Erindi Bjargar Það hefir hvarflað að mér í seinni tíð, að sú hugmynd að gefa út á prenti aðskiljanlegt efni út- varpsins, væri kannski ekki svo vitlaus þegar á allt er litið. Hvað um þætti Hannesar H. Gissurar- sonar: Skilyrði fyrir friði, sem ég hef áður minnst á og tel að gefi tilefni til frjórrar umræðu um utanrikismál? Má ekki gefa út slíka þætti í einhvers konar tíma- ritsformi, og væri þar fléttað inní gagnstæðum skoðunum vísra manna? Ég tel að blómleg sérrita- útgáfa hér á landi hafi sannað, að slík rit, er til dæmis taka fyrir álitamál á sviði stjórnmála, eigi sér lífsgrundvöll. Nú, og hvað um stór- merk útvarpserindi Bjargar Ein- arsdóttur er bera samheitið Líf og störf íslenskra kvenna. Má ekki gefa slík erindi út á bók? Verk aö vinna Ég held að þessi erindaflokkur Bjargar, sem er að mínu viti í senn áheyrilegur, fróðlegur og skemmti- legur, eigi fullt erindi við æsku þess lands. Hvernig væri að flétta slíkum erindaflutningi inn í ís- landssögukennslu, svona einsog til að minna nemendur á, hve stutt er síðan að íslenskar konur komust hér til sjálfræðis í menningarmál- um, ef svo má að orði komast. Og líka til að lífga uppá kennsluna. Tel ég að hér sé verk að vinna fyrir námsgagnastofnun. Fátt er mikil- vægara uppvaxandi kynslóð en vakandi áhugi á sögu lands og þjóð- ar, því annars er hætta á að hún festi eigi rætur í landi voru, menn- ingu þess og sögu, og verði auðveld bráð hinum alþjóðlega vitund- ariðnaði er máir út öll landamæri. Vaxtarverkir Og ekki nóg með það að sagan sé dýrmætt vegarnesti uppvaxandi kynslóð. Ég tel að það sé afar mik- ilvægt að skoða atburði líðandi stundar ætíð í víðara sögulegu samhengi, annars fæst eigi sá sam- anburður sem er nauðsynlegur til að átta sig á stöðunni hverju sinni. Að mínu viti þjáist íslenska sam- félagið af vaxtarverkjum, slíkum er meginlandsþjóðir á borð við Svía hafa löngu gleymt. Enda líta Svíar á okkur eins og ungling á mót- þróaskeiði, að því er mér skilst. Þetta er auðvitað alveg hárrétt skoðun hjá frændum okkar, því eins og kemur fram í erindi Bjarg- ar Einarsdóttur frá síðastliðnum miðvikudegi, um þær Olöfu Finsen og Önnu Pétursdóttur, var ekki komin nokkur einasta skikkan á ís- lenskt samfélag fyrr en leið að aldamótum. Sem dæmi má taka að hér var engin spítali fyrr en Carl H. Simsen gaf húseignina „Skandi- navia“ fyrir enda Aðalstrætis, ásamt gamla klúbbhúsinu þar suð- uraf árið 1866, en fjórum árum áð- ur hafði fyrsti barnaskólinn í Reykjavík verið stofnsettur. Hugs- ið ykkur bara, nú er hér mikilfeng- legt sjúkrahúsakerfi, er státar meðal annars af einhverri full- komnustu ungbarnagæslu er þekk- ist í víðri veröld, og skólakerfið er landi og þjóð til sóma. Hver trúir því ... Já, og allt hefir þetta gerst hjá fámennri þjóð í harðbýlu landi á undraskömmum tíma og við, sem nú njótum ávaxtanna, auðvitað löngu búin að gleyma því, að hér hafi ekki alla tíð verið til staðar fullkomin sjúkraþjónusta og skil- virkt skólakerfi. Og ætli nokkur ís- lenskur velferðarþegn trúi því, að á sama tíma og hér risu fyrstu spít- alarnir og barnaskólarnir, birtist eftirfarandi auglýsing í Þjóðólfi: „Hér til landsins eru komnir tveir rússneskir kaupmenn, þeir herra Johannesberg og Welensky og vilja kaupa höfuðhár af konum og borga vel. Þar eð ég er aðstoðarmaður þeirra, bið ég alla góða landa mína að styðja fyrirtæki þetta, þar sem mörgum fátækling gefst þar með færi á að fá góða borgun í pening- um í aðra hönd. Brynjúlfur Gunn- lögsen." Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Anthony Braxton og Shelley Manne Vernharður Linnet stjórnar jazzþætti á Rás 2 í dag kl. 16. Að sögn hans mun þátt- urinn fyrst og fremst vera helgaður Anth- ony Braxton saxófónleikara, klarinettuleikara og tónskáldi, en Braxton mun halda tónleika í Félags- stofnun stúdenta á sunnudag. Vernharður sagði, að Braxton hefði verið í slagtogi með svokölluðum „Hópi skapandi tónlistar", en þeim hópi tilheyrði m.a. Art Ensemble og Chicago, sem komið hafa hingað til lands. „Um 1970 bjó Braxton í Evrópu og var þá með hljómsveit ásamt Chic Corea,“ sagði Vernharður. „Hann hefur verið frumkvöðull að því að leika á lítt þekkt hljóðfæri, t.d. kontrabassasaxófón og kontra- bassaklarinett." Auk þess að fjalla um Anthony Brax- ton ætlar Verðharður að minnast Shelley Manne trommuleikara, sem lést í september sl. Kvöldvaka Það kennir ýmissa grasa á dagskrá Kvöld- Andrés Björnsson skrifar frásögu þáttinn Sigling Gullmávsins, sem Sigurlaug M. Jónasdóttir les á kvöld- vöku í kvöld. vöku útvarpsins í kvöld. Fyrst flytur Guðmundur Sæmundsson frá Neðra- Haganesi frásöguþátt, sem nefnist Fyrirbæri á fiöllum. Að sögn Helgu Agústsdóttur, umsjón- armanns Kvöldvöku, fjall- ar frásöguþáttur Guð- mundar um sæluhúsið í Hvítárnesi, en sæluhús hafa lengi verið tilefni til frásagna af dulrænum fyrirbrigðum. Þegar Guð- mundur Sæmundsson hef- ur lokið lestri tekur við vísnaþáttur í umsjá nafna hans Guðmundar Þórð- arsonar. f vísnaþættinum, sem kallast Vökunætur, er kveðskapur úr ýmsum áttum. Kvöldvöku lýkur með lestri Sigurlaugar M. Jónasdóttur á frásögn er Andrés Björnsson skráði og nefnist hún Sigling Gullmávsins. Ekki er meira gefið upp um sigl- ingu þessa, enda ógaman að heyra slíkt fyrirfram. Judy Dench og Frederick Forrest í hlutverkum sínum sem breska bankastarfsmærin og bandaríski levniþjónustumaðurinn, sem leika stór hlutverk í Saigon á hættutímum. Saigon á ári kattarins Sjónvarpið sýnir í kvöld nýja breska sjónvarpsmynd, sem nefnist Saigon á ári kattarins. Myndin skeður í Víetnam á árunum 1974—1975. Styrjöldin er á lokastigi. Bresk kona, sem leikin er af Judy Dench, starfar hjá banka í Saigon. Hún kynnist bandariskum manni, sem Frederick Forrest leikur, og uppgötv- ar fljótlega að hann er starfsmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Samband þeirra verður fljótt náið og bæði eiga þau eftir að leika stórt hlutverk í brottflutningi Vesturlandabúa frá borginni. Leikstjóri myndarinnar er Stephen Frears og í aðalhlutverki er, auk þeirra er áður voru nefnd, E.G. Marshall. Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir. Veröld Busters Sjónvarpið hefur í kvöld sýningar á nýjum dönsk- um framhaldsmynda- þætti fyrir börn, sem nefnist Veröld Busters. Samnefnd bók eftir Bjarne Reuter og Bille August hefur komið út á íslensku í þýðingu ólafs Hauks Símonarsonar. En meira um Buster. Hann er ungur drengur, sonur at- vinnulauss töframanns og sonar- sonur fallbyssukóngsins mikla, Osman, sem stundum var skotið svo langt út úr fallbyssunni, að hann varð að taka með sér nestispakka. Það er því greinilegt, að sitthvað skemmtilegt getur komið fyrir í fjölskyldu Busters, sem leikinn er af Mads Bugge Andersen. Það ættu því allir krakkar að fylgjast vel með frá upphafi, því þættirnir eru aðeins sex og alltaf leitt að missa úr. 1925 Buster Oregon Mortensen, eins og hann heitir fullu nafni, ásamt móður sinni, sem leikin er af Katja Miehe-Renard. 2210 ÚTVARP FÖSTUDKGUR 9. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Jón. Ól. Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Breiðholtsstrákur fer I sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (8J. 9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- íngar. Tónleikar. 9.45. Þing- tréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 .Þaö er svo margt aö minnast á" Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J» Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 .A íslandsmiðum" eftir Pierre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýðingu Páls Sveinssonar (12). 14J0 Miðdegistónleikar. Scherzo op. 25 ettir Josef Suk. Tékkneska Fllharmón- lusveilin leikur; Zdenék Mác- al stj. 14.45 A léttu nótunum. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16J0 Slðdegistónleikar. a. Brandenborgarkonsert nr. 4 I G-dúr eftir Bach. Con- centus Musicus hljómsveitin I Vlnarborg leikur; Nikolaus Harnoncourt stj. b. Planókonsert i D-dúr eftir Leopold Kozeluck. Felicja Blumental leikur meö Nýju kammersveitinni I Prag; Al- berto Zedda stjórnar. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 18A5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvðldvaka a. Fyrirbæri á fjöllum. Guð- mundur Sæmundsson frá Neðra-Haganesi tekur sam- an og flytur frásöguþátt um Sæluhúsið l Hvltárnesi. b. Vökunætur. Guðmundur Þórðarson sér um vlsnaþátt. c. Sigling Gullmávsins. Sig- urlaug M. Jónasdóttir les frásögn er Andrés Björnsson skráði. Umsjón: Helga Ag- ústsdóttir. 21J5 Framhaldsleikrit: „Draumaströndin" eftir Andrés Indriðason. V. og slðasti þáttur endurtekinn: „Sólarmegin I llfinu". Leik- stjóri: Stefán Baldursson. Leikendur: Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Tinna Gunnlaugsdóttir. Steinunn Jóhannesdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Baltasar Samper. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP FÖSTUDKGUR 9. nóvember 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hróltsdóttir. 19.25 Veröld Busters. Nýr tlokkur. — Fyrsti þáttur. Danskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum, gerður eftir samnefndri barnabók eftir Bjarne Reuter og Bille August sem komiö hefur út I Islenskri þýöingu Ólafs Hauks Slmonarsonar. (Nord- vision — Danska sjónvarp- iö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 21.10 Skon okk. Umsjónaimenn Anna Hinr- iksdóttir og Anna Kristln Hjartardóttir. 21.40 Hláturinn lengir llfiö. Annar þáttur. Breskur myndaflokkur I þrettán þátt- um um gamansemi og gam- anleikara I fjölmiölum fyrr og slðar. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 22.10 Saigon á ári kattarins. Ný bresk sjónvarpsmynd. Leikstjóri Stephen Fears. Aðalhlutverk: Judy Dench, Frederic Forrest og E.G. Marshall. Myndin gerist á lokastigi styrjaldarinnar I VI- etnam. Bresk kona, sem starfar I banka I Saigon, kynnist bandarlskum leyni- þjónustumanni og þau leika bæði nokkurt hlutverk I brottflutningi Vesturlanda- búa frá borginni. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 00.00 Fréttir I dagskrárlok. 22.35 „Brot frá bernskuslóð- um“. Baldur Pálmason les úr minningum Hallgrlms Jón- assonar rithöfundar. 23.00 Djassþáttur — Tómas Einarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. RÁS 2 10.00—12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viðtal, gullaldarlög, ný lög og vin- sældalisti. Stjórnendur: Jón Ólafsson og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—17.00 Jazzþáttur Þjóðleg lög og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.00—18.00 I föstudagsskapi Þægilegur múslkþáttur I lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 23.15—03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Pétur Steinn Guö- mundsson. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá i Rás 2 um allt land.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.