Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984
Kristniboðsdagurinn á sunnudag:
Astandið í Eþíópíu
versnandi vegna þurrka
— Rætt við Gísla
Arnkelsson, formann
SÍK, um kristniboðs-
og hjálparstarf í
Eþíópíu og Kenýa
„Kristniboðið sjálft er hið sama,
en það sem hefur breyst í kjölfar
breyttra stjórnmálaviðhorfa í
Eþíópíu síðustu árin er, að það
byggist nú meira en áður á inn-
lendum starfsmönnum kirkjunnar
og andstaða yfirvalda er fyrir
hendi í sumum héruðum lands-
ins," segir Gísli Arnkelsson, for-
maður Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga, í samtali við
Mbl. Hann dvaldi á liðnu sumri
um skeið í Eþíópíu þar sem hann
starfaði um árabil við kristni-
boðsstörf ásamt fjölskyldu sinni.
Einnig heimsótti hann Kenýa þar
sem íslenskir kristniboðar starfa
á vegum SÍK. Tilefni spjalls við
Gísla er kristniboðsdagurinn, en
hann er nk. sunnudag, 11. nóvem-
ber. en af hverju kristniboðsdag-
ur?
„Kirkjan hefur í áratugi minnst
kristniboðsins einn sunnudag á ári
og í bréfi biskups til presta nú
hvetur hann þá til að benda á þýð-
ingu kristniboðsins, biðja fyrir því
í kirkjum landsins og taka á móti
gjöfum til starfseminnar. Þessi
árlegi kristniboðsdagur er jafnan
annar sunnudagur í nóvember."
Gísli er beðinn að segja nánar
frá starfsemi SÍK í Eþíópíu:
„Það liggur nokkuð ljóst fyrir að
þrátt fyrir að yfirvöld séu ekki
fylgjandi kristniboðsstarfi sem
slíku, vilja þau ekki vísa kristni-
boðum úr landí. Samfara kristni-
boðinu fer fram svo gífurlega mik-
ið starf á sviði heilbrigðis- og
fræðslumála og er það rekið í ná-
inni samvinnu við yfirvöldin. Á
öllum kristniboðsstöðvunum eru
rekin sjúkraskýii þar sem hjúkr-
unarkonur leysa brýnan vanda og
samstarfsaðili okkar, norska lúth-
		..__
rW	1	'"-ifii^BB^ ^^H
¦i  d		,  p ¦ ^   S^w
¦ \2fl	\\\\\\\\u	9   HkÍU       ft^
~^4  *M      m^m-*'	^^H	H  ^m            ErH  ^^H
Gísli Arnkelsson, lengst til vinstri, ásamt Ragnari Gunnarssy ni, kristnibofta í
Kenýa, eru hér í hópi innlendra starfsmanna kristniboosins.
Fri Eþíópíu. Konan starfaöi á íslensku kristnibodsstöðinni í Konsó á þeim
árum er Gísli starfaoi þar.
erska kristniboðsfélagið, rekur
þrjú sjúkrahús í landinu."
Gætu þá yfirvöld ekki tekið við
þessu heilbrigðis- og fræðslustarfi
ef kristniboðar verða sendir heim?
„Naumast. Þau gætu ekki staðið
undir þessum rekstri fjárhagslega
og hafa heldur ekki mikinn fjölda
menntaös starfsfólks á hinum
ýmsu sviðum heilbrigðismála.
Laun lækna og hjúkrunarkvenna
eru í dag greidd af kristniboðinu,
en í skólakerfinu er þó þróunin
lengra komin, þar gætu yfirvöld
tekið við meiru ef fjárhagur þeirra
leyfði.
Kirkjan gæti hinsvegar lifað og
starfað áfram. Margt myndi að
sjálfsögðu breytast í starfi hennar
þegar kristniboðanna nýtur ekki
lengur við. Það hefur komið í ljós
þar sem yfirvöld hafa látið loka
kirkjum, að fólk heldur áfram að
hittast, skipuleggur nýtt starf
með nýju sniði án þess að kristni-
boðarnir komi þar nærri. Enda er
það stefna kristniboðsins að hin
innlenda kirkja, sem sprettur af
starfi þess, geti starfað sjálfstætt
og óháð utanaðkomandi aðstoð
þegar hún kemst á legg."
Nú rekur SÍK einnig starf í
Kenýa, er mikill munur á starfinu
í þessum tveimur löndum?
„Kenýa er náttúrlega mun þró-
aðra land á ýmsa vegu. Skólakerfi
og heilbrigðisþjónusta ná til mun
fleiri þegna þjóðfélagsins en í
Eþíópíu og í Kenýa eru innfæddir
almennt meira menntaðir. Af
þessum sökum er aðalstarf
kristniboðsins að útbreiða orð
Guðs, kristniboðið sjálft, en vissu-
lega taka kristniboðsfélogin þátt í
margs konar uppbyggingu. Við
höfum t.d. komið upp skólahúsi
með aðstoð Hjálparstofnunar
kirkjunnar og á sumum kristni-
boðsstöðvunum í Kenýa starfa
hjúkrunarkonur."
Hungursneyð
Hvað með ástandið í Eþíópíu?
Nú virðast þurrkar leiða til mikill-
ar hungursneyðar?
^lá, þegar við vorum í Konsó-
héraði í ágúst hafði lítið rignt þar
og menn voru uggandi um fram-
tíðina. Fréttir síðan bera með sér
að ástandið fer versnandi og nú
óttast menn að það verði svipað og
árið 1973. Ef ekki rignir almenni-
lega fram að áramótum og upp-
skeran bregst í annað sinn leiðir
það til hungursneyðar tugþús-
unda-hundruð þúsunda manna
víða í landinu. Nú virðist þó sem
hjálp muni berast mun fyrr en áð-
ur frá öðrum þjóðum og alþjóðleg-
um hjálparstofnunum og vissu-
lega munu kristniboðarnir leggja
sitt af mörkum eins og þegar þeir
skipulögðu korndreifinguna í
Konsó árið 1973.
Nokkrir erfiðleikar vegna
þurrka eru einnig í uppsiglingu í
Kenýa."
Kostnaður um 3,3 m.kr.
í Eþíópíu starfa nú á vegum
SÍK tvenn hjón, þau Jónas Þóris-
son og Ingibjörg Ingvarsdóttir í
Konsó og Guðlaugur Gunnarsson
og Valgerður Gísladóttir á kristni-
boðsstöð er Sollamó heitir. Á ís-
lensku kristniboðsstöðinni í Chep-
arería í Kenýa starfa nú hjónin
Ragnar Gunnarsson og Hrönn
Sigurðardóttir, en séra Kjartan
Jónsson og Valdís Magnúsdóttir,
sem þar hafa einnig starfað,
dvelja nú hérlendis í leyfi. Gísli
gat þess að starfsemi SÍK á þessu
ári kosti kringum 3,3 milljónir
króna og vantar enn nokkuð á að
endar nái saman. Fjármagn þetta
safnast meðal þeirra er styðja
vilja kristniboðið og kvaðst Gísli
vilja koma á framfæri þakklæti til
allra er styddu starf SIK með ein-
um eða öðrum hætti. Sérstakar
samkomur á vegum SÍK verða á
sunnudagskvöldið í Reykjavík, á
Akranesi og Akureyri svo og í
Hafnarfirði, auk þess sem dagsins
verður minnst víða í guðsþjónust-
^esið
reglulega af
ölmm
fjöldanum!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64