Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Loksins föðmuðust Mondale og Ferraro WaNhington, g. nórember. AP. Að leiðarlokum loðmuðust þau og kysstust. Frambjóðendur demó- krata til forseta og varaforseta, Walter F. Mondale og Geraldine Ferraro, vísuðu öllum formlegheit- um framboðstímabilsins veg allrar veraldar. Mondale kastaði kveðju á Ferraro við landf;anginn þegar þau komu með flugvél til höfuð- borgarinnar í gær . Honum hafði verið ráðlagt áður en kosninga- baráttan hófst að koma ekki einu sinni nálægt meðframbjóð- anda sínum á almannafæri. En nú tók hann sig til og faðmaði þingmanninn hressilega að sér. Og Ferraro, sem ekki hafði svo mikið sem rétt Mondale höndina, galt í sömu mynt. „Fyrir hönd mína og fjöl- skyldu minnar langar mig að geta þess hversu stolt við erum af Gerry Ferraro," sagði Mon- dale í hópi stuðningsmanna sinna og starfsmanna, sem fögn- uðu honum við komuna til Washington: „Við erum stolt af sögulegu hlutverki hennar.“ Geraldine Ferraro svaraði fyrir sig með stuttri ræðu og sagði þá m.a.: „Það var ekki á mínu færi að opna konum dyr tækifæranna," sagði hún, „það gerði Fritz Mondale." írland: Þorpsbúar fögnuðu fram á rauðamorgun — vegna endurkosningar Reagans Ballyporeen, frlandi, H. nórember. AP. LÚDRASVEITIN spilaði á torginu, börn fóni með þakkargjörðir og þorpsbúar sungu og fögnuðu, og það var verið að fram á rauða- morgun í dag, fímmtudag, allt vegna endurkosningar Ronald Re- agan.s Bandaríkjaforseta. Margir hinna 350 íbúa Bally- poreen skoruðu á forsetann að efna loforð sitt um að koma aft- ur til litla þorpsins í Tipperary, sem hann sótti heim í júní sl. til þess að sjá fæðingarstað langafa síns. Og menn voru almennt á þvi, að kosningaúrslitin í Banda- ríkjunum ættu eftir að verða baejarfélaginu mikil lyftistöng. I gærkvöldi var farið í skrúð- göngu og haldinn útifundur á litla þorpstorginu, sem var fán- um prýtt. Og þorpsbúarnir hlýddu á ræður sem virðingar- menn staðarins héldu. Á eftir voru hljómleikar í félagsheimil- inu. Svo héldu margir til ölstofu John’s 0’ Farell’s og héldu áfram fagnaðinum. 12 stórsigrar á öldinni WenhioipoB, 7. oóvember. AP. ELLEFU sinnum áður á þessari öld hefur Bandaríkjaforseti unnið sannkallaðan stórsigur, eins og Reagan nú og jafnvel stærri. Hér er listi yfir þá: Warren Harding 1920 Herbert Hoover 1928 Franklin Roosevelt 1932, 1936, 1940 og 1944 Dwight Eisenhower 1952 og 1956 Lyndon Johnson 1964 Richard Nixon 1972 Ronald Reagan 1980 Og svo Ronald Reagan aftur nú eins og margoft hefur komið fram. Fulltrúar Sovétríkjanna í Genf: „Fólki ekki mismunað vegna skoðana sinna“ (ienf, 8. nóvember. AP. FULLTRÚAR Sovétríkjanna, sem í dag komu fyrir nefnd þá er fylgist með því að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og pólitísk réttindi frá 1977 sé fylgt, fullyrtu að mannréttindi og lýðræði væru í heiðri höfð í heimalandi sínu. Þeir vísuðu á bug öllum ásökunum um, að Sovétstjórnin misbeitti valdi sínu og bryti gegn sáttmálanum, sem sjö- tíu ríki hafa þegar samþykkt. „Sov- étborgarar njóti meiri réttinda en gert er ráð fyrir í sáttmálanum," sagði helsti talsmaður Sovétmanna á fundinum, Dimitri Bykov. Aðrar forvitnilegar yfirlýsingar sovésku fulltrúanna voru eftirfar- andi: „Það er ekki ritskoðun í Sovét- ríkjunum." „Fólki er ekki mismunað vegna skoðana sinna." „Enginn hefur verið ofsóttur eða handtekinn vegna trúarskoð- ana sinna.“ „Staðhæfingar um misnotkun geðlæknisfræði í pólitískum til- gangi eru út í hött.“ „Samkvæmt stjórnarskránni hafa einstök Sovétlýðveldi fullan rétt til að segja sig úr ríkjasam- bandinu. Þau hafa hins vegar ekki áhuga á því.“ Fulltrúar Vesturlanda, sem sátu fundinn, kváðu svör Sovétmann- anna ekki fullnægjandi. Fulltrúi Austur-Þýskalands sagði, að mannréttindi væru skilgrein- ingaratriði, og mismunandi frá einu þjóðfélagskerfi til annars. Hann kvað ótækt að ræða um mannréttindi eingöngu frá vest- rænu sjónarmiði; ef það væri gert missti sáttmálinn gildi sitt. Skreiðarmarkaður í Arabaríkjum? Osló, 8. nóvember. Frá Jan Erik Laure, frétUriUra Mbl. NORSKIR skreiðarframleiðendur gera sér vissar vonir um að mark- aður kunni að vera fyrir skreið í Saudi-Arabíu og öðrum arabaríkj- um. Byggja þeir bjartsýni sína á því að Yamani olíuráðherra Saudi- Arabíu keypti 50 kfló af skreið er hann kom í óvænta skyndiheim- sókn til Noregs á dögunum til þess að ræða verðlag olíu við Kire Will- och forsætisráðherra. Þingmaður nokkur segir að skreiðarkaup Yamanis sé gífur- leg ókeypis auglýsing, og hefur í þinginu gert fyrirspurnir til viðskiptaráðherra hvort ráðu- neytið hafi í hyggju að kanna hvort markaður sé fyrir skreið í arabaríkjunum, svo Norðmenn verði ekki jafn háðir Nígeríu- markaði. Norska útflutningsráðið varar við þeirri bjartsýni að halda að markaður sé fyrir skreið í ríkj- um araba. Formælandi ráðsins sagði Yamani hafa kevpt skreið- ina sem minjagrip. Á ferðalög- um sínum hefði hann það fyrir venju að kaupa eitthvað sem tengdist sérstaklega viðkomandi landi. Argentína: Ný rannsókn vegna týndrar stúlku Buenos Aires, 8. nóvember. AP. PIERRE Schori, utanrkisráðherra Svíþjóðar, er í forsvari fyrir þing- mannanefnd sem stödd er í Argent- ínu um þessar mundir, að grafast fyrir um örlög sænsku stúlkunnar Dagmar Hagelin, sem hvarf spor- laust í landinu árið 1977. Hin 17 ára Dagmar var í slag- togi með stjórnarandstæðingum, en þetta var á tímum herforingja- stjórnarinnar. Það eina sem vitað er um gang mála er, að henni var rænt, trúlega af öryggisvörðum stjórnvalda og að hún særðist illa af skotsári er mannránið var framið. Herforingjastjómin gaf ekkert upp um hvar stúlkan væri niðurkomin, en stjórn Alfonsins forseta hefur tekið upp rannsókn málsins að beiðni sænskra stjórn- valda. Foreldrar stúlkunnar hafa ritað bók um málið og viðskipti sín við argentínsku herforingjastjórnina. Faðir hennar, Ragnar, heldur því fram að öryggisverðirnir hafi ruglast á Dagmar og eftirlýstum vinstrisinna, stúlku á svipuðu reki og Dagmar, og mjög líka henni. f bókinni birta Hagelinhjónin nokk- uð af leyniskjölum sem stjórnar- andstæðingar útveguðu þeim eftir krókaleiðum. í skjölunum segir að Alfredo Astiz, höfuðsmaður í sjó- her Argentínu, hafi stjórnað mannráninu, svo og þúsundum annarra mannrána sem mörg eru talin hafa endað með morði fórn- arlambanna. Schori utanríkisráðherra sagði almenn mannréttindi vera aðal- málefni sendinefndarinnar, en ofarlega á baugi væri mál Dagmar Hagelin. „Við fengum aldrei nein svör er herforingjarnir réðu ríkj- um. Nú er stjórnsýsla landsins með öðrum hætti og við höfum komið til Argentínu með margar spurningar brennandi á vörum. Og við höfum fengið jákvæð og góð svör við mörgum þeirra. Ég vil ekki tjá mig nánar um það á þessu stigi, en aðeins segja að núverandi stjórnvöld hafa tekið málið upp og rannsókn þess er komin vel á veg,“ sagði Schori. Þmgmaður í geimferð S*Jt Lake Citj, 8. DÓvember. AP. BANDARÍSKA geimvísindastofnun- in NASA hefur valið öldungadeildar- þingmanninn Jake Garn til geim- ferðar með geimskutlunni, að sögn aðstoðarmanna þingmannsins. Garn, sem er 52 ára, er fyrrum flugmaður í bandaríska sjóhern- um. Hefur hann meira en 10 þús- und flugstundir að baki, en aðeins einn geimfari, Joe Engle, hefur flogið fleiri flugstundir. Hefur NASA ekki ákveðið hvenær Garn fer út í geiminn. Garn er þingmaður repúblikana og mun hann gefa þinginu skýrslu um flugið og hvernig NASA ráð- stafi fjármunum sínum. Hann er formaður þingnefndar, sem fjallar um fjármál NASA. Er hann sagð- ur við hestaheilsu og gengur brátt undir þjálfun, sem tekur nokkrar vikur, i Houston og á Kanaveral- höfða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.