Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 23 Litli pilturinn, sem hér er verið aö vigta, er eitt af fórnarlömbum hungurs- neyöarinnar í Afríku. Hungursneyðin í Eþíópíu: Deyja 900 þúsund fyrir lok Addis Ahaha, Mekelle, 8. nóvember. AP. HAFT er eftir vestrænum stjórnar- erindreka, sem hefur fylgst náiö meö hjáiparstarfinu f Eþíópíu, aö um 900.000 manns kunni aö láta lífið á þessu ári vegna hungursneyðarinnar í landinu. Fréttaritari AP, sem kom til bæjarins Mekelle, þar sem stjórn- völd og Rauði krossinn hafa komið upp nokkrum sjúkrastöðvum, seg- ir að 36 þúsund manns hafi leitað þar hjálpar, en sl. hálft ár hafi um 50 manns dáið í bænum á degi hverjum. Það þýðir um 9.000 manns hafa látist í þessum bæ einum og er hann þó aðeins einn margra á þurrkasvæðinu. Er talið að um sex milljónir manna séu ársins? fórnarlömb þurrkanna. „Hingað koma 400—500 manns á hverjum degi," segir Dagne Gurmu, sem stjórnar hjálpar- starfi stjórnvalda á staðnum. „Flestir koma allslausir, án klæða, án matar, án dýra.“ Greint var frá því í Addis Ab- aba, höfuðborg Eþíópíu, að Austur-Þjóðverjar hefðu bæst í hóp þeirra þjóða, sem liðsinni veita í hjálparstarfinu. Munu þeir senda fjórar flugvélar með mat- væli til borgarinnar Assab, þar sem er miðstöð erlenda hjálpar- starfsins, og enn fremur til bæj- anna Mekelle og Axum í norður- héraðinu Tigre. Eldislax drepst í Noregi Osli, 8. nóvember. Frá Jan Krik Lnure frétUriUra Mbl. Á síöustu sex vikum hafa um 17.000 eldislaxar í fiskeldisstööinni í Löd- ingen viö Nordland drepist, og er tjóniö metið á um 800 þúsund krón- ur norskar, eða 3,2 milljónir ís- lenzkra króna. Talið er að hér sé á ferðinni svokölluð „Hitra-sýki“, sem sting- ur sér niður við og við í Noregi. Selja átti eldislaxinn á næsta ári og 1986. Tjónið er tilfinnanlegt fyrir eiganda eldisstöðvarinnar, en líklega kemst hann þó hjá gjaldþroti. Fjaðrafok út af loð- kápu fegurðardísarinnar Lundúnuni, 8. nóvember. AP. MIKIÐ fjaörafok er nú í Lundún- um í kjölfarið á því aö fulltrúi Bóli- víu í keppninni „Ungfrú Alheim- ur“, Erika Weise, mætti til fagnaö- ar þar í borg íklædd dýrindis kápu úr hlébarðaskinni. Etýraverndun- arsamtök hafa fordæmt stúlkuna harðlega og mikil blaöaskrif hafa verið. Hin 160 ára gömlu Konung- legu dýraverndunarsamtök hafa látið mest til sin taka og tals- maður þeirra, Liz Coats, sagði i dag: „Við erum mjög mótfallin því að feldir dýra séu teknir til að gera úr munaðarflíkur handa mannfólki. Auk þess er hlébarð- inn i bráðri útrýmingarhættu og því enn frekar óverjandi að deyða þá til þess að skrýða káp- ur með feldi þeirra.“ Hin 21 árs gamla ungfrú Weise var afar móðguð vegna alls umstangsins og sagði: „Bóli- víumenn eru miklir dýravinir, en engir harðlínumenn í dýravernd. Breskar konur spranga um allt i svona kápum, hví skyldi ég þá ekki mega það líka?“ Julia Morley, framkvæmda- stjóri fegurðarsamkeppninnar reyndi aftur á móti að lægja öld- urnar með því að gera opinbera sögu hlébarðans og kápunnar. Þannig er nefnilega mál vexti að sögn ungfrú Morley, að faðir Er- iku Weise er læknir að atvinnu. Einu sinni kom hann f þorp eitt lítið og þar var fjöldi barna að dauða kominn vegna alvarlegs sjúkdóms. Eigi að siður tókst lækninum að bjarga Iffi barn- anna og í þakklætisskyni færðu þorpsbúar honum hlébarða- skinnið sem hann síðan gaf dótt- ur sinni. Svo mörg voru þau orð. Virkni hinna virku náttúruefna beta-carotene-canthaxanthin er þaulreynd vísindalega af húösérfraBÖingum í mörgum iöndum, m.a. í Danmörku, þar sem mjög athyglisveröar niöurstööur hafa fengist eftir itarlegar rannsóknir. Tilraun- imar syndu allar aö jafnvei fófk meö mjög Ijosfælna húö gátu eftir 3j-4ra vikna kúr stundaö útilff og sólböö þar sem litarefn- in sem verja húöina jukust og styrktust og húöin varö eölilega brún og varöi sjálfa sig gegn skaölegum geislum sólarínnar og sólbruna. MARGT HEFUR VERIÐ REYNT — LOKSINS ER ÞAÐ KOMIÐ! SUN-LIFE TIL ÍSLANDS SUN-LIFE er nýtt náttúruefni sem örvar litarefni húðfrumunnar og myndar nátt- úrulegan brúnan lit, jafnvel þegar sólar ekki nýtur. í Ijósabekkjum færðu fallegan brúnan lit á helmingi skemmri tíma en ella. í sterkri sól náttúrunnar geturöu baðað þig eins lengi og þú vilt án þess aö brenna og þú sparar þér fituga sólar- áburði. SUN-LIFE hentar öllum húðteg- undum. Taktu SUN-LIFE hylki fyrir sól- baöiö og vertu auöveldar brún(n). Brúni liturinn helst lengur meö SUN-LIFE. SUN-LIFE fæst í lyfjaverslunum, snyrti- vörubúðum, sólbaösstofum og hár- greiðslu- og snyrtistofum. Einkaumboð á íslandi: M.Guömundsson og co ■ 21850 — 19112. Pillsbury's Best HVEITI 5 Ibs lcr. 53.90 RÆKJUR 1 kg. kr. 195,- STRÁSYKUR 2 kg, kr. 24,50 PAPPCO WC pappír 12 rúllur kr. 112,00 ERAMSMAM kartöflur 1500 gr. kr. 97,90 700 gr. kr. 46,50 AKRA sm|örlíki kr. 31,90 IUXUS kuHi 1/2 kg. kr. 54,90 JARBABER 1/1 dós kr. 68,90 ORA Græn baunir 1/1 dós kr. 28,90 Græn baunir 1/2 dós kr. 17,95 Græn baunir 1 /4 dós kr. 13,90 Bak baunir 1/1 dós kr. 51,30 Bak baunir 1/2 dós kr. 36,20 Bak baunir 1/4 dós kr. 25,90 PIXAM þvotfuefai 900 gr, kr. 68,90 FRÓM kex Súkkulaði María kr. 31,90 Hnetu kremkex kr. 29,90 Niðursoðnir ávextir frá PEL MAMTE Perur 1/1 dós kr. 71,70 Perur 1 /2 dós kr. 40,90 Bland ávextir 1/1 dós kr. 81,90 Bland ávextir 1 /2 dós kr. 53,60 Ferskjur 1/1 dós kr. 71,70 Ferskjur 1 /2 dós kr. 40,90 (^ tferskm er kjarabót HAMRABORG 10 0 41640 og 43888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.