Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984
Sverrir Hermannsson, iðnaðarráoherra:
2.200 milljóna tekju-
auki á fímm árum
— „Það er hár reikningur sem þjóðin á ósendan Alþýðu-
bandalaginu"
„ViðbóUrtekjur Landsvirkjunar
frá ÍSAL samkvæmt nýja samning-
um og briðabirgðasamningnum
iætlast tæpar 2.230 milljónir króna
fram til irsloka 1989... Til þess að
átta sig betur á þýðingu nýja samn-
ingsins hefur einnig verið reiknaö
út, hvað hann hefði gefið í aðra hönd
miðað við raunverulega þróun í verð-
lagningu á álí og sést þá að orku-
verðið befði sveifiast milli 12,5 og
16,5 Bandarfkjamill á Kwst á tíma-
bilinu fri 1979 fram til þessa
dags... Með hliðsjón af framan-
greindu er það ilit okkar að sam-
komulag það sem lögð hafa verið
drög að um breytingar i rafmagns-
samningi Landsvirkjunar og ÍSAL sé
Landsvirkjum mjög í vil og fyrirtæk-
inu til verulegra hagsbóta." Fram-
angreind tilvitnun í umsögn Hall-
dórs Jónatanssonar, forstjóra
Landsvirkjunar, og Jóhanns Mis
Maríussonar,     aðstoðarforstjóra
Landsvirkjunar, kom fram í ræðu
SverrLs Hermannssonar, iðnaðarrið-
herra, er bann mælti fyrir frumvarpi
til laga um staðfestingu i nýgerðum
vioaukasamningi milli ríkisstjórnar
íslands og Swiss Aluminium Ltd. um
ilbræðslu við Straumsvík.
UMSOGN COOPERS
& LYBRAND OG CARLES
J. LIPTON
SVERRIR HERMANNSSON, iön-
aðarráðherra, vitnaði til forstjóra
Coopers & Lybrand, Donald S.
Chriss, og Charles J. Lipton,
þekkts lögfræðings í New York,
sem Hjörleifur Guttormsson,
fyrrverandi iðnaðarráðherra, réð
til ráðgjafar varðandi samskipta-
mál við Alusuisse, er hann svaraði
gagnrýni stjórnarandstöðu á Al-
þingi í gær á nýgerðan álsamning
(viðauka).
Forstjóri Coopers & Lybrand
sagði m.a.: „Mér segir helzt hugur
um, að það hefði alvarlega ókosti í
för með sér fyrir ríkisstjórnina að
halda gerðardómsmeðferðinni
áfram og að mun æskilegra væri
að jafna deiluna með samnings-
gerð ..." Síðar segir hann: „Fyrir
hendi eru fjölmörg vandamál og
óvissuþættir, sem mundu sam-
kvæmt minni reynslu skapa örð-
ugleika (fyrir baða mátsaðila) í
hvers kyns málflutningi fyrir
gerðardómi". Ennn segir forstjór-
inn: „Eftir því sem ég hefi fylgst
með þróun deilunnar, virðist mér
helzt, að tillit til stjórnmála hafi
að nokkru leyti magnað hana.
Skýrslur okkar (utan endurskoðun
okkar á afkomu ÍSAL 1980) hafa
verið notaðar á þann hátt, sem við
höfðum ekki búizt við, og umræð-
ur um niðurstöður okkar virðast
ekki hafa gengið nógu langt til að
skapa fastan grundvöll fyrir rök-
semdafærslu í málflutningi fyrir
gerðadómi" (bréf dags. 28. júlí
1983).
Charles J. Lipton segir m.a. í
bréfi 4. október 1984: „Ef ætla má
að væntanleg lausn leiði einnig til
orkuverðs samkvæmt rafmagns-
samningnum milli Landsvirkjun-
ar og íslenzka álfélagsins hf., sem
ríkisstjórnin getur sætt sig við, er
það því skoðun min að uppgjör
krafanna um framleiðslugjöld
fyrir árin 1976 -1980 á þeim
grundvelli að Alusuisse greiði rík-
isstjórninni 3 milljónir Banda-
ríkjadala mundi vera mjög viðun-
andi lok skattadeilunnar og rétt-
læting afstöðu ríkisstjórnarinnar
frá upphafi. Kröfur ríkisstjórnar-
innar fyrir árin 1976—1979 voru
gerðar afturverkandi, skv. aðal-
samningnum, og eru þess vegna
ekki eins ákveðnar og krafan íyrir
árið 1980. Það mundi taka meiri
tíma að halda málarekstrinum
áfram, leiða til talsverðs auka-
kostnaðar og eflaust frekari tafa á
samningum varðandi endanlegt
orkuverð. Það er vafasamt að rík-
isstjórnin gæti vænst betri árang-
urs en þeirra 3 milljóna Banda-
ríkjadala, sem Alusuisse býður til
uppgjörs, ef málarekstrinum skv.
bráðabirgðasamningnum     yrði
haldið áfram til loka og dihnefnd
sérfræðinga í logum mundi gefa
álit sitt eða úrskurð undir þessum
kringumstæðum."
UM HVAÐ VAR SAMIÐ?
SVERRIR HERMANNSSON, iðn-
aðarráðherra, gerði Alþingi I gær
grein fyrir aðdraganda samnings,
sem gerður hefur verið, um nýtt
orkuverð frá ÍSAL til Landsvirkj-
unar, og sátt í deilumálum milli
ríkisstjórnar íslands og Swiss
Aluminium Ltd., sem og efnis-
atriðum samningsins.
•• Samið er um nýtt orkuverð, á
bilinu 12,5 til 18.5 mill, í stað 6.475
mill eftir fyrri samningi, og 9,5
mill eftir nýlegum bráðabirgða-
samningi. Orkuverð hækkar, ef ál-
verð hækkar, eftir 4 mismunandi
áskildu samþykki rikisstjórnar, til
þriðja aðila.
•• Gerð er breyting á aðstoðar-
samningi — rekstri — þessefnis,
að ákvæði er um að tryggja beztu
skilmála í viðskiptum við þriðja
aðila.
Ráðherra bað þingið að taka sér
allan þann tíma, sem það þyrfti,
til að fara vel ofan í þetta mal, en
hafa mætti í huga, að hinn nýji
samningur taki ekki gildi fyrr en
þing hefur samþykkt hann — og
hver dagur, sem líður án gildis-
tðku hafi af Landsvirkjun 400 þús-
und krónur.
AFLEITUR SAMNINGUR
RAGNAR ARNALDS (Abl.) kvað
Alþýðubandalagið andvígt þessum
samningi. Orkuverð væri of lágt,
næði hvorki framleiðsluverði ork-
unnar né meðalverði hennar til ál-
vera úti í heimi. Rangt væri að
hengja orkuverð aftan í heims-
markaðsverð áls. Samningurinn
væri þar að auki til of langs tíma
og endurskoðunarreglur of flókn-
ar. Fráleitt væri að leggja kröfur
vegna skattauppgjörs á hilluna.
Einnig að tryggja Alusuisse for-
Ragnar Arnalds
Eiður Guðnason
Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir
Stefin Benediktsson    Albert Guðmundsson    Davíð Aðalsteinsson
mælikvörðum. Heimilt er að end-
urskoða orkuverð og aðra skilmála
á fimm ára fresti. Eftir er að
semja um orkuverð til stækkunar
(viðbótar) álvers, sem umræður
halda áf ram um.
•• Gerð er sátt sem tekur til
allra deilumála vegna liðins tíma.
Sáttin er heildarlausn. Ríkis-
stjórnin leysir Alusuisse og ÍSAL
undan öllum kröfum vegna liöins
tíma. ÍSAL greiðir ríkissjóði þrjár
milljónir Bandaríkjadala í sáttafé.
Sáttagerðarsamningurinn er dóm-
sátt og tengdur breytingum á að-
alsamningi.
•• Settar eru nýjar skattareglur,
m.a. ný afskriftaregla um meng-
unarvarnabúnað (8 ára afskrift),
byrja má afskrift gengistaps á
sama ári, breyta má framlagi i
varasjóð ef framtöldum tekjum er
breytt, endurskoðun hjá ÍSAL fari
fram árlega, ákveðinn er nýr höf-
uðstóll skattinneignar vegna
lækkunar skattinneignar og tekin
eru af tvímæli um að ÍSAL verði
ekki beitt venjulegum skattavið-
urlögum.
•• Alusuisse er heimilað að selja
allt að 50% hlutafjár í ÍSAL, að
gang að nýrri orku með hugsan-
legri stækkun. Þingmaðurinn fór i
löngu máli ofan í sauma á þeim
deilumálum, sem verið hafa milli
stjórnvalda og álvers, og taldi ÍS-
AL hafa safnað innstæðu á skatt-
reikningi með blekkingum í bók-
haldi. Iðnaðarráðherra hafi nú
selt öll deilumál á einu bretti fyrir
lítið verð og gefið brotaaðila
syndakvittun í kaupbæti.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
ANDVÍGUR
EIÐUR GUDNASON (A) kvað Al-
þýðuflokkinn hafa staðið að sam-
þykkt laga um byggingu álvers á
sínum tíma. Sá samningur, sem þá
hafi verið gerður, hafi verið góður
miðað við þáverandi aðstæður.
Síðan hafi margt breytzt, m.a.
orðið orkuverðssprenging á heims-
markaði. Þessi samningur bæri
ekki að með réttum hætti, þing-
menn stæðu í raun frammi fyrir
orðnum hlut, gætu engu breytt,
yrðu annað tveggja að samþykkja
eða hafna samningunum í heild.
Samningurinn tryggði ekki nægi-
lega hátt orkuverð. Tekin væri
óþarfa áhætta með því að tengja
Sverrir Hermannsaon Mtaaoarraoherra og Salome Þorkelsdóttír, forseti efrí
deildar.
orkuverð verðþróun á áli. Alþýðu-
flokkurinn myndi því greiða at-
kvæði gegn honum. Eiður tók
skýrt fram að Alþýðuflokkurinn
væri fylgjandi því að nýta orku til
stóriðju, ef viðunandi verð væri í
boði, ofugt við Alþýðubandalagið
og Kvennalista. Kvennalistinn
væri andvigur stóriðju og iðnaði i
það heila tekið. Sú starfsemi
rýmdist ekki innan þröngs áhuga-
sviðs Kvennalistans.
ÍSLENZKU ÞJÓÐINNI
MÚTAÐ
SIGRÍDUR DÚNA KRIST-
MUNDSDÓTTIR (Kvl.) sagði
samninginn bera það með sér að
íslenzku samninganefndinni hafi
verið settir afarkostir. Sýnilegt
væri að iðnaðarráðherra hefði selt
bókstaflega allt, sem hægt hafi
verið að selja, til að ná fram
hærra orkuverði. Hækkunin nái
þó ekki meðalframleiðslukostnaði
orkunnar og sé því of dýru verði
keypt. OII kæruatriði séu felld
niður fyrir einn þriðja af kröfu-
gerð. Hún sagði álhringinn hafa
mútað íslenzku þjóðinni til að Iáta
kærumál niður falla. Þá væri
stækkunarheimild álversins svo
fráleit að það jaðri við barnaskap
að leggja hana fyrir Alþingi.
SAMNINGURINN EKK-
ERT AFREK
STEFÁN BENEDIKTSSON (BJ)
fagnaði því að þessu deilumáli
væri lokið. Sá ávinningur, sem hér
um ræddi, væri enginn stórsigur,
en rangt væri að flokka hann und-
ir ósigur. Þetta mál hafi verið
blásið óeðlilega upp, m.a. af AI-
þýðubandalagi, i flokkspólitískum
tilgangi. Styrjöld fyrrverandi ið-
naðarráðherra hafi tapast fyrir
löngu eða strax og Morgunblaðið
hóf andstöðu við verklag hans.
Sjálfstæðisflokkurinn hafi siðan
tekið upp afstöðu Morgunblaðsins.
Andstaða hans hafi, eins og fyrrv.
iðnaðarráðherra, stjórnast af
flokkspólitískum ástæðum fremur
en íslenzkum hagsmunum. Ég á
mér þá ósk, sagði þingmaðurinn,
að menn hætti að blása út þetta
álmál, langt umfram það sem eðli-
legt er, og snúi sér að lausn aðkall-
andi vandamála.
NIÐURSTAÐAN GÓÐ
EFTIR ATVIKUM
DAVÍD ADALSTEINSSON (F)
taldi þær niðurstöður, sem hér
væru ræddar, góðar eftir atvikum.
Hann minnti á þingmál, sem
gagnrýnendur þessara samnings-
draga hefðu flutt 1983, þessefnis,
að hækka orkuverð til ISAL ein-
hliða, einmitt upp i 12,5 mill sem
lágmarksverð. Þessi tillaga þeirra
lægi nú fyrir í frjálsum samning-
um og biði staðfestingar Alþingis.
Davíð kvað rangt að gera lítið úr
endurskoðunarákvæðum,     sem
væri nýr þáttur í þessu máli, og
endurtók að íslenzku samninga-
mennirnir gætu vel unaö árangri
sínum miðað við aðstæður allar.
LÝSI SAMSTÖÐU MEÐ
IÐNAÐARRÁÐHERRA
ALBERT GUDMUNDSSON,
fjármálaráðherra, svaraði fyrir-
spurn, þessefnis, hvort hann og
sérfræðingar fjarmálaráðuneytis
hafi fylgst með þessum samning-
um, að þvi er skattahlið þeirra
varði. Albert kvað svo verið hafa
og ríkisstjórnin hafi i heild verið
sammála um málsmeðferð og
niðurstöður. Hann kvaðst fagna
því, hvern veg hefði til tekizt hjá
iðnaðarráðherra og hinum ís-
lenzku samninganefndarmönnum.
HÁR REIKNINGUR, SEM
ÞJÓÐIN Á ÓSEDNDAN
ALÞÝÐUBANDALAGINU
SVERRIR HERMANNSSON, iðn-
aðarráðherra, las upp ráðlegg-
ingar frá sérhæfðum erlendum að-
ilum, sem birtar eru fyrr í þessari
frásogn, þ.e. ensku endurskoðun-
arfyrirtæki og þekktum amerísk-
um.logfræðingi, sem forveri hans
hafi ráðið til umsagnar og ráð-
gjafar. Þær lyktir máls, sem nú
kæmu til staðfestingar þings,
væru í takt við mat þessara fag-
aðila.
Hann minnti á tillögu Alþýðu-
bandalagsmanna um einhliða
hækkun orkuverðs í 12,5 mill sem
lágmarksverð. Sú tala kæmi ekki á
tungu þeirra nú. Hann minnti á að
forvera sinn hefði eitt sinn talað
um 20% hækkun á rúmlega 6
milla orkuverði og sérstakur
ráðgjafi hans um 25%. Meðalverð
orku á nýjum samningstíma gæti
farið upp í 17 mill að meðaltali, að
mati sérhæfðra aðila, ef verð-
þróun áls fer sem líkur standa til.
Iðnaðarráðherra sagði hinn
nýja samning færa Landsvirkjun
Iangleiðina í 2.500 milljónir króna
á fimm ára tímabili. Ef þessi
samningur hefði gilt frá 1979, þeg-
ar Hjörleifur stóð þar sem ég
stend nú, sagði ráðherra efnislega,
væri Landsvirkjun i dag 1800
m.kr. ríkari. Það væri góð upphæð
með vöxtum. Menn beri hana sam-
an við 1100 m.kr. skattalækkun
sem talað var um sem innlegg i
lausn kjarasamninga, ef önnur
leið hefði verið valin í þeim. Já,
það er hár reikningur sem þjóðin á
ósendan Alþýðubandalaginu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64