Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984
51
Kveðjuorð:
Gísli Gestsson
safnvörður
Nú týnir óðum tölunni kynslóð
foreldra minna — vinir og kunn-
ingjar sem hafa verið fastur hluti
af tilverunni frá þvi fyrsta. Einn
þeirra var Gísli Gestsson safn-
vörður, sem var borinn til grafar
12. október. Gísli var kvæntur
Guðrúnu föðursystur minni, og við
þekktumst svona eins og frændur
og tengdamenn ólíkra kynslóða
gera. En svo var ég svo dæmalaust
heppinn að kynnast þeim Guðrúnu
og Gísla alveg upp á nýtt, á þann
hátt sem maður helst kynnist
fólki — í starfi og um sameiginleg
áhugamál. Það gerðist þannig, að
þegar Gísli vann sinn síðasta
stóra uppgröft austur í Álftaveri
sumrin 1972—75 var kona mín
meðal aðstoðarmanna hans um
tíma. Guðrún var ráðskona hóps-
ins, en ég ásamt fleirum að stjákla
í öskulögum með það fyrir augum
að reyna að aldurssetja rústina í
Kúabót. Svo hélt þessi nýi en þó
gamli kunningsskapur áfram unz
yfir lauk — Gísli dó úr hjartabil-
un 4. október, eftir að hafa átt í
viðskiptum við lækna og sjúkra-
hús síðan í vor.
Gísli var elztur 7 barna Mar-
grétar Gísladóttur og Gests Ein-
arssonar á Hæli í Hreppum. Gest-
ur á Hæli var kunnur gáfumaður,
hagmæltur vel og sjálfstæður í
lund, en dó ungur frá barnahópn-
um úr spönsku veikinni. Einn
vísubotn kann ég eftir hann sem á
skilið eilíft líf: Þeir Gestur og
Brynjólfur frá Minna-Núpi voru á
ferð saman norður yfir Sprengi-
sand. Brynjólfur hafði fengið
kross fyrir ræðumennsku sína;
hann var litill hestamaður og la.ll-
aði einhesta á eftir hópnum. En
Gestur var nýtrúlofaður Margréti,
og var Brynjólfur eitthvað að
gantast um ástamál hans og kast-
aði fram fyrraparti:
Meyjarkoss er mesta hnoss,
munar-blossi fríður.
Sem Gestur svaraði um hæl:
Krossatossi á eftir oss
einn á hrossi ríður.
Eftir fráfall Gests á Hæli hélt
Margrét áfram búskapnum af frá-
bærum myndarskap. Þar var svo
mikil tónlist, að Hælisbræður
sungu fjórradda við heyskapinn,
enda allir músíkalskir, og sumir
urðu landsfrægir söngmenn. En af
móður sinni lærði Gísli að spila á
orgel, og seinna lærði hann meira
í píanóleik.
Gísli lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vor-
ið 1926 og sigldi til Kaupmanna-
hafnar þá um haustið til að læra
efnaverkfræði. Á skipinu kynntust
þau Guðrún, sem var á leið til
Hafnar til að halda áfram námi
þar, og gengu í hjónaband 1931.
Gísli las efnaverkfræðina í 5 ár en
lauk ekki prófi — „kerfið" í Kaup-
mannahöfn hefur reynzt mörgum
erfitt svo sem dæmin sanna, en
tónlist átti síaukinn hlut í áhuga
hans. Eftir heimkomuna settu þau
Guðrún á stofn heimili hér í bæn-
um, en Gísli gerðist bankastarfs-
maður í 20 ár. Þau eignuðust fjög-
ur börn: Önnu sjúkraþjálfara,
Margréti kennara og forvörð forn-
leifa, Sigrúnu lyfjafræðing og
Gest jarðfræðing.
Bankastörf voru þá og endra-
nær þrautalendíng margra sem
ekki fengu vinnu við sitt hæfi — í
eina tíð unnu t.d. flestir félagar
heimspekingafélagsins í banka, er
mér sagt — og fundu sig yfirleitt
ekki í starfinu. En sé grannt skoð-
að sést oft að „allt í heimi hér
stefnir til hins bezta" eins og
heimspekingurinn Altunga sagði,
og sumarið 1951 réð tilviljun því,
er Gísli var í sumarleyfi ásamt
fjölskyldu sinni að Ásólfsstöðum í
Þjórsárdal, hjá systur sinni og
mági, að Kristján Eldjárn var að
grafa í dalnum og fékk Gísla til
aðstoðar. Varð það upphafið að
aðalævistarfi Gísla, sem upp úr
því réðst safnvórður að Þjóð-
minjasafninu og starfaði þar æ
síðan, síðustu starfsárin sem
vara-forstöðumaður þess. A Þjóð-
minjasafninu nýttust vel bæði
kunnátta Gísla frá Kaupmanna-
höfn og margvíslegir hæfileikar;
hann var hagur vel, ágætur og
kunnáttusamur     ljósmyndari,
lærður í efnafræði, mælingum og
teikningu, og kunnugur af eigin
reynslu atvinnuþáttum íslendinga
í 1000 ár, því þeir breyttust víst
ekki að marki frá landnámstíð og
fram á þessa öld — en öll er þessi
kunnátta nytsamleg við uppgröft,
túlkun og varðveizlu fornleifa.
Gísli stóð fyrir eða tók þátt í
margvíslegum fornleifarannsókn-
um, og setti upp byggðasöfn, svo
sem á Selfossi, Reykjum í Hrúta-
firði og Isafirði. Ferðamaður var
hann góður og í stjórn Ferðafélags
íslands í 35 ár, sömuleiðis í stjórn
Fornleifafélagsins og félagi í Vís-
indafélagi íslendinga. Væntanlega
birtist í Árbók Fornleifafélagsins
ritaskrá Gísla og ítarleg ævi- og
rannsóknasaga hans.
Gísli var allra manna skemmti-
legastur, þegar hann vildi það við
hafa, og kunni margar kátlegar
sögur. En um fræðileg áhugamál
sín, eins og fornleifafræði og sögu,
Valur Jóhannsson
prentari - Minning
Laugardaginn 3. nóvember and-
aðist á heimili sínu Valur Jó-
hannsson prentari. Hann fæddist í
Reykjavík 11. júní 1918. Foreldrar
hans voru þau Guðlaug Árnadótt-
ir og Jóhann Hafstein Jóhanns-
son, fyrrverandi forstöðumaður
manntalsskrifstofunnar. Valur
ólst upp í stórum systkinahóp.
Hann átti þrjár systur og sjö
bræður og eru sex þeirra á lífi.
Ungur hóf hann nám í prentiðn og
varð vélsetjari, vann hann við það
mestan hluta ævi sinnar. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Unnur Jó-
hannesdóttir og eignuðust þau
fjögur börn, Trausta sálfræðing,
kvæntur Guðrúnu Birtu Hákon-
ardóttur sjúkraliða, Þorbjörgu
Erlu sjúkraliða, gift Jóhanni Guð-
mundssyni tannlækni, Árna húsa-
smíðameistara, kvæntur Halldóru
Harðardóttur húsmóður, og Eddu
húsmóður, gift Gunnari Ragnars-
syni vélsmið. Alls eru barnabðrnin
níu.
Það eru liðin þrjátíu og sex ár
síðan ég kynntist Val, en hann
kom fyrst á heimili foreldra
minna með systur minni. Ég man
hvað mér fannst hann skemmti-
legur. Meðan hann bjó heima var
hann foreldrum mínum ætíð góð-
ur og best voru þau Unnur og
hann þegar þau eftirlétu þeim
uppeldið á eldri syninum, sem þau
fóstruðu meðan bæði lifðu.
Valur var mannkostamaður,
aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni. Hann var hrókur
alls fagnaðar og eftirsóttur í
mannfagnaði hjá ættingjum og
vinum, bæði meðal ungra og ald-
inna. Heimili þeirra Unnar var
alltaf opið öllum ættingjum og
vinum.  Ég  veit  að  það  verður
áfram gestagangur, en það munu
margir sakna hans Vals. Við öll á
Kambsvegi 15 þökkum honum
fyrir öll árin sem við fengum að
vera í sumarbústaðnum, aldrei
kvartaði hann þótt þröng væri á
þingi.
Elsku Unnur og börn. Hugurinn
er hjá ykkur í dag.
Sumarið er horfið,
sól styttir göngu,
hætta söng
hörður fugla.
Allt leitar hvíldar,
að enduðu starfi.
Sofnar nú fræ,
á svæfli moldar.  >
(Jens Sæm.)
GJSJ.
í dag er borinn til hinstu hvílu
Valur Jóhannsson. Það er erfitt að
sætta sig við það að þessi góði vin-
ur skuli vera horfinn yfir móðuna
miklu. Söknuðurinn er mikill, en
þó þýtur hugurinn um farinn veg
ljúfra minninga, minninga um
Val. Ég átti því láni að fagna að
þekkja Val og nú gefst mér kostur
á því að þakka honum fyrir ómet-
anlega samfylgd.
Sem barn var ég tíður gestur á
heimili þeirra Unnar og Vals,
Kaplaskjólsvegurinn var sem mitt
annað heimili. Þangað sótti ég í
óþrjótandi brunn gæsku og vel-
vildar sem varir. Heimili þeirra
stóð mér sem öðrum ætíð opið.
Mér eru minnisstæð þau kvöld er
Valur sat á rúmstokknum hjá mér
og sagði frá glettilegum prakkara-
strikum æsku sinnar. Sögurnar
frá  Öskjuhlíðarferðunum  voru
var hann mjög vandur og alvöru-
gefinn. Og allra manna sjálfstæð-
astur í lund þeirra sem ég hefi
þekkt: hann myndaði skoðanir sín-
ar sjálfur, óháð. tizku og áróðri, og
gat stutt þær gildum og viturleg-
um rökum ef eftir var sótt. En svo
eðliskurteis var Gísli, að hann
reyndi aldrei að þröngva skoðun-
um upp á nokkurn mann.
Tónlistin fylgdi Gísla til ævi-
loka: ungur ólst hann upp við söng
og heimilishljóðfæraleik, í Höfn
kynntist hann virku æðra tónlist-
mér sérstaklega hugleiknar og var
undirrituð óseðjandi.
Þau eru óteljandi skiptin sem ég
fór austur í Laugardal með Unni
og Val. Frá því ég var smápeð hafa
minar bestu stundir tilheyrt
Laugardalnum. Sumarbústaður-
inn þeirra var eins og farfugla-
heimili, gestir komu og fóru og
ætíð voru allir jafn velkomnir.
Þeir eru ekki fáir sem hafa gist
þar og notið ósnertrar náttúru og
hlýju húsráðenda.
Oft og iðulega fór ég sem krakki
í heimsókn á gamla vinnustaðinn
hans Vals, í prentsmiðjuna. Ég
horfði dáleidd á fima fingur hans
leika við setjaravélina. Það var
sjaldan sem ég fór þaðan ónestuð.
Nú í dag kveð ég þennan mæta
mann, sem reyndist mér sem besti
frændi. Ég mun ávallt minnast
hans með hlýju, megi góður orðs-
tír hans lifa. Unni frænku minni
sendi ég innilegar samúðarkveðjur
svo og börnum og barnabörnum.
Þeirra missir er mikill.
Erna
arlífi, og eftir heimkomuna sótt:
hann reglulega tónleika til dauða-
dags; átti auk þess prýðilegt plötu-
safn. Og nú er Gísli Gestsson all-
ur. Þótt hann væri orðinn 78 ára
virtist hann miklu yngri, léttur á
fæti, kvikur í hreyfingum og
snarpur í anda fram undir það síð-
asta. Gísli slapp því við langa og
leiða elli, en Guðrún og fjölskylda
þeirra eiga á bak kærum vini ac
sjá. Eftir lifa dýrmætar minn-
ingar.
Sigurður Steinþórsson
t
Innilegar þakkir til allra þeirra nær og fjær sem auösýndu okkur
samúö cg vinarhug viö andlát og jaröarför
ÞURÍDAR JÓNSDÓTTUR,
Noröurgötu 46, Akureyn,
Goirþrúöur Sigurðardóttir.
Jón Þórisson.
Siguröur Jónsson.
Péll Svoinsson.
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jarðarför
systur okkar,
SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Kambsvogi 33.
Sérstaklega þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki Borgarspital-
ans sem annaoist hana siöustu vikurnar.
Guörun Jónsdóttir,
Hansina Jónsdottir,
Magnús K. Jónsson.
Kristin Jónsdóttir.
t
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför
MARGRÉTAR FINNBJÖRNSDÓTTUR HANSEN.
Vandamenn.
t
Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát
ÓSKARS JÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir færum vio slysavarnadeildinni Hafliða á Þórshöfn
fyrir frábærlega óeigingjarnt starf.
Klara Guojónadóttir,
Jón Óskarsson.                Matthildur Óskarsdóttir,
Guðjón Óskarsson,            Hugrún Óskarsdóttir.
Stefán Óskarsson,             Hulda Oskarsdóttir,
Ármann Óskarsson.           Hrönn Óskarsdóttir.
Eygló Óskarsdóttir.
börn, tengdabörn og barnabðrn.
+
Innilegt þakklæti sendum vlð öllum þeim er sýndu okkur samuö og
hlýhug viö andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móöur
okkar, tengdamóöur og ömmu,
ELÍNAR GUDRÚNAR INGIBJARGAR INGIMUNDARDOTTUR
frá Eyri,
Astúni 14, Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Sæmundur Magnús Óskarsson.
Guðmundur A. Sæmundsson,  Halldóra E. Magnúsdóttir,
Inga Þ. Sæmundsdóttir.
Krístín U. Sæmundsdóttir,
Guðrún Ó. Sæmundsdóttír,
Sigþrúður I. Sæmundsdóttir.
og barnabörn.
Jóhann M. Hofliðasson,
Holgi Sirgisson.
Valdimar H. Sigþórsson,
Eyjólfur V. Haröarson
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64