Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 220. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
37
Wtot$mM$faifa
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjórí
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakiö.
Frjáls samkeppni
og frjáls
verzlunarálagning
Ifrægri þingræðu Hjörleifs
Guttormssonar, fyrrverandi
ráðherra, hélt hann því réttilega
fram, að verzlunarsamkeppni á
Reykjavíkursvæðinu, m.a. af
hálfu stórmarkaða, tryggði fólki
á því svæði mun lægra vöruverð,
og þannig meiri kaupmátt, en
fólk hefði í strjálbýli, sem sumt
hvert byggi við eina verzlun,
oftast kaupfélag. Þetta vóru
sannyrði og vöktu athygli,
kannski fyrst og fremst vegna
þess hver talaði.
Matthías Á. Mathiesen, við-
skiptaráðherra, lagði sl. fimmtu-
dag fram í ríkisstjórninni
skýrslu, sem sýnir, að á fyrstu
níu mánuðum þessa árs hækkaði
framfærsluvísitala um 11%. Þar
kemur skýrt fram að þær tegund-
ir vöru og þjónustu, sem undan-
þegnar eru opinberum verð-
ákvörðunum hvað varðar há-
marksverð eða hámarksálagn-
ingu, hækkuðu að meðaltali
minna á þessu tímabili en þær
vörur og þjónusta sem lúta há-
marksverði og hámarksálagn-
ingu. Þeir liðir, sem háðir eru
verðlagsákvæðum hækkuðu um
ll%,aðrirum9%.
Mikill munur er á hækkunum
einstakra vörutegunda. Matvörur
hækkuðu, svo dæmi sé tekið, um
16% á þessu níu mánaða tímabili.
„Frjálsu" vörurnar hækkuðu um
10% en aðrar um 28%. Allar teg-
undir matvöru sem óháðar eru
verðlagseftirliti hækkuðu minna
en þær vörur sem bundnar eru
verðlagsákvæðum. Kjöt með há-
marksverði hækkaði um 25% en
þær tegundir sem eru með
frjálsri verðlagningu um 19%.
Egg lækkuðu um 3%, en mjólk,
rjómi og ostur hækkuðu um 28%.
Kartöflur hækkuðu um 78% en
vörur úr þeim, sem ekki falla
undir ákvæði um hámarksverð,
hækkuðu aðeins um 8%.
Sú reynsla, sem nú liggur fyrir,
sannar óumdeilanlega, að hæfileg
verzlunarsamkeppni og þroskað
verðskin almennings er bezta
verðlagseftirlitið. Þröngsýni og
hrópyrði haftapostula, sem eink-
um og sérílagi fundu farveg f
Þjóðviljanum, hafa orðið sér
rækilega til skammar. Verðsam-
anburður, sem reglulega er birt-
ur, er jákvæður, en verðlagshöft,
sem lúta pólitískri miðstýringu,
hafa ævinlega og undantekn-
ingarlaust haft öfug áhrif við til-
gang sinn. Frjáls verzlun og
hagsmunir neytenda fara ótví-
rætt saman.
Það hefur oftlega verið undir-
strikað í forystugreinum Morg-
unblaðsins að lífskjör verða ekki
til í samningum, heldur í verð-
mætasköpun, tilurð þjóðartekna.
Lífskjarabati, sem hér hefur orð-
ið á liðnum áratugum, á fyrst og
síðast rætur í tækni- og vélvæð-
ingu atvinnuveganna, sem marg-
faldaði skiptahlut þjóðarfjöl-
skyldunnar.
Verzlunin gegnir veigamiklu
hlutverki í lífskjarasókn þjóðar-
innar. Fáar þjóðir, ef nokkur, eru
jafn háðar milliríkjaverzlun og
við tslendingar. Lifskjör ráðast
m.a. af því, hvert verð fæst fyrir
útflutningsframleiðslu okkar á
erlendum mörkuðum, og hve hag-
stæð eða óhagstæð kaup á marg-
víslegum innflutningi reynast.
Hæfileg samkeppni þjónar al-
mannaheill á þessum vettvangi.
Það er eitt brýnasta hags-
munamál okkar sem heildar í dag
að skjóta nýjum stoðum undir
verðmætasköpun í landinu, bæði
til að tryggja atvinnu vaxandi
þjóðar og bæta lífskjör, og stór-
efla markaðskönnun og söluað-
stöðu okkar erlendis. Viðvarandi
rógur Þjóðviljans í garð íslenzkr-
ar verzlunar gengur þvert á þessa
hagsmuni.
Þær niðurstöður sem nú liggja
fyrir um verðþróun á vöru og
þjónustu, sem annarsvegar eru
bundnar verðlagshöftum en lúta
hinsvegar lögmálum samkeppni,
sýna glögglega, að síðari kostur-
inn þjónar afgerandi betur hags-
munum neytenda.
Vegvísir til
velmegunar
Þegar Einar Guðfinnsson
stofnaði til atvinnurekstrar í
Bolungarvík fyrir sextíu árum
var byggðarlagið fáein hús á
fjörukambi. Nú búa þar 1.300
manns og hátt á fjórða hundrað
vinna hjá fyrirtækjum, sem hann
hefur stofnað og verið burðarás-
inn í. Einar Guðfinnsson, heið-
ursborgari Bolungarvíkur, er
dæmigerður fyrir það framtak
einstaklingsins, sem rutt hefur
íslenzkri þjóð veg frá fátækt og
frumbýlingshætti fyrri tíðar til
framfara og velmegunar á liðandi
stund. Það eru menn af hans gerð
sem farið hafa fyrir samferðar-
mönnum á leið þjóðarinnar til
batnandi tíma. Fyrirtæki hans og
sona hans eru talandi dæmi um
það, hvað framtak og framsýni
einstaklingsins getur gert f þágu
heimabyggðar og þjóðarheildar.
Einar Guðfinnsson, sem nú er
86 ára, hefur gegnum tíðina verið
einn sterkasti máttarstólpi
einkaframtaksins í landinu og
Sjálfstæðisflokksins. í viðtali, í
tilefni af sextíu ára starfsafmæli
fyrirtækja hans, lýsir hann trú
sinni á stefnumiðum og forystu
Sjálfstæðisflokksins. Orð hans og
ævistarf eru vegvísar til velmeg-
unar.
M
eybarn, sem fætt
var hér á landi
um miðja síð-
ustu öld (1850),
fékk í vöggugjöf
38 ára meðalævi-
líkur. Ævilíkur
sveinbarns vóru 32 ár. í dag eru sam-
svarandi ævilíkur kvenna 80 ár og karla
74. Þetta er einna lengst meðalævi, sem
þekkist í heiminum í dag.
Það er hægt að mæla lífskjör þjóða á
margs konar mælikvarða. Einn þeirra
er meðalævin, sem ræðst af menntun,
þekkingu, lífsháttum, mataræði, hús-
næði, vinnuaðstöðu og síðast en ekki
sízt heilsugæzlu og heilbrigðisþjónustu.
Sá mælikvarði gefur íslenzku þjóðfélagi
háa einkunn.
Það er mikið talað, og ekki að ástæðu-
lausu, um vaxandi kosnað við heilsu-
gæzlu og heilbrigðisþjónustu hér á
landi. Heilsugæzlustöðvar og sjúkrahús
hafa risið vítt og breitt um landið.
Stofnkostnaður þeirra er hár og rekstur
þeirra krefst mikilla viðvarandi fjárút-
láta. Heilbrigðisstéttir hafa vaxið að
tölunni til meir en nokkrar aðrar.
Mannafli heilbrigðismála taldist 1.640
einstaklingar 1963 en 6.7081979 og hafði
meira en fjórfaldazt á þessu tímabili.
íslendingar verja hærra hlutfalli þjóð-
artekna um ríkissjóð til heilbrigðismála
en flestar aðrar þjóðir.
Arðsemi heilbrigðiskerfisins, sem
kemur m.a. fram í færri veikindadögum
og lengri starfsævi íslendinga, að
ógleymdri líðan mannfólksins, verður
ekki mæld á sama veg og hjá annarri
starfsemi. Heilbrigðiskerfið er engu að
síður hluti, og ekki sá veigaminnsti, af
kviku þjóðlífsins, og almennri velferð
þjóðfélagsþegnanna.
Það má efalítið hagræða mörgu í heil-
brigðiskerfinu, eins og hvarvetna þar
sem unnið er og starfað í þjóðlifinu. Að-
hald samanburðar mismunandi rekstr-
arforma og samkeppni er æskilegt þar
sem annars staðar. Ef hægt er að
tryggja sömu eða betri þjónustu með
minni tiikostnaði, þá er þaö vel. En þeir
eru fáir, ef nokkrir, sem vilja sparnað á
heilbrigði þjóðfélagsþegnanna, þ.e. lak-
ari heilbrigðisþjónustu hér en kröfur
standa til í þróuðum þjóðfélögum.
Hjartasjúkdómar
og krabbamein
Ýmsir sjúkdómar, sem fyrr á tíð
hjuggu stór skörð í raðir íslendinga, eru
nær úr sogunni. Nægir þar að nefna
berklaveikina. Aðrir hafa færzt í
aukana, einkum hjarta- og æðasjúk-
dómar og krabbamein ýmiss konar.
Þessir sjúkdómar vega þyngst sem dán-
arorsakir á líðandi stund. Það er á þess-
um vettvangi sem styrkja þarf varnir
heilbrigðisþjónustunnar í landinu.
Heilbrigðisþjónusta, hvort heldur er
innan veggja sjúkrahúsa eða á öðrum
sviðum, byggist fyrst og síðast á vel
menntuðum og hæfum heilbrigðisstétt-
um. Þar stöndum við íslendingar fram-
arlega. Það fer ekki milli mála að við
eigum vel menntaðar heilbrigðisstéttir.
Engu að síður verðum við að halda vel
vöku okkar í þeim efnum. Á sl. 10—15
árum hefur orðið tæknibylting í heil-
brigðisþjónustu hjá þróuðum ríkjum.
Þar höfum við hinsvegar dregizt nokkuð
aftur úr.
Morgunblaðið hefur haldið því fram í
forystugreinum siðustu misseri að
næsta stóra verkefnið í íslenzkri heil-
brigðisþjónustu — á eftir B-álmu Borg-
arspitala, sem ætlað var að mæta
brýnni þörf á sjúkrarými fyrir öldrun-
arsjúklinga — eigi að vera K-bygging
Landspítala. Sú bygging er forsenda
þess að vinna upp það forskot sem aðrar
þjóðir V-Evrópu og N-Ameríku hafa
fram yfir okkur í tækniþróun og tækni-
aðstöðu á þessu sviði. K-byggingu
Landspítala er ætlað að vera miðstöð
rannsókna, skurðlækninga, krabba-
meinslækninga, röntgengreininga, gjör-
gæzlu og háþróaðrar tækni.
REYKJAVIKURBREF
laugardagur 10. nóvember
Haustið 1983 beitti Matthías Bjarna-
son, heilbrigðisráðherra, sér fyrir
endurskoðun á áætlunum um K-bygg-
ingu á Landspítalalóð. Niðurstaða þeirr-
ar endurskoðunar sýndi tvo kosti: 1) að
húsið yrði byggt án áfangaskipta sem
þýddi að krabbameinslækningadeild
kæmist í gagnið eftir fimm ár, 2) að
skipta byggingunni í tvo áfanga, en með
því móti mátti taka deildina í notkun
ári fyrr. Heilbrigðisráðherra taldi væn-
legra að leggja áherzlu á siðari kostinn
og reyna að ljúka við krabbameinsdeild-
ina svo fljótt sem kostur væri. Sam-
kvæmt þessari áætlun átti að steypa
upp röskan þriðjung hússins en síðan
innrétta deildina á fjórða ári fram-
kvæmda. Samkvæmt frumáætlun við
þennan áfanga var kostnaður talinn 123
m.kr. en kostnaður vegna tækja og bún-
aðar 65 m.kr. Hætt er við að þessar
tölur hækki nokkuð vegna afturkipps í
verðbólgu vor num.
Á fjárlögum 1984 vóru veittar 12
m.kr. til framkvæmda, sem ásamt eldri
fjárveitingum var talið nægja fyrir
jarðvegsvinnu vegna fyrsta áfanga.
Vonir stóðu þá til að viðbótarframlag á
fjárlögum 1985 yrði 23 m.kr. en síðan 30
m.kr. á ári 1986—1988, eða samtals 125
m.kr. (miðað við byggingarvísitölu 166
stig). Framkvæmdir hafa hinsvegar
ekki hafizt m.a. vegna þess að ekki ligg-
ur kortlagt fyrir að fjárveiting fáist á
fjárlogum 1985, þó vonir standi enn til
slíks. Fullt samkomulag er innan
Landspítala um fyrirhugað skipulag og
nýtingu hússins, og hönnun þess er þar
á vegi stödd, að vel má hefja fram-
kvæmdir nú þegar.
K-bygging
Landspítala
Landspítalinn er stærsta sjúkrahús
okkar, sem veitir landsmönnum öllum
sérhæfða læknisþjónustu, og auk þess
helzta kennslusjúkrahús landsins í
tengslum við Háskóla  Islands.  Aðal-
bygging Landspítala hýsir einkum
sjúkradeildir en byggingu fyrir þjón-
ustudeildir vantar. Fyrir allnokkrum
árum var leitað til brezka fyrirtækisins
Llewelyn Davis Weeks, sem gert hafði
þróunaráætlun fyrir Landspitala, og
það beðið um ráðleggingar varðandi
staðsetningu nýs geislalækningatækis.
Niðurstaðan varð sú að K-bygging yrði
að vera næsta verkefnið í þróunaráætl-
un spítalans og hýsa m.a. krabbameins-
lækningar.
A síðustu fimmtán árum hafa orðið
miklar breytingar á krabbameinsmeð-
ferð erlendis vegna tilkomu nýrra
geislalækningatækja og lyfja. Stjórn-
endur Landspítala hafa sl. sex ár æskt
fjárlagaheimildar til að festa kaup á
nauösynlegu geislameðferðartæki, línu-
hraðli, í stað cobalt-tækis sem úrelt er.
Línuhraðall þarf mjög miklar geisla-
varnir og er ætlað pláss í K-byggingu,
enda ekkert húsrými á Landspítalalóð
Sftger&umhúsaWosti.
sem uppfyllir geislavarnarkröfur fyrir
slíkt tæki. Þessi bygging sýnist bráð-
nauðsynleg til að hægt sé að nýta saman
þá menntun, sem tiltæk er hér á landi,
og þá nútíma tækni sem skilar beztum
árangri í krabbameinsvörnum erlendis.
A Landspitala eru gerðar um fjögur
þúsund handlæknisaðgerðir árlega. Á
síðasta áratug fjölgaði aðgerðum um
30—40%. Smærri aðgerðir munu að vísu
flytjast í sjúkrahús víðsvegar um land.
Ilins vegar má búast við nýrri þjónustu
á Landspitala, s.s. smásjárskurðlækn-
ingum, sérhæfðum krabbameinsskurð-
lækningum og hjartaskurðlækningum,
sem eru skammt undan. Vegna fjölgun-
ar á flóknum aðgerðum eru gerðar vax-
andi kröfur tii svæfinga- og gjörgæzlu-
deilda Landspítala. Þar er nú, auk al-
mennra skurðlækninga, stundaðar
brjóstholsskurðlækningar, bæklunar-
skurðlækningar, barnaskurðlækningar,
lýtalækningar, þvagfæraskurðlækn-
ingar   og   æðaskurðlækningar.    Þrátt
A nútíma sjúkrahúsum, einkum þeim
er veita sérhæfða þjónustu, byggist
þjónustan að verulegum hluta á starf-
semi rannsóknardeilda. A rannsóknar-
deildum Landspitala eru nú gerðar ár-
lega yfir 200 þúsund rannsóknir, flestar
í flóknum og vandmeðförnum rannsókn-
artækjum. Iþessu efni þjónar Landspit-
ali fjölda sjúkrahúsa vítt um land.
Rannsóknardeildir búa hinsvegar við
lítið og óhentugt húsnæði sem dreift er
um alla Landspítalalóð. Hér myndi
K-bygging einnig leysa úr brýnni þörf.
Röntgendeild Landspítala er enn að
mestu í sama húsnæði og hún hóf starf-
semi í fyrir 50 árum — í kjallara gamla
spítalans. Heildarfjöldi rannsókna árið
1982 var langleiðina í 40 þúsund. Hér er
að hluta til um sérhæfðar rannsóknir að
ræða, s.s. kransæðarannsóknir og sér-
hæfðari tölvusneiðmyndarannsóknir.
Þetta húsnæði er löngu ónógt. Þessi
starfsemi hefur brýna þörf fyrir bætta
aðstöðu sem naumast fæst viðunandi
nema í væntanlegri K-byggingu.
Margt fleira mætti nefna af tiltækum
röksemdum fyrir K-byggingu Land-
spítala, þó hér verði staðar numið.
Rétt er að Alþingi hefur úr litlu að
spila nú, þegar þjóðartekjur hafa veru-
lega skerzt þrjú ár í röð og erlend
skuldasöfnun genginna velmegunarára
bindur samtíð og framtíð þunga skulda-
bagga og greiðslukvaðir. Það er því ekki
tímabært að sóa fjármunum, eins og
víða er gert, bæði í samneyzlu og einka-
neyzlu. Enn verra er þó að sóa heil-
brigði, hamingju og starfskröftum
fólks, með ónógum vörnum í heilsu-
gæzlu, þar sem þekking, sem til staðar
er, og nútima tækni, sem fáanleg er,
I ökla eða eyra
Bandalag jafnaðarmanna hefur lagt
fram stjórnarskrárfrumvarp sem felur í
sér, ef samþykkt verður, að þingrofs-
réttur verður niður felldur og afnuminn
réttur ríkisstjórna til að gefa út bráða-
birgðalög.
Rétturinn til að setja bráðabirgðalög
á rætur sínar í löngu liðnum tima þegar
stutt þing var aðeins haldið annað hvert
ár og að samgöngur vóru með þeim
hætti að erfitt var að kalla þing saman
með stuttum fyrirvara. Nú eru aðstæður
gjörbreyttar. Auk þess hafa ríkisstjórn-
ir nýtt þennan rétt — og stundum mis-
notað — oftar en góðu hófi gegnir.
Rétturinn til þingrofs styðst og að
hluta til við aðstæður, sem ekki eru
lengur fyrir hendi. En að hluta til bygg-
ist hann á þvi að þær kringumstæður
geti komið upp i stjórnmálum landsins
að réttlætanlegt sé að ríkisstjórn geti
skotið málum fyrirvaralítið undir dóm
aimennings í kosningum.
Stundum er sagt að við íslendingar
vöðum ýmist í ökla eða eyra i afstöðu
okkar til mála en hirðum litt um milli-
leiðir. Það á við um þetta frumvarp
þeirra bandalagsmanna.
Birgir ísleifur Gunnarsson (S) benti
réttilega á það í þingræðu á dögunum að
takmarka ætti verulega rétt ríkis-
stjórna til útgáfu bráðabirgðalaga.
Þessi réttur þurfi hinsvegar að vera
fyrir hendi, en takmarkaður við sérstök
atvik, t.d. náttúruhamfarir, striðs-
ástand, eða ef afstýra þarf snögglega
einhverjum þjóðarvoða. Þá sagði þing-
maðurinn hyggilegt að flytja þingrofs-
rétt, sem nú er í höndum forsætisráð-
herra og ríkisstjórnar, til Alþingis. Þá
metur meirihluti rétt kjörins Alþingis,
hvort aðstæður réttlæti að málum skuli
skotið til almennings með þessum hætti.
Endurskoðun stjórnarskrár sýnist nú
á lokastigi. Þessi atriði mega gjarnan
koma inn i það verk.
„Línuhraðall
þarfmjögmikl-
ar geislavarnir
og er ætlað
pláss í K-bygg-
ingu, enda ekk-
ert húsrými á
Landspítalalóð
sem uppfyllir
geislavarn-
arkröfur fyrir
slíkt tæki.
Þessi bygging
sýnist bráð-
nauðsynleg til
að hægt sé að
nýta saman þá
menntun, sem
tiltæk er hér á
landi, og þá nú-
timatækni sem
skilar beztum
árangri í
krabbamein-
svörnum er-
lendis."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
36-37
36-37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72