44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Einar ásamt börnum og tengda- börnum í afmælishófínu. Stand- andi talið frá vinstri: Guðfínnur Einarsson, María Haraldsdóttir, eiginkona Guðfínns, I Ijalti Ein- arsson, Benedikt Bjarnason, eig- inmaður Hildar, Guðrún H. Jónsdóttir, eiginkona Hjalta, Jónatan Einarsson, Halla Krist- jánsdóttir, eiginkona Jónatans, Kristín Marselíusardóttir, eigin- kona Guðmundar Páls, Guð- mundur Páll Einarsson, Jón Frio- geir Einarsson, Margrét Krist- jansdóttir, eiginkona Jóns, Pétur G. Einarsson og Helga Aspelund, eiginkona Péturs. Sitjandi frá Tinstri: Hildur Einarsdóttir, Einar og Halldóra Einarsdóttir, en á myndina vantar eiginmann I lall dóru, Ilarald Ásgeirsson. Ljósm. Mbl. Friðþjófur Helgason. Fyrirtækið Einar Gudfínnsson hf. í Bolungarvík 60 áræ Wssm Ollum bæjarbúum tíl amiælisveislu n: ðið 3j í? ¦ fv fi^ w m * / ttfk \ Sk \ u V " ^ ?T»* \ t\ | 1 \ JS j««(ISf »•¦ s \VJ Bohlkingurínn Arnar Ingvarsson sagðist vera þriggja ára og kunni auð- sjáanlega vel að meta veislufongin. Hér hrópa gestir ferfalt húrra fyrir Einarí og fyrirtækinu. | UNGIR sem aldnir fðgnuðu 60 ára afmæli fyrírUekis Einars Guðfinns- sonar hf. f Bolungarvík 1. nóvember sl. Hitíðarhöldin voru með þeim myndarskap sem einkennir afrakst- ur cvistarfr Einars Guðfinnssonar, en hann stendur nú i 86. aldursiri. Þritt fyrír að heilsan sé farin að gefa sig og þi sérstaklega sjónin var hann hrókur all.s fagnaðar við hátíð- arböldin. Afkomendur hans, sem fylltn töluna sjötíu og fjórir með nýju barnabarnabarni einmitt i sjálfan afmKlisdaginn, fjölmenntu i staðinn, þ.e. þeir sem ekki eru við nim erlendis eða bundnir annars staðar af öðrum orsökum. Daginn fyrir afmælið bauð fyrirtækið öllum krökkum í Bol- ungarvík í bíó og upp á hressingu í hléinu. Sýnd var hin hugljúfa kvikmynd Annie, sem byggð er á samnefndum söngleik. Samkomu- hú8 þeirra Bolvíkinga var þéttset- ið og hver stóll, sem í húsinu fannst, setinn og margir þeirra af fleiri en einum, enda bíógestir hátt í þrjú hundruð talsins. í hléinu var handagangur i öskjunni því allir fengu Pepsi-Cola og Prins Polo. Krakkarnir sem rætt var við í hléinu höfðu allt á hreinu um tilefni þessarar bíósýningar síð- degis á fimmtudegi. Lilja Brynja Skúladóttir 11 ára upplýsti blaða- mann m.a. um afmæli fyrirtækis Einars Guðfinnssonar, og var vel að sér um fyrirtækið. Hnellinn strákur, sem hvarf snögglega af vettvangi til að ná sér í meira Prins Polo, áður en færi gafst á að spyrja hann til nafns, benti blaða- manni á, að það væri fyrirtækið sem væri 60 ára, Einar sjálfur væri orðinn meira en áttræður. Ef hægt er að tala um bíómenningu á barnabíói, þá er mikill munur á henni í Bolungarvík og hér á höf- uðborgarsvæðinu. Krakkarnir, sem voru allt niður í þriggja ára, beindu allri athygli að efni mynd- arinnar, hlaup, blístur og annar hávaði truflaði þarna engan. Það var aðeins rétt fyrir hlé, þegar starfsfólkið fór að taka upp hátt á þriðja hundrað gosflöskur í and- dyrinu, að spenningur fyrir öðru en myndinni fór að gera vart við sig. Síst lakari þjónusta en á Stór-Reykjavíkursvædinu Árdegis á föstudeginum 1. nóv- ember fóru blómakörfur og kveðj- ur að berast til Bolungarvikur alls staðar að af landinu, og blóma- skreytingarnar fylltu að lokum nokkra tugi. I verslun Einars Guð- finnssonar var boðið upp á ýmis sértilboð í tilefni afmælisins. Fyrir aðkomumann minnir versl- unin fremur á stórverslun í út- löndum, en verslun í 1.300 manna bæjarfélagi á Vestfjörðum. Þar er flest að finna sem þarf til heimil- isrekstrar og atvinnulifs og ef hlutinn er ekki að finna á staðnum má panta hann úr vörulistum, sem liggja frammi. Þjónusta við íbúa í Bolungarvík er því á engan hátt lakari en fólks á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, en auk verslunarinnar rekur fyrirtækið brauðgerð og kjötvinnslu. í nýjustu byggingu verslunarhúsnæðisins voru nýver- ið innréttaðar skrifstofur á tveim- ur efri hæðunum og mega arki- tektar Seðlabankabyggingarinnar nýju hafa sig alla við, ef þeir vilja gera betur. í kaffitímanum var öllu starfs- fólki fyrirtækisins, en þeir telja hátt á fjórða hundrað, eða stærst- um hluta vinnandi fólks i Bolung- arvík, boðið upp á kaffi og afmæl- istertur. Einar Guðfinnsson mætti sjálfur á staðinn og skar stóra af- mælistertu, en hann er nú hættur að mæta daglega á skrifstofu sina vegna heilsubrests. Um kvöldið var veislufagnaður í félagsheimilinu i Bolungarvik, sem öllum Bolvikingum, auk fbúa úr nágrannabyggðarlögunum, var boðið til. Gestir þáðu léttvfn eða gosdrykki og snittur og mættu þar hátt á fjórða hundrað manns, enda húsfyllir. í upphafi veislunn- ar flutti sonur Einars, Jónatan, yfirlit yfir sögu föður sfns og fyrirtækisins. Þá minntist hann móður sinnar, Elisabetar Hjalta- dóttur, sem lést í nóvember árið 1981. Það kom fram í máli Jóna- tans að fyrirtæki Einars var breytt í hlutafélagið Einar Guð- finnsson hf. árið 1964, þ.e. sá hluti sem var þá ennþá i einkaeign hans. Auk Einars og eiginkonu hans, Elísabetar, voru stofnendur þrir synir hans, Guðfinnur, Jóna- tan og Guðmundur Páll, en þeir eru einnig, ásamt Einari, aðal- hluthafar fyrirtækjanna Baldurs hf., íshúsfélags Bolungarvikur hf. og Völusteins hf. Fyrirtækið Ein- ar Guðfinnsson hf. á og rekur verslanirnar, saltfiskverkunar- stoð, loðnuverksmiðju, mb. Hug-