Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Einar ásamt börnum og tengda- börnum í afmælishófínu. Stand- andi talið frá vinstri: GuAfínnur Einarsson, María Haraldsdóttir, eiginkona GuAfinns, Hjalti Ein- arsson, Benedikt Bjarnason, eig- inmaAur Hildar, GuArún H. Jónsdóttir, eiginkona Hjalta, Jónatan Einarsson, Halla Krist- jánsdóttir, eiginkona Jónatans, Kristín Marselíusardóttir, eigin- kona GuAmundar Páls, GuA- mundur Páll Einarsson, Jón FriA- geir Einarsson, Margrét Krist- jánsdóttir, eiginkona Jóns, Pétur G. Einarsson og Helga Aspelund, eiginkona Péturs. Sitjandi frá vinstri: Hildur Einarsdóttir, Einar og Halldóra Einarsdóttir, en á myndina vantar eiginmann Hall- dóru, Harald Ásgeirsson. Ljósm. Mbl. FriÖþjófur Helgason. Fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík 60 áræ • • Ollum bæjarbúum 1 tíl aftnælisveislu III Bolvíkingurinn Arnar Ingvarsson sagðist vera þriggja ára og kunni auA- Hér hrópa gestir ferfalt húrra fyrir Einari og fyrirtækinu. sjáanlega vel að meta veisluföngin. UNGIR sem aldnir fögnuðu 60 ára afmæli fyrirtækis Einars Guðfinns- sonar hf. í Bolungarvík 1. nóvember sl. Hátíðarhöldin voru með þeim myndarskap sem einkennir afrakst- ur ævistarfr Einars Guðfinnssonar, en hann stendur nú á 86. aldursári. Þritt fyrir að heilsan sé farin að gefa sig og þá sérstaklega sjónin var hann hrókur alls fagnaðar við hátíð- arböldin. Afkomendur hans, sem fylltu töluna sjötíu og fjórir með nýju barnabarnabarni einmitt á sjálfan afmælisdaginn, fjölmenntu á staðinn, þ.e. þeir sem ekki eru við nám erlendis eða hundnir annars staðar af öðnim orsökum. Daginn fyrir afmælið bauð fyrirtaekið öllum krökkum í Bol- ungarvík í bió og upp á hressingu í hléinu. Sýnd var hin hugljúfa kvikmynd Annie, sem byggð er á samnefndum söngleik. Samkomu- hús þeirra Bolvíkinga var þéttset- ið og hver stóll, sem i húsinu fannst, setinn og margir þeirra af fleiri en einum, enda bíógestir hátt í þrjú hundruð talsins. í hléinu var handagangur í öskjunni því allir fengu Pepsi-Cola og Prins Polo. Krakkarnir sem rætt var við í hléinu höfðu allt á hreinu um tilefni þessarar bíósýningar sið- degis á fimmtudegi. Lilja Brynja Skúladóttir 11 ára upplýsti blaða- mann m.a. um afmæli fyrirtækis Einars Guðfinnssonar, og var vel að sér um fyrirtækið. Hnellinn strákur, sem hvarf snögglega af vettvangi til að ná sér í meira Prins Polo, áður en færi gafst á að spyrja hann til nafns, benti blaða- manni á, að það væri fyrirtækið sem væri 60 ára, Einar sjálfur væri orðinn meira en áttræður. Ef hægt er að tala um bíómenningu á barnabíói, þá er mikill munur á henni í Bolungarvík og hér á höf- uðborgarsvæðinu. Krakkarnir, sem voru allt niður í þriggja ára, beindu allri athygli að efni mynd- arinnar, hlaup, blístur og annar hávaði truflaði þarna engan. Það var aðeins rétt fyrir hlé, þegar starfsfólkið fór að taka upp hátt á þriðja hundrað gosflöskur í and- dyrinu, að spenningur fyrir öðru en myndinni fór að gera vart við sig. Síst lakari þjónusta en á Stór-Reykjavíkursvæðinu Árdegis á föstudeginum 1. nóv- ember fóru blómakörfur og kveðj- ur að berast til Bolungarvíkur alls staðar að af landinu, og blóma- skreytingarnar fylltu að lokum nokkra tugi. f verslun Einars Guð- finnssonar var boðið upp á ýmis sértilboð í tilefni afmælisins. Fyrir aðkomumann minnir versl- unin fremur á stórverslun í út- löndum, en verslun i 1.300 manna bæjarfélagi á Vestfjörðum. Þar er flest að finna sem þarf til heimil- isrekstrar og atvinnulífs og ef hlutinn er ekki að finna á staðnum má panta hann úr vörulistum, sem liggja frammi. Þjónusta við íbúa í Bolungarvík er því á engan hátt lakari en fólks á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, en auk verslunarinnar rekur fyrirtækið brauðgerð og kjötvinnslu. f nýjustu byggingu verslunarhúsnæðisins voru nýver- ið innréttaðar skrifstofur á tveim- ur efri hæðunum og mega arki- tektar Seðlabankabyggingarinnar nýju hafa sig alla við, ef þeir vilja gera betur. f kaffitimanum var öllu starfs- fólki fyrirtækisins, en þeir telja hátt á fjórða hundrað, eða stærst- um hluta vinnandi fólks f Bolung- arvík, boðið upp á kaffi og afmæl- istertur. Einar Guðfinnsson mætti sjálfur á staðinn og skar stóra af- mælistertu, en hann er nú hættur að mæta daglega á skrifstofu sina vegna heilsubrests. Um kvöldið var veislufagnaður í félagsheimilinu í Bolungarvík, sem öllum Bolvíkingum, auk íbúa úr nágrannabyggðarlögunum, var boðið til. Gestir þáðu léttvín eða gosdrykki og snittur og mættu þar hátt á fjórða hundrað manns, enda húsfyllir. f upphafi veislunn- ar flutti sonur Einars, Jónatan, yfirlit yfir sögu föður síns og fyrirtækisins. Þá minntist hann móður sinnar, Elísabetar Hjalta- dóttur, sem lést i nóvember árið 1981. Það kom fram í máli Jóna- tans að fyrirtæki Einars var breytt í hlutafélagið Einar Guð- finnsson hf. árið 1964, þ.e. sá hluti sem var þá ennþá í einkaeign hans. Auk Einars og eiginkonu hans, Elísabetar, voru stofnendur þrír synir hans, Guðfinnur, Jóna- tan og Guðmundur Páll, en þeir eru einnig, ásamt Einari, aðal- hluthafar fyrirtækjanna Baldurs hf., fshúsfélags Bolungarvíkur hf. og Völusteins hf. Fyrirtækið Ein- ar Guðfinnsson hf. á og rekur verslanirnar, saltfiskverkunar- stöð, loðnuverksmiðju, mb. Hug- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.