Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 220. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
53
„Gat ekki fengið mig
til að drepa ofurstann"
- Samtal við Gabriel Garcia Marquez
Erlendar
bækur
lllugi Jökulsson
l'linio A. Mendoza:
Duften af (juava
—  SamtaUr  med  Gabriel  Garcia
Marquez.
Samlerens forlag 1983.
Garcia Marquez er nú ein skær-
asta stjarnan á lofthvelfingu
bókmenntanna — og meö réttu.
Þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin
fyrir tveimur árum urðu óvenju
litlar deilur um útnefninguna; það
var helst að einhverjir svarthöfð-
ar þusuðu um að maðurinn væri
kommúnisti. En stjórnmálaskoð-
anir geta ekki breytt því að mað-
urinn er unaðslegur rithöfundur,
auk þess sem kommúnismi hans er
af því taginu að undir hann gætu
sanntrúaðir marxistar aldrei
skrifað. Marquez er aftur á móti
veikari fyrir gagnrýni um tví-
skinnungshátt i mannréttinda-
málum, en út i þá sálma verður
ekki farið að sinni. Látum Vargas
Llosa hamast.
Þessi viðtalsbók kom fyrst út
árið sem Garcia Marquez jafn-
hattaði Nóbelinn, 1982, og i henni
er því fjallað um allan feril hans
fram til þessa; hann hefur ekki
sent frá sér bók síðan Frásogn um
margboðað morð kom út um sama
leyti. Viðmælandinn, Plinio Apu-
leyo Mendoza, er sjálfur skáld-
sagnahöfundur, en hefur starfað
mikið að blaðamennsku meðfram
ritstðrfunum og ritstýrt fjðlda
suður-ameriskra tfmarita um bók-
menntir og menningu almennt.
Hann er vinur Garcia Marquez og
það leynir sér ekki i þessum sam-
tölum; hann býr greinilega yfir
mikilli þekkingu á Marquez, bæði
sem rithöfundi og einstaklingi.
Þeir spjalla saman um allt milli
himins og jarðar og er auðveldast
að birta kaflaheitin til að sýna
það: Fjölskyldan, Starfið, Mennt-
un, Lestur og áhrif, Bækurnar,
Biðin, Hundrað ára einsemd,
Haust patriarkans, Nútiminn,
Stjórnmál, Konur, Hjátrú og
meiniokur, Frægð og frami. Fyrir
utan það sem Garcia Marquez seg-
ir um sínar bækur er skemmtileg-
ast að lesa um skoðanir hans á
hjátrú og hindurvitnum alls kon-
ar, sem og minnisstæðar lýsingar
á uppvextinum í Aracataca sem er
fyrirmynd Macondo — að hluta.
Þá er einnig athyglisverð sú
áhersla sem hann leggur á einkalif
og fjölskyldu — það liggur við að
lesandi trúi honum þegar hann
segist ekki sækjast eftir frægð eða
auðæfum. Þó skrifaði hann
Hundrað ára einsemd i og með til
þess að krækja i hvort tveggja, og
hefur fyrir vikið fremur lítið álit á
þeirri bók. Hrifnastur er hann af
Hausti patríarkans, og kemur það
ekki á óvart, sem og nýjustu bók-
inni, Frásögninni. Þessi lesandi
varð svolítið hissa þegar Garcia
Marquez upplýsti hversu lengi
hann hefði gengið með þá bók, eða
í hartnær tuttugu ár. Og þó það
megi taka undir með Garcia
Marquez varðandi Hundrað ára
einsemd; í henni er vissulega ýms-
um brogðum beitt til að ná fram
tilætluðum áhrifum, þá tekst hon-
um ekki að rýra gildi hennar, eða
skemmtun.
Svona viðtöl við rithöfunda eru
varasöm. Auðvitað ættu bækur
þeirra að standa einar fyrir sinu
og höfundarnir ekki að vasast í
útskýringum; aðstæður þeirra við
skriftirnar skipta heldur engu
máli þegar upp er staðið. En svo
mikil er hnýsni iesenda að þeir
sækja í samtöl af þessu tagi og
mér sýnist að Mendoza hafi furðu
vel tekist að sigla milli skers og
báru. Viðtölin við Garcia Marquez
eru alltaf skemmtileg og oft mjög
fróðleg, án þess að ganga of langt
í skýringum og fræðslu. Og það er
erfitt að verða ekki svolítið snort-
inn þegar Marquez lýsir dauða
Aurelíanós Búendía ofursta, einn-
ar allra dásamlegustu persónu
Hundrað ára einsemdar.
„Ég vissi að á tilteknum stað
yrði ég að drepa hann, og ég gat
ekki fengið mig til þess. Ofurstinn
var orðinn gamall og sat bara og
smíðaði litlu gullfiskana sina. Og
eitthvert siðdegið hugsaði ég með
mér: „Fjandinn hafi það!" Eg var
neyddur til þess að drepa hann.
Þegar ég var búinn með kaflann
gekk ég hríðskjálfandi upp á aðra
hæð í húsinu, þar sem Mercedes
konan min var. Þegar hún sá and-
litið á mér vissi hún strax hvað
hafði komið fyrir. -Ofurstinn er
dáinn," sagði hún. Eg fór i rúmið
og grét i tvo klukkutfma."
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Ljósastofa JSB
Bolholtí 6,4. hæð, sími 36645
I
Hjá okkur skín sólin allan daginn — alla daga
Vid bjóðum uppá:
Hina viöurkenndu þýzku Sontegra-ljósabekki.
Góöa baoaöstöðu meö nuddsturtum frá Grohe.
Saunabao og setustofa.
Opiö frá kl. 8 á morgnana virka daga.
Frá kl. 9—22 föstudaga og 10—15 laugardaga.
20 mín. sterkar perur eöa 30 mín. fyrir þær sem eru aö
byrja eöa þær sem vilja veröa brúnar án aukaverkana.
Ekki andlitsljós.
Öryggi og gæði ávallt í fyrirrúmi hjá J.S.B.
10 tima kort kr. 900.
Stakir timar kr. 100.
Pantið tíma í síma 36645.
f fyrsta sínn á íslandi
stora systir
Sex gerðir FACIT prentara til tengingar
við IBM SYSTEM 34/36/38.
Nýjar fljótvirkar REX-ROTARY ljósritunarvélar.
Einnig FACIT ritvélar, reiknivélar, tölvuhúsgögn,
milliveggir og allt annað til skrifstofuhalds.
sunnudag kl. 13—17
GÍSLI J. JOHNSEN
mn
¦¦¦ j** :r1-<**¦ | .¦»*¦*¦¦"'• í*T..
TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBUNAÐUR SF
SMIÐJUVEGI 8 - P.O. BOX 397 -   202 KÓPAVOGI - SlMI 73111
¦-¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
36-37
36-37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72