Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 42
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Minning: Ólafur Byron Guðmundsson Mánudaginn 5. nóvember sl. varó ólafur Byron Guðmundsson bráðkvaddur á heimili sínu hér i Reykjavík, án þess að þar væri nokkur fyrirvari á, því heilsan var góð eins og ævinlega. Útför hans verður gerð frá kaþ- ólsku kirkjunni i Reykjavik i dag kl. 1.30. ólafur Byron var borinn og barnfæddur Reykvikingur, fæddur 6. ágúst 1925, sonur hjón- anna Guðmundar Jóhannssonar vélstjóra og konu hans, Brietar Ólafsdóttur, og var hann elstur 6 systkina. Guðmundur faðir ólafs lést t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUORÚN SIGURDARDÓTTIR, andaöist 5. nóvember á Elll- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar hefur farið fram I kyrrþey samkvæmt ósk hlnnar látnu. Þökkum auösýnda samúö. Arthúr EKasson, Atli Ellasson, Ragnhildur Bergþórsdóttir, Dolph E. Hólm, Betty Hólm, barnabórn og barnabarnabörn. t Bróöir okkar, ARSÆLL ÓLAFSBON fré Mýrarhúsum, Akrsnesi, lést 11. nóvember á dvalarheimilinu Höföa. Fyrir hönd systkina, Halldóra Ólafsdóttir. t Hjartkær eiginkona min og móöir okkar, GUDRÍDUR BÁRÐARDÓTTIR frá Jórvfk, Álftaveri, andaöist i Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi, 10. nóvember. Guömann isleifsson og börn. t Sonur minn og bróöir, GUÐMUNDUR ÁSGRÍMUR BJÖRNSSON, Drápuhlló 48, andaöist á heimill slnu aö morgni 12. nóvember. Fyrir hönd systklna og annarra vandamanna, Soffia Björnsdóttir. t ÞORLEIFUR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON frá Bjarnarhöfn, Grænuhlfó 18, lést 8. nóvember. Ólafia Jónsdóttir, Bergþóra Eirikadóttir. t Eiginmaöur minn, MAGNÚ8 KRISTJÁNSSON, rafmagnseftirlitsmaöur, Laugateig 5, andaöist i Landakotsspltala 11. nóvember sl. Svanhildur Jósefsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóölr, amma og langamma, ÁGÚSTA INGJALDSDÓTTIR frá Auösholti, Njörvasundi 36, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju miövikudaginn I4. nóvember kl. I5.00. Hallur Guömundsson, Súsanna Guömundsdóttir, Guöjón Guómundsson, Jóna Einarsdóttir, Sigrföur Guómundsdóttir, Ólafur Helgason, barnabörn og barnsbarnabörn. fyrir ellefu árum. ólafur Byron naut ekki langrar skólagöngu um- fram venjulegt skyldunám, þó til þess hefði hann alla burði, því hann var góðum gáfum gæddur, og stálminnugur, og varð því ým- iskonar vinna ýmist til sjós eða lands hans hlutskipti. Kynni okkar Ólafs hófust fyrir rúmlega 40 árum, þegar ég undir- ritaður kvæntist elstu systur hans, og tókst þá með okkur góð vinátta, sem hefur haldist alla tíð síðan, án þess að skugga bæri á, og fyrir þá vináttu er ég þakklátur. ólafur var mjög fróður, vel les- inn, og skemmtilegur, en umfram allt reyndist hann við nánari kynni góður drengur og mikill öðl- ingur, sem kannski er mest um vert þegar allt kemur til alls. Á tímabili átti ólafur mjög á brattann að sækja og var líf hans oft örðugt á þessum árum, og eng- inn dans á rósum. Árið 1955 kynntist Ólafur Auðbjörgu Jó- hannsdóttur frá Eskifirði, gáfaðri og dugmikilli mannkostakonu, og felldu þau hugi saman, og gengu þau i hjónaband 6. ágúst 1956, og eignuðust þau 4 börn, sem eru tal- in hér eftir aldri. Þorvaður Kári tölvufræðingur, kvæntur Erlu Stefánsdóttur, og eru þau búsett í Sviþjóð og eiga þau 2 börn. Sólrún hárgreiðslumeistari, gift Kristjáni Karlssyni vélstjóra, og eru þau búsett á Patreksfirði og eiga þau 3 börn. Bryndis, sem stundar háskóla- nám í hjúkrunarfræðum, gift Birni Harðarsyni líffræðingi, og eiga þau 1 bam, og yngst er Svanhildur, sem enn er i heima- húsum. Móöir okkar og tengdamóöir, SIGÞRÚÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Flókagötu 33, sem lést 10. nóvember sl., veröur jarösungin frá Frlkirkjunnl f Reykjavfk föstudaglnn 16. nóvember nk. kl. 13.30. Þeim sem viidu minnast hlnnar látnu er bent á Barnaspltalasjóö Hringsins. Jón Ólafaaon, Ólöf Björnsdóttir, Guöjón Ólafsson, Sofffa Pétursdóttir, Gunnar örn Ólafsaon, Sofffa Pátursdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Margrát Thorlacius. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, SJÖFN INGADÓTTIR, Þórufelli 6, veröur jarösungin frá Háteigsklrkju mlövikudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag fslands. Jón Marfasson, Dagbjört Jónsdóttlr, Lilja M. Jónsdóttir, Ingvar Sigurgeirsson, Arnheióur Jónsdóttir, Gunnar E.H. Guómundsson og barnabörn. t Faöir okkar, SVEINN EINARSSON, veiðistjóri frá Miödal, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni I Reykjavfk miövikudaginn 14. nóvember kl. 13.30. örn Svainsson, Slgrfður Sveinsdóttir, Valgeröur Sveinsdóttir, örlygur Svainsson, Einar Sveinsson. t Maöurinn minn, sonur og faöir okkar, BJÖRN JÓNSSON, Garóaflöt 15, Garöabæ, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaglnn 14. nóvember kl. 13.30. Emelfa Húnfjöró, Sigrföur Björnsdóttir og dætur hins látna. t Þökkum innilega vináttu og hlýhug viö andlát og jaröarför ÞÓRUNNARÁRNADÓTTUR, Drápuhlfö 18. Haukur Gunnarsson og fjölskylda, Magnús Árnason, Ágústa Arnadóttir, Margrét Árnadóttir og fjölskyldur þeirra. ólafur og Auðbjörg áttu góð ár saman, og byggðu upp fallegt heimili, en samt fór svo að leiðir þeirra gátu ekki legið lengur sam- an, og slitu þau samvistir árið 1972. Árið 1977 kynnist ólafur Sig- rúnu Schneider rithöfundi, gáfað- ri og vel menntaðri konu, og felldu þau hugi saman, og gengu í hjóna- band 20. september 1977. Þau voru mjög hamingjusöm og samrýnd, enda fóru áhugamál þeirra mjög saman, þau voru bæði miklir listunnendur, og fylgdust vel með því, sem var að gerast á listasviðinu hér í borg, og höfðu þau bæði mikið yndi af að sækja tónleika, málverkasýningar og leikhús. Það má segja að nýr kafli hæfist í lífi ólafs, þegar hann fór að takast á við ný verkefni, sem hann hafði aldrei komið nálægt áður, en sem honum fannst i senn ánægjulegt og áhugavert. ólafur tók að sér að lesa úr verkum konu sinnar í Rikisútvarpið, og má þar nefna nokkuð margar smásögur, einnig framhaldssögu, og svo flutti hann þáttinn Um daginn og veginn nokkrum sinnum, og fórst honum þetta svo vel úr hendi að orð var á haft. ólafur hneigðist til kaþólskrar trúar á seinni árum, og ræktu þau hjónin trúarsamfélag i kaþólska söfnuðinum i Reykjavík, og sóttu þangað styrk og uppörvun. Við hjónin minnumst margra ánægjulegra samverustunda á hlýlegu heimili ólafs og Sigrúnar, og eins þegar þau heimsóttu okkur, og erum við hjónin þakklát fyrir þá gagnkvæmu vináttu. Sigmundur Birgir bróðir ólafs, sem hefur verið búsettur í Malmö i Sviþjóð ásamt fjölskyldu sinni sl. 8 ár, hringdi til min, og bað mig að koma á framfæri innilegum kveðj- um til allra aðstandenda, og harmar hann að eiga þess ekki kost að fylgja bróður sínum sið- asta spölinn. Að leiðarlokum kveð ég mág minn og vin með söknuði, og bið honum blessunar guðs, en um sárast eiga að binda eiginkon- an, öldruð móðir, börnin hans og barnabörnin ogsystkini hans og bið ég þeim öllum blessunar guðs. Minningin um góðan mann, sem öllum vildi vel, er huggun i harmi. Kristján Sigfússon Húsavík: Arney KE með 128 tonn af sfld llásaTÍk, 12. BÓTember. f NÓTT landaði vélskipið Arney KE á Húsavík 128 tonnum af sfld, sem baeði var söltuð og fryst, til beitu. Þetta kom sér mjög vel þvf birgðir af beitusfld voru á þrotum. Bátar þeir sem veiða með linu fá frekar litið en rækjuveiðin gengur vel. Bæði veiðar á djúprækju og i Axarfirði. Atvinnuástand hér má teljast gott, og ekki lakara en undanfarin ár, enda tíðarfarið alveg sérstaklega gott i haust. Fréttaritari. 43 þúsund sýn- ingargestir á BÚ ’84 — Hugað að nýrri sýningu Á búvörusýninguna BÚ ’84, sem haldin var f nýbyggingu Mjólkursam- sölunnar á Bitruhálsi 21. til 30. sept- ember sl., komu 43 þúsund sýningar- gestir. f frétt frá Ilpplýsingaþjónustu landbúnaðarins um sýninguna segir að aðsókn hafi verið svo mikil að marga daga hafl fólk orðið frá að hverfa vegna þrengsla, en siðasta dag sýn- ingarinnar hafi komið 6.500 gestir. I fréttinni segir að sýningin hafi verið vel heppnuð, neytendur hafi tekið henni vel og kostnaður verið nálægt þeirri áætlun sem gerð hefði verið. Sýningin hafi stuðlað að vöru- þróun, því flestir ef ekki allir þátt- takendur, sem voru með matvæli, kynntu einhverja nýjung. Þá segir í fréttinni að það væri stefna þeirra sem stóðu að BÚ ’84 að efna fljótlega til hliðstæðrar sýningar og nýta þá reynslu sem fékkst að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.