Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 223. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbanon: Viðræður um brottfór * Israela Beirút, 14. nÓTember AP. STJÓRNIR Líbanons og ísraels sam- þykktu í dag að taka að nýju upp við- reður um ráðstafanir til þess að binda enda á hernám ísraelshers á suðurhluta Líbanons, sem nú hefur staðið yfir í 29 mánuði. fsraelar létu jafnframt lausa þrjá bermenn shíta, sem þeir höfðu handtekið fyrir nokkr- um dögum. Samkomulag um viðræður uáðist í kjölfar málamiðlunar, sem Banda- ríkjastjórn og Sameinuðu þjóðirnar höfðu unnu að, eftir að slitnaði upp úr viðræðunum sl. laugardag. Rashid Karami forsætisráðherra Líbanons sagði í dag, að ríkisstjórn sín hefði samþykkt öryggisáætlun, þar sem gert væri ráð fyrir því, að líbanski herinn tæki á sitt vald strandlengjuna frá Beirút suður að varnarlínu ísraela við Amalifljót i suðurhluta Líbanons. Konur á heræfíngu <AP .hn.mynd> Frá Nicaragua. Konur á hertefingu eru þar nú algeng sjón. Sandinistastjórnin hefur gefið þar út almennt herútboð og heldur því fram, að innrás Bandaríkjamanna sé yfirvofandi. - Dale Gardner á leið til Westar 6, sem sést til vinstri á myndinni. Þessi mynd var tekin í gær, er aðgerðir áhafnar geimferjunnar Discovery til þess að ná fjarskiptahnettinum voru að hefjast. AP-símamynd Geimförunum tókst að bjarga Westar 6 Kanaveralböfða, 14. nóvember AP. Eþíópíæ Harðnandi ofsóknir á hendur kristnum ÁHÖFN geimferjunnar Discovery tókst í dag að ná hinum fjarskipta- hnettinum, sem áformað hafði verið að bjarga í för geimferjunnar nú. „Við höfum nú tvo gervihnetti í far- angursgeymslunni okkar,“ sagði Rick Hauck leiðangursstjóri í dag, eftir að þeim Dale Gardner og Joe Allen hafði tekizt að ná fjarskipta- hnettinum Westar 6 og koma honura fyrir við hlið fjarekiptahnattarins Palapa B2 inni í geimferjunni. „Frábært" voru viðbrögð geim- ferðastjórnarinnar á jörðu niðri. Þeir Gardner og Allen voru úti í geimnum utan geimferjunnar i 6 klukkustundir á meðan þeir unnu að björgun Westar 6 og var starf þeirra bæði vandasamt og erfitt. Fylgzt var með því beint í sjón- varpi, hvernig Gardner nálgaðist Westar 6 og kom þar fyrir taug, sem dró hnöttinn yfir til geimferj- unnar. Þar beið Allen við lyftiarm geimferjunnar og hjálpuðust þeir félagar síðan að að koma Westar 6 inn í geimferjuna og nutu þar að- stoða/ þriðja geimfarans, önnu Fisher, sem beið viðbúin inni í geimferjunni. Fjarskiptahnöttunum tveimur var skotið upp í febrúar sl., en vegna mistaka fóru þeir á ranga braut umhverfis jörðu. Ætlunin er nú, eftir að þeim hefur verið náð aftur til jarðar, að skjóta þeim upp á ný, þegar viðgerð á þeim er lokið. Stokkhólmi, U. nóvember. SAMTÍMIS því sem athygli heimsins beinist að fórnarlömbum hungurs- neyðarinnar { Eþíópíu herðir manistastjórnin þar ofsóknir sínar á hendur kristnum mönnum í landinu. Var þetta haft eftir heimildum I Stokkhóliui í dag. 748 kirkjum lúterskrar trúar- deildar, sem kennd er við Kale Heywet í héraðinu Wolayta, var lokað í októbermánuði. Þetta hérað er eitt þeirra sem verst hafa orðið úti í suðurhluta Eþíópiu af völdum hungursneyðarinnar. Alls hefur 1.700 af þeim 2.790 kirkjum, sem starfandi voru í landinu, verið lok- að. Þá hafa ofsóknir gegn lútersku Mekane-Jesus-kirkjunni einnig verið hertar og sitja nú 200 prestar þessarar trúardeildar í fangelsi. Fjöldi þeirra presta i landinu, sem fangelsaðir hafa verið er samt miklu meiri, því að margir prestar annarra lúterskra trúardeilda svo og kaþólskra manna í landinu hafa verið fangelsaðir og kirkjum þeirra lokað. Samkvæmt heimildum i Eþíópiu er talið, að þetta sé einn þátturinn í þeirri viðleitni stjórnvalda þar að koma á fót „ríki með einum flokki og einni trú“, það er hinni hefð- bundnu koptísku trú, þar sem stjórnvöld telja, að þeim muni reynast auðvelt að ráða yfir kopt- ísku kirkjunni. Dollarinn hækkar London, 14. nóv. AP. GENGI Bandaríkjadollare hækkaði í dag gagnvart öllum helztu gjald- miðlum heims. Olli þessu orðrómur um, að bandaríski seðlabankinn myndi ekki lækka vexti sína meira. Vestur-þýzki seðlabankinn seldi mikið magn af dollurum og reyndi þannig að koma í veg fyrir enn meiri hækkun dollarans. En það kom fyrir lítið. Þannig hækkaði dollarinn bæði gagnvart pundinu, jeninu og vestur-þýzka markinu. Nýtt lyf gegn blóðtappa: Opnar stíflaöar hjartaæðar með því að leysa upp blóðtappann Leuven, 14. nóvember. AP. STÓRÁFANGI hefur nú náðst í baráttunni gegn blóðtappa og kransæðastíflu samkvœmt frásögn vísindamanna við háskólann f Leuven í Belgíu, en þeim hefur tekizt að búa til lyf úr eggjahvítu- efni, sem leysir upp blóðtappa. Efni þessu hefur verið gefið hcitið T-PA (CQ) og er það unnið úr frumum, sem eðlilegt er, að finnist í ýmsum líffærum mannslíkamans. Vitað var áður, að þessar frumur hindruðu myndun blóðtappa. „Það sem ekki var vitað var nákvæm sam- setning efnisins, sem þessu olli,“ sagði Marc Verstráte í dag, en hann starfar við háskólann { Leuven. Sagði hann, að Desiré Collen, sem starfar við æða- og hjartasjúkdómadeild háskólans, hefði tekizt að komast að raun um samsetningu efnisins og auka upplausnarhæfni þess með tilraunum sínum. Fimmtíu sjúklingum, sem þjáðst höfðu af blóðtappa, var gefið lyf búið til úr efninu T-PA og hefði það „opnað stíflaðar hjartaæðar" hjá 80% þeirra. Sagði Verstráte, að nú væri haf- in framleiðsla á lyfinu i Leuv- en-háskóla, en rannsóknir og undirbúningur þess hefðu staðið yfir í langan tíma. Þetta lyf hefði einnig þann kost, að unnt væri að sprauta þvi inn í líkamann fjarri blóðtapp- anum, sem leysa þyrfti upp. Sá galli væri hins vegar á, að gefa þyrfti það inn 4—6 klukkutímum eftir að blóðtappinn hefði mynd- azt. Þá kæmi lyfið ekki heldur að gagni, ef það væri gefið inn fyrirfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.