Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984

Deilt um stefnu í sérkjarasamningum kennara:
Erum ósáttir við
að vera utan við-
ræðunefndarinnar
— segir Guömundur Árnason, framkvæmda-
stjóri og varaformaður Kennarasambands íslands
„ÁSTÆÐAN fyrir því að við enim ekki í viðræðunefndinni endurspeglar
óána-gju kennara með vinnu okkar í nýafstöðnum heildarsamningum BSRB.
Við böfum allir verið áður í viðræðunefndinni en nú var greinilega ekki
grundvöllur fyrir því og þessi óinægja kom greinilega fram í umræðum á
fundi fulltrúariðs og samninganefndar Kennarasambandsins," sagði Gísli
BaMvinsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, í samtali við blaðamann
Mbl. í gær. Auk hans lentu að þessu sinni utan viðræðunefndar Kennara-
sambands íslands í komandi sérkjaraviðræðum þeir Guðmundur Árnason,
varaformaður og framkvæmdastjóri Kennarasambands íslands, og Haukur
Helgason, skólastjóri í Hafnarfirði, sem verið hefur í flestum viðræðunefnd-
um kennara allt frá árinu 1%1.
Þeir þrír tóku ekki þátt í end-
anlegri afgreiðslu kröfugerðar KÍ
vegna væntanlegra sérkjarasamn-
inga. Hún gerir ráð fyrir tíu
launaflokka hækkun kennara,
þannig að byrjunarlaun verði 26
þúsund krónur og laun eftir 18 ára
starf 33 þúsund krónur. í umræð-
um á fundi fulltrúaráðs og
samninganefndar Kl um sl. helgi
kom fram, að þremenningarnir
töldu kröfurnar óraunhæfar og að
hægt væri að nýta betur þann
„byr sem kennarar hafa" með því
að setja kröfur sambandsins fram
á annan hátt. Telja þeir að sér-
kjarasamningar takist ekki fyrir
jól, eins og lög gera ráð fyrir, og
því fari kröfugerðin „beina leið i
kjaranefnd", eins og það var
orðað.
Guðmundur Árnason sagðist í
samtali við blm. Morgunblaðsins
hafa „efasemdir um vissa hluti í
þessu sambandi, hvernig ætti að
halda áfram. Það mun hafa verið
talið nóg að hafa okkur ekki með
og það verður að segjast eins og
er, að við erum ekki ásáttir við þá
niðurstöðu," sagði hann. „Það er
ekki það, að viö teljum kauphækk-
anirnar. sem kröfur eru gerðar
Ók af vettvangi
eftir slys á Granda
U klukkan átta í gærmorgun varð
maður á sextugsaldri fyrir bifreið
vestur i Granda, gegnt Kaffivagnin-
um. Hann hafði farið úr bifreið sinni
vestanmegin við götuna og hugðist
ganga yfir en varð þá fyrir bifreið,
sem ekið var í norourátt.
Maðurinn fótbrotnaði og skarst
f andliti. Ökumaður bifreiðarinnar
stöðvaði bifreið sína og fólk kom
út úr Kaffivagninum og hélt á
manninum yfir í veitingahúsið, en
ökumaðurinn ók á brott. Lögregl-
an í Reykjavík biður ökumanninn
vinsamlega að gefa sig fram.
um, of miklar eða hrikalegar en
við verðum að gera okkur grein
fyrir að við erum hluti af ríkis-
geiranum. Við vorum ekki við af-
greiðslu kröfugerðarinnar —
menn voru að tala um hærri tölur
þegar við fórum af vettvangi en
við vildum ekki hafa afskipti af
því hvort farið yrði ofar eða neðar
og þá var allt eins gott að vera
ekki á fundinum."
Hann sagðist telja „líklegra" að
kjaranefnd myndi úrskurða um
laun kennara eftir sérkjarasamn-
ingana. „Mér finnst að það eigi að
nota byrinn, ekki misnota hann.
Við eigum að láta stöðuna nýtast
okkur," sagði Guðmundur.
Haukur Helgason, skólastjóri,
sem manna lengst hefur tekið þátt
í samningagerð fyrir kennara-
samtökjn í landinu, sagði í samtali
við blm., að sér þætti „sérstæðast
að Guðmundur Árnason er ekki
með í viðræðunefndinni. Hann er
framkvæmdastjóri Kennarasam-
bands íslands og sá maður innan
sambandsins sem hefur haft með
samningamálin að gera."
Haukur sagði ljóst, að í samtök-
um kennara væri óánægja með
heildarsamning BSRB. „Það hefur
ekkert farið a milli mála, að við
Guðmundur töldum rétt að ganga
til þeirra samninga þegar það var
gert. Hvað varðar sérkjarasamn-
ingana vildum við halda öðru vísi
á málum — við óttumst að meðbyr
kennara nýtist ekki við þessa
framsetningu mála," sagði Hauk-
ur Helgason.
Fyrstu tónleikar á þessu
starfsári um næstu helgi
íslenska hljómsveitin heldur sína
fyrstu tónleika i þessu starfsári í
íþróttahúsi Gagnfræðaskólans i
Selfossi nk. laugardag, 17. nóvem-
ber, og hefjast þeir kl. 14.30.
Á tónleikunum verða flutt Esk-
apaden Eines Gassenhauers, svíta
fyrir kammerhljómsveit eftir Karl
Hermann Pilney; Suite Symphon-
ique, svíta fyrir kammerhljóm-
sveit eftir Jacques Ibert; Mazurka
nr. 17, Scherzo nr. 2 eftir Frédéric
Chopin og Píanókonsert nr. 9, í
Es-dúr, K 271 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Bandaríski pí-
anóleikarinn Stephanie Brown
leikur einleik með hljómsveitinni í
tveimur síðarnefndu verkunum.
Þessi efnisskrá verður endur-
tekin á fyrstu áskriftartónleikum
hljómsveitarinnar á starfsárinu,   Stephanie Brown, bandaríski píanó-
sem haldnir verða í Bústaðakirkju   leikarinn, sem leikur einleik með Is-
sunnudaginn  18.  nóvember  og   lensku hljómsveitinni i tónleikum
hefjast kl. 17.                   hennar um næstu helgi.
Ingvi Rafn Albertsson ásamt sonum sínum, fri vinstri: Bjðrgvin, Ingvi, Brynjar og Hjilmar.
Mokafli á síldinni
meö blandaöri áhöfn
Ingvi Rafn og félagar á Guðmundi Kristni tóku tvöfaldan kvóta á 16 dögum,
iönduðu þrisvar sinnum einn sólarhringinn, olíukostnaður í lágmarki
Eakirlrfti, 14. nóvemher.
SÍLDARVERTÍÐ sú sem nií er
senn i enda, hefur leikið misjafn-
lega við menn og i ýmsu gengið við
að fanga þann eftirsótta fisk eins
og ætíð hefur verið. Sumir skip-
stjórar hafa verið fljótir að klára
kvótann sinn, öðrum gengið miður.
Sumir hafa bara mitt veiða einn
kvóta, aorir tvo og afkoma sjó-
mannanna því misjöfn. Hún er
brellin, sfldin, sögðu gömlu menn-
irnir og eru víst flestir sammila því.
Allt fullt af sfld í dag, ekki branda i
morgun.
Eitt þeirra skipa, sem athygli
hefur vakið fyrir velgengni i
haust er Guðmundur Kristinn SU
404 frá Fáskrúðsfirði. Skipstjóri
þar um borð á síldinni var Ingvi
Rafn Albertsson frá Eskifirði,
löngu þekktur loðnu- og síldar-
skipstjóri, en nú að mestu kom-
inn í land.
„Við vorum heppnir í byrjun,"
sagði Ingvi Rafn er fréttaritari
Morgunblaðsins hitti hann að'
máli og innti frétta úr síldinni.
„Við byrjuðum á síldveiðum 9.
október og fimm minútum eftir
að við slepptum bryggjunni vor-
um við búnir að kasta á góða
torfu, sem var þarna rétt við
bryggjuna á Páskrúðsfirði. Ur
kastinu fengum við 170 tonn, sem
við fórum að sjálfsogðu með upp
að planinu hjá honum Bergi Hall-
grímssyni í Pólarsíld, sem á skip-
ið og rekur. Síðan var byrjað að
landa og salta síldina og tók það
að sjálfsögðu sinn tima, en meðan
verið var að landa varð ég var við
það á Asdic-tækinu, að síldar-
torfa fór inn fjörðinn, fyrir fjarð-
arbotninn og út aftur. Eg fylgdist
með henni í um tvo tima og um
leið og búið var að landa síðustu
tonnunum sagði ég strákunum að
sleppa og vera klárir. Við köstuð-
um síðan strax og við slepptum
bryggjunni. I því kasti fengum
við 70 tonn. Þarna voru komin
240 tonn fyrsta sólarhringinn."
Gerou þao gott við Staurinn
Menn sem fylgdust með veiðun-
um úr landi tóku eftir því að
Ingvi Rafn var oft einskipa að
veiðum, oft í kringum Víkursker-
ið í Fáskrúðsfirði, oftast nær með
veiði. Hann var spurður hvort
þetta væri rétt og sagði hann svo
vera. Hann hefði fengið mest af
sínum afla í Fáskrúðsfirðinum,
rúm 500 tonn, og þá oftast við
Víkurskerið eða Staurinn, eins og
hann kallar það. 100 tonn fengust
í Reyðarfirði og 100 tonn í Vopna-
firðinurn.
Bergur Hallgrímsson útgerðarmaður og síldarsaltandi, Ingvi Rafn. Berg-
ur gerir út Guðmund Kristin.
„Reyndar ætlaði ég aldrei norð-
ur í Vopnafjörð," sagði hann, „en
sildin gekk út úr fjörðunum og
var illveiðanleg hér úti fyrir, svo
ég fór norður. Við máttum veiða
tvo kvóta, eða um 750 tonn. Því
náðum við á 16 dögum. Einu sinni
kom það fyrir að við lönduðum
þrisvar sama sólarhringinn og
tvívegis tvisvar sinnum á sól-
arhring. Þegar svona gengur er
að sjálfsogðu mikið að gera og
segja má að fyrstu sjö sólar-
hringana hafi verið stanzlaus
vinna, mikið álag á mannskapinn
og þetta gengi náttúrlega ekki
nema með góðum mönnum."
Það segir sig sjálft að skip sem
tekur mesta veiðina innfjarðar
hlýtur að fara sparlega með olfu.
„Jú, það er rétt. Við að ná fyrri
kvótanum eyddum við um 3 þús-
und lítrum af olíu og við að ná
þeim báðum um 12 þúsund litr-
um. Þvi má segja, að olíukostnað-
ur hafi verið í lágmarki. Annars
fannst mér það einkenna veiðina
mest nú, að síldin var smærri en f
fyrra, t.d. fóru 70% af því sem við
veiddum núna í 2. verðflokk, en f
fyrra fóru 80% af okkar afla f 1.
flokk. Fyrir tveimur árum var
mikið af smásíld hér í fjörðunum
og tel ég að það sé sú síld, sem við
erum að veiða núna á þessari
vertíð.
Eg held að það hafi verið mikil
sild f fjörðunum skömmu áður en
veiðar hófust og við höfum komið
f hana rétt áður en hún gekk út úr
þeim. Einnig er hér nú mjög smá
síld, kræða, sem ekki hefur verið
hér seinni ár. Síldin hélt sig hér
austanlands sunnan Seyðisfjarð-
ar að Berufirði og f Bakkaflóa og
Vopnafirði þar sem stærri sfldin
virðist frekar hafa verið og það er
ekki fyrr en nú seinustu daga að
hún virðist vera að ganga suður á
bóginn. Einnig voru færri skip að
veiðum hér vegna veiðanna fyrir
sunnan. Tíðarfar var mjög gott
til veiðanna," sagði Ingvi Rafn að
lokum.
_______Blönduð áhöfn______
Ingvi, sem er veiðieftirlitsmað-
ur að aðalstarfi, hafði upphaflega
ætlað að eyða sumarleyfi sínu f
síldveiðina þegar verkfall BSRB
kom inn í dæmið og stóð það ein-
mitt yfir meðan á veiðiskapnum
stóð. Þá voru þrír synir Ingva
með honum á bátnum, Brynjar og
Björgvin, sem notuðu verkfallið
eins og pabbinn, en þeir eru f
skóla, og Hjálmar sem er sjómað-
ur. Fleiri sem verkfallið kom við
voru einnig um borð, svo sem
póstmeistarinn hér á Eskifirði
Jóhann Þórarinsson, sem fór sem'
háseti. Bankastarfsmenn komu
einnig við sogu, þvi um borð var
Már Hallgrímsson, yfirmaður Af-
urðalánadeildar Landsbanka ls-
lands í Reykjavfk, en hann er
bróðir Bergs Hallgrímssonar. Því
má segja, að áhöfnin á Guðmundi
Kristni hafi verið blönduð eins og
sfldin. Aflaverðmætið úr sfldveiði
Guðmundar Kristins i haust
nemur 3,8 milljónum króna.
Fréttaritari veit, að þetta er
ekki í fyrsta skipti sem Ingva
gengur vel á síldveiðum. Er hann
var með Seleyna SU 10 fyrir
nokkrum árum, kláraði hann
kvóta sinn, sem þá var 260 tonn, á
tveimur dögum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80