Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 59 lykkju á leið sína til að kyssa erki- óvin sinnn Mubarak Egyptalands forseta. Hagvöxtur í heiminum tók stóran kipp á meðan á sam- komunni stóð en tók að minnka aftur strax daginn eftir að henni lauk (graf I). Líkt og þegar slökkt er á ljósaperu, hverfur frá henni birtan. Verðbréfamarkaðir heims- ins sýndu óvæntan vöxt (graf II). Smitsjúkdómum fækkaði í Band- aríkjunum (graf III). Alþjóðleg samskipti bötnuðu milli þriðjungs þjóða heims að risaveldunum meðtöldum. Dauðaslysum fækkaði um næstum helming í heiminum. I Bandaríkjunum fjölgaði umsókn- um um einkaleyfi á uppfinningum um 15% frá því sem áætlað hafði verið, sem sýnir vakna skapandi greind með þjóðinni. Þannig mætti endalaust telja. Meðan heimurinn naut hins sæta keims af Útópíu gengu öll mælanleg meðaltöl yfir heiminn til betri vegar en féllu í sama far og fyrr jafn skjótt og samkomunni lauk og fólkið hélt flest heim til fjöl- skyldna sinna. (Síðan í október 1982 hafa um 1.500 manns flogið að staðaldri kvölds og morgna í MIU, USA, sjá þróun bandarísks þjóðfélags og efnahags síðan.) Nýjustu fréttir Ekki fór á milli mála að heimur- inn var sælli en venjulega. Það endurspeglast vel í ummælum þjóðarleiðtoga á meðan á Útópí- unni stóð. Þeir kepptust hver um annan að lýsa friðarást sinni og Reagan svaraði því t.d. þegar hann var spurður hvað hann vildi helst í jólagjöf: „heimsfrið". Um síðustu páska var haldin 2.000 manna samkoma í Júgóslav- íu. Sá fjöldi dugir ekki til að hafa áhrif á alla Evrópu. Þegar sú sam- koma stóð komst aftur á nokkur ró í Líbanon og mynduð var þjóð- stjórn þar. Þann 28. júní hófst svo 500 Sidha-samkoma á nýjan leik í MIU, Iowa í Bandaríkjunum, og lauk 14. júlí. Þessi fjöldi er varla nægilegur til að áhrif samkom- unnar umvefji alla jörðina. Þó hurfu fréttir af átökum nær alveg úr blöðunum þennan tíma og strax á öðrum degi samkomunnar buðu Rússar mjög óvænt Bandaríkja- mönnum til geimvopnaviðræðna, og Bandaríkjamenn svöruðu með jái“ strax sama dag. Á þriðja degi hennar var kominn friður í Beirút og eftir tíu ára borgarastríð var í alvöru hægt að tala um frið í Lí- banon, þó ekki sé að vita hvað verður þegar frá þessu hópefli heimsvitundarinnar líður. Á íslandi ríkti mesta blíðskap- arveður í langan tíma og aðal- ^hyggjuefni manna var hvað ætti að gera við alla tómatana sem móðir náttúra gaf bændum þessa daga. Gaman væri að hafa tölur um fjölda slysa, banaslysa, inn- brota, sjálfsmorða og fleira þessar vikur á íslandi en þær hef ég ekki. Einhver mætti taká þetta sem ábendingu um að ná þessum tölum saman. En nánar um allan heim- inn seinna þegar tölfræðin fyrir þessa síðustu samkomu liggur fyrir. ÞAR sem verkfollin og fleiri sam- verkandi ástæður hafa orðið til að gera þessa grein nokkru eldri við birtingu en ég hefði kosið eru þau tíðindí sem ég kynni sem nýjustu fréttir það alls ekki lengur. Miklir atburðir hafa ítt sér stað um allan beim. Ekki færri en tíu þjóðir hafa gengið að tilboði Maharishi að skapa það andrúmsloft að ríkis- stjórnir þeirra geti leyst vandamál þjóðarinnar. Þar er efst á blaði rfkis- stjórn Filippseyja. Þar eru þegar þetta er skrifað 1200 kennarar tækn- innar og er það þeirra hlutverk að mynda tvo svona 7000 manna Sidha-hópa og kenna um 100.000 manns „venjulega'* innhverfa íhug- un. Um þetta mun ég birta grein síðar ef færi gefst. lielgi J. Hauksson er kennarí rið Öldutúnsskóla í Hafnaríirði. Efla ber sameiginlega yfir- stiórn mjóikuriðnaðarins DAGANA 31. okt. og 1. nóv. sl. var haldin á vegum Félagsriðs Osta- og Smjörsöl- unnar, Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaöarins í Reykjavík landsráöstefna mjólkurframleiðenda. Hana sátu 27 fulltrúar bænda frá 15 af þeim 17 mjólkursamlögum sem starfandi eru og auk þess sem gestir, allmargir mjólk- urbússtjórar, ráðunautar Bf. íslands og aðrir sem tengjast þessum málum. í upphafi ávarpaði landbúnaðarráðherra r I máli hans kom fram að hann taldi æskilegt að framleiðendur land- búnaðarvara réðu sem mestu um það sjálfir, hvernig framleiðslu búvara væri háttað svo og öðru sem þá snerti. Hann hvatti til aðhalds í fjár- festingu og góðs skipulags i fram- leiðslu og sölu búvara. Hann taldi að islenskar mjólkurvörur hefðu unnið sér þá viðurkenningu að þær stæðust samanburð við það besta á því sviði. Því næst fluttu eftirtaldir 9 menn framsöguræður: Guðmundur Sig- þórsson ræddi um framtíðarhorfur mjólkurmarkaðarins, Árni Jónasson, Haukur Halldórsson og Magnús Sig- urðsson ræddu um stefnumörkun og stjórn framleiðslumála og dr. Þor- steinn Karlsson ræddi um samvinnu og sameiningu vinnslustöðva. Þá ræddi Pétur Sigurðsson um sölu- skipulag mjólkurvara, Þórarinn Sveinsson ræddi um verðlagningu og Bjarni Guðmundsson ræddi um endurskoðun laga um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins. I upphafi umræðna greindi Reynir Kristinsson, starfsmaður Hagvangs, frá þvi starfi sem hann hefur unnið á vegum Framleiðsluráðs að samningu á bókhaldi mjólkursamlaganna og gagnsemi sliks bókhalds fyrir stjórn- endur þeirra. Að umræðum loknum var fuli- trúum skipt niður i 3 starfshópa til að draga saman niðurstöður ráð- stefnunnar, sem í meginatriðum voru þessar: 1. Við endurskoðun laga um fram- leiðsluráð landbúnaðarins verði eftirtalin atriði höfð að leiðarljósi: a) Tekjur bænda verði ekki siðri en þær sem sambærilegar stéttir þjóðfélagsins njóta. b) Bændur fái sama verð fyrir sömu vöru hvar sem er á land- inu. c) Neytendur fái mjólkurvörur á sama verði um allt land og njóti sambærilegs vöruvals eftir því sem frekast verður við komið. d) Samtökum bænda verði sem áður falir. stjórnun fram- leiðslunnar og skipulagning vinnslu og dreifingar mjólk- urvara á heildsölustigi. e) Samtök framleiðenda eigi vinnslustöðvarnar og beri ábyrgð á rekstri þeirra svo sem verið hefur. 2. 1 ljósi ríkjandi ástands á heims- markaði verður að fallast á að framleiðsla mjólkur hérlendis verði miðuð við innlenda markað- inn. Þó verður ekki komist hjá ein- hverri umframframleiðslu ef full- nægja á þörfum landsmanna i breytilegu árferði. Því telur ráð- stefnan alls ekki rétt eða sann- gjarnt að bændur gefi með öllu eftir núverandi rétt sinn á stuðn- ingi rikisvaldsins við útflutning mjólkurvara. 3. Lögun mjólkurframleiðslunnar að innlenda markaðnum eykur mjög hættu á tímabundnum skorti á vissum mjólkurafurðum í öllum landshlutum og krefst því aukinn- ar skipulagningar og samræm- ingar. Slík skipulagning er einnig nauðsynleg til að ná meiri hag- kvæmni í mjólkurvinnslunni. Því ber að efla sameiginlega yfirstjórn mjólkuriðnaðarins undir forystu Framleiðsluráðs. 4. Mjólkurframleiðendur hafa nú bú- ið við framleiðslustjórnun eftir búmarkskerfinu í 5 ár og hafa reynst jákvæðir gagnvart henni. Nú þarf að skilgreina nánar jarða- búmark og setja reglur um svæða- búmark, svo einstök héruð haldi æskilegum svæðiskvóta þótt byggð grisjist. 5. Afla þarf lagaheimildar til stöðl- unar efnainnihalds neyslumjóikur og skilgreina markmið kynbóta- starfsins i því sambandi. 6. Efla þarf rannsóknir á fóðrun mjólkurkúa með aukna hlutdeild innlends fóðurs í huga. 7. Beitt verði hvetjandi aðgerðum til að bændur jafni árstíðasveiflu i mjólkurframleiðslu. (FrétutUkjnnÍBg frá frimkvcmdi nefnd mjólknrrátMtefnnnnar) Ert þú samferða ? Úrval vinnur nú að skipulagningu sérstakra ferða í tengslum við fjölda vörusýninga sem haldnar verða víðs vegar um Evrópu á næstu mánuðum. Úrvai sér viðskiptavinum sínum fyriröllum nauðsynlegum upplýsingum um sýningarnar sjáifar og fyrsta flokks þjónustu í sambandi við ferðalagið, gistinguna og allan aðbúnað. Næstu sýningar eru: Buildings for billions Kaupmannahöfn Int. furniture fair Köln ISM - Int. sweets and biscuits fair Köln International spring fair Birmingham Domotechnica — int. fairfor Household appl. and technical Kitchens Köln Int. men's fashion week together with int. Jeans fair Köln Frankfurt fair Frankfurt Scandinavian fashion week and menswear fair Kaupmannahöfn Int. trade fair children & young people Köln Leipzig spring fair Leipzig British designer show London The sea for all Norwegian Int. boat and engine show Osló GD5 - int. footwear fair Dusseldorf Scan fair '85 Kaupmannahöfn Hannover fair Hannover Nordbag '85 - bakery fair '85 Kaupmannahöfn Scandefa '85 - Scandinavian dental fair Kaupmannahöfn DRUPA Dusseldorf Nor—Shippings Osló Byggma—int. building exh. Malmö World fishing exhibition Kaupmannahöfn 28/2- 3/3 '85 mars 10/3—16/3 '85 15/3-18/3 '85 12/1-20/1 ‘85 15/1-20/1 '85 27/1-31/1 '85 3/2- 7/2'85 6/2- 9/2 '85 12/2-21/2 '85 23/2-27/2 '85 15/3-24/3 '85 23/3-25/3 '85 23/3-26/3 '85 17/4-24/4 '85 18/4-22/4 '85 25/4-27/4 '85 2/5-15/5 '85 6/5-10/5 '85 7/5-10/5 '85 júní '85 i i <•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.