Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER1984
65
Kristín Ingimars-
dóttir — Minning
Fædd 26. ágúst 1895
Dáin 3. september 1984
Þeim fækkar nú óðum sem
fæddust fyrir og um aldamótin,
þeim sem með ósérhlífni og
nægjusemi lögðu grundvöllinn að
því þjóðfélagi, sem við lifum í í
dag.
Ein af þessum hetjum hvers-
dagslífsins var kvodd hinstu
kveðju hinn 12. september sl.
Kristín Ingimarsdóttir hét hún.
Kristín fæddist á Þormóðsstöðum
í Eyjafirði 26. ágúst 1895 og ólst
upp á ýmsum bæjum í Eyjafirði,
því ekki voru foreldrar hennar
eigin húsbændur, heldur voru þau
í vinnumennsku með bornin sem
upp komust.
Um tvítugsaldur lagði hún leið
sína suður á land og var meðal
annars í kaupavinnu í Flóanum
þar sem hún kynntist eiginmanni
sínum, Hjálmari Jónssyni frá
Stokkseyri. Þau gengu í hjóna-
band 1926 og bjuggu öll sín hjú-
skaparár í Reykjavík. Sambúð
þeirra var farsæl, þau eignuðust 4
börn, en þrjú þeirra lifa foreldra
sína.
Það hefur verið erfitt að sjá sér
og sínum farborða á kreppuárun-
um, stöðugur ótti við atvinnu- og
húsnæðisleysi, en með þrautseigju
og dugnaði sigruðust þau á erfið-
leikunum. Hjálmar stundaði
verkamannavinnu alla tíð, lengst
af hjá Olíuverslun íslands, en þar
starfaði hann um 35 ára skeið og
naut þar virðingar jafnt sam-
starfsmanna sem yfirmanna sakir
afburða samviskusemi og dugnað-
ar.
Kristín lét ekki sitt eftir liggja,
hún vann lengst af við sauma,
bæði heima og heiman, enda var
hún völundur hinn mesti og eru
ófá listaverkin sem prýða heimili
vina og vandamanna. Það var með
ólíkindum hversu fim hún var með
heklunálina og hvernig fram
spruttu Hstilega gerðir blúndu-
dúkar og aldrei sat hún auðum
höndum meðan heilsan leyfði.
Sú sem þessar línur ritar er svo
lánsöm að hafa átt þessi elskulegu
hjón að afa og ömmu. Þegar afi
lést, 2. september 1977, var hans
sárt saknað áf okkur öllum, þó
einkum elsku ömmu, sem sá á bak
lífsförunaut sínum eftir 51 árs
óslitna samveru. En amma stóð
ekki ein eftir, hún naut ástúðar
barna sinna og afkomenda og bjó í
skjóli elstu dóttur sinnar. Hún var
heilsugóð lengst af, en síðustu 2
t
árin dvaldist hún á Elliheimilinu
Grund, farin að heilsu og kröftum
og þráði endurfundi við mann
sinn.
Hún gat yfirgefið þennan heim
með góðri samvisku, hún hafði svo
sannarlega lagt sitt af mörkum til
þjóðfélagsins. Það sást best á um-
hyggju barna hennar fyrir henni
og þeim kærleika sem þau sýndu
henni.
Ég kveð ástfólgna ömmu mína
með soknuði og þakklæti í hjarta
fyrir það sem hún var mér og mín-
um og bið henni blessunar guðs í
nýjum heimkynnum.
Kristín Árnadóttir
Minning:
Haukur Krist-
insson, Núpi
Fæddur 4. janúar 1901
Dáinn 23. október 1984
Það var ferskur blær þjóðernis-
anda og ungmennafélagshreyf-
ingar sem lék um Dýrafjörð um
aldamótin síðustu. Á þeim tíma
komu bræðurnir Kristinn og Sig-
tryggur Guðlaugssynir norðan úr
Eyjafirði og settust að á Núpi.
Hugsjón þeirra var að rækta jörð-
ina — rækta mannlífið. Samfélag-
ið var fyrir öllu, einstaklingurinn
var fyrir heildina. Sælla var að
gefa en þiggja. Kristinn keypti
jörðina Núp. Þar stofnaði séra
Sigtryggur skóla og þjónaði Núps-
kirkju og kirkjunum í grennd.
Þessir menn logðu fram sinn
skerf til að hefja hátt merki
menningarlífs í héraðinu. Næsta
kynslóð bar það uppi í sama anda.
Úr þessum jarðvegi var Haukur
Kristinsson sprottinn.
Haukur var fjórða barn Krist-
ins Guðlaugssonar og konu hans,
Rakelar Jónasdóttur. Elst var
Unnur sem lést aðeins sjö ára
gömul. Næst voru Sigtryggur
búfræðingur og Hólmfríður kenn-
ari sem bæði eru látin. Yngri börn
þeirra hjóna eru Haraldur bóndi
og smiður, býr í Reykjavík, Valdi-
mar skipstjóri og bóndi á Núpi og
systurnar Unnur, ólöf og Guðný
allar búsettar í Reykjavík.
Haukur fæddist á Núpi 4. janú-
ar 1901.
Á Núpsheimilinu var mikið
sungið og leikið á hljóðfæri. Hauk-
ur lærði á orgel hjá Hólmfríði
systur sinni fimmtán ára gamall.
Seinna var hann hluta úr vetri
nemandi hjá Páli ísólfssyni.
Námstíminn var stuttur eins og
algengt var í þá daga en síðan tók
sjálfsnámið við. Haukur miðlaði
öðrum af kunnáttu sinni en hann
kenndi á orgel allt frá 1922. Eftir
tvo vetur í Alþýðuskólanum á
Núpi hugði Haukur á frekara nám
og fór í Kennaraskólann einn vet-
ur en varð að hætta. Þá réðst hann
í kaupmennsku í Mosfellssveit en
fór síðan að Kalmanstungu í Borg-
arfirði og vann við fjárgæslu hjá
Ólafi bónda þar og Stefáni og
Kristófer sonum hans. Síðar á
ævinni minntist hann oft veru
sinnar í Kalmanstungu. Eitt vor
var hann á vitabátnum Hermóði
en sjómennskan féll honum ekki.
Leið Hauks lá svo til heimahag-
anna aftur. Hann kenndi söng við
Héraðsskólann á Núpi frá 1929 til
1943. Hann byrjaði búskap á hluta
af Núpsjörðinni 1932 en síðar tóku
hann og Valdimar við búinu öllu.
Þeir bræðurnir voru ákaflega
samhentir og smrýndir alla tíð. Á
árunum 1930—1940 byggðu þeir
íbúðarhús og peningshús á jörð-
inni og sléttuðu og ræktuðu land-
ið. Þeir keyptu jörðina Fjalla-
Skaga í Dýrafirði og höfðu fé þar
nokkur vor meðan á ræktun
heimajarðarinnar stóð.
Á miðjum aldri veiktist Haukur
af lömunarveiki svonefndri Akur-
eyrarveiki og náði sér aldrei fylli-
lega eftir þann sjúkdóm. Hann var
þó mjog afkastamikill við vinnu.
Hann var mikið snyrtimenni og
sérlega reglusamur. Vinnudagur
bóndans er langur en oftast var
sest við orgelið er einhver frístund
gafst. Ég minnist þess er ég agn-
arlítil hlustaði á bræðurna fjóra
æfa kvartettsöng. Haukur spilaði
undir á orgelið og söng sjálfur
næstefstu rödd. Seinna kenndi
hann mér að þekkja nóturnar.
Töluvert lagasafn er til eftir hann
í handriti.
Árið 1945 tók Haukur við organ-
istastarfi við Núpskirkju af föður
sinum. Hann hafði mikil áhrif á
allt sönglíf í sveitinni og vann að
eflingu kórstarfs ásamt Guðjóni
Davíðssyni organista í Mýra-
kirkju. Voru kóræfingar haldnar
einu sinni í viku, oft tvisvar og
siðan sungið við ýmis tækifæri.
Haukur lagði málefnum sveitar-
innar lið á margan annan hátt en
með söngstjórn. Hann var formað-
ur sóknarnefndar yfir 30 ára
tímabil og var eftirlitsmaður
Núpskirkju frá því hann hóf bú-
skap og til efri ára. Einnig var
hann endurskoðandi reikninga
Kaupfélags Dýrfirðinga um árabil
svo og ritari í Ungmennafélagi
Mýrahrepps.
Eftirlifandi eiginkona Hauks er
Vilborg Guðmundsdóttir ljósmóð-
ir frá Hjarðardal. Þau eignuðust
tvö börn, Guðmund og Margréti
Rakel. Einnig tóku þau til fósturs
Torfa Sigurðsson, bróðurson Vil-
borgar. Mikil gestrisni var á heim-
ili þeirra og oft mannmargt sér-
staklega á sumrin. Alltaf var mik-
ill samgangur milli heimila
bræðranna. Mér eru í fersku
minni aðfangadagskvöldin og
gamlárskvöldin þegar báðar fjöl-
skyldurnar voru saman komnar.
Þá settist Haukur við orgelið og
síðan var sungið lengi kvölds.
En sorgin knúði dyra. Fyrst
þegar bróðursonur Vilborgar,
Ólafur Gíslason, sem dvaldist hjá
þeim lést eftir slys og seinna er
einkasonurinn, Guðmundur, og
annar bróðursonur Vilborgar
Halldór Þorsteinsson, létust einn-
ig af slysförum árið 1969. Haukur
bar sorg sína í hljóði og aldrei
heyrðist æðruorð af vörum þeirra
hjóna.
Eftir að Haukur og Vilborg
hættu búskap bjuggu þau á Þing-
eyri að vetrinum en þar hefur
Vilborg veitt forstöðu ellideild
sjúkraskýlisins. Þau hafa þó alltaf
dvalið heima á Núpi á sumrin. Síð-
astliðið haust fluttust þau til ísa-
fjarðar en þar býr Margrét dóttir
þeirra sem gift er Sigurlaugi Bald-
urssyni og eiga þau tvö börn, Guð-
mund Hauk og Onnu Soffíu.
í ferð sinni vestur að Núpi sl.
haust sagði Haukur við Valdimar
bróður sinn að hann vildi líta yfir
allt enn einu sinni. Þetta varð
hans síðasta ferð á heimaslóðir.
Skömmu seinna lagðist hann inn á
Sjúkrahús ísafjarðar og lést þar
23. október. Útför hans var gerð
frá Núpskirkju 29. okt. að við-
stoddu miklu fjölmenni.
' Valdimar og Áslaug á Núpi Hta
nú yfir liðna tíð og þakka farsæla
samfylgd og bróðurbörnin minn-
ast allrar þeirrar umhyggju sem
góður frændi veitti þeim. Ég og
fjölskylda mín sendum innilegar
samúðarkveðjur til Vilborgar,
Margrétar og Torfa og fjölskyldna
þeirra.
ÁsU Valdimarsdóttir
Þökkum samúö og hlyhug viö andlát og útför
UNU ELEFSEN.
Foroldrar og systkin.
t
Aluöarþakkir til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö vlö fráfall
moður okkar og tengdamóöur,
KRISTÍNAR INGIMAR8DÓTTUR,
og heiöruöu minningu hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks
sjúkradeildar Elliheimilisins Grundar fyrir góöa umönnun.
Anna Hjálmarsdóttir,       Baldvin Magnúsaon,
Aöalsteinn Hjalmarsson.   Margrét Arnadóttir,
Guðbjörg Hjálmarsdóttir,   Pétur Þorleifsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsynda samuö vlö fráfall móöur minnar,
tengdamóður. ömmu og langömmu,
lAru THORARENSEN,
Fannborg 1,
Björn Helgason,     Guörún Ólafsdóttir.
barnabörn og barnabarnaborn.
t
Hjartans þakkir fyrir auösynda samuö viö andlat og jarðarför
MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR
fra Innra-Leiti.
Systkinin.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginmanns mins,
EINAR8 EINARSSONAR,
Aðalstrasti 76, Patrekalirfti.
ÓlaHa Ólafsdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samuö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa.
CHARLES W.J. MAGNÚ8SON,
Lambayrarbraut 10,
Eskífirði.
Hoiga Hlartardóttir,
Reimar Charlasson.      Bjorg Hjalmarsdóttir,
Erla Charlosdóttir.       Magnús B|arnason.
Anna M. C harlesdðtt ir.   Raynir G. Hjalmtýsson.
bamaborn og barnabarnaborn.
t
Viö þökkum hjartanlega auðsynda samuö og vlnáttu viö andlát og
jarðarför eiginmanns mins, fööur. tengdafööur og afa,
JÓN8 ARNA KRISTIN8SONAR,
Öldugötu 33, Haf narf irfti.
Sigrfftur Árnadóttír.
Kristin I. Jónsdóttir.             Baldur Sveinsson.
Krístinn Fr. Jónsson,            Edda Jóhannsdóttir,
Ingibergur Gunnar Jónsson.     Júlfa Magnúsdóttír,
Lilja Björk Jonsdóttir.            Larus Þór Jónsson
og barnaborn.
t
Innilegar þakkir öllum nær og fjær sem velttu okkur hjálp og sýndu
okkur hlýtiug viö andlát og útför eiginmanns mfns og fööur okkar,
STEFANS 8TEFAN8SONAR
fyrrworandi verslunarstjóra.
Munkaþverérstraati 29, Akurayrí.
Sérstaklega færum viö læknum og starfsfólki FJóröungssjúkrahúss-
ins á Akureyri okkar innilegasta þakklæti.
Guö blessi ykkur öll.
Marla Adolfsdóttir.
Fríðrik Adolf Stefansson.        Stofan Mar Stoféns.on
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80