Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 229. tölublaš og Hverjar eru lķfsskošanir Ķslendin 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20


MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984
Tenging Suðurlínu við Byggðalínur:
Hverfandi líkur eru á
bilunum og straumleysi
Meðaltalsstraumleysi á Austfjörðum úr 112 klst. í innan
við eina klukkustund, segir Þórður Guðmundsson deildar-
verkfræðingur hjá Landsvirkjun.      [^S1 Í£h&£ LSa
„HRINGTENGING Byggðalínu með tilkomu Suðurlínu leysir að langmestu
leyti þann vanda, sem við htifum staðið frammi fyrir. Ég vil hinsvegar leggja
áherslu á, að þótt öryggið hafí aukist mikið gætu komið upp „flöskuháisar" í
vissum tilfellum," sagði Þórður G. Guðmundsson, deildarverkfræðingur hjá
Landsvirkjun, í spjalli við Mbl. Hann flutti erindi um stöðugleika Lands-
virkjunarkerfísins og rekstraröryggi þess á vetrarfundi sambanda raf- og
hitaveitna á fimmtudaginn. „Eins og kerfíð er nú orðið eru mjög litlar líkur á
alvarlegum bilunum," sagði Þórður. „Bilanatíðni og meðaltalsstraumleysi
verður hverfandi lítið miðað við það, sem aður var, sér í lagi á Austfjörðum."
Veikt kerfí í samanburði
vid nágrannalöndin
í erindi sínu á fundinum ræddi
Þórður fyrst um langtímamark-
mið og sagði að íslenska raforku-
kerfið væri „óneitanlega veikt
kerfi ef það er borið saman við
kerfi nágrannalandanna. Hjá því
verður ekki komist að rekstrarör-
yggi kerfisins sé mismunandi á
hinum ýmsu stoðum og stigum í
uppbyggingu þess. Þetta er þó
fyllilega réttlætanlegt sem milli-
bilsástand." Hann sagði að með
tilkomu nýrra virkjana og há-
spennulína væri kerfið nú svo
sterkt, að fjórum langtíma-
markmiðum væri þegar náð á Suð-
vesturlandi. í fyrsta lagi þoli kerf-
ið að hvaða rafali sem er leysi út
án þess að til komi útleysing hjá
almenningsveitum. í öðru lagi
hefði útleysing á hvaða línu eða
aflspenni sem er ekki stöðugleika-
vinna bilun á hvaða línu sem er
með réttri útleysingu án þess að
til takmarkana komi í rekstri og
loks sé komið í veg fyrir endanlega
útleysingu „eftir að sjálfvirk
endurinnsetning hefur mistekist á
línu við einfasa bilun".
Ný vandamál eftir
hringtenginguna
Um raforkukerfið utan Suðvest-
urlands sagði Þórður að byggða-
línukerfinu svipaði nú að miklu
leyti til kerfisins á SV-landi eins
og það var milli 1%9 og 73. „Með
tilkomu Suðurlínu," sagði hann,
„eykst rekstraröryggi Byggðalínu
verulega auk þess sem hægt verð-
ur að mæta álagsaukningu á
Norður- og Austurlandi þar til
Blönduvirkjun kemur í rekstur.
Straumleysi notenda verður mun
Nýjung í hártoppagerð
Nýr hártoppur með nýjum fylhngarhárum við svörðinn
- hreint ótrúlega eðblegt úttit!
„Baby hairline" er byltingarkennd
nýjung í hártoppagerð. Aukin
fylling við svörðinn gefur eðlilegra
útlit en nokkru sinni fyrr, svo það er
gjörsamlega ómögulegt að sjá annað
en þú sért með þitt eigið hár.
Þú syndir, þværð þér um hárið,
þurrkar það og greiðir án þess að
þurfa að taka hártoppinn af þér.
Lífið verður leikur einn með „Baby
hairline" hártoppnum.
Pú ættir að líta inn eða panta tíma í
síma 22077, gera samanburð og
þiggja góð ráð.
Kynning:
Norski hárgreiðslumeistarinn Roy
Rismoen, Norðurlandameistari í
hártoppagreiðslu, kynnir „Baby
hairline" hártoppinn hjá okkur
dagana 21.-25. nóvember.
3000 kr. kynningarafsláttur!
Greiðslukort velkomin.
• • Groifinn • •
L-
HÁRSNYRTISTOFA GARÐASTRÆTI6 SÍMI22077.
zJ
Suðurlína tengist Sigblduvirkjun og þar með er hringtengingunni lokið.
sjaldgæfara en áður þar sem tvær
óháðar flutningslínur liggja nú í
hverja aðveitustöð. Því er þó ekki
að neita, að ný vandamál koma
fram eft'r hringtenginguna. Er
einkum uii að ræða stöðugleika-
vandam|n ... í vetur og á komandi
árum verður helsta vandamálið
lág spenna í einstökum landshlut-
um, einkum Austurlandi, eftir að
bilun hefur átt sér stað a Vestur-
landi. Aðalástæðan er mikið
spennufall á Suðurlínu, sem stafar
af lengd línunnar og spennuvali
hennar... í vetur má búast við
því að álag á Byggðalinu verði yfir
stöðugleikamörkum Suðurlinu
tæplega 15% tímans."
Þórður sagði að ýmislegt væri
unnt að gera til þess að minnka
áhrif truflana. „Mikilvægast er að
þéttavirkin á Rangárvöllum séu
höfð í rekstri í hvert sinn, sem
færi gefst. Meginmarkmiðið er að
halda segulmögnun Kröfluvirkj-
unar i lágmarki þannig að svig-
rúm virkjunarinnar til spennu-
reglunar sé sem mest í og eftir
truflun. Skiptir þetta atriði sköp-
um í mörgum tilvikum, þar sem
annars eru verulegar likur á að
rafali virkjunarinnar leysi út fyrir
yfirstraum. Kerfishrun fylgdi þá í
kjölfarið." Hann bætti við, að enn
væri hægt að auka stöðugleika-
mörkin t.d. með því að setja rað-
þétti i Suðurlínu og auka verulega
spennureglun í kerfinu á Hrygg-
stekk og í Mjólkárvirkjun.
Þar til Blönduvirkjun verður
tekin í rekstur 1988 verður
Byggðalínan að sjá svæðinu utan
SV-lands fyrir raforku. Þórður
sagði að landfraeðileg staðsetning
Blönduvirkjunar ylli því, að „teng-
ing hennar við raforkukerfið verð-
ur ekki sterk næstu árin. Þetta at-
riði er afgerandi fyrir svörun
virkjunarinnar svo og annarra
virkjana eftir að truflanir hafa átt
sér stað i kerfinu. Má búast við að
eiginleikar raforkukerfisins, eink-
um hvað varðar aflsveiflur, breyt-
ist með tilkomu virkjunarinnar."
Góðar fréttir fyrir
Austfírðinga
Þórður vék aftur að auknu ör-
yggi með tilkomu Suðurlínu og
sagði að hún myndi gera „afhend-
ingaröryggi orku á Vestur-, Norð-
ur- og Austurlandi nærri því sam-
bærilegt við það, sem er á
SV-landi. Af.iendingaröryggið
mun um ókomin ár verða verst á
Vestfjörðum ... Hvað byggðalínu-
svæðið varðar, þá er ljóst að und-
anfarin ár hefur rekstraröryggi
verið mismunandi í einstökum
sölupunktum línunnar. Afhend-
ingaröryggið er mest á Vatns-
hömrum og fer siðan lækkandi
eftir því sem fjær dregur Brenni-
mel. Aður en Suðurlína fór í rekst-
ur var afhendingaröryggi verst á
Au8tfjörðum og kemur það sjálf-
sagt fæstum hér á óvart."
Hann lét erindi sínu fylgja
töflu, sem sýnir að meðaltals-
straumleysi í einstökum hnúta-
punktum Byggðalínunnar var
mest á stöðinni á Hólum í Horna-
firði, 112,5 klst. á ári. Með tilkomu
Suðurlínu fellur meðaltalsstraum-
leysið niður í 0,54 klst. á ári.
Næstmest straumleysi var á
Hryggstekk, 90,7 klst., en það fer í
0,67 klst. Aðrar stöðvar (meðal-
talsstraumleysi með tilkomu Suð-
urlínu sinnan sviga): Vatnshamr-
ar 3,4 (0,05), Hrútatunga 16,8
(0,25),  Rangárvellir  51,3  (0,67),
Glerárskógar 22,8 (6,2), Geiradal-
ur 28,4 (11,8) og Mjólká 44,9 (28,3).
Stóraukið afhendingaröryggi
„Mikilvægasta niðurstaðan er
að sjálfsögðu sú staðreynd, að af-
hendingaröryggi á byggðalínunni
allri mun batna mjög mikið með
tilkomu Suðurlínu," sagði Þórður.
„Að segja að um byltingu sé að
ræða í afhendingaröryggi Byggða-
línusvæðanna er varla orðum auk-
ið. Orkufæðing mun nú falla niður
að meðaltali í minna en eina
klukkustund á línunni milli
Brennimels og Sigölduvirkjunar
samanborið við fleiri sólarhringa
áður. Hið aukna rekstraröryggi
mun sérstaklega koma Austfirð-
ingum til góða en þeir hafa búið
við óviðunandi rekstraröryggi til
þessa.
Rekstraröryggi Vestfirðinga
mun aukast lítið með tilkomu Suð-
urlínu. Stafar það af þvi, að bilan-
ir á Vesturlínu, sem rekin er sem
geisli út frá hringtengdu kerfi, er
ákvarðandi fyrir afhendingarör-
yggið hjá Mjólkárvirkjun. Mikil
áhersla er nú logð á það hjá
Landsvirkjun að bæta rekstrarör-
yggi á orkuafhendingu frá Vestur-
línu. Verður nýjum liðabúnaði
komið fyrir á línunni jafnframt
því, sem reynt verður að endur-
loka henni við allar yfirgangandi
bilanir. Er vonast til að þessi at-
riði skili árangri þegar á næsta
ári.
Raforkukerfið á SV-landi er
stöðugt gagnvart nær öllum bilun-
um þar," sagði Þórður Guð-
mundsson i lokaorðum sínum.
„Almennir neytendur á þessu
svæði muna þvi eingöngu truflanir
sem „blikk í ljósum". Hringteng-
ing Byggðalínunnar mun auka
rekstraröryggi á Vestur-, Norður-
og Austurlandi mikið. Við höfum
því færst allmikið nær því tak-
marki, sem stefnt er að: stöðugu
raforkukerfi."
Kristni-
boösbasar
Hinn árlegi kristniboðsbas-
ar verður i Betaniu, Laufás-
vegi 13, á morgun, laugardag
24. nóvember, frá kl. 2.00 e.h.
Kökur og margt góðra muna
verður á boðstólum. Allur
ágóði rennur til Sambands ísl.
kristniboðsfélaga, sem rekur
fjölþætt kristniboðs- og hjálp-
arstarf í Eþíópiu og Kenýu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64