Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 229. tölublaš og Hverjar eru lķfsskošanir Ķslendin 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984
m»*gtitiftfnftift
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstooarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglysingastjórí
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrift-
argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Síminn seldur
Isíðustu viku tilkynnti
breska ríkisstjórnin verð á
hlutabréfum í ríkissímafyrir-
tækinu í Bretlandi en ætlunin
er að selja 50,2% af fyrirtæk-
inu á almennum verðbréfa-
markaði. Er hér um mestu
hlutabréfasölu í veröldinni að
ræða og einnig stærsta skrefið
sem ríkisstjórn íhaldsflokks-
ins hefur stigið til að breyta
ríkisfyrirtækjum í einkafyr-
irtæki. Margar milljónir
manna hafa sýnt áhuga á að
eignast hlut í fyrirtækinu en
sala bréfanna hefst 28. nóv-
ember næstkomandi. Starfs-
menn fyrirtækisins eru jafn-
margir og íslendingar eða 240
þúsund. Talið er líklegt að
arður af bréfum í fyrirtækinu
verði 7,1% en meðalarður af
hlutabréfum á breskum verð-
bréfamarkaði er 4,8%.
Það hefur síður en svo verið
átakalaust í Bretlandi að ná
því marki sem að ofan er lýst.
Stjórnarandstæðingar      í
Verkamannaflokknum segja,
að þeir muni endur-þjóðnýta
símann komist þeir til valda á
nýjan leik. íhaldsmenn hafa á
hinn bóginn lagt höfuðkapp á
það við undirbúning á sölu
fyrirtækisins sem heitir Brit-
ish Telecom, að sem flestir
geti eignast hlut í því. Efnt
hefur verið til gífurlegrar
auglýsingaherferðar til að
vekja áhuga almennings og fá
þá sem ekki hafa fjárfest í
fyrirtækjum áður til að stíga
sín fyrstu spor á þeirri braut
með því að kaupa hiut í sím-
anum. Tækifærið hefur sem sé
í senn verið notað til að breyta
viðhorfum manna til hlut-
deildar hins opinbera í rekstri
þjónustufyrirtækja og fá þá
til að leggja sjálfa eitthvað af
morkum til ao standa undir
rekstri slíkra fyrirtækja. Tak-
ist salan á hlutabréfum í Brit-
ish Telecom vel er þess að
vænta að fleiri stórfyrirtæki í
ríkiseign, svo sem flugfélagið
British Airways, verði seld að
öllu eða einhverju leyti.
Ástæða er fyrir fleiri en
Breta að staldra við og fylgj-
ast með því hvernig þessi
stórtæka tilraun til að afnema
ríkiseinokun og ríkisforsjá
tekst. Eins og flestir muna hóf
Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, feril sinn í
hinu háa embætti með því að
lýsa því yfir að hann ætlaði að
beita sér fyrir sölu ríkisfyrir-
tækja eða á hlut ríkisins í
fyrirtækjum eins og Flugleið-
um hf. og Eimskipaíélagi ís-
lands hf. Lítið hefur gerst á
því sviði enn á vegum fjár-
málaráðuneytisins, hins vegar
hefur Sverrir Hermannsson,
iðnaðarráðherra, beitt sér
fyrir því að hlutur ríkisins í
Iðnaðarbankanum var seldur,
Landssmiðjan og Siglósíld.
Slíkar eignatilfærslur þarf
að undirbúa gaumgæfilega.
Iðnaðarráðherra hefur síður
en svo sætt ámæli fyrir fram-
tak sitt í þessu efni. Hitt er
gagnrýnisvert hve lítið hefur
almennt verið að því unnið að
efna fyrirheit fjármálaráð-
herra. í nýafstöðnum kjara-
deilum kvörtuðu opinberir
starfsmenn einna sárast und-
an samanburðinum við þá
sem starfa á almenna vinnu-
markaðnum, þar bæru menn
meira úr býtum en hjá ríkinu.
Eðlilegt væri að sá saman-
burður hvetti til umhugsunar
um það, hvort ekki yrði öllum
til góðs að losa þau fyrirtæki
sem eins vel eiga heima í
einkaeign hér og annars stað-
ar undan eignarhaldi ríkisins.
Ekki verður þess þó vart, að
slíkar hugmyndir eigi upp á
pallborðið hjá forráða-
mönnum BSRB, þvert á móti.
Nú er á döfinni að afnema
ríkiseinokun á útvarpsrekstri.
í umræðum um það mál hafa
talsmenn ríkiseinokunar Iátið
mörg einkennileg orð falla.
Hvað sem þeim líður er það til
dæmis orðin staðreynd hjá
sjónvarpi ríkisins, að því helst
ekki lengur á tæknimönnum
af því að þeir fá betri laun
annars staðar og eru byrjaðir
að búa sig undir að starfa án
ríkisforsjár og í samkeppni.
Fordómar gegn því að færa
rekstur fyrirtækja eða þjón-
ustu úr höndum ríkisins eru
mjög miklir. Þeir eru í sjálfu
sér skiljanlegir hjá þeim sem
starfa í anda þeirrar hugsjón-
ar að það sé almenningi fyrir
bestu að lúta í einu og öllu
forsjá ríkisins. Lengst er
gengið á þeirri braut í fátækt-
arríkjum kommúnismans en
nýjasta fyrirmyndin í þeirra
hópi er Nicaragua, sem á sér
ekíri ófáa aðdáendur innan Al-
þýðubandalagsins og alþýðu-
flokka svo sem kunnugt er.
Fordómar af þessu tagi mega
ekki villa mönnum sýn. Til-
raunin sem gerð er í Bretlandi
með því að selja símann á eft-
ir að hafa víðtæk áhrif um
heim allan takist hún jafn vel
og að hefur verið stefnt með
góðum undirbúningi og mikilli
fræðslu.
Tvær leiðir koma til greina við stjórnun f iskveiða:
Aflamark  á  ski]
aflamark á f isktej
Ræða Kristjáns Ragnarssonar við setningu 45. aðalfundar LIU
Góðir fundarmenn!
Á þessu ári hafa orðið meiri
breytingar á útgerðarháttum en
nokkru sinni fyrr. Nú fá menn bréf
í pósti frá ráðuneyti um hvað þeir
megi fiska í stað þess sem áður var
að hver aflaði þess, sem honum var
unnt. Þetta eru mikil umskipti og
eðlilegt að þessi mikla breyting
valdi deilum í okkar hópi. Upphaf
þessa máls má rekja til samþykkt-
ar á aðalfundi samtakanna sl.
haust, — en þar var samþykkt að
óska eftir því að kvótakerfi verði
komið á fyrir hvert skip til reynslu
á árinu 1984.
Eftir miklar umræður og undir-
búning samþykkti Alþingi að
kvótakerfi yrði komið á og hafa
menn nú reynslu af þessu fyrir-
komulagi til að byggja skoðanir
sínar á, hvernig staðið verði að
stjórnun veiðanna á næstu árum.
Ekki er á þvf nokkur vafi, að
skýrsla fiskifræðinga um mjög
slæmt ástand þorskstofnsins hafði
veruleg áhrif á skoðanir útvegs-
manna, þegar samþykkt var að
óska eftir þessari róttæku breyt-
ingu á stjórnun fiskveiða. Því mið-
ur bendir ekkert til þess, að ástand
þorskstofnsins hafi batnað, ef und-
an er skilið, að klak er talið hafa
heppnast vel sl. vor, en langt er
þangað til, að það verður veiðanleg-
ur fiskur. Einnig er mikils um vert
að ástand sjávar og lífsskilyrða í
sjónum eru mun betra en undan-
farin ár. Við höfum líka fyrir okkur
reynslu af árganginum frá 1976,
sem átti að vera sterkur árgangur,
en einhverra hluta vegna reyndist
ekki svo.
Svo virðist sem við höfum enn
aukið sóknina í yngri hluta stofns-
ins, vegna þess, að ástand eldri
hluta hans er enn verra en talið
var. Er nú talið að við munum
veiða 50 milljónir fiska, sem eru 5
ára og yngri og 30 milljónir fiska 6
ára og eldri m.v. 250 þúsund lesta
þorskafla á þessu ári. Áætlað var
að veiddar yrðu 38 milljónir fiska 5
ára og yngri og 42 milljónir fiska 6
ára og eldri til að fá sama afla.
Vegna hagstæðra skilyrða í sjónum
er talið að þorskurinn hafi þyngst
að meðaltali um 10—15%, en þessi
þyngdaraukning hefur ekki skilað
meiri heildarafla vegna þess að við
höfum veitt hlutfallslega fleiri og
smærri einstaklinga.
Aflamörk
Hafrannsóknastofnun leggur nú
til eftirfarandi aflamörk fyrir
næsta ár:
AfUnurk       IthluUA
•namark
1985           1984
Þminr     200 kú. kwtir    267 þw. lerrtir
Ýa.         45 kú. leotir     65 kú. leatir
Karfi        90 kán. kirtir    119 km». lextir
IIW          60 kú. IrMir    77 kás. Intir
GriHto      25 kis. kwtir    32 þún. leatir
SajBtmlr.     420 kfa. leatir   SS0 kúx. leatir
Af þessum tölum má sjá frammi
fyrir hvaða vanda við stöndum á
næsta ári og þótti þó öllum nóg um
veiðitakmarkanir og aflaleysi á
þessu ári.
Ekki virðist hjá því komist, að
taka verulegt tillit til þessara
ábendinga við stjórn veiðanna.
Ljóst er að enginn sterkur þorsk-
árgangur verður í veiðinni á næsta
ári. Aðeins er um að ræða einn
meðalárgang þ.e. frá árinu 1980 og
tvo mjog lélega árganga frá árun-
um 1979 og 1982.
Eðlilegt er, að mörgum reynist
erfitt að skilja að ástand þorsk-
stofnsins sé svo slæmt, sem raun
ber vitni, að fiskifræðingar mæla
með að við veiðum aðeins 200 þús-
und lestir, þegar meðalafli sfðasta
áratugar var 380 þúsund lestir. Hér
virðist skipta mestu máli, hve ný-
liðun stofnsins hefur verið léleg
vegna slæms ástands sjávar sam-
hliða mikilli sókn.
Erfitt er að sjá, hvernig unnt er
að komast af með minni afla en
veiðist á þessu ári. Það eru þó ekki
gild rök, ef við trúum því, að
ástandið sé jafn slæmt, og áður er
rakið. Áhættan af því að stofnarnir
minnki enn er mikil og geri þeir
það, er vandinn enn meiri sem bíð-
ur okkar.
Ég átti þess kost sl. vetur að
kynnast fiskveiðum í Kanada.
Fannst mér athyglisverðast að
kynnast því hvernig þeir hafa
byggt upp fiskistofna með góðum
árangri. I því efni hafa þeir sett sér
miklu lægri mörk um hvað er veitt
úr hverjum stofni en við höfum
gert. Stefna þeirra felst raunveru-
lega í því, að geyma fisk í sjónum.
Á árinu 1977 veiddu þeir um 450
þúsund lestir af botnlægum fiski og
af því voru um 200 þúsund lestir
þorskur. Á árinu 1981 veiddu þeir
750 þúsund lestir af botnlægum
fiski og þar af um 370 þúsund lestir
af þorski. Á árinu 1987 ætla þeir að
veiða um eina milljón lesta af
botnlægum fiski og þar af 650 þús-
und lestir af þorski. Af þessu má
sjá hvílfk ogn okkur íslendingum
stafar af þessum möguleikum
þeirra. Einnig var athygli vert, að
þar ríkti ekki þessi tortryggni í
garð fiskifræðinga eins og hér á sér
stað. f þessu sambandi er vert að
geta þess, að á árinu 1978 seldum
við um 31 þúsund lestir af þorsk-
flökum til Bandaríkjanna, en
Kanada um 18 þúsund lestir. Á sl.
ári seldum við innan við 20 þúsund
lestir af þorskflökum til Banda-
ríkjanna en Kanada um 47 þúsund
lestir. Okkar magn hafði minnkað
um 11 þúsund lestir, en þeirra auk-
ist um 29 þúsund lestir.
Þegar rætt er um veiðistjórnun
ber að hafa í huga markaðsaðstæð-
ur. Eins og nú háttar til eigum við
6—7 mánaða birgðir af þorskflök-
um, sem unnin hafa verið til sölu á
Bandarikjamarkaði og af þeim
ástæðum er síður en svo ástæða til
að spenna veiðina umfram það sem
skynsamlegt er vegna ástands
þorskstofnsins.
Við þurfum að taka afstöðu til
þess nú, hvaða skoðun við ætlum að
hafa varðandi stjórnun veiðanna á
næsta ári.
Tvær leiðir
Ég tel einkum tvær leiðir koma
til greina, þ.e. að halda áfram afla-
marki á skip, eða setja aflamark
fyrir hverja fisktegund, er verði
skipt milli báta og togara fyrir
hvern ársþriðjung. Gamla skrap-
dagakerfið, sem miðaðist við að
takmarka þorskveiðar og að sama
skapi að auka afla annarra teg-
unda, er ónothæft nú vegna þess,
að ástand hinna aðalfiskstofnanna
er engu betra. Einnig gera mark-
aðsaðstæður það illmögulegt að
auka veiði á karfa og ufsa.
Helstu kostir aflamarks á skip
felast í þvf, að þá er hverjum
frjálst að veiða þann afla, sem hon-
um er úthlutað þegar honum hent-
ar. Einnig er þess að vænta að út-
gerð verði ódýrari og betri fiskur
komi að landi. Ég tel að unnt sé að
fækka þeim fisktegundum sem
bundnar yrðu aflamarki úr sjö í
tvær fyrir báta þ.e. þorsk og ýsu og
úr sjö í fjórar fyrir togara þ.e.
þorsk, ýsu, karfa og grálúðu. Jafn-
hliða þessu er nauðsynlegt að hafa
sóknarmark sem valkost fyrir
hvert skip með 15—20% álagi á
aflamark viðkomandi skips til þess
Kristján Ragnarsson
að hreyfanleiki geti orðið á afla
með hliðsjón af breyttum aðstæð-
um og áhöfnum. Eigendum tiltek-
inna skipa stóð þessi kostur til
boða á þessu ári, en sárafáir völdu
hann vegna þess að hann virtist
óaðgengilegur m.a. vegna þess að
segja þurfti fyrirfram um sóknar-
daga. Unnt ætti að vera að leyfa
útgerðarmönnum að tilkynna eftir
á um sóknardaga og ætti þá viðhorf
til þessa valkosts að vera fýsilegra.
Vali um þessa tvo kosti mun fylgja
áhætta, sem hver og einn yrði að
taka. Æskilegt væri að aflétta
helgarleyfum fyrir skipshafnir
báta á netavertíð, því þau samrým-
ast illa því nauðsynlega markmiði
að bæta gæði fiskaflans.
í stað aflamarks, sem miðaðist
við aflareynslu undanfarinna ára,
fengu nokkur skip meðalkvóta í
þeirra útgerðar- og stærðarflokki.
Eðlilegt er að endurskoða afla-
reynslu þeirra, sem þessa meðal-
kvóta fengu, með hliðsjón af afla-
reynslu þeirra á þessu ári, að teknu
tilliti til ófyrirsjáanlegra frátafa.
Að öðru leyti tel ég ekki ástæðu til
breytinga ef aflamarksleiðin yrði
valin og skerðingarákvæði vegna
sérleyfisveiða verði óbreytt. Hins
vegar er nauðsynlegt, að þeir, sem
sérleyfisveiðar hafa, fái strax í
ársbyrjun að vita, hver réttur
þeirra verður til þeirra veiða á ár-
inu 1985, en það dragist ekki fram
eftir ári eins og átti sér stað á
þessu ári.
Hvort heldur skipseigandi velur
aflamark eða sóknarmark, þarf
hann að hafa leyfi til framsals til
þess að geta gert útgerðina hag-
kvæmari og í því efni þyrfti að af-
létta þeim hömlum sem nú eru á
framsali.
Hin leiðin, sem ég nefndi, að
setja aflamark á hverja tegund
fyrir hvern ársþriðjung, byggir á
því, að veiðum verði hætt, þegar
aflamarkinu er náð. Kostur þessar-
ar aðferðar er, að þá fær hver og
einn að njóta sinnar aflahæfni, en
það hefur verið grundvöllur útgerð-
ar frá fyrstu tíð. Þessi leið byggist
einnig á því, að staðið verði við
fyrirfram sett aflamörk. Hætta er
á, að sóknar' jngi yrði mikill þar
til aflamarkinu væri náð, og eyða
myndaðist f útgerð í lok hvers árs-
þriðjungs. Þessi leið hefur þann
kost að vera einföld og gerir ekki
upp á milli manna. Ef þessi leið
yrði farin yrði að taka afstoðu til
þess, hvern rétt þeir fengju til al-
mennra veiða, sem nú hafa hin
ýmsu sérleyfi.
Þess var óskað af stjórn LÍU að
ég tæki sæti f 3ja manna samráðs-
nefnd, sem úthlutaði aflakvótum
þessa árs, og fjallaði um álita- og
ágreiningsmál.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64