Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 229. tölublaš og Hverjar eru lķfsskošanir Ķslendin 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						•OH .SSHUOAOUTMMrí .aiaAJSHUOKOM
jjjgtgggfrjgfrffr
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984
8S
HVERJARERU
LIESSKOÐANIR
ISLENDINGA
Könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum Islendinga:
Hluti af viðamestu könnun
sinnar tegundar í heiminum
NIÐURSTÖÐUR hinnar umfangs-
miklu könnunar, sem fyrirtækið
Hagvangur framkvæmdi í vor, á
gildismati og mannlegum viðhorfum
Islendinga, liggja nú fyrir og hefur
hluti þeirra verið gerður opinber og
Háskóla Islands afhent öll gögn
könnunarinnar til varðveislu og
frekari úrvinnslu. þar er að finna
mjög forvitnilegar upplýsingar um
yerðmætamat þjóðarinnar, viðhorf
íslendinga til sjálfra sín, niunga
sinna, trúar, atvinnu, fjölskyldulífs,
þjóðfélags, siðferðis og lífstilgangs.
Gildismat íslendinga og mann-
leg viðhorf hljóta að vera lands-
mönnum umhugsunarefni á þeim
umbrotatímum, sem nú eru. Ekki
dregur það úr mikilvægi rann-
sókna á þessu sviði, að á síðasta
mannsaldri hafa orðið einhverjar
mestu breytingar á aðbúnaði og
menningu í allri sögu landsins.
Þessar breytingar eru ekki sist
fólgnar í menningaráhrifum frá
öðrum löndum og ef til vill felast
verðmæti þeirra niðurstaðna, sem
nú liggja fyrir, einkum í saman-
burðinum, sem þær veita, á ís-
lendingum og oðrum þjóðum.
Alþjóðleg könnun
Könnunin er liður í alþjóðlegri
athugun á gildismati, sem hófst
árið 1978 af svonefndum European
Values Systems Study Group, sem
starfar í Amsterdam, en í hópnum
eru háskólamenn frá ýmsum Evr-
ópulöndum undir forsæti J. Klerk-
hofs, prófessors við Louvain-
háskóla í Belgfu. Það var fyrir
frumkvæði Klerkhofs að könnun-
inni var upphaflega hrint í fram-
kvæmd. Taldi hann að þekking,
sem aflað væri í slikum könnunum
um heim allan, gæti brúað bil
þjóða á milli og aukið skilning
þeirra á högum og hugmyndum
hverrar annarrar.
Forkönnun var gerð fyrir fjór-
um árum í Frakklandi, Vestur-
Þýskalandi og Spáni og tóku tæp-
lega 900 manns þátt í henni. Eftir
það var gengið frá endanlegum
spurningarlista og hefur hann síð-
an verið þýddur og staðfærður í
þeim löndum, sem könnunin hefur
Morgunbladið/Júllus.
Starfsmenn Hagvangs opna kassa, sem geyma niðurstöður könnunar fyrirtækisins á gildismati íslcndinga. Fulltrúi
borgarfógetans í Reykjavík fylgist með.
farið fram í. Sambærilegar úr-
taksaðferðir hafa verið notaðar í
hinum ýmsu löndum. Miðað hefur
verið við 1200 manna úrtak, sem
endurspeglun af ibúm landanna 18
ára og eldri.
Þó svo að könnuninni hafi átt
upptök sín i Evrópu, þar sem hún
hefur verið verið framkvæmd í
flestum ríkjum, vaknaði brátt
áhugi á henni i oðrum heimsálfum
og hefur hún nú þegar verið gerð i
Astraliu og nokkrum ríkjum í
Asiu, Afriku og Suður-Ameríku,
s.s. Japan, Suður-Kóreu, Kuwait,
Suður-Afríku, Chile og Argentínu.
Eru löndin nú orðin 27 og hefur
svörum verið safnað frá um 30
þúsund einstaklingum. Samhæf-
ing allra þessara kannana, einnig
hinnar íslensku, hefur verið i
höndum Gordon Heald, eins af
framkvæmdastjórum        Gallup-
stofnunarinnar í London, þar sem
tölvuúrvinnsla hefur farið fram.
Viðamikill undirbúningur
á íslandi
Undirbúningur að gerð konnun-
arinnar á íslandi hófst haustið
1983 með fundi á vegum Hagvangs
í Norræna húsinu, þar sem Gord-
on Heald mætti til skrafs og ráða-
gerða. Yfirstjórn könnunarinnar
tók til starfa í desember sama ár
og skipuðu hana tíu manns: Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ,
Erlendur Einarsson, forstjóri,
Esther Guðmundsdóttir þjóðfé-
lagsfræðingur, Guðmundur Magn-
ússon rektor, Haraldur ólafsson,
dósent, Ingi R. Helgason, forstjóri,
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, sem var formaður nefndar-
innar, Jónas Haralz, bankastjóri,
Pétur Sigurgeirsson, biskup ís-
lands og Viglundur Þorsteinsson,
forstjóri. Ritari nefndarinnar var
ólafur Örn Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Hagvangs.
Auk þess að hafa með yfirstjórn
könnunarinnar að gera var þess-
um hóp ætlað, að gæta þess að
vísindalegum vinnubrögðum yrði
beitt, fullum trúnaði haldið við
þátttakendur og að farið yrði með
niðurstöður með eðlilegum hætti.
Þá hafði hópurinn yfirumsjón með
fjármögnun og eftirlit með notkun
þess fjár.
Starfsnefnd til að vinna með
Hagvangi að könnuninni tók til
starfa í janúar 1984 og voru eftir-
taldir í henni: Bernharður Guð-
mundsson, frá Þjóðkirkjunni,
Björn Björnsson, frá guðfræði-
deild háskólans, og Erlendur Har-
aldsson, Ólafur Þ. Harðarson,
Stefán Ólafsson og Þorbjörn
Broddason frá félagsvísindadeild
háskólans.
Þessari starfsnefnd var falið að
taka þátt i gerð spurningarlistans,
vera til ráðuneytis um gerð úrtaks
og taka þátt í úrvinnslu eftir að
niðurstöður lægju fyrir. Á tima-
bilinu janúar til apríl fór fram
mikil vinna við þýðingu og aðlög-
un spurninganna, fundir í yfir-
stjórn voru haldnir mánaðarlega
og í starfsnefnd framan af viku-
lega. Forkönnun fór fram í apríl-
lok, og að fengnu leyfi tölvunefnd-
ar og Hagstofu íslands hófst söfn-
un svara 4. maí og lauk henni 22.
maí.
Allir þátttakendur heimsóttir
Spyrlar á vegum Hagvangs voru
29. Allir voru þeir frá Reykjavík,
hlutu þjálfun hjá Hagvangi og
voru síðan sendir vítt og breitt um
landið ýmist akandi eða fljúgandi.
Samtals voru 1196 manns í ís-
lenska úrtakinu og fóru öll viðtöl
fram með persónulegum heim-
sóknum. Brúttósvarprósenta var
77,5%, ennettó 86,7%.
í greinargerð þeirri um könnun-
ina, sem Hagvangur hefur nú sent
frá sér, er engöngu að finna niður-
stöður um gildismat Islendinga
sem heildar og í samanburði við
Norðurlandaþjóðir, þióðir i
Norður-Evrópu (Breta, Ira, Þjóð-
verja, Hollendinga og Belga) og
þjóðir i Suður-Evrópu (Frakka, f t-
ala, Spánverja og Möltubúa). Þá
eru íslendingar stundum bornir
saman við Bandarikjamenn, en
takmarkaðar upplýsingar liggja
enn fyrir um þá. Er yfirleitt um
einfaldar tíðnitöfiur að ræða og
ekki kemur fram hvort afstaða
manna sé breytileg eftir aldri,
kyni, starfi eða búsetu (nema þar
sem spurt var um atvinnuþátt-
töku, en þar er kynjamunur sýnd-
ur). Þær upplýsingar liggja þó
fyrir, en eru allt of umfangsmikl-
ar til að unnt sé að gera grein
fyrir þeim að sinni. Mun i ráði að
úrvinnsla þeirra fari fram við Há-
skóla íslands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64