Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Niðurstöður könnunarínnar eru eign allrar þ jóðarinnar Rætt við Ólaf Örn Haraldsson, framkvæmdastjóra Hagvangs Ólafur Örn Haraldsson framkvæmdastjóri Hagvangs var spurður að því hvernig það atvikaðist að ísland tók þátt í þessari alþjóðlegu könnun um gildismat og mannleg viðhorf. „Norman Webb, framkvæmdastjóri Gallup Int- ernational, kom hingað til lands í aprfl 1983, tií þess að hjálpa okkur ad vinna pólitíska könnun. Meðan hann dvaldi hér á landi hittum við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Þá kynnti hann okkur þessa alþjóðlegu könnun og sýndi forsetinn mikinn áhuga. Nánari kynni mín af Gallup og þessari könnun urðu til þess að síðsumars 1983 var ég ákveðinn að hrinda þessu í framkvæmd, ef nokkur tök væru á. Vendipunkturinn var að fínna þann raunverulega áhuga, sem kom fram hjá 10 manna yfírstjórninni, sem stýrt hefur þessari könnun, undir forsæti Jóhannesar Nordal.“ Hvaða gildi hefur svona könnun fyrir okkur ís- lendinga? „Grundvallaratriðið í gerð könnunarinnar hér á landi er að hér er um könnun á íslendingum að ræða. Hún er gerð til þess að upplýsa alla landsmenn um gild- ismat og mannleg viðhorf þjóð- arinnar. Niðurstöðum hennar verður miðlað til fólks i gegnum fjölmiðla, greinar og bókaút- gáfu. Með þessum hætti er hægt að gera samanburð á íslending- um og öðrum þjóðum. Þetta er ekki viðskiptaleg könnun. Þeir aðilar, sem hafa stutt könnunina með vinnu eða framlögum, hafa gert það, því þeir líta svo á að hún komi þjóðinni allri til góðs, en ekki einstökum aðilum. Niðurstöðurnar eru eign allrar þjóðarinnar og mun Háskóli ís- lands geyma þær. Könnunin er sem sagt aðgengileg, undir stjórn og varðveislu Háskólans í samvinnu við Hagvang, en þó ekki skilyrðislaust. Eins og kem- ur fram í könnuninni, er komið inn á marga viðkvæma og pers- ónulega þætti og verður farið varlega í að láta slíkar upplýs- ingar frá okkur. Það verður met- ið í samvinnu við Háskólann og reynt að þjóna þeirri hugsjón, sem að baki könnuninni liggur." Hver er kostnaðurinn við könnunina? „Kostnaðurinn er 2,3 milljón- ir. Þá er ekki reiknað með álagn- ingu, vinnu eða efni frá Hag- vangi. Þetta eru hreinar kostn- aðartölur. Aðilarnir sem fjár- mögnuðu könnunina lögðu til fé á bilinu 5.000—200.000 krónur. Enn eigum við svolítið í land með að ná endum saman, en við gerum okkur vonir um að það takist á næstunni. Margir hjálp- uðu til á ýmsan hátt, t.d. flugu spyrlar með Flugleiðum, Arnar- Ólafur örn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hagvangs. Morgunblaðið/ Bjarni flugi og Flugfélagi Norðurlands án endurgjalds. Einn- ig gaf Bílaleiga Ak- ureyrar verulegan afslátt. Um leið og fólk gerði sér grein fyrir því starfi sem var verið að vinna skorti ekki hjálparhendur." Hver var aðdragandi þessarar könnunar erlendis? „Árið 1978 hófu fræðimenn að starfa að henni. Prófessor Kerk- hof frá Hollandi fékk þá hug- mynd að fróðlegt væri að draga upp heimsmynd af íbúum jarð- arinnar með tilliti til gildismats manna og mannlegra viðhorfa. Gallup-fyrirtækið, undir stjórn Gordon Heald, tók síðan upp samstarf við hann og sá um framkvæmdaþáttinn." Hvernig hefur samstarfi við erlenda aðila verið háttað? „Tvö mikilvægustu atriðin í því sambandi eru í fyrsta lagi að fá alþjóðlega spurningalistann og geta nýtt hann. Þessi spurn- ingalisti er mjög vandlega undir- búinn og samræmdur, en er svo að sjálfsögðu lagaður eftir því sem nauðsyn þykir í hverju landi. í öðru lagi nutum við góðs af því að unnið var úr niðurstöð- unum í London, þar sem hægt var að fá faglegar ráðleggingar frá Gallup-stofnunum í Eng- landi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.“ Má búast við meiri samvinnu Hagvangs og Gallup í framtíð- inni? „Við erum orðnir aðilar að Gallup International og getum framkvæmt hér kannanir undir þeirra nafni. Okkar aðferðir hafa verið viðurkenndar á þann hátt að þær eru fyllilega í sam- ræmi við þær kröfur sem Gall- up-fyrirtækin gera. Við höfum áður haft samstarf við Gallup, en þetta veitir okkur aðgang að faglegu og viðskiptalegu sam- starfi." LAGT AF STAÐ Samtals unnu 29 spyrlar að könnuninni. Hér eru tveir starfsmenn Hagvangs að leggja þeim lífsreglurnar áður en könnunin hófst í vor. Morgunbla&ið/ Július
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.