Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 229. tölublaš og Hverjar eru lķfsskošanir Ķslendin 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984
49
Jón Árni Krist-
insson — Minning
Fæddur 29. október 1914
Dáinn 17. október 1984
Jón Árni Kristinsson, minn
ástkæri tengdafaðir, er nú horfinn
sjónum mínum. Langar mig að
minnast hans með nokkrum orð-
um.
Jón Árni fæddist í Hafnarfirði
29. október 1914. Hann var elsta
barn hjónanna Ingibjargar Guð-
rúnar Árnadóttur og Kristins
Friðriks Brandssonar. Þau eignuð-
ust 6 börn en af þeim lifa tveir
synir, Kristján og Ingibergur. Jón
ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar
alla tíð. Ungur að árum hóf hann
störf við trésmíðar og vann við
þær óslitið til dauðadags. Ekki
gafst honum þó tækifæri til að
afla sér réttinda í þeirri grein fyrr
en hann stóð á sextugu. Jón þótti
sérlega hagur smiður.
Árið 1941 kvæntist Jón eftirlif-
andi konu sinni, Sigríði Aradótt-
ur. Vafalaust var það hans mesta
gæfa í lífinu. Sigríður reyndist
honum góður og tryggur lífsföru-
nautur. Má með sanni segja að
hjónaband þeirra hafi einkennst
af gagnkvæmri ástúð og virðingu.
Þau eignuðust fjogur börn, þau
Kristínu Ingunni, Kristin Friðrik,
Ingiberg Gunnar og Lilju Björk.
Jón sýndi ástvinum sínum ein-
staka elsku og umhyggju, allt vildi
hann gera til að gleðja þá og auka
velferð þeirra.
í mínum huga var Jón perla,
viðmót hans yljaði manni alltaf
um hjartarætur, þessi hlýja fram-
koma, hýra brosið og liðlegheitin í
öllum samskiptum. Ávallt var
hann reiðubúinn að rétta hjálp-
arhönd, ef hann gat, kom hann þá
oft óbeðinn og ekki miklaðist hann
yfir verkum sínum. Jón var mér
mjög góður, sem besti faðir. Er ég
mjog þakklátur fyrir þau góðu
kynni sem við áttum, þótt stutt
væru. Ég þakka Drottni mínum
fyrir að hafa gefið mér svo góðan
tengdaföður sem Jón var.
Þótt sorgin sé sár og söknuður-
inn mikill megum við sem eftir
stöndum ekki bugast. Við eigum
huggun, dauðinn er ekki endalok
alls. Jesús sagði: „Komið til mín,
allir þér, sem erfiðið og þunga er-
uð hlaðnir, og ég mun veita yður
hvíld." (Matt. 11:28). „Ég er upp-
risan og lífið, sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi." (Jóh.
11:25).
Minningin um Jón verður ætíð
hjúpuð heiðri og þökk í mínum
huga.
Lárus Þór Jónsson
Þegar forfeður manns kveðja
lífið á þessari jörð, verður maður
áþreifanlega var við hversu tím-
inn hefur liðið fljótt. ófáar eru
þær stundirnar, sem ég hef dvalið
hjá afa mínum og ömmu, bæði
sem lítill snáði og sem unglingur.
Eftirminnilegast finnst mér
hversu mikil ró ríkti á heimili
þeirra og var það ekki síður afa að
þakka. Honum virtist fullkomlega
ómogulegt að beita aðra ofbeldi á
nokkurn hátt. Flesta foreldra
hendir það að tukta börn sín til
endrum og sinnum. Móðir mín
hefur sagt mér að það hafi hún
hins vegar aldrei upplifað af föður
sínum. SHkt uppeldi er ekki á allra
færi og vil ég nota tækifærið hér
til að þakka afa mínum þetta, ekki
aðeins barna hans vegna, heldur
einnig okkar barnabarnanna, því
af foreldrum sínum læra menn að
ala upp eigin bðrn.
Fregnin um andlát afa míns
kom mér alls ekki á óvart. Undan-
farin ár hafði hann ekki verið heill
heilsu og síðustu dagana hafði
hann átt erfitt með svefn, en samt
keyrt sig áfram af viljanum einum
saman. Þá grunaði mig að þetta
yrði ekki miklu lengra. Þótt sökn-
uðurinn sé sár nú, þá má ekki
gleyma því að nú þjáist hann ekki
lengur. Það ber ad þakka.
Einhvern veginn hefur það æxl-
ast svo að mér finnst líklegra að
lif sé að loknu þessu en að svo sé
ekki, og að menn lendi á stöðum,
þar sem fyrir séu þeir sem líkastir
eru manni að lundarfari. Ef það er
rétt, þá veit ég að afa mínum líður
vel. Enda er það svo að mér finnst
að þegar góðmenni deyja, þá sé
betra að samgleðjast þeim í stað
þess að gráta brottför þeirra. Og
hver veit nema við sjáumst aftur,
einhvern tima, einhvers staðar í
þessum mikilfenglega alheimi,
sem við búum i. Hvað sem því líð-
ur, þá mun minningin um góðan
mann, sem öllum þótti vænt um,
lifa áfram meðal vor.
Sveinn Baldursaon
Minning:
Hermann Vilhjálms-
son, bakarasveinn
Hinn 12. september lést á Elli-
heimilinu Grund Hermann Vil-
hjálmsson bakarasveinn. Hann
var fæddur á Brekku í Mjóafirði
áttunda dag aprilmánaðar árið
1902. Hermann hefir dvalist á
Elliheimilinu síðastliðin 4 ár og
blindur lengst af. Hermann var
alltaf bundinn mjog sterkum átt-
hagaböndum; á uppvaxtarárum
hans í Mjóafirði var mikið mann-
lið og athafnamenn voru þar ófáir
á fyrsta áratug þessarar aldar.
Mjóifjörður fannst mér dásamlegt
byggðarlag og ég þakka forlögun-
um það að fá áð alast þar upp.
Fegurð landsins var mikil hvert
sem litið var. Þetta voru orð Her-
manns þegar hann minntist æsku-
stöðvanna.
Það var ekki gert ráð fyrir því
að Hermann yrði bóndi. Honum
fannst alltaf að bakarafagið ætti
við hann, svo árið 1934 kveður
hann Mjóafjörð og er ferðinni
heitið til Reykjavíkur. Eftir leit í
höfuðborginni að plássi, er hann
svo lánsamur að komast í nám í
brauðgerð Jóns Simonarsonar á
Bræðraborgarstíg 16, sem þá var
eitt besta bakari i Reykjavík og
hafði afburðagóða bakara i sinni
þjónustu. Hermann undi hag sín-
um vel hjá Jóni og taldi hann Jón
Simonarson sinn velgjörðarmann.
Eftir að námi lauk, var erfitt um
vinnu við fagið, kreppan í al-
gleymingi og vinna stopul. Á
styrjaldarárunum vann hann svo í
setuliðsvinnu þar til henni lauk.
1946 fær hann vinnu hjá Reykja-
víkurborg og urðu hakinn og
skóflan hans hlutskipti næstu 20
árin.
Hermann hafði dreymt um að
gerast sópari. Honum fannst það
virðingarstaða. Og draumurinn
rættist 1965. Þá fékk hann sópinn
og kerruna. Þessi vinna átti vel við
hann. IJann var frjéls, hann hafði
stykki .í  nálægð  miðbæjarins.'
Hverfisgata, Laugavegur, Grett-
isgata og Vitastigur voru hans
götur. Til þeirra hafði hann
sterkar taugar. Eftir 12 ár með
sópinn og kerruna fær hann inni á
Elliheimilinu sem var hans heim-
ili þar til hann lést eftir erfið veik-
indi. Hermann fór ekki varhluta
af því að vera minnimáttar. Marg-
ir óprúttnir menn notfærðu sér
það að níðast á minnimáttar.
Heimili Hermanns var margrænt
og hann sjálfur fyrir meiðingum.
En Hermann átti líka sína tryggu
vini. Það sást best i veikindum
hans. Margir komu og heimsóttu
hann og þeir sem eru lifandi og
unnu með honum á námsárum
hans hafa alltaf haldið tryggð við
hann.
Hermann var mikill trúmaður
og gat hann rökrætt og vitnað í
Bibliuna. Þá var hann og vel les-
inn, en því miður kom sjóndepra i
veg fyrir að hann gæti stundað þá
iðju. Þá hafði hann næmt eyra
fyrir músik og var hann á tímabili
orgelleikari í kirkju sinni i Mjóa-
firði. Hermann átti alltaf lítið
orgel sem hann spilaði á heima og
sem honum þótti mjog vænt um.
Þetta er sálin í mér, sagði hann, ef
talið barst i þá átt. Hermann var
vel greindur og stálminnugur og
var gaman að ræða við hann um
gamla daga. Hann hafði mikið
yndi af að ræða um bakarafagið.
Hann taldi það sín bestu ár eftir
að hann fluttist til Reykjavikur og
alltaf var viss ljómi yfir brauð-
gerðarhúsi Jóns Sím. i huga hans.
Hermann kom til Reykjavikur
með Esju á sinni fyrstu reisu og
það var ósk hans að hans síðasta
ferð yrði með Esju. Því miður gat
hún ekki orðið að veruleika, þessi
ósk hans. Hermann var jarðsettur
23. september frá sinni gömlu
kirkju þar sem hann hafði einu
sinni setið og spilað og stjórnað
sálmasöng sem hann hafði svo
mikið dálæti á.
Hvíli minn kæri vinur í friði.
Georg B. M ichelsen
t
Viö þökkum hjartanlega auðsýnda samúö og vináttu vlö andlát og
jaröarför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa.
JÓNS ÁRNA kristinssonar.
öldugötu 33, Haf narf irði.
Sigriöur Aradóttir,
K nstin I. Jónsdóttir.            Baldur Sveinston.
KnstinnFr. Jónsson,           Edda Jóhannsdóttir,
Ingibergur Gunnar Jðnsson,    Julia Magnúsdóttir.
Lilja Björk Jónsdóttir.          Lárus ÞórJónsson
.  og barnabðrn.
Jóhanna Vilhjálms-
dóttir — Minning
Fedd 28. október 1900
Dáin 26! september 1984
Mást skal lina og litur, steinn skal eyðast,
litarneistinn í þeim skal ei deyðast.
Perlan ódauðlega í hugans hafi
hefjast skal af rústum þjóða og landa.
Komi hel og kasti mold og grafi,
kvistist lífsins tré á dauðans arin,
sökkvi jarðarknör í myrkva marinn,
myndasmíðar andans skulu standa.
Einar Benediktsson.
Þegar blaðleysi, útvarpsleysi og
sjónvarpsleysi grúfði yfir þjóð-
inni, var jarðsungin frá Grinda-
víkurkirkju kona, hátt á 84. ald-
ursári, sem alið hafði allan sinn
aldur í því plássi, og mig langar til
að minnast með fáeinum fátæk-
legum orðum. Hún hét Jóhanna
Vilhjálmsdóttir og var á margan
hátt sérstæð kona. Þegar ég
heyrði móður mina segja um
hana: „Hún er nú dáin blessuð
manneskjan, hún var greind og
skemmtileg," varð mér hugsað til
þess, að líklega hefði þetta ferða-
lag, sem ég fór með henni austur i
sveit til foreldra minna, verið
hennar lengsta ferð á lifsleiðinni.
Eg minnist þess, að þegar við
komum austur undir Eyjafjöllin,
sem var lengra en hún hafði áður
komið, þá gat hún ekki orða bund-
ist og sagði: „Þetta eru meiri nátt-
úruundrin." Þegar við komum
heim að bæ foreldra minna sagði
hún, að sér fyndist þetta minna
sig á Skálann, en það var hennar
æskuheimili, sem fullu nafni heit-
ir ísólfsskáli, og er austur af
Grindavík.
Foreldrar hennar höfðu slitið
samvistir og Agnes móðir hennar
fluttist með börn sin til Guðmund-
ar á ísólfsskála, sem hún giftist og
átti mörg börn með. Þar ólst Jó-
hanna upp með stórum hópi systk-
ina, við mikla vinnu, nýtni og
sparsemi, og urðu þau öll hið
mesta dugnaðarfólk. Jóhanna var
elst barnanna og kom vinnan því
ekki sist i hennar hlut.
Árið 1927 giftist Jóhanna Bergi
Bjarnasyni, ættuðum úr Grundar-
firði. Bergur var dugnaðarforkur
hinn mesti og standa enn i dag á
hinu vinalega bæjarstæði á Is-
ólfsskála tvö ibúðarhús, sem hann
hyggði á fyrstu búskaparárum
þeirra. Annað, sem hann byggði
fyrir Agnesi og Guðmund, og hitt
fyrir þau  ungu  hjónin.  Seinna
fluttu þau niður í þorpið og þar
hyggði hann nýtt hús, sem þau
nefndu Hjarðarholt. Þau eignuð-
ust fjóra drengi: Bjarna, Guðberg,
Vilhjálm og Hinrik. í þá daga voru
heimilisstörf margfalt erfiðari og
meiri en þau eru hjá húsmæðrum
í dag, sem hafa öll nýtískuþæg-
indi, og varð vinnudagurinn því
oft erfiður og langur hjá Jóhönnu,
því hún vandaði mjog til verka
sinna og mun ekki ofsagt, að
hennar heimili hafi verið hrein-
legasta heimilið í Grindavík og
þótt víðar væri leitað.
Eins og áður var sagt var Jó-
hanna greind kona og sérstæð.
Hún lagði upp úr því að synir
hennar fengju að menntast, sem
ekki var algengt meðal alþýðu-
fólks i Grindavík á þeim tíma. All-
ir fengu þeir menntun, hver á sínu
sviði. Bjarni er smiður, Guðbergur
er rithöfundur, Vilhjálmur er list-
málari og Hinrik er vélstjóri. Ég
minnist þess, að þegar ein bóka
Guðbergs sonar hennar var ný-
komin út var sagt: „Þetta eru al-
veg orðatiltækin hennar mömmu
þeirra."
Því mun persóna hennar lifa
áfram i verkum eins af bestu rit-
höfundum þjóðarinnar. Guð blessi
minningu Jóhönnu Vilhjálmsdótt-
ur.
RJ.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
t
Viö þökkum af alhug auðsynda samuð og vináttu viö andlát og útför
fööur okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS KRISTJANSSONAR
akipatióra.
fré Maðaldal í Dýrafiröi.
Brekkustlg M,
Raykjavfk.
Helga Kristiánsdóttir,          Asa Kn.t|ánsdóttir,
Anna Knstjénsdðttír,           Arnlaugur Guömundsson.
S»b|örn Kristjansson.         Ágústa Oddsdóttir
og barnabðrn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64