Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
6    B
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984
H
rísey? Ja, þar ku
vera besti bjór-
inn á landinu."
„Hrísey?
Klassastaður,
ég fór þangað í
sumar og borðaði bestu nautasteik
sem ég hef fengið innan íslensku
landhelginnar." „Hrísey? Var það
ekki þar sem Jörundur hákarla-
bani bjó?"
Eitthvað á þessa leið hljóðuðu
athugasemdir starfsfélaga er
fréttist af fyrirhugaðri Hríseyj-
arför. Sjálfur vissi blaðamaður
ósköp lítið um eyjuna. Eitthvað
rámaði hann þó í fjölskylduferð
þangað fyrir nokkrum árum, en
þær minningar voru tengdar
gönguferð í kalsaveðri út að
nautabúinu og er þangað kom fékk
enginn að skoða nautin, því veðrið
var svo vont að það var ekki naut-
um út sigandi og auðvitað engum
hleypt inn í sóttvarnarstöðina.
En nú er ætlunin að reyna að fá
smá nasasjón af mannlífinu í eyj-
unni, að svo miklu leyti sem það er
unnt á einum degi. Við Árni Sæ-
berg ljósmyndari tökum því dag-
inn snemma, fljúgum til Akureyr-
ar og þaðan er brunað eftir ísi-
lögðum vegi út á Árskógssand.
Ferjan Sævar fer þrjár ferðir á
dag milli lands og eyju, en auk
þess er hægt að fá bátinn leigðan
svotil hvenær sem er. Siglingin
tekur ekki nema um 15 mínútur og
því auðvelt að skjótast á milli, og
margir Hríseyingar fara margar
ferðir á viku. Um mánaðarmótin
október-nóvember hafði báturinn
flutt 24.561 farþega á milli í 1641
ferð. Ferðamannastraumur hefur
farið vaxandi til eyjunnar í sumar,
þar sem aðstaða fyrir tjaldgesti
hefur verið bætt og veitingahús
tók til starfa sl. vor. Næsta sumar
er áætlað að ferðum verði fjölgað,
komið verður upp gistiaðstöðu í
veitingahúsinu fyrir a.m.k. 6
manns, og lokið verður við að bæta
aðstöðu fyrir tjaldgesti, m.a. kom-
ið þar upp sturtum.
Og innkaupakarfa
rúllar í takt við
sjávarganginn...
Þennan föstudagsmorgun er
verið að flytja vörur úr landi í
kaupfélagið á eyjunni, vörurnar
eru fluttar einu sinni í viku og frá
áramótum hefur Sævar flutt 220
tonn af ýmsum varningi. Um borð
eru því hlaðar af vörum, og
innkaupakarfa rúllar í takt við
sjávarganginn. Græna byltingin
hefur greinilega haldið innreið
sina í Hrísey, eitt hið fyrsta sem
mætir augum okkar eru breiður af
höfrum sem settir voru niður í
vor. Við göngum fram hjá gömlum
verbúðum sem eru skemmtilegar
leifar gamla tímans á staðnum, nú
eru uppi umræður í hreppnum
hvort eigi að rífa skúrana eða
reyna að varðveita þá.
í Hrísey eru flestir annað hvort
gangandi eða á hjóli. Bílana
geyma þeir hinsvegar uppi á sand-
inum í bílageymslum sem þeir
eiga þar, sum heimili eiga tvo bíla.
Við tökum stefnuna á Kaupfélagið
á staðnum, okkur hafði verið bent
á konu sem hét Alvitur og fannst
tilvalið að leita hana uppi. Af-
greiðslustúlkan í Kaupfélaginu
brosir út í annað og hefur eflaust
hugsað mér sér að það væri ekki
einleikið hverju hægt væri að
ljúga að þeim þarna fyrir sunnan.
„Getur ekki verið að hún heiti
Alvilda?"
Ekki loku fyrir það skotið, mátti
a.rti.k. athuga málið, okkur er bent
á hús i grennd við Kaupfélagið og
þar er Alvilda Möller á tröppun-
um. Alvilda kunni svör við öllu,
þótt hún segðist ekkert vita um
Hrísey „flutti hingað frá Siglu-
firði á síldarárunum".
Sólarlampar, mynd-
bandaleiga og bjórlíki
I Hrísey búa nú um 275 manns,
að sögn sveitarstjórans Guðjóns
Björnssonar. Þar mun hafa verið
allir á leiðinni heim til sín í mat, ýmist gangandi eða hjólandi
Gamlar rerbúðir eru eitt hið fyrsta sem ber fyrir augu ferðalanga í Hrísey sem koma sjóleiðina.
Áslóðum
Hákarla-Jörundar
í Hrísey
Yfír kertaljósi er spáð og spekúlerað í næstu Krbflugosum. l*órlaug Arn-    Guðjón Björnsson sveitarstjóri er í hópi
steinsdóttir formaður og Vera Sigurðardóttir, einn af stofnendum klúbbs-        hinna mörgu sem ætlaði að prófa
stemmninguna en er búinn að búa í
eyjunni Í21 ár!
ms.
Athafnamaður i hjóli. Undir yfirborði
kaffibrúsakarlsins leynist ein aðal-
driffjöðrin í eyjunni.
búið frá því á landnámsöld, er
Narfi Þrándarson nam eyjuna.
Hrísey er önnur stærsta eyjan við
landið, aðeins Heimaey er stærri.
Eyjan er eins og áður sagði
skammt undan ströndinni um 8
ferkílómetrar að flatarmáli, og
segja sumir að hún sé leifar af'
strandlengjunni sem einhvern
tíma hafi verið áföst við Árskógs-
strönd. Sökum nálægðar við land
og góðra samgangna eru íbúar
ekki hinir dæmigerðu eyja-
skeggjar, fylgjast vel með því sem
er að gerast annarstaðar á land-
inu, þar er því hægt að finna bæði
sólbaðstofu og myndbandaleigu
sem virðist orðinn ómissandi þátt-
ur í þjóðarmenningunni. Og ekki
má gleyma bjórlíkinu, sem bragð-
ast a.m.k. ekki ver í Hrísey en
annarstaðar, ótrúlega líkt hinum
ósvikna bjór sem fæst aðeins í út-
löndum.
Athafnamaður á hjóli
Kaupfélagið í Hrísey gerir út
togarann Snæfell, og Kaupfélagið
veitir flestum íbúum vinnu. Örfáir
vinna annars staðar, í Sparisjóðn-
um, við Barnaskólann, á nauta-
búinu, á Trésmíðaverkstæði eða
hjá ungum athafnamönnum stað-
arins. Birgir Sigurjónsson er einn
þeirra. Hann keypti bát vorið 1979
í félagi við mág sinn Smára Thor-
arensen.
„Við stofnuðum fyrirtækið Borg
hf. og konur okkar, Steinunn Sig-
urjónsdóttir og Hólmfríður Jó-
hannesdóttir eru meðeigendur."
Veturinn 1981 byrjuðu þeir að
verka fiskinn sjálfir, „hengdum
fyrst út skreið í þar tilgerðum
hjöllum sem við komum upp með
aðstoð góðra manna, keyptum svo
tilbúið hús frá Héðni, og erum ein-
göngu með saltfisk og skreið. Árið
'82 þróaðist útgerð hér á staðnum,
við fórum á línu, og brátt vantaði
húsnæði fyrir aðkomufólk. Við
stofnuðum dótturfyrirtæki Borg-
ar, Brekku hf. og keyptum húsið
Brekku sem verbúð. Þegar við
höfðum veitt upp í kvótann, var
fyrirséð að húsnæðið yrði ónotað í
óbreyttu ástandi og hófumst þá
handa við að breyta Brekku í veit-
ingastað."
Veitingastaðurinn Brekka er
opinn allt árið um kring, og sér-
hæfir sig m.a. í réttum úr nauta-
kjötinu sem hvergi fæst annar-
staðar á landinu. Á matseðlinum
má sjá rétti sem minnir á uppruna
kjötsins, Galloway sneiðar og
fleira álíka, en holdanautastofn-
inn er sem kunnugt er ættaður frá
Skotlandi. Birgir er með hug-
myndir um að stækka veitinga-
stofuna, eins og er tekur salurinn
35 manns í sæti, en þyrfti að vera
stærri þegar þannig stendur á.
Hann segist vera með um 12
manns í vinnu og hefur ýmislegt
fleira á prjónunum, sótti m.a. um
að setja upp refabú í eyjunni til að
nýta fiskúrgang en sú hugmynd
var ekki samþykkt.
„Það þarf að koma upp fleiri at-
vinnumöguleikum og fjölbreytt-
ari." Hann segir eyjabúa þurfa
tíðari ferjuferðir, og auk þess
þurfi að gera staðinn byggilegri
m.a. með ýmiskonar þjónustu
fyrir ferðafólk. Birgir er fæddur
og uppalinn í Hrísey en hefur ver-
ið búsettur í Reykjavík og á Akur-
eyri, og eins og margir aðrir at-
hafnamenn segist hann hafa verið
mikill villingur er hann var lítill,
„var alltaf sendur í sveit".
Á fámennri eyju eins og Hrís«y
gegnir hver maður mörgum hlut-
verkum, Birgir hefur m.a. tekið að
sér að gera að sárum félaga sinna
sem lent hafa í vinnuslysum, og
saumað saman margan skurðinn.
„Lærði það í Stýrimannaskólanum
í gamla daga."
Það er farið að nálgast hádegi
og allir á leiðinni heim til sín í
mat, ýmist gangandi eða hjólandi.
Birgir tekur fram hjólhestinn og
er samferða okkur frá fiskhúsinu
upp að veitingahúsinu Brekku.
Hafnadi styrknum en
búin að vera í 30 ár
„Ertu komin?" I húsi rétt ofan
við veitingastaðinn Brekku býr
ljósmóðir eyjunnar, Ingveldur
Gunnarsdóttir, og virðist ekkert
undrandi þótt blaðafólk Mbl. ryðj-
ist inn á hana. Hún býður upp á
ilmandi kúmenkaffi, og segist ekki
geta hugsað sér að vera annar-
staðar en í Hrísey. „Ég er þannig
manneskja að ég kann alltaf best
við mig þar sem ég er. Ég er alin
upp í Flateyjardal, og ætlaði mér
að vinna hér í Hrísey að loknu
ljósmæðranámi. Ég hef oft hent
gaman að því að þegar ég var f
náminu fyrir um 30 árum, var mér
boðinn styrkur frá Hríseyjar-
hrepp með því skilyrði að vinna í
þrjú ár í eyjunni að námi loknu.
Það fannst mér allt of langur tími
og hafnaði því styrknum. En hér
hef ég nú verið í 30 ár!"
Það virðist nokkuð algengt í
Hrísey eins og reyndar fleiri eyj-
um við landið, að fólk kemur og
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36
B 37
B 37
B 38
B 38
B 39
B 39
B 40
B 40
B 41
B 41
B 42
B 42
B 43
B 43
B 44
B 44