Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 B 15 Frami Carol á fjölunum i bresk- um söngleikjum hefur veriö skjót- ur og þar sem spurnir af honum hafa borist hingaö heim viö og viö ætti aö vera óþarfi aö tíunda hann nánar hér nema stikla á stóru. Sjálf segist hún hafa „tekið þetta í fjórum stökkum", frá því aö hún fluttist til London frá Sví- þjóð áriö 1979 ásamt manni sín- um, Ingvari Árelíussyni, tónlist- armanni og börnum þeirra tveim- ur. „Ég byrjaöi í kórnum í Evitu eftir Andrew Lloyd Webber og söng þar í tvö ár og síöan hef ég haldiö mig viö söngleiki Andrews. Þá var mér boöið aö vera vara- staögengill Lulu, aöalsöngkon- unnar í Song And Dance og þaö var ég í eitt ár og fékk tækifæri til þess aö koma fram tólf sinnum í hlutverkinu. Síöan kom hlutverk Maríu Magöalenu í Jesus Crist Superstar og þaö söng ég í sjö mánuði. Nokkrum mánuðum eftir aö ég var hætt aö syngja í Sup- erstar var síðan hringt í mig og sagt aö bæöi Lulu og staögengill hennar í Song and Dance væru búnar aö missa röddina og ég beöin aö hlaupa í skaröiö. Þetta var klukkan sex aö kvöldi og sýn- ingin átti aö hefjast kiukkan átta. Það var liöiö meira en ár frá því aö ég haföi komið fram í þessari sýningu og búiö aö breyta ýmsu í henni. Hlutverkiö er erfitt, maður er einn á sviöinu í klukkutíma og syngur 23 lög. En þetta var of mikiö tækifæri til þess aö hægt Eimreiðin og kattadrottningin. Carol ásamt einum aöalleikaran- um í Starlíght Express, þar sem allt fer fram á hjólaskautum. þau fluttu sig aftur um set — til London. „Þaö er ekki til nein plata meö mér á íslandi en það var hór sem ég fékk áhuga á söngleikjum, því ég lék bæöi i Hárinu og Jesus Christ Superstar þegar þær sýn- ingar voru settar upp hér. — Nú og svo söng ég í ýmsu, sem ég nenni ekkert aö muna eftir. En fólk má ekki halda aö ég sé eitthvaö reiö út í íslendinga. Nú er ég oröin svo sátt viö sjálfa mig og þaö væri voöa gaman aö halda tónleika hér, ef timi gæfist til aö standa vel aö því — annars ekki. Munurinn á aö vinna hér og úti er fyrst og fremst sá, aö þar þarf kvað að sanna að það væri eitthvað í mig spunnið — segir Carol Nielsson, áður Janis, nú Grizabella, æðsta læða í kattafansi Andrews Lloyd Webber í Lundúnum Viðtal: HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR því aö hann er ákaflega tilfinn- inganæmur maöur. Hann er hins vegar ekkert óskaplega viöfelld- inn og sumum finnst erfitt að vinna meö honum. Ég er þó ekki ein af þeim, okkar samstarf hefur gengið vel og þaö er óhætt aö segja að hann viti sínu viti í þess- um málum. Þessi skyndilegi áhugi hans á léttklassík er kannski til kominn af því, aö hann er nýgiftur ungri konu meö klassískan tón- listarbakgrunn." Aöspurö hvort hún sé farin aö láta hugann hvarfla yfir hafiö, til söngleikjaparadísarinnar í vestri, segir hún: „Þaö væri voöa gaman aö geta sagt einhverntímann, aö maöur hafi veriö á Broadway og þaö er alveg hugsanlegur mögu- leiki aö af því veröi. „Standard- inn“ er sá sami þar og í West End, en miklu meiri peningar í boöi. Annars ætla ég mér ekki endi- lega aö veröa eilíf i þessum söng- leikjum þó aö svona hafi þetta altt byrjaö. Áöur en ég fer út í eitt- hvaö annaö myndi mig þó langa til þess aö fara meö aöalhlutverk frá upphafi, en ekki taka viö því af öörum söngkonum, eins og veriö hefur. Þ.e.a.s. gera hlutverkiö „mitt“ frá upphafi, en auövitaö fer „Ég fór að heiman frá íslandi árið 1976 vegna þess aö ég vildi þróast sem listamaður — ekki til þess aö sigra heiminn — þó aö sumir spyröu mig glottandi hvort þaö væri tilgangurinn. Núna þykist ég vera oröinn alvöru listamaöur, en maöur veröur aö halda áfram aö þróast og ég ætla ekki aö standa á sviðinu í Cats í mörg ár til viöbótar.“ Þetta sagöi Carol Nielsson, eöa Janis Carol, eins og íslendingum er væntanlega ennþá tamara aö kalla hana, meöal annars er blm. Mbl. átti viö hana spjall þegar hún var stödd í Reykjavík í stuttu fríi á dögunum. Meöal Lundúnabúa og annarra leikhúsgesta í West End er Carol hins vegar þekktust sem Grizabella, æösta læöa og aðalnúmer í Cats, einhverjum vinsælasta söngleik sem sögur fara af, eftir Andrew Lloyd Webber. væri aö neita því. Ég var komin á sviöið klukan átta og þetta small allt saman. Þaö kom síöan á dag- inn aö Lulu þurfti aö ieggjast á spítala og ég lauk því samn- ingstímabili hennar, sem var tveir mánuöir. Síöan kom Grizabella í Cats og þar er ég enn,“ segir Car- ol. Hún bætir því reyndar viö, aö til hafi staöiö aö hún færöi sig yfir í söngleikinn Starlight Express, nýjasta hugarfóstur A.L.W. sem viröist ekki ætla aö njóta síöri vinsælda en fyrirrennararnir. „En þar þeytast leikararnir um sviðið á hjólaskautum, samningstíminn var eitt ár og mér fannst heilt ár of langur tími til þess aö vera samningsbundin á hjólaskautum. Svo ég ávaö aö vera kjur í Cats, a.m.k. í bili. Cats er reyndar mikið dansverk líka, en í hlutverki Grizabellu reynir fyrst og fremst á sönginn og meöan ég er ekki eins og fíll innan um hina á sviöinu þá læt ég mig hafa þaö,“ segir Carol og hlær viö. Og yfirleitt verður ekki séö aö uppheföin í útlandinu hafi fengiö hana til aö setja sig í sérlega hátíðlegar stellingar. „Ég er ekki Islendingur á papp- irnum“, segir hún. „Móöir mín, Doris Þóröarson, er ensk, en gift- ist til íslands, Birni Þóröarsyni og hér er ég alin upp. Ég var sjö ára þegar ég kom til íslands og þaö er landiö, sem hefur haft mest áhrif á mig. Ég finn líka alveg þarna úti, aö ég er ekki eins og breskar stelpur. Ég er jaröbundn- ari en þær og fyrir bragöiö kannski eftirsóttari í hlutverk. Aörar, sem eru komnar jafn langt og ég á þessu sviöi, eru margar hverjar svo miklar á lofti aö þær snerta varla jöröina sem þær ganga á. En ég held ennþá jarö- Carol Nielsson. Carol og Ingvar við heimili sitt í London. sambandinu og þaö ætla ég mér ekki aö missa. Hins vegar fannst mór óg ekki vera metin á islandi og aö stund- um væri horft framhjá mér af því aö ég bar ekki íslenskt nafn. Þaö var kannski ástæöan fyrir því aö ég ákvaö aö sanna fyrir sjálfri mér og öörum, aö þaö væri eitthvaö í mig spunniö og þaö aö fara frá islandi varö mér gæfu- spor,“ segir Carol. En héöan hólt hún til Svíþjóðar, þar sem þau Ingvar starfræktu hljómsveitina Lava og komu m.a. einu lagi inn á sænska vinsældalistann áöur en Carol (3. f.v.) í góðum félagsskap Stevie Wonder og samleikara sinna í Cats í New London Theatre. maöur ekki aö hafa áhyggjur af neinu nema röddinni og líkaman um. Um allt annaö er séö fyrir mann, klæönaö, greiöslu, föröun, Ijósabúnaö o.s.frv. Hér vantar at- vinnumennsku í vinnubrögöin. Þaö er kannski skiljanlegt aö vissu leyti, en mætti samt bæta ef menn temdu sér fagmannlegri vinnubrögö, utan sviös sem inn- an. Eitt af því, sem ég er spennt fyrir aö gera í Englandi, er aö vinna fyrir sjónvarp, en þaö er best aö tala sem minnst um þaö í bili, því þaö er ekki ennþá orðið aö veruleika/ segir hún. „Hins vegar hef ég oft komiö fram í út- varpinu, sungiö meö BBC hljóm- sveitinni og núna rétt áöur en ég fór heim, var ég í þættinum „The Best On BBC 2“, sem Terry Wog- an velur í listamenn, sem honum þykir skara fram úr. Þegar út kemur taka svo viö útvarpsupp- tökur þar sem ég syng tónlist úr söngleikjum. Annars er mín uppáhaldstón- list, þ.e. sú sem ég hlusta á heima hjá mér, jazz og funk. Nú vill Andrew meina aö þaö sé að koma upp ný tónlistar- stefna, sem muni veröa vinsæl á næstunni, einhvers konar létt klassík. En ég vona aö hann hafi ekki rétt fyrir sér þar því þaö er ekki minn smekkur." Carol gerir lítiö af þvi aö slá um sig meö stjörnunöfnum, en þaö þykir þó ekki alveg úr vegi aö spyrja hana örlítið um kynni hennar af Andrew Lloyd Webber. „Andrew er fæddur í fiska- merkinu," segir Carol, (sjálf er hún bogamaður). „Fyrir þá sem á slíkt trúa, er þaö e.t.v. skýringin á ég með mín hlutverk á minn hátt og gef þeim eitthvaö frá sjálfri mér en apa ekki eftir hinum. Þaö væri bara skemmtilegt aö „eiga“ hlutverkiö frá upphafi næst.“ Eins og áöur sagði, er eigin- maöur Carol, Ingvar Arelíusson, einnig í tónlistinni. Ingvar leikur á rafmagns- og kontrabassa og hefur veriö við tónlistarnám í London sl. sex ár. Þau hjón hafa nýlokiö viö aö koma sér upp full- komnu hljóöupptökuveri viö þá frægu götu Abbey Road í Lond- on. „Stúdíóiö er búiö öllum full- komnustu tækjum,” segir Carol. „Og þangaö er öllum íslendingum velkomiö aö koma og taka upp. Viö höfum reyndar veriö aö velta þeirri hugmynd fyrir okkur, aö taka upp plötu meö efni sem væri islenskt aö helmingi til og enskt aö helmingi og gefa út á islandi, ef okkur viröist vera mar- kaöur fyrir hana. En stúdíóiö á sem sagt aö vera atvinnufyrir- tæki. Þaö veröur spennandi aö fara út í hljómplötuframleiöslu, þó aö t.d. dreifingamál séu snúin til aö byrja með. I London búum viö í hverfi sem heitir Barnes og er rétt hjá Kens- ington. Dæturnar eru orönar 16 og 11 ára og þaö er aldrei talaö annaö mál en íslenska á heimil- inu. Ég er meö samviskubit gagn- vart stelpunum, finnst ég aldrei hafa nægan tima fyrir þær. En viö höfum góöa konu hjá okkur, sem hugsar um heimiliö og þrátt fyrir samviskubitiö get ég varla veriö þekkt fyrir annaö en að vera nokkuö ánægö með til- veruna í dag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.